Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 53 FRÉTTIR Morgunblaðið/gg FEÐGARNIR Róbert Reynisson t.v. og Reynir Ásgeirsson frá Svarfhóli með 9 punda lax Róberts úr Grettisbreiðu í Laxá í Leirársveit í gærmorgun. Boðleg byijun í Laxá í Leirár- sveit FJÓRIR laxar veiddust á fyrstu vakt sumarsins í Laxá í Leirársveit í gærmorgun, allir 9-11 punda og í ýmsum veiðistöðum frá Laxfossi og niður á svokallaða Grettisbreiðu. Að sögn veiðimanna sem blaðið rabbaði við á bökkum Laxár var ekki mikið líf framan af morgni, en er leið á morguninn kom í ljós að morgunflóðið hafði skilað smá- göngu. Menn voru þó sammála um að það vantaði vætu og lengri hlý- indakafia. Það er rólegt í Borgarfirðinum þessa dagana. Úr Norðurá eru þó komnir um 90 laxar á land og ljóst að áin verður fyrst til að ná þriggja stafa tölu. Að sögn Jóns Þ. Einars- sonar, sem er að veiða í ánni þessa dagana, hefur veiðin þó verið treg að undanförnu. „Við sjáum laxa- göngur, t.d. eina með um það bil 30 löxum á Stokkhylsbroti í fyrra- kvöld, en það er mikil ferð á laxin- um og hann tekur ekki vel. Áin er orðin vatnslítil og við teljum að fisk- ur sé jafnvel genginn í stórum stíl upp fyrir Laxfoss. Það er ekki að marka teljarann, því í svona vatni getur laxinn farið fossinn nánast þar sem honum sýnist. Við höfum séð tvo laxa í Berghyl, en enginn hefur tekið fyrir ofan Laxfossinn enn sem komið er,“ sagði Jón í gærdag. Þórey bústýra í veiðihúsinu við Þverá sagði í samtali við blaðið í gærdag að þá um morguninn hefðu 3 laxar veiðst og þar með væru komnir 13 laxar í veiðibókina. „Það eru bændadagar í Kjarrá og í gær hafði enginn lax veiðst þar,“ sagði Þórey. Aðrar veiðislóðir Enn togast hægt og rólega í Laxá í Kjós og á hádegi í gær voru komnir 12 laxar á land auk nokk- urra sjóbirtinga allt að 4 pundum. „Það er þó farið að sjást dálítið meira af fiski þannig að við erum bjartsýn og sátt hér í Kjósinni," sagði Ásgeir Heiðar fulltrúi leigu- taka í gærdag. Hann gat þess einn- ig að lax væri farinn að sjást ofan Laxfoss og nefndi staðina Klinga- berg, Pokafoss, Káranesfljót og Skugga. 11 laxar voru komnir á land úr Laxá í Aðaldal á hádegi í gær að sögn Þórunnar, ráðskonu í Vöku- holti. Allir laxarnir voru 10 til 16 pund og veiddust fyrir neðan Æðar- fossa. Fyrsta morguninn, í fyrra- dag, veiddust fimm laxar, eftir há- degi sama dag þrír viðbótar og í gærmorgun bættust þrír laxar við. Á sunnudaginn höfðu veiðst um 30 laxar í Blöndu sem telst mjög gott miðað við að ískyggilegt veður hefur verið lengst af eftir að áin opnaði 5. júní. Þá er farið að reytast upp lax úr Laxá á Ásum og var kominn á annan tug físka á land í vikubyijun samkvæmt upplýsingum veiði- manna sem þar voru á ferð. Sumaræv- intýri eldri borgaraí Skálholti SKÁLHOLTSSKÓLI býður eldri borgurum til fimm daga dvalar í Skálholti í júní, júlí og ágúst. Umsjón með hveijum hópi munu hafa presthjónin sr. Magnús Guðjóns- son og Anna Sigurkarlsdóttir 24.-29. júní, sr. Lárus Halldórsson og Þórdís Nanna Nikulásdóttir 22.-27. júlí og sr. Gísli Kolbeins og Sigríður Kol- beins 12.-17. ágúst. „Boðið verður upp á dagskrá alla dagana og samanstendur hún m.a. af hinu reglulega helgihaldi í Skál- holti, fræðslu ýmissa aðila sem munu koma í heimsókn, skoðunarferðum um sveitina með leiðsögn félags aldr- aðra í Biskupstungum, heimsókn í gróðurhús, leikfími, sundferð, ferð í dýragarðinn í Laugarási, skemmti- og harmonikkukvöldi o.fl. Verð á mann er 18 þúsund kr. í því er innifalin gisting, fæði allan tíman og ferðir til og frá Skálholti. Skoðunarferðir og ferðir í dýragarð og sund þarf að greiða sérstaklega," segir í fréttatilkynningu frá Skál- holtsskóla. Siglingar á seglskútum ALMENNINGI gefst kostur á að kynna sér siglingasportið og verður kynningarfundur um siglingar hald- inn fimmtudaginn 12. júní í félags- heimili Ýmis að Vesturvör 8 í Kópa- vogi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00 og verður farið í bóklega undirstöðu í meðferð og siglingu seglbáta. Skráning verður á staðn- um í verkleg námskeið í siglingum sem siglingafélagið stendur fyrir. Sólstöðuferð * HIN í Haukadal HIÐ íslenska náttúrufræðifélag áformar sólstöðuferð í Haukadal í Biskupstungum laugardaginn 21. júní og sunnudaginn 22. júní. Verður skoðað það sem staðurinn og nágrennið hefur upp á að bjóða. Náttúrufar er þar ákaflega fjöl- breytt, bæð lífríki og jarðmyndan- ir staðarins, og þar dafnar vel sú mikla fjölbreytni sem tilheyrir nútímanum svo sem skógrækt, landgræðsla, útivistarsvæði, or- lofshús og hvers konar ferða- mannaþjónusta í kringum hina sögufrægu staði Haukadal, Geysi og Gullfoss. Leiðbeinendur í ferðinni verða Sigurður Greipsson, líffræðingur hjá Landgræðslu ríkisins og skóg- fræðingur frá Skógrækt ríkisins auk fararstjóranna Freysteins Sigurðssonar og Guttorms Sig- bjarnarsonar. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni, suður- dyr, kl. 9 að laugardagsmorgni 21. júní 1997. Ekið verður um Þingvöll og Laugarvatn að Haukadal þar sem Skógrækt rík- isins verður skoðuð. Síðan verður ekið upp í Haukadalsheiði og at- hugað ástand landgræðslumála þar. Gist verður að Geysi þar sem bæði eru almenn tjaldstæðþ svefnpokapláss og herbergi. Á sunnudagsmorguninn kl. 10 verða gönguferðir við hæfi um hlíðina ofan við Haukadal og hugað að jarðfræði og gróðri svæðisins. Síðdegis verða jökulminjar skoð- aðar í Ytri-Biskupstungum og farið heim um Grímsnes. Stefnt verður að afturkomu í bæinn fyr- ir kvöldmat. Fólk er beðið um að skrá sig í ferðina á skrifstofu HÍN að Hlemmi 3. Þátttökugjald í ferðina er 5.000 kr. og hálft gjald fyrir börn. Verð- Lækkun jaldfrjálst þjónustunúmer Stórfelld lækkun hefur nú orðið á sam- netstengingu til heimila. Stofngjald lækkar um allt að 41% og ársfjórðungs- gjald um 58%. Ef þú ert með eina línu fyrir á heim- ilinu er stofngjald grunntengingar ekkinema: 7.255 KR* en sértu með tvær línur greiðirðu ekkert stofngjald.* ’ VERÐ MIÐAST VIÐ AÐ LÍNUR SÉU THKNAR UPP í GRUNNTBNGINGU ÁN FBRIALDS. PÓSTUR OG SÍMI HF L frá Litir: Hvítt, svart, orange, gult, rautt Reykjavík: Apótek Árbæjar - Blu di blu - Gullbrú - Ingólfs Apótek - Móttur Nunu Hólugurði - Snyrtistofan Dekurhornið - Sólbaðsstofan Grafurvogi Stúdió Ágústu og Hrafns - Útilif Kópavogi: Apótek Kópavogs - Snyrtistofan Snót Húsavík: Garðarshólmi Garðabær: Snyrtihöllin Hafnarf jörður: Músik og Sport - Sól og Sæla Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissondur: Blómsturvellir Isaf jörður: Verslunin Jón og Gunno Sauðórkrókur: Skagfirðingabúð RUN Akureyri: KA0Z - Ynja Neskaupsstaður: Lækurinn Egilsstaðir: Skógar Höfn: Lónið Vestmannaeyjor: Smort - Hressó Suðurnes: Kaupfélag Suðurnesja Sími: S68 OóS6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.