Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
3ttargtniMafrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NÝTT ÁFALL
í SKÓLASTARFI
ILENZKT skólakerfi hefur enn orðið fyrir áfalli vegna
niðurstöðu TIMSS-rannsóknarinnar um frammistöðu
íslenzkra nemenda í stærðfræði og öðrum raungreinum.
Að þessu sinni var könnuð geta nemenda í 3. og 4.
bekk grunnskólans og sem fyrr eru íslenzk skólabörn
langt undir alþjóðlegu meðaltali, reyndar i neðstu sætun-
um. Er það í samræmi við getu nemenda í raungreinum
í 7. og 8. bekk grunnskólans samkvæmt TIMSS- rann-
sókn, sem birt var í nóvemberlok. Að því leyti kemur
niðurstaðan nú ekki á óvart, en hún sýnir enn betur
og sannar, að brýnna umbóta er þörf í íslenzku skóla-
starfi.
Niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar, sem er alþjóð-
legur samanburður á getu nemenda í stærðfræði og
náttúrufræðigreinum, sýna, að nemendur 3. bekkjar eru
í næstneðsta sæti í stærðfræði og aðeins íranir eru slak-
ari, pg 4. bekkingar eru í þriðja neðsta sæti, en þar
eru íranir og Kúveitar neðstir. í náttúrufræðigreinum
er frammistaða íslenzku barnanna örlítið skárri, en þar
eru 3. bekkingar í fimmta neðsta sæti og 4. bekkingar
í því sjöunda neðsta. íslenzku nemendurnir eru þarna
í hópi nemenda frá þjóðum, sem við erum ekki vön að
bera okkur saman við.
Efstu þjóðirnar í könnuninni eru nú sem fyrr Asíuþjóð-
ir, en þær skipa fjögur efstu sætin í stærðfræði og tvö
efstu í náttúrufræðigreinum. Athyglisvert er, að árang-
ur barnanna í raungreinum er bestur hjá þjóðum, þar
sem mestur efnahagslegur uppgangur hefur verið um
langa hríð. Og í þeim löndum, þar sem mestur agi og
festa ríkir í skólum og þjóðfélaginu sjálfu. Haldi áfram
sem horfir munu þessi lönd áfram halda efnahagslegu
forskoti sínu, því sú skoðun er ríkjandi, að þekking á
sviði vísinda og tækni muni í vaxandi mæli skipta miklu
um efnahagslega afkomu þjóða í framtíðinni. Ótrúlega
slök frammistaða íslendinga i raungreinum er því slæm-
ur fyrirboði, en vonandi verður unnt að snúa dæminu
við með skilvirkum aðgerðum skólayfirvalda.
Ekki verður við það unað, að íslenzkir nemendur
verði áfram í botnsætum í alþjóðlegum samanburði sem
þessum. Hraða þarf þeim umbótum, sem menntamála-
ráðuneytið hefur haft í undirbúningi, m.a. með endur-
skoðun námskrár. Umbætur í skólastarfinu sjálfu munu
hins vegar ekki skila sér nema foreldrar axli sina ábyrgð
og taki þátt í því með skólunum að temja börnunum
aga, ástundun og samvizkusemi.
ÁTAKÍ
SNJÓFLÓÐAVÖRNUM
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt framkvæmdaáætl-
un og forgangsröðun fram til ársins 2010 um brýn-
ustu varnir gegn ofanflóðum. Áætlunin er býggð á sam-
komulagi milli umhverfisráðuneytis og sveitarfélaga,
sem formlega hafa sótzt eftir slíkum vörnum. Áætlaður
kostnaður við þessar framkvæmdir er hálfur áttundi
milljarður króna. Framkvæmdir hófust í fyrra á Flat-
eyri. Þá taka við framkvæmdir á ísafirði og síðan í
Neskaupstað, Seyðisfirði, Siglufirði og víðar. Fram-
kvæmdaþunginn verður mestur á árunum 1999 til 2003.
Takmörkuð innlend reynsla er fyrir hendi varðandi
hönnun og uppsetningu snjóflóðamannvirkja og verður
því fyrst um sinn leitað eftir erlendri ráðgjöf. Einkum
verður um að ræða varnarvirki í grennd við byggð, þar
sem þau henta, en svonefnd stoðvirki á upptakasvæðum
snjóðflóða eru á áætlun síðar á framkvæmdatímanum,
þegar fyrir liggja niðurstöður yfirstandandi rannsókna.
