Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Útilistaverk Kristins Hrafnssonar við Borgarleikhúsið Borgarráð hefur samþykkt að setja verkið upp en fé vantar SAMÞYKKT borgarráðs frá árinu 1991 þess efnis að útilistaverk Krist- ins Hrafnssonar myndhöggvara, „Vatnsauga", verði sett upp við Borg- arleikhúsið er í gildi, því er fyrirhug- aður staður og ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi lagnir að því úr Borg- arleikhúsinu. Þetta upplýsir Jón Bjömsson, framkvæmdastjóri menn- ingar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg, en tæpur áratugur er síðan „Vatnsaugað" varð hlut- skarpast í verðlaunasamkeppni borg- arinnar um útilistaverk við Borgar- leikhúsið. Á hinn bóginn bendir Jón á að enn hafí ekki verið veitt fé til gerðar lista- verksins á fjárhagsáætlun borgarinn- ar en samkvæmt mjög grófri kostnað- aráætlun listamannsins frá árinu 1989 var kostnaður við gerð verksins og uppsetningu hálf tólfta milljón króna. Að sögn Jóns er engra skuldbind- inga getið í auglýsingu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar um samkeppnina árið 1987, hvorki um að verkið verði sett upp né hvenær það yrði gert. Annað dæmi um verðlaunasam- keppni á vegum borgarinnar sem ekki hefur verið fylgt eftir er sam- keppni sem ferðamálanefnd efndi til árið 1987 um gerð minjagripa sem tengja mættu Reykjavíkurborg og Höfða. Var hún haldin í tilefni af því að eitt ár var liðið frá stórveldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykjavík. Nítján þátttakendur skil- uðu inn 26 tillögum en fyrir valinu varð hugmynd Gríms Marinós Stein- dórssonar, „Upphaf friðar". Dýr og óhentugur Samkvæmt upplýsingum þáverandi starfsmanns ferðamálanefndar, Ólafs Jónssonar, var fallið frá framleiðslu á minjagripnum þar sem hann reynd- ist dýr og óhentugur til ijöldafram- leiðslu. Fram kemur í auglýsingu um sam- keppnina að höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verði falin endan- leg gerð þeirra til fjöldaframleiðslu. Ennfremur kemur fram að ferðamála- nefnd áskilji sér rétt til fjöldafram- leiðslu á verðlaunatillögunum með þeim takmörkunum sem lög um höf- undarrétt setja. Að sögn Helgu Jónsdóttur borgar- ritara er í fundargerð ferðamála- nefndar frá 3. nóvember 1987 lögð fram niðurstaða í samkepninni og ákveðið að skoða betur lagalega hlið málsins áður en til framleiðslu kem- ur. {fundargerð ferðamálanefndar frá 18. desember er, að sögn Helgu, rætt um framleiðslu á minjagrip úr samkeppninni en málinu frestað. „Eftir þetta er ekki að sjá að málið sé tekið fyrir.“ Helga leggur áherslu á að sam- keppnin var um gerð minjagrips en ekki útilistaverks. „Listamaðurinn hefur sjálfur sett fram þá hugmynd að stækka myndina og setja hana upp fyrir framan Höfða. Þeirri hugmynd hefur verið hafnað, meðal annars með formlegri afgreiðslu umhverfísmála- ráðs hinn 4. ágúst 1993. Sú af- greiðsla var staðfest í bréfí frá borg- arstjóra dagsettu 2. maí 1996. Þar kemur fram að aldrei hafí verið ætlun- in að stækka gripinn og koma honum fyrir við Höfða. Einnig er bent á að þar standi nú þegar verk eftir Sigur- jón Ólafsson einn af merkustu mynd- höggvurum þjóðarinnar." Að sögn Helgu var verðlaunagripn- um komið fyrir í móttökuherbergi borgarstjóra þar sem gestir sem þangað koma geti notið hans. Breyt- ingar á stjórn LR ÞRÍR starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur hlutu kosningu í stjórn og varastjórn félagsins á aðalfundi þess á dögunum. Þeir eru Hlín Agnarsdóttir sem kjörin var i embætti ritara, Þórhallur Gunnarsson sem kjörinn var í embætti vara- formanns og Jóhanna Jónas sem hlaut kosningu í embætti vararitara. Varamenn sitja stjórnarfundi Þá var samþykkt breyting- artillaga við 9. grein félagslag- anna þess efnis að varamenn í stjórn leikfélagsins eigi rétt á að sitja alla stjórnarfundi og hafa þar tillögurétt. Var tillag- an borin fram af nýkjörnum varamönnum, Þórhalli og Jó- hönnu. Islensk kvikmyndagerð Fjórar frumsýn- ingar á árinu ENGIN íslensk kvikmynd hefur verið frumsýnd síðan Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í október síðastliðnum. Nú fer hins vegar þessi langa bið að verða á enda þvi að frumsýndar verða fjórar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndasjóði íslands. Blossi í leikstjóm Júlíusar Kemps kemur í kvikmyndahús í byijun ág- úst en með aðalhlutverk í henni fara Páll Banine, Þóra Dungal og Finnur Jóhannesson. Myndin