Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verðlag hefur hækkað minna í kjölfar samninga en búist var við
Útlit fyrir meiri kaup-
mátt í ár en spáð var
HAGFRÆÐINGAR ASÍ og VSÍ
segja að hækkanir á verðlagi síð-
ustu mánuðina hafí verið minni en
reiknað var með í forsendum kjara-
samninga. Allt útlit sé því fyrir að
kaupmáttur verði ívið meiri í ár
en reiknað var með.
Vísitala neysluverðs hækkaði
um 0,2% í síðasta mánuði og hefur
hækkað um 0,9% á síðustu þremur
mánuðum, en það jafngijdir 3,2%
verðbólgu á heilu ári. Á síðustu
12 mánuðum hefur vísitalan hækk-
að um 1,8%.
Hannes G. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri VSl, sagði að hag-
fræðingar sem komu að gerð síð-
ustu kjarasamninga hefðu reiknað
með að vísitala neysluverðs myndi
hækka um allt að 0,5% mánaðar-
lega fyrst eftir að marssamning-
amir voru gerðir, en minnka síðan
þegar liði á árið. Hækkunin á
fyrstu mánuðunum væri mun
minni og gera mætti ráð fyrir að
mánaðarleg hækkun á næstu mán-
uðum yrði 0,1-0,2%.
„Það má vera að það sé liðin tíð
að verðlag sé beintengt kjarasamn-
ingum eins og áður var þegar fyrir-
tæki meira og minna endurskoð-
uðu verð sitt og gjaldskrár í kjöl-
far kjarasamninga. Það hefur gerst
aftur og aftur að gömlu verðbólgu-
módelin, sem tengja launabreyt-
Vísitala neysluverðs í júm'1997 (ioo,8stig)
01 Maturog óáfengardrykkjarvörur(17,3%)
0113 Fiskur (0,7%)
0117 Grænmeti, kartöflur og fl. (1,3%) -6,8%
012 Drykkjarvörur (2,1 %)
02 Áfengi og tóbak (3,2%)
03 Föt og skór (6,5%)
04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,4%)
042 Reiknuö húsaleiga (8,2%)
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,9%)
06 Heilsugæsla (3,1 %)
-0,6% ■ Breyting
□ +2,0% frá
fyrri
□+i,i%
□ man-
j+0,1/o *.
0+0,3% U01
0+0,5%
□ +1,0%
1+0,1%
0+1,3%
061 Lyf og lækningavörur (1,1 %)
07 Ferðir og flutningar (15,7%)
073 Flutningar (2,0%)
08 Póstur og sími (1,3%)
09 Tómstundir og menning (14,0%)
10Menntun(1,0%)
11 Hótel, kafflhús og veitingastaðir (5,4%)
12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%)
□3+1,4%
□ +0,4%
-0,5% 0
0+0,4%
10,0%
1+0,1%
0+0,4%
Tölurísvigum
vísatilvægis
einstakra liða.
VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,8%) (Mars 1997 = 100) [j +0,2%
ingar við breytingar á vísitölu
neysluverðs, hafa spáð of miklum
breytingum," sagði Hannes og
bætti við að segja mætti að verð-
bólguhugsunarhátturinn væri á
undanhaldi að þessu leyti.
Hannes sagði að samningamenn
hefðu vonast eftir að verðbólgan
yrði 2-3% á árinu og færi yfir 3%
þegar liði á árið og í upphafi næsta
árs. Núna væri útlit fyrir þetta
markmið, sem menn hefðu vonast
eftir að ná, næðist og gott betur.
Áhrif launahækkana á verðlag
komin fram
Ari Skúlason, framkvæmda-
stjóri ASÍ, hefur sama mat á stöð-
unni og Hannes og segir að verð-
lagsbreytingarnar séu heldur
minni en menn hefðu reiknað með.
„Þetta er heldur lægra en reiknað
var með og styrkir þá kaupmátt-
arspá sem lá til grundvallar samn-
ingunum. Ef tekið er mið af sög-
unni ættu áhrif af launahækkunum
á verðlag að vera komin fram.
Þetta styrkir mann í þeirri trú að
verðbólgan verði lítil á þessu ári.“
Ari sagðist telja að meginskýr-
ingin á þessu væri sú að staða
fyrirtækjanna væri það góð, eins
og verkalýðshreyfingin hefði hald-
ið fram, að þau gætu tekið á sig
umtalsverðar launahækkanir.
Samkeppni fyrirtækja hefði einnig
veruleg áhrif. Fyrirtæki væru
greinilega rög við að hækka með
sama hætti og þau gerðu á árum
áður. Áform ASÍ, BSRB og Neyt-
endasamtakanna gætu hér hugs-
anlega einnig skipt einhverju máli.
Sex þúsund
störf í boði hjá
vinnumiðlun EES
UM SEX þúsund störf eru í boði á
vegum EURES, „European Employ-
ment Services", samskiptanetsins, að
sögn Klöru B. Gunnlaugsdóttur,
Evróráðgjafa á íslandi. „Aðsóknin er
mikil og greinileg þörf fýrir þjónustu
af þessu tagi. Maður veit ekki hvort
aukning er á því að fólk fari utan
til að vinna en upplýsingar hér heima
um atvinnumöguleika erlendis voru
áður mjög takmarkaðar", sagði
Klara. Hún segir að undanfarið hafi
að minnsta kosti á bilinu 15-20
manns verið ráðnir til starfa erlendis
fyrir tilverknað miðlunarinnar á mán-
uði, en ekki sé vitað um nema hluta
þeirra sem fái störf í gegnum vinnu-
miðlun EES á íslandi.
Vinnumiðlun EES var formlega
opnuð í október 1996 og að sögn
Evróráðgjafans hefur eftirspumin
aukist jafnt og þétt. Vinnumiðlunin
aðstoðar atvinnuleitendur við að
finna störf erlendis og atvinnurek-
endur við að fínna starfsfólk. Einnig
eru veittar upplýsingar um atvinnu-
möguleika, lífskjör og vinnuskilyrði
hjá ríkjum innan Evrópska efnahags-
svæðisins. íslenska skrifstofan er
beinlