Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 56
•)6 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Leigubílar og Mexíkómatur „Þeir hjá Mogganum höfðu orð á því að það sem boðið var upp á í tveimur síðustu þáttum væri nokkuð þunnt í maga,“ segir Kristín Gestsdóttir sem bætir nú um betur og býður lesendum sínum mexikóskan rétt. VIÐ hjónin skruppum í viku námsferð til Bandaríkjanna ásamt fleirum. Tími var naumur og margt að sjá en við höfðum einkum áhuga á að skoða málverkasöfn, en öll söfn loka kl. 5. Við vorum upptekin í námi alla morgna til kl. 1 og dvöld- umst í Fairfax sem er dijúgan spöl fyrir utan Washingtonborg. Vega- lengdir eru mjög langar þar vestra og leigubílar dýrir. Til að spara tíma lögðum við í þann kostnað að taka leigubíl til Was- hington til að skoða Picassosýningu í Þjóðlistasafninu sem þar var I gangi. Þessi leigubílaferð varð nokkuð söguleg og ekki til að flýta för okkar. Það sprakk á fyrsta bílnum og var ekið á sprungnu dekkinu á verk- stæði til að fá nýtt dekk, ég býð ekki í dekkið á eftir. Við áttum dýrðarstund á safn- inu og myndir biáa tíma- bils Picassos hrifu okkur mest. Leigubílstjórinn hafði lofað að sækja okkur og aka okkur til baka en hann lét ekki sjá sig og því var veifað í bíl á götunni. Gamall svert- ingi ók bílnum sem virtist lítið yngri en hann sjálfur og nú hófst tveggja tíma söguleg ferð. Bílstjór- inn rataði greinilega ekki þegar út úr borginni kom. Hann fór þrisv- ar á bensínstöð til að taka bensín, fá upplýsingar og fara á klósett og í síðasta skiptið fékk hann lóðs með sér til að stjóma ferðinni. Lóðsinn þóttist fara létt með það, hann ók með okkur á Iíoliday Inn hótel í Fairfax en það var bara ekki rétt hótel. Við fengum mann á hótelinu til að hringja í okkar hótel, en þar kannaðist enginn við okkar nöfn, fyrr en þeir áttuðu sig á að við værum Isiendingar. Við yorum nefnilega tékkuð inn sem Islendingar ásamt hinum hópmeð- limum en ekki á nafn eins og að sjálfsögðu er siðvenja á hótelum. Við létum bílinn fara, vorum búin að fá nóg og tókum enn einn bílinn á hótelið okkar. Þessi ferð af safn- inu tók okkur 2 tíma og alls kost- uðu þessir þrír leigubílar okkur 96 dollara. Hefðum við tekið lest hefði það kostað aðeins smápeninga og tekið mun skemmri tíma. Við vor- um orðin ansi pirmð eftir ökuferð- ina heim. Til að létta skapið fómm við á mexíkóskan veitingastað og hresstum okkur á Tequila-sunrise, sem er blanda af tequila, appelsín- usafa og grandinesafa, en tequila er snafs þeirra Mexíkana. Á eftir borðuðum við tortillu með græn- meti og osti. Hér á íslandi fást alls konar innfluttar tortillur, sem eru örþunnar maís- eða hveitikök- ur, harðar eða mjúkar. Við spömm mikið við að búa þær tit sjálf, en hráefni í þær er ódýrt. Líka em til alls konar fyllingar í tortillurn- ar. Ég bjó þó til mínar hveititortill- ur og grænmetisfyllingu sjálf. Mjúkar hveititortillur. _________lOOgheilhveiti________ lðOghveiti 'h tsk. salt 2 msk. matarolía 1 'h dl vel heitt vatn úr krananum 1. Setjið allt í hrærivél- arskál og hnoðið þar til deigið er jafnt og sprangulaust. Skiptið í 7-8 hluta. Fleljið ör- þunnt út, skerið undan diski um 18-20 sm í þvermál. 2. Bakið tortillumar á þurri pönnukökupönnu í um 2 mínútur á hvorri hlið. Þær eiga að vera mjög ljósar. Setjið jafnóðum í piastpoka svo að þær haldist mjúkar. Soðin grænmetissósa. 3 msk. matarolía 2 frekar stórir laukar 2 meðalstórar grænar papríkur 1 heildós niðursoðnir tómatar 2 litlir hvítlauksgeirar 4-5 sm biti chilepipar (eða meira) 'Msk. malað kúmen (má sleppa) 1 tsk. korianderduft eða meira ferskt koriander salt milli fíngurgómanna 1 msk. tómatmauk (puré) 1. Afhýðið lauk og skerið frekar smátt, takið stilk og steina úr papr- íkum og skerið frekar smátt. Hellið safanum af tómötunum en skerið þá sjálfa í litla bita. Takið steina og æðar innan úr chilepipamum. 