Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ k FRÉTTIR Morgunbiaðið/Ásdfs LÖMBIN eru enn svo Iítil að þau hverfa SVÍNIN eru fjörmikil þegar þeim er URTAN Kobba fær koss frá afkvæmi sínu. næstum í grasið. hleypt út á daginn. Fj ölskyldulífið blómstrar í Húsdýragarðinum KÓPURINN, sem urtan Kobba kæpti á mánudag, dafnar mjög vel, að sögn Þor- varðar Friðbjörnssonar, yfirdýrahirðis í Húsdýragarðinum. „Hann gat farið að synda þegar eftir nokkra klukkutima og er kominn á spena.“ Sett hefur verið skilrúm á milli nýfædda kópsins og urt- unnar Særúnar sem er komin að því að kæpa. Astæðan er sú að í fyrra stal önn- ur urtan kóp þeirrar sem varð fyrri til að kæpa. „Þegar hún svo kæpti tveim dögum seinna hafnaði hún sínu afkvæmi," segir Þorvarður. „Þar af leiðandi þurftum við að taka kópinn að okkur og ala hann upp, sem getur verið mjög erfitt. Núna ætlum við að halda þeim aðskildum þang- að til báðir eru komnir á spena til að fyrirbyggja að þetta komi fyrir aftur.“ Laumufarþegi um borð Lífið leikur við fleiri fjölskyldur í Hús- dýragarðinum. Minkalæðan Snúlla og högninn Snjólfur eignuðust fimm hvolpa í byrjun maí og hryssan Hilda kastar um næstu mánaðamót. „Við erum einnig með lánshryssuna Glóu, sem er sumargestur I\já okkur,“ segir Þorvarður. „Hún tók með sér laumufarþega, folald sem hún kastaði í maí, og verður hjá okkur þang- að til Hilda kastar.“ Hreindýratarfurínn Draupnir ber höf- uðið hátt þessa dagana. Hann hefur líka ástæðu til; eignaðist kálfa með tveim kúm í maí. Simlumar Jóhanna, Snotra og Guðrún em með honum í girðingu og einnig veturgamall tarfur sem nefnist Ófeigur. Stundum hoppað á gesti Gyltan Gjóla og gölturinn Darri flatmaga fram eftir degi innanhúss, enda eru þau viðkvæm fyrir sólarljósinu. Þau geta líka leyft sér að vera löt eftir að Gjóla gaut þrettán grísum í maíbyrjun. „Þau fara út einu sinni á dag og þá er mikið fjör í þeim,“ segir Þorvarður. „Þá róta þau og grafa.“ Huðnurnar Rák, Skálm, Sunna og Fiða áttu allar kið fyrr í vor með hafrinum Kjarna. „Heimilislífið gengur mjög vel,“ segir Þorvarður. „Við reynum að setja þau út á morgnana og haJfa þau úti á stykkjum allan daginn. Ýtt hefur verið undir fjölbreytileika með því að setja greinar og tijáboli inn til þeirra. Stundum kemur Ieikur í kiðin og þau hoppa á gesti, en það er ósköp saklaust og engin illska sem býr að baki.“ Besta vorið í sauðburði Mest er af sauðfé í garðinum. Helstu tíð- indin á þeim bæ eru að gimbrin Botna átti tvo svarta hrúta fyrir viku. Annars áttu allar gimbrarnar lömb í vor nema Þruma, sem var geld. „Burður hefur gengið vel og ekkert komið upp á,“ segir Þorvarður. „Þetta er besta vorið að því leyti frá því ég byijaði að vinna héma. Við höfum ekkert misst og ekkert hefur veikst heldur." Hann bætir við eftir augnabliks umhugsun: „Sjö, níu, þrettán." Hvað kýrnar varðar er fátt fréttnæmt; enginn burður í nánd. Kýmar nefnast Gráskinna, Una og Orka. Nautið er koll- ótt og nefnist Guttormur. „Una er nyólk- uð á hveijum degi,“ segir Þorvarður. „Bæði starfsmenn garðsins og skepnur njóta góðs af. Kálfamir ganga hins vegar undir Gráskinnu.“ Dýrin óhrædd við mannfólkið Einnig era í Húsdýragarðinum ýmis smá- dýr eins og kanínur, naggrisir, hænur, kalkúnar og dúfur. Hjá dúfunum er varp- ið í fullum gangi um þessar mundir. Pek- ingendur, grágæsir og aligæsir em einn- ig meðal íbúa Húsdýragarðsins og spíg- spora aligæsirnar með níu unga í hala- rófu. Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins em 18 til 20 yfir vetrartímann og svo bætast 50 við yfir sumartimann. Þorvarður segir að dýmnum lyndi ágæt- lega við mannskepnuna: „Þeim kemur vel saman. Það er helst að taugaveiklun geri vart við sig hjá dýranum á vorin þegar sól er hátt á lofti og mikið húllumhæ og háreysti í krökkum og öðmm gestum. En það jafnar sig er líður á sumarið.“ KÁLFURINN fylgir í humátt á eftir móður sinni. HRYSSAN Glóa með folaldi sem hún kastaði í maí. I t > s t I l i t t T!L HWlriC' Ver&ur í>eintyfir Unjinu föstuj^inn ‘fZ.júník.L 03 við í Tininju geruty okhur vonir utuf ctÖ h«(i hennnr netvfi UiÖ Esjutinjot fausteftir hjtfejiÖ. Þeir setvr koHf<*st í snertinau ViÍ fyrirhovrií (osnet úr frúsmii jmivistinni 03 fá n&setur í sMuríkinu Ifinsú. Lr ferÍ<nhu3ur í f*érf i^inimgim FÉLAG UM BÆTT MANNlFf A((<nr núnnri upf>(jnnanr ísí*tn SZS^Sé 1 Hafbeitarstöðin í Hraunsfirði Hvurslax ehf. tek- ur við rekstrinum REKSTRI hafbeitarstöðvarinnar í Hraunsfirði á Snæfellsnesi verður haldið áfram af félaginu Hvurslax ehf. sem leogir hana af frá Lands- banka íslands sem eignaðist hana eftir gjaldþrot Silfurlax hf. Rekstur stöðvarinnar verður þó mun um- fangsminni því áætlað er að sleppa aðeins 400 þúsund laxaseiðum árlega í stað þriggja milljóna seiða. Landsbankinn er eigandi göngu- físksins sem nú er í sjónum frá stöð- inni og eru eigendur Hvurslax ehf. verktakar hjá bankanum við að taka á móti þeim fiski í sumar. Samkvæmt upplýsingum Ingimars Jóhannssonar hjá landbúnaðarráðu- neytinu ætla eigendur Hvurslax ehf. að láta göngufiskinn ganga sjálfvilj- ugan í gildru en ekki taka hann við árósinn eins og gert hefur verið. Sama aðferð er t.d. notuð í hafbeitar- stöðvunum í Kollafirði og í Lárósi. „Þetta á að reyna seinna í sumar og þá verður þessi gildra sett upp, en hún er til og upphaflega ætlaði Silfurlax að nýta hana. Þeir fóru síð- an út í það mikið magn að það var alveg séð að hún myndi aldrei anna því,“ sagði Ingimar. Óánægja hefur verið meðal veiði- rétthafa og landeigenda við innan- verðan Breiðafjörð og Hvammsfjörð með rekstur hafbeitarstöðvarinnar, en magn af náttúrulegum laxi sem veiðst hefur í stöðinni hefur farið vaxandi ár frá ári. Að sögn Ingimars ætti breytingin á rekstrinum að verða til þess að koma til móts við sjónar- mið hagsmunaaðila eins og hægt er. Leitgerðað 1 öldruðum • sjófaranda . TALSVERÐ leit var gerð í fyrn- nótt að tæplega hálfáttræðum manni sem var á báti á Breiðafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd á vettvang, en maðurinn gS fannst nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft. — Báturinn fannst strandaður á \ milli eyja og hafði fjarað undan honum. Ekkert amaði að manninum og engar skemmdir urðu á bátnum. Maðurinn hafði siglt á lítilli op- inni trétriilu frá Stykkishólmi kvöld- ið áður og hugðist snúa aftur skömmu eftir miðnætti, en skyggni var gott á þessum slóðum og veður ágætt. Hann kom hins vegar ekki f| til baka á tilsettum tíma og var haft samband við Landhelgisgæsl- una eftir að eftirgrennslan hafði " staðið yfir í nokkrar stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.