Hætta á slóflóðum er hvergi talin meiri en hér á landi.
Fleiri íslendingar hafa látið lífið í snjóflóðum en nokkr-
um öðrum náttúruhamförum, að sjóslysum undanskild-
um, eða rúmlega 600 manns svo vitað sé, þar af um 130
á þessari öld. Kólnandi loftslag frá því um 1965 hefur
og leitt til þess að snjóflóðum hefur fjölgað. Ákvörðun
ríkisstjórnarinnar er því fagnaðarefni, réttmæt og tíma-
bær.
Skýrsla Læknafélags íslands um forgangsröðun í heilbri;
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞAU kynntu niðurstöður nefndar um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Frá vinstri: Sveinn
Magnússon, Guðmundur Björnsson, Sverrir Bergmann og Sigríður Dóra Magnúsdóttir.
Siðferðilegar for-
sendur verði hafðar
að leiðarljósi
Læknafélag íslands kynnti í gær skýrslu
nefndar félagsins um forgangsröðun í heil-
brigðiskerfínu. Leggur hún áherslu á að sið-
ferðilegar forsendur verði hafðar að leiðarljósi
við forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og að
stjómvöld setji fram markvissa heilbrigðis-
áætlun með mælanlegum markmiðum.
A AÐALFUNDI Læknafélags
íslands árið 1995 var sam-
/“% þykkt að stjórn félagsins
skipaði nefnd til að fjalla
um forgangsröðun í heilbrigðiskerfínu
og var nefndin skipuð í desember
sama ár. Samkvæmt skipunarbréfi
var hlutverk nefndarinnar að koma
með ábendingar (eða tillögur) um for:
gangsröðun í heilbrigðiskerfinu. í
fyrsta lagi með tilliti til fjárveitinga
til heilbrigðismála, í öðru lagi með
tilliti til skipulags á uppbyggingu
heilbrigðisþjónustu jafnt í heilsugæsl-
unni sem og á stofnunum um landið
allt og þar með fjármagnsdreifingu
til einstakra þátta heilbrigðiskerfísins
í landinu öllu, og í þriðja lagi for-
gangsröðun með tilliti til beinnar þjón-
ustu við sjúklinga með tilliti til með-
ferðar sjúkdóma.
í nefndina voru skipaðir læknarnir
Guðmundur Björnsson, formaður,
Einar Oddsson, María Sigurjónsdóttir,
Pálmi V. Jónsson, Sigríður Dóra
Magnúsdóttir, Sveinn Magnússon og
Torfí Magnússon.
Vandi sérfræðiþjónustu
í meginniðurstöðum skýrslu
nefndarinnar um hvemig skuli for-
gangsraða kemur fram að tilgangur
umræðu um forgangsröðun sé að
leita leiða til að tryggja sem besta
og hagkvæmasta heilbrigðisþjónustu
fyrir það fjármagn sem tii ráðstöfun-
ar er á hveijum tíma. Óvíst sé hvort
fjárveitingar til heilbrigðismála muni
vaxa frá því sem nú er og fyrirsjáan-
legt sé að framþróun læknisþjón-
ustunnar og nýjungar í rannsóknum
og meðferð verði að fjármagna að
mestu innan ramma takmarkaðra
fjárveitinga. í umræðu um forgangs-
röðun í heilbrigðisþjónustu sé ástæða
til að líta til þeirra samfélagsbreyt-
inga sem vænta megi á komandi
árum.
„Vegna fámennis Islendinga og
dreifðrar byggðar í landinu
er vandi íslendinga við for-
gangsröðun í heilbrigðis-
þjónustunni að nokkru frá-
brugðinn vanda annarra
þjóða. Fámenni íslensku
þjóðarinnar skapar ekki vanda við
að sinna heilsugæslu og heilsuvernd,
hins vegar koma erfiðleikar í ljós
þegar veita á sérfræðiþjónustu.
Vandi sérfræðiþjónustunnar felst að
hluta til í nauðsyn stöðugrar vakt-
þjónustu og einnig þarf að vera til
sérfræðiþjónusta á breiðum grunni
svo ekki þurfí að sækja læknisþjón-
ustu út fyrir landsteinana," segir í
skýrslunni.
