Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ný staða kynbótamatsins Nýir toppar í öllum flokk- um stóðhesta HAGUR Kraflars frá Miðsitju í kynbótamati Bændasamtak- anna hefur heldur betur vænk- ast eftir dómana í vor og er þá ekki tekin með nýafstaðin hér- aðssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum. Kraflar stendur efstur í flokki stóðhesta með 15 dæmd afkvæmi eða færri og er með 134 stig og 12 dæmd afkvæmi. Næstur kemur Hamur frá Þóroddsstöðum með 133 stig, Hljómur frá Brún er þriðji með 132 stig, bróðir hans Óður ásamt Páfa frá Kirkjubæ eru næstir með 131 stig en eng- inn þessara hesta eiga dæmd afkvæmi utan Páfi sem er með fímm afkvæmi. Kraflar er und- an Hervari og Kröflu frá Sauð- árkróki. Þá hressist staða Topps frá Eyjólfsstöðum einnig, er efstur stóðhesta með 15 til 49 dæmd afkvæmi, með 132 stig og 17 dæmd afkvæmi. Baldur frá Bakka kemur þar næstur með 131 stig og 25 dæmd afkvæmi. Næstir og jafnir með 124 stig eru Piltur frá Sperðli (45 af- kvæmi), Glaður frá Sauðárkróki (38 afkvæmi) og Atli frá Syðra- Skörðugili (16 afkvæmi). Eins við var búist er Orri frá Þúfu kominn á toppinn í flokki stóðhesta með fleiri en 50 af- kvæmi. Er hann með 140 stig og 53 dæmd afkvæmi og lan- gefstur. Þokki frá Garði er kom- inn í annað sæti með 133 stig/74 afkv. Faðir hans Hrafn frá Holtsmúla er þriðji með 131/401. Stígandi frá Sauðár- króki er kominn í þriðja sætið með 129/52 og Ijóst að hann mun tróna á toppnum í af- kvæmasýningu á fjórðungsmót- inu á Kaldármelum. Næstir koma Gassi frá Vorsabæ, 129/64, Angi frá Laugarvatni, 129/64, Kjarval frá Sauðárkróki, 129/121, Stíg- ur frá Kjartansstöðum, 128/84, Snældu-Blesi frá Árgerði, 127/52 og Kolfinnur frá Kjam- holtum sem virðist á niðurleið, er með 126/57. Sú breyting varð á að ein ný hryssa komst upp á meðal Hólahryssanna sem hafa einokað efstu sætin undan- farið. Er þar á ferðinni Gnótt frá Dallandi sem sýnd var í Reykjavík fyrir skömmu. Er hún í öðru sæti með 135 stig á eftir Þrennu frá Hólum sem er með 136 stig. Næstar koma svo Þóra með 135, Þíða með 133, Þrá með 133 og Þröm með 132 en allar þessar hryssur era frá Hólum og dætur og dótturdætur Þráar. Þessir útreikningar vora gerðir vegna fjórðungsmótsins en næst verður ný staða kyn- bótamatsins gefin út í haust að afloknum sýningum sumarsins. Valdimar Kristinsson FARÐU AÐ H 3 I M A N ÓDÝRT FLUG í SUMAR Fyrir ISIC/G025 Fyrir aðra London 22.100 24.900 París 22.100 24.900 Berlín 22.100 24.900 Köln 22.100 24.900 Frankfurt 22.100 24.900 Munchen 22.100 24.900 Innifalið: Flugfar báðar leiðir og allur f lugvallaskattur. Farðu að heiman - en komdu við á Ferðaskrifstofu stúdenta. PAE DUGAR EKKIAD SITJA HEIMA OG LESAI Em CC o « Q 2 ö o S5 2 « O cu 81111:5615656 FAX: 551 9113 heimasIða-. httpJ/www.centrum.is/studtravely - kjarni málsins! HESTAR AÐ LOKINNI úrtökukeppni fyrir síðasta HM stilltu liðsmenn upp fyrir myndatöku og er möguleiki að tveir þeirra hesta sem eru á þessari mynd verði í liðinu ásamt knöpum. Lengst til hægri er Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu en Vignir mun freista þess að koma sér og Þyrli í liðið. Einnig er mögulegt að Sigurbjörn mæti aftur með Odd frá Blönduósi í úrtökuna. Aðrir knapar á myndinni munu vera með aðra hesta komist þeir á annað borð í liðið. Keppt um sæti í landsliðinu Spennan magnast ÓÐUM styttist í úrtökukeppnina fyrir heimsmeistaramótið í Noregi og virðast línur aðeins byrjaðar að skýrast hvaða hestar og knapar og munu berjast um þau sjö sæti sem í boði eru. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir úrtökunni og þar verður ekkert gefíð eftir þegar á hólminn er komið. Engin mót hafa boðið upp á eins magnþrungna spennu eins og úrtökumótin því möguleikar manna á sæti I liðinu liggja ekki alltaf í augum uppi og oftsinnis gerst að sá sem talinn var eiga litla möguleika í hálfnaðri keppni hafi þegar yfir lauk verið inni í liðinu. Valdimar Kristinsson kynnti sér hvaða knapar ganga með landliðs- sæti í maganum og hvaða hestar era í sigtinu hjá þeim í þessar keppni þar sem spurt er að leiksiok- um. Við hæfi er að byija á þeim sem kepptu á síðasta HM sem fram fór í Sviss og tryggðu sér keppnisrétt á komandi móti með því að vinna titla. Hér er átt við þá Sigurbjöm Bárðarson og Sigurður V. Matthías- son sem geta mætt með þá hesta sem þeir unnu titlana á. Ljóst er að Sigurbjöm sem vann gæðinga- skeiðið á Höfða frá Húsavík mun ekki nýta sér rétt sinn enda lítið spennandi að keppa bara í gæðinga- skeiði á hesti búinn er að gera allt sem hægt er að gera. Sigurbjöm kvað ekki afráðið hvaða hross hann mætti með til leiks, þar kæmu nokkur til greina og nefndi hann til sögunnar Gordon frá Litlu-Ásgeirsá, fimmgangshest sem hefur fleytt Sigurbimi nokkuð hátt á ýmsum mótum og oft hærra en reiknað hafði verið með. Einnig nefndi hann fjórgangshestana Odd frá Blönduósi sem reyndar hefur ekkert sést í keppni á þessu ári og svo Djákna frá Litla Dunhaga. Staða Sigurbjöms hefur oft verið sterkari en hún virðist vera í dag en enginn skyldi vanmeta þennan þrautreynda keppnismann sem kann öðram fremur að nýta sér allar smugur sem gefast til árang- urs. Og Siguijbörn er oft hvað sterkastur þegar sem flest spjótin standa á honum. Sigurður skoðar hug sinn með Huginn Mun líklegra er að Sigurður V. Matthíasson muni nýta sér rétt sinn til að mæta með Huginn frá Kjart- ansstöðum á HM. Hann hefur keppnisrétt í tölti, fimmgangi og skeiði þar sem hann varð stigahæst- ur keppenda og sigraði auk þess í fimmgangi. Sagðist Sigurður !ík- lega fara utan um helgina og keppa á Huginn. Hann sagði alveg eins koma til greina að hann tæki þátt í úrtökunni og myndi að henni lok- inni taka ákvörðun ef hann hefði eitthvert val. Hann sagðist stefna ákveðið með stóðhestinn Glað frá Hólabaki sem efstur stóð í Gunnars- holti á dögunum í kynbótasýningu mótsins. Logí á lygnum sjó Af öðram kandídötum fer vel á að nefna næstann til sögunnar Loga Laxdal sem hefur nokkuð vænlega stöðu í baráttunni um skeiðhests- sætið á vekringnum Sprengi-Hvelli frá Efstadal, er með besta tíma ársins í 250 metar skeiði og hefur átta spretti. í úrtökunni til að fara einn sprett undir 23 sek. Baráttan um fimmgangssætið er aftur hulin dularmóðu og ljóst að margir telja sig eiga þar erindi upp á pallborðið. í raun má segja að sætin fyrir fimm- gangshest í úrtökunni geti orðið tvö því fimmgangshestar eiga góða möguleika að ná stigasöfnunarsæt- inu þar sem reiknuð eru stig úr þremur greinum. Margir kallaðir... Sveinn Jónsson mætir með Bassa frá Stokkseyri en þeir vöktu mikla athygli er þeir sigruðu í fimmgangi hjá Sörla á dögunum og svo A-flokkinn skömmu seinna. Daníel Jónsson mætir með Þrist frá Syðra-Fjalli en þeir sigurðu í fimm- gangi hjá Fáki nýlega og Trausti Þór Guðmundsson hyggst koma með Funa frá Hvítárholti sem