Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 53

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 53 FRÉTTIR Morgunblaðið/gg FEÐGARNIR Róbert Reynisson t.v. og Reynir Ásgeirsson frá Svarfhóli með 9 punda lax Róberts úr Grettisbreiðu í Laxá í Leirársveit í gærmorgun. Boðleg byijun í Laxá í Leirár- sveit FJÓRIR laxar veiddust á fyrstu vakt sumarsins í Laxá í Leirársveit í gærmorgun, allir 9-11 punda og í ýmsum veiðistöðum frá Laxfossi og niður á svokallaða Grettisbreiðu. Að sögn veiðimanna sem blaðið rabbaði við á bökkum Laxár var ekki mikið líf framan af morgni, en er leið á morguninn kom í ljós að morgunflóðið hafði skilað smá- göngu. Menn voru þó sammála um að það vantaði vætu og lengri hlý- indakafia. Það er rólegt í Borgarfirðinum þessa dagana. Úr Norðurá eru þó komnir um 90 laxar á land og ljóst að áin verður fyrst til að ná þriggja stafa tölu. Að sögn Jóns Þ. Einars- sonar, sem er að veiða í ánni þessa dagana, hefur veiðin þó verið treg að undanförnu. „Við sjáum laxa- göngur, t.d. eina með um það bil 30 löxum á Stokkhylsbroti í fyrra- kvöld, en það er mikil ferð á laxin- um og hann tekur ekki vel. Áin er orðin vatnslítil og við teljum að fisk- ur sé jafnvel genginn í stórum stíl upp fyrir Laxfoss. Það er ekki að marka teljarann, því í svona vatni getur laxinn farið fossinn nánast þar sem honum sýnist. Við höfum séð tvo laxa í Berghyl, en enginn hefur tekið fyrir ofan Laxfossinn enn sem komið er,“ sagði Jón í gærdag. Þórey bústýra í veiðihúsinu við Þverá sagði í samtali við blaðið í gærdag að þá um morguninn hefðu 3 laxar veiðst og þar með væru komnir 13 laxar í veiðibókina. „Það eru bændadagar í Kjarrá og í gær hafði enginn lax veiðst þar,“ sagði Þórey. Aðrar veiðislóðir Enn togast hægt og rólega í Laxá í Kjós og á hádegi í gær voru komnir 12 laxar á land auk nokk- urra sjóbirtinga allt að 4 pundum. „Það er þó farið að sjást dálítið meira af fiski þannig að við erum bjartsýn og sátt hér í Kjósinni," sagði Ásgeir Heiðar fulltrúi leigu- taka í gærdag. Hann gat þess einn- ig að lax væri farinn að sjást ofan Laxfoss og nefndi staðina Klinga- berg, Pokafoss, Káranesfljót og Skugga. 11 laxar voru komnir á land úr Laxá í Aðaldal á hádegi í gær að sögn Þórunnar, ráðskonu í Vöku- holti. Allir laxarnir voru 10 til 16 pund og veiddust fyrir neðan Æðar- fossa. Fyrsta morguninn, í fyrra- dag, veiddust fimm laxar, eftir há- degi sama dag þrír viðbótar og í gærmorgun bættust þrír laxar við. Á sunnudaginn höfðu veiðst um 30 laxar í Blöndu sem telst mjög gott miðað við að ískyggilegt veður hefur verið lengst af eftir að áin opnaði 5. júní. Þá er farið að reytast upp lax úr Laxá á Ásum og var kominn á annan tug físka á land í vikubyijun samkvæmt upplýsingum veiði- manna sem þar voru á ferð. Sumaræv- intýri eldri borgaraí Skálholti SKÁLHOLTSSKÓLI býður eldri borgurum til fimm daga dvalar í Skálholti í júní, júlí og ágúst. Umsjón með hveijum hópi munu hafa presthjónin sr. Magnús Guðjóns- son og Anna Sigurkarlsdóttir 24.-29. júní, sr. Lárus Halldórsson og Þórdís Nanna Nikulásdóttir 22.-27. júlí og sr. Gísli Kolbeins og Sigríður Kol- beins 12.-17. ágúst. „Boðið verður upp á dagskrá alla dagana og samanstendur hún m.a. af hinu reglulega helgihaldi í Skál- holti, fræðslu ýmissa aðila sem munu koma í heimsókn, skoðunarferðum um sveitina með leiðsögn félags aldr- aðra í Biskupstungum, heimsókn í gróðurhús, leikfími, sundferð, ferð í dýragarðinn í Laugarási, skemmti- og harmonikkukvöldi o.fl. Verð á mann er 18 þúsund kr. í því er innifalin gisting, fæði allan tíman og ferðir til og frá Skálholti. Skoðunarferðir og ferðir í dýragarð og sund þarf að greiða sérstaklega," segir í fréttatilkynningu frá Skál- holtsskóla. Siglingar á seglskútum ALMENNINGI gefst kostur á að kynna sér siglingasportið og verður kynningarfundur um siglingar hald- inn fimmtudaginn 12. júní í félags- heimili Ýmis að Vesturvör 8 í Kópa- vogi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.00 og verður farið í bóklega undirstöðu í meðferð og siglingu seglbáta. Skráning verður á staðn- um í verkleg námskeið í siglingum sem siglingafélagið stendur fyrir. Sólstöðuferð * HIN í Haukadal HIÐ íslenska náttúrufræðifélag áformar sólstöðuferð í Haukadal í Biskupstungum laugardaginn 21. júní og sunnudaginn 22. júní. Verður skoðað það sem staðurinn og nágrennið hefur upp á að bjóða. Náttúrufar er þar ákaflega fjöl- breytt, bæð lífríki og jarðmyndan- ir staðarins, og þar dafnar vel sú mikla fjölbreytni sem tilheyrir nútímanum svo sem skógrækt, landgræðsla, útivistarsvæði, or- lofshús og hvers konar ferða- mannaþjónusta í kringum hina sögufrægu staði Haukadal, Geysi og Gullfoss. Leiðbeinendur í ferðinni verða Sigurður Greipsson, líffræðingur hjá Landgræðslu ríkisins og skóg- fræðingur frá Skógrækt ríkisins auk fararstjóranna Freysteins Sigurðssonar og Guttorms Sig- bjarnarsonar. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni, suður- dyr, kl. 9 að laugardagsmorgni 21. júní 1997. Ekið verður um Þingvöll og Laugarvatn að Haukadal þar sem Skógrækt rík- isins verður skoðuð. Síðan verður ekið upp í Haukadalsheiði og at- hugað ástand landgræðslumála þar. Gist verður að Geysi þar sem bæði eru almenn tjaldstæðþ svefnpokapláss og herbergi. Á sunnudagsmorguninn kl. 10 verða gönguferðir við hæfi um hlíðina ofan við Haukadal og hugað að jarðfræði og gróðri svæðisins. Síðdegis verða jökulminjar skoð- aðar í Ytri-Biskupstungum og farið heim um Grímsnes. Stefnt verður að afturkomu í bæinn fyr- ir kvöldmat. Fólk er beðið um að skrá sig í ferðina á skrifstofu HÍN að Hlemmi 3. Þátttökugjald í ferðina er 5.000 kr. og hálft gjald fyrir börn. Verð- Lækkun jaldfrjálst þjónustunúmer Stórfelld lækkun hefur nú orðið á sam- netstengingu til heimila. Stofngjald lækkar um allt að 41% og ársfjórðungs- gjald um 58%. Ef þú ert með eina línu fyrir á heim- ilinu er stofngjald grunntengingar ekkinema: 7.255 KR* en sértu með tvær línur greiðirðu ekkert stofngjald.* ’ VERÐ MIÐAST VIÐ AÐ LÍNUR SÉU THKNAR UPP í GRUNNTBNGINGU ÁN FBRIALDS. PÓSTUR OG SÍMI HF L frá Litir: Hvítt, svart, orange, gult, rautt Reykjavík: Apótek Árbæjar - Blu di blu - Gullbrú - Ingólfs Apótek - Móttur Nunu Hólugurði - Snyrtistofan Dekurhornið - Sólbaðsstofan Grafurvogi Stúdió Ágústu og Hrafns - Útilif Kópavogi: Apótek Kópavogs - Snyrtistofan Snót Húsavík: Garðarshólmi Garðabær: Snyrtihöllin Hafnarf jörður: Músik og Sport - Sól og Sæla Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissondur: Blómsturvellir Isaf jörður: Verslunin Jón og Gunno Sauðórkrókur: Skagfirðingabúð RUN Akureyri: KA0Z - Ynja Neskaupsstaður: Lækurinn Egilsstaðir: Skógar Höfn: Lónið Vestmannaeyjor: Smort - Hressó Suðurnes: Kaupfélag Suðurnesja Sími: S68 OóS6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.