Bent er á að stjórnvöld hafi sett
fram háleit markmið í íslenskri heil-
brigðisáætlun, en til að þeim mark-
miðum verði náð sé nauðsynlegt að
uppbygging og skipulag heilbrigðis-
þjónustunnar sé í samræmi við fyrir-
sjáanlega þróun í læknavísindum og
væntanlega þróun samfélagsins.
Heilbrigðisþjónustan þurfí að upp-
fýlla sex meginmarkmið: að veita
bráðaþjónustu án tafar, að sinna
heilsuvernd og heilsugæslu, að veita
sérhæfða þjónustu í háum gæða-
flokki þegar hennar er þörf, að veita
samfellda þjónustu, að þjónustan
taki mið af þörfum allrar þjóðarinnar
og að jafnræði ríki meðal þjóðfélags-
þegna.
Þá segir í skýrslunni að heil-
brigðisáætlanir þurfí að endurskoða,
þær þurfi að vera markvissar og
æskilegt sé að sett verði fram mæl-
anleg markmið. Gera þurfi áætlun
um mannaflaþörf, setja fram mark-
vissa framkvæmdaáætlun og tryggja
nauðsynlegt íjármagn til að fram-
fylgja samþykktum í heilbrigðismál-
um. Eitt brýnasta verkefni stjórn-
valda á komandi árum verði að setja
fram rammaáætlun um ijárveitingar
til heilbrigðismála til nokkurra ára í
senn.
Skýrsluhöfundar benda
á að innan heilbrigðiskerf-
isins sé forgangsröðun
óhjákvæmileg og nauð-
synlegt sé að sátt sé um
á hveiju hún eigi að byggjast. Slík
sátt kalli bæði á vitneskju um óskir
almennings og skilning almennings
á nauðsyn forgangsröðunar og þekk-
ingu á eðli forgangsröðunar og þeim
grundvelli sem hún byggi á verði að
miðla út fyrir heilbrigðiskerfið.
„Með fræðslu til almennings og
möguleikum almennings til að tjá sig
um þær aðferðir sem byggja skal
forgangsröðun á eru allar líkur á að
hægt verði að ná sátt jafnvel um
erfiðar ákvarðanir. Ræða þarf hversu
stórum hluta þjóðarútgjalda á að
veija í þennan málaflokk. Lagt er til
að heilbrigðisyfirvöld hlutist til um
að fram fari fræðsla um eðli for-
gangsröðunar og könnun á skoðun
almennings á aðferðum við forgangs-
röðun,“ segir í skýrslunni.
Bent er á að umræða um forgangs-
röðun snúist ekki síst um siðferðileg
verðmæti og siðalögmál, og nauðsyn-
legt sé að almenningur geri sér grein
fyrir þeim siðalögmálum sem hafi
verið og eigi að vera undirstaða heil-
brigðiskerfísins. Grundvöllur um-
ræðu um forgangsröðun séu siðalög-
mál um mannhelgi, þörf og samstöðu
og skilvirkni heilbrigðisþjónustu.
Nefndin telur að leggja beri
áherslu á læknisfræði sem byggist á
niðurstöðum vísindalegra rannsókna
og á vinnslu klínískra leiðbeininga,
sem taki til skilgreiningar hugtaka,
vinnulags, þ.á m. hvenær rétt sé að
vista sjúkling á sjúkradeild, rann-
sókna, meðferðar og eftirlits. Bent
er á að notkun klínískra leiðbeininga
við að ákveða meðferð einstakra
sjúklinga geti minnkað breytileika,
bætt meðferð og stuðlað að betri
nýtingu fjármagns. Skipu- ------------
leggja þurfi vinnu við mat Óvísl
á lækningatækni og gerð fjárve
klínískra leiðbeininga og muni
einnig þurfi að vera til
staðar fjármagn til að
kosta þá vinnu. Lagt er til að Lækna-
félag íslands hafi forgöngu um að
læknar sameinist um mat á lækn-
ingatækni og gerð klínískra leiðbein-
inga, og félagið stofni sérstakt fag-
ráð sem vera skuli læknum og sam-
tökum lækna sem vinna að gerð klín-
ískra leiðbeininga til ráðgjafar um
hvernig að vinnunni skuli staðið, en
Endurskoða
þarf heil-
brigðisáætlun