ijallar um hina svokölluðu X-kynslóð. Kvikmynd Einars Heimissonar, María, verður einnig tekin til sýninga í ágúst en þar fer þýska leikkonan, Barbara Auer, með aðalhlutverkið. Myndin ijallar um það þegar þýskar konur fluttu hingað til lands eftir stríð í leit að betra lífí. Gert er ráð fyrir því að Perlur og svín eftir Óskar Jónasson verði fmmsýnd í október en þar fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson með aðalhlutverkin. Óskar fjallar hér um bakgarðastríð í Þing- holtunum. Að endingu er búist við því að jóiamyndin verði Stikkfrí eftir Ara Kristinsson en dóttir leikstjór- ans, Bergljót Aradóttir, fer með að- alhlutverk hennar. Um er að ræða fjölskyldu- og gamanmynd sem fjall- ar um sýn tíu ára stelpu á heimilislíf- ið á tímum raðkvænis. Þess má auk þess geta að finnsk-íslenska heim- ildamyndin, Undirdjúp íslands, verð- ur fmmsýnd í Háskólabíói 16. júní. Fjöldi mynda er og í burðarliðnum. Hilmar Oddsson byrjar tökur á spennumyndinni Sporlaust á þessu ári en framleiðendumir em þeir sömu og á Tárí úr steini. Sveinbjöm I. Baldvinsson skrifar handritið en myndin fyallar um ungt fólk í Reykja- vík sem situr uppi með lík sem eng- in veit hvaðan kom. Ágúst Guð- mundsson hefur tökur á kvikmynd- inni Dansinum í september en hún er gerð eftir smásögu Williams Heinesens og gerist í Færeyjum. Hjá fyrirtæki Friðriks Þórs Frið- rikssonar, fslensku kvikmyndasam- steypunni, er í bígerð að gera enska útgáfu af Börnum nittúrunnar. Þar er einnig verið að skrifa kvikmynda- handrit upp úr skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Englum alheims- ins. Samsteypan á í samvinnu við Hrafn Gunnlaugsson um gerð kvik- myndarinnar Myrkrahöföinginn sem byggð er á Píslarsögu Jóns Magnús- sonar og dönsku myndarinnar Vild- spor sem fjallar um ferðalag danskra ungmenna um ísland. MENNTAMÁLARÁÐHERRA B,jörn Bjarnason ásamt styrkþegum. Katrín Hall listdansstjóri ís- lenska dansflokksins, Hörður Áskelsson framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar í Reykjavík, Þor- steinn frá Hamri Ijóðskáld, Hilmar Jensson djassgítarleikari, Stefán S. Stefánsson saxófónleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari. Sex heiðursstyrkir SPRON BJÖRN Bjamason, menntamálaráð- herra afhenti sex aðilum heiðurs- styrki, samtals 2,6 milljónir króna úr Menningar- og styrktarsjóði SPRON við hátíðlega athöfn í listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í gær. Er þetta jafn- framt i fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. íslenski dansflokkurinn fékk hæsta styrkinn, eina milljón króna og sagði Katrín Hall, listdans- stjóri dansflokksins að styrkurinn hefði komið á óvart. „Mér fínnst fyrst og fremst mikilvægt að framlag ís- lenska dansflokksins sé metið og einn- ig sú viðurkenning sem felst í styrkn- um. Allir í dansflokknum hafa lagt sitt af mörkum til að gera leikárið spennandi og ég túlka heiðursrtyrkinn á þá lund að við séum á réttri braut." Kirkjulistahátíð í Reykjavík fékk 500 þúsund krónur og einnig Þor- steinn frá Hamri ljóðskáld. Hann sagði að heiðursstyrkurinn væri óvæntur glaðningur og kæmi á óvart. „Þetta kemur sér vel og það er af hinu góða að einkafyrirtæki styrki menningarleg málefni", sagði Þor- steinn. Þrír djasstónlistarmenn fengu 200 þúsund krónur hver, þeir Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Hilmar Jensson djassgítarleikari og Tómas R. Einarson kontrabassaleikari. Stef- án gaf út einheijaplötu á síðasta ári og hefur tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum á sviði djassins. „Þetta er óvænt ánægja vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili styrk- ir djasslistamenn á þennan hátt,“ sagði Stefán. Hilmar Jensson djass- gítarleikari sagðist vilja trúa því að stýrkurinn væri viðurkenning á „harkinu", því djasstónlist væri ekki beinlínis til þess fallin til að fítna af. „Það er greinilega verið að hjálpa okkur að halda uppi buxunum. Eg hyggst veija fjárhæðinni til að hljóð- rita aðra plötu, því þetta er eitt af fáum tækifærum sem maður fær til að eiga í það fjármagn.“ Tómas R. Einarsson tók undir með þeim Stef- áni og Hilmari. „Ég hef komið ná- lægt sex plötum og sjaldan er slegist um afurðimar en við trúum á þetta og eftir þennan styrk trúum við því líka að dómnefndin hafí viljað að þessu yrði haldið áfram. habitat K R I N G L U N N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.