2. Setjið matarolíu í pott og setjið lauk og papríku í hana og sjóðið í 5 mínútur án þess að brúnist. Setjið þá tómata og chilipipar út í, afhýðið hvít- lauksgeirana og setjið þá heila út í, sjóðið þetta áfram við hægan hita í 10 mínútur. Takið þá chilipiparinn og hvítlauksgeirana úr og fleygið. Bætið í kúmeni, korianderdufti, salti og tóm- atmauki. Sjóðið í 1 -2 mínútur. Rétturinn borinn fram. 7-8 tortiilur grænmetissósan 200 g Mozarellaostur 50 g rifínn Parmiganostur (eða Parmesan) 2 meðalstórar gulrætur 2 avókadoperur 1. Rífíð Mozarellaostinn og skiptið jafnt á helming tortillunnar, setjið grænmetismaukið ofan á og síðan rifinn Parmiganoost. Brettið hinn helminginn yfír. Hitið í bakaraofni eða örbylgjuofni. 2. Skafíð eða afhýðið gulrætur (ís- lenskar þarf bara að þvo). Rífíð gróft eða skerið í stafi. Takið stein og hýði af avokado, skerið í rif. Leggið meðfram tortillunni. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ónæði vegna hafnarfram- kvæmda í Kópavogi HRINGT var í Velvakanda og honum tjáð eftirfar- andi: „Þessa dagana er verið að vinna við hafnar- framkvæmdir í Kópavogi, sem er hið besta mál. En það er verið að vinna við þessar hafnarframkvæmd- ir allan sólarhringinn og af þessu getur verið ónæði. Ég bý reyndar í Amarnesi en hljóðið berst yfir voginn þegar veður er stillt og vaknar maður upp við það á næturnar. Og það er nú einu sinni þannig að ef maður er einu sinni vakn- aður upp getur reynst erf- itt að sofna aftur. Mætti ekki taka tillit til fólks sem býr í nágrenninu og stilla hávaðanum í hóf á nætum- ar? Svefnlaus á Arnamesi. Góð þjónusta hjá Umferðar- ráði ANNA hringdi og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með þá þjónustu sem Umferðarráð veitir fólki sem er að leita sér að barnabílastólum. Það er hægt að hringja í Umferðarráð og þar eru fólki gefnar allar upplýsingar um hvaða stólar séu bestir, t.d miðað við þyngd, og hvar sé hægt að kaupa þá. Lúxusdvöl fyrir aldraða? KONA hringdi og vildi hún lýsa yfir hneykslan sinni á auglýsingu um sumardvöl fyrir aldraða á Löngumýri. Þetta er 10 daga ferð sem kostar 30.000 kr. og er ekkert innifalið í þessu verði nema dvölin og maturinn. Fólk þarf að kosta sjálft ferðir norður, hafa með sér sængurfatnað o.fl. Henni finnst okurverð á þessari þjónustu og getur ekki séð að aidrað fólk sem lifir á ellilífeyri geti leyft sér þessa lúxusferð. Tapað/fundið Úlpa í óskilum VIÐ sundlaug Vesturbæj- ar hefur í um vikutíma leg- ið í óskilum stúlknaúlpa, bleik með grænu ívafí, á aldur 7-9 ára. Úlpan er núna á Einimel, sími 5524977. Fjallahjól í óskilum FJALLAHJÓL, Pacifíc 26“, fannst í Breiðholti fyrir mánuði síðan. Uppl. í síma 557-6791. Kvenhjól tapaðist Rautt gamalt kvenhjól tapaðist frá Dunhaga fyrir nokkrum dögum. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið, vinsamlega látið vita í síma 551-7527. (Símsvari) Dýrahaid Kettiingar MJÖG fallegir kassavanir kettlingar fást gefíns á gott heimili. Upplýsingar í síma 565-0641. Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar leita sér að góðum heimilum. Uppl. í síma 551-8086. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á helgarmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um síðustu helgi. Stefán Kristjánsson (1.915) var með hvítt, en Sigurður Daði Sigfússon (2.210) hafði svart og átti leik. 14. — Hxg5! (Ennþá öflug- ra en 14. — Rh2 15. Khl! — Rxf3 16. fxg3 — Rxd2 17. Bxd2 — hxg3 með betra endatafli á svart) 15. Dxg5 - Rxf2 16. Hxf2 - Bxf2+ 17. Kfl - Dxg5 18. Rxg5 - Bg3 (Svartur hefur unnið peð og stendur til vinnings) 19. Rf3 - Hb8 20. b3 - c5 21. Hdl - Ke7 22. Ke2 - Be6 23. Kd2 - g5 24. Hfl - Hg8 og hvítur gaf. Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mót- inu með 5 ‘A v. af 7 möguleg- um. Lokaskák hans við Matthías Kjeld fékk óvænt- an endi. Jón Viktor stóð höllum fæti, en Matthías tók í hrók sem hann varð að leika. Þar með hefði hann tapað drottningunni og gafst því umsvifalaust upp. Öðru sætinu deildu þeir Jón Garðar Viðarsson, Einar Hjalti Jensson og Björgvin Víglundsson með 5 v. 5.-7. Sigurður Daði Sigfússon, Bergsteinn Ein- arsson og Matthías Kjeld 4 'h v. Þátttakendur voru 26 talsins. _ Skákstjóri var Ólafur H. Óiafsson. Firmakeppnin. Teflt hjá TR í kvöld kl. 20 í Faxa- feni 12. SVARTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ÉG bjó þetta til í kvöld- skólanum. HÚN erþvílík kjaftakerling. Nú skal ég segja þér hvað hún var að segja mér um hana Siggu Magg ... Víkveiji skrifar... NÝLEGA tók Víkveiji eftir því að hann hefði þurft sam- kvæmt gamalli reglugerð að end- urnýja ökuskírteini sitt. En þar sem reglugerðarbreyting hefur átt sér stað frá því er síðast var endurnýj- að, er það sagt óþarft að endumýja skírteinið, þar sem Vikveiji á enn allmörg ár í sjötugt. Samkvæmt nýju reglugerðinni eru ökuskírteini, sem fallin eru úr gildi sem sagt í gildi unz handhafi verður 70 ára, þótt á því standi að það gildi til aprílmánaðar 1997. Hængur er þó á skírteininu. Ætli menn að aka með það erlend- is, verður að endurnýja skírteinið, þar sem erlend lögregluyfirvöld skilja ekki að á skírteininu standi að það sé útrunnið en sé engu að síður í gildi. Vilji íslenzkur ökumað- ur því fá gilt skírteini erlendis, verð- ur hann að endurnýja og það kostar 3.000 krónur plús myndatöku, því að viðkomandi verður að koma með nýjar myndir. Nú má allt eins líta á þetta sem gilt ökuskírteini og það er það sam- kvæmt nýju reglugerðinni. Það gild- ir unz handhafí verður 70 ára. Því má líta svo á að í reitnum „Gildir til“ sé villa samkvæmt nýju reglu- gerðinni og því eru full rök fyrir því að handhafar skírteinisins eigi fullan rétt á að fá skírteininu breytt án nokkurra fjárútláta. En lög- reglustjóraembættið gefur það ekki eftir, heimtar sinn 3.000 kall, nýjar myndir o.s.frv. Þarna skýtur nokk- uð skökku við. xxx AÐ ER rétt eins og lögreglu- stjóraembætið hafi gert samning við ljósmyndarafélagið eða eitthvert slíkt fagfélag, að krefjast ávallt nýrra mynda. Fyrir nokkrum árum tók sonur Víkveija bílpróf. Síðan liðu tvö ár og hann þurfti að fá skírteini sitt endurnýjað þar sem það var aðeins gefið út til tveggja ára fyrir ungt fólk. En við þá endurnýjun, sem snerist um skírteini sem átti að gilda til sjötugs, eða langt fram á miðja næstu öld, kom ekki til mála annað en viðkomandi léti taka af sér nýja ljósmynd, hann kynni að hafa breytzt svo mjög á þeim tveim- ur árum sem hann hafði haft öku- réttindi - og nýja skírteinið átti að gilda til sjötugs?! Er einhver glóra í þessu. Eftir hálfa öld verður ungi maðurinn jafnólíkur sér á þessari mynd og hinni, sem tekin var fyrir tveimur árum. Það er alls ekki hægt að rökræða þetta við starfsfólk skrifstofu lög- reglustjóra. Um leið og menn benda því á hversu vitlaust þetta kerfí sé, viðurkennir fólkið að engin glóra sé í hugsun á bak við þetta end- urnýjunarkerfi og það álasar dóms- málaráðuneytinu fyrir að gefa út heimskulegar reglugerðir. Það geti ekkert við því gert þótt ráðuneytið hugsi aldrei út í framkvæmd reglu- gerðanna og geti þar af leiðandi ekkert að því gert, þótt allt stang- ist hvað á annars horn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.