lítið hefur sést í keppni það sem af er ári og sama giidir um Prins frá Hörgshóli sem Sigurður Sig- urðarson mætir með. Einar Öder Magnússon ætlar að mæta með hryssuna Evu frá Búðar- dal en þau sigruðu í fimmgangi hjá Sleipni. Einar hyggst ainnig bjóða fram Háfeta frá Hátúni en þeir hafa þrisvar orðið norðurlanda- meistarar. Ef til þess kæmi að hann verður valinn kemur hann inn sem liðstjóravalinn. Þá hefur Einar tekið að sér að ríða Þyti frá Hóli ef hann verður valinn sem kynbótahestur fyrir íslands hönd. Einnig er stóð- hesturinn Segull frá Skarði inn í myndinni að sögn Einars en hann er með dóm upp á 8,24. Hljómur boðinn á 12 milljónir Hulda Gústafsdóttir mun mæta með Hljóm frá Brún í úrtökuna en auk þess verður haft í bakhöndina að tefla honum einnig fram í kyn- bótasýningunni. Hann sigraði sem kunnugt er í A-flokki í gæðinga- keppni Fáks nýlega og er til alls líklegur í úrtökunni. Hestur í öðru sæti gæðingakeppninnar á eftir Hljómi, Reykur frá Hoftúni fer hvergi eins og búist hafði verið við en mun þess í stað sinna kalli nátt- úrunnar í Borgfirskum högum. Knapi hans Sveinn Ragnarsson er hinsvegar að kanna möguleika á að mæta með annan hest. Þess má geta að Hljómur hefur verið boðinn til forkaups eins og reglur kveða á um hátt metna hesta og er verðið aðeins krónur tólf milljónir. Fyrr- verandi liðsstjóri og landsliðsmaður Sigurður Marínusson verður tvö hross í úrtöku, Hátíð frá Hóii í fímmgang og skeið og Spaða frá Gunnarsholti í tölt og fjórgang. Vignir Siggeirsson sem var við þröskuldinn á landsliðinu á Þyrli frá Vatnsleysu fyrir tveimur áram hyggst reyna á nýjan leik og hefur farið utan til að keppa á hestinum og mun keppa nú um helgina á stóru móti í Áegidienberg þar sem helstu kandídatar Þýskalands munu mæta. Ætti staða Vignis og Þyrils að skýrast all nokkuð á því móti. Ljóst er að allir þeir íslendingar sem eru með hesta erlendis og hyggjast beijast um þessi lausu liðstjórasæti verða að standa í þýsku keppendun- um og helst að sigra þá minnst einnu sinni til að hljóta náð fyrir augum einvaldsins. Nestorinn með að veiyu Reynir Aðalsteinsson hefur þegar skráð sig til leiks og má segja um hann eins og Sigurbjöm að hafi hann brúklegan hest í höndunum skyldi enginn afskrifa hann að óreyndu þótt ekki sé hann að snigl- ast mikið á mótum með hesta í keppni. Þá hafa akureyringarnir Baldvin Ari Guðlaugsson og Hös- kuldur Jónsson skráð sig til leiks og mætir Höskuldur með hinn kunna töltara Þyt frá Krossum og má ætla að hann verði framarlega í baráttu fjórgangshestana. Hér hefur verið stiklað á nöfnum nokk- urra knapa sem hyggjast taka þátt í slagnum um hin eftirsóttu sæti í landsliðinu og búast má við að þeir séu fleiri sem munu koma við sögu. Ekki er að efa að spennan verður mikil þegar í keppnina verður kom- ið. Skráning stendur enn yfir en keppnin hefst miðvikudaginn 18. júní og lýkur fyrri umferð daginn eftir. Frí verður föstudaginn en úrtökunni lýkur sunnudaginn 22. júní og liggur þá ljóst fyrir hvaða fímm knapar og hestar hafa tryggt sér sæti. Sigurður einsvaldur hefur hinsvegar frest fram í miðjan júlí til að tilkynna hveijir tveir til við- bótar verði í liðinu. Ekki er ólíklegt að Sigurður hvetji nafna sinn Matthíasson til að mæta með Hug- inn tii leiks og verða þá átta Islend- ingar meðal keppenda á mótinu ef hlutirnir fara eithvað á þessa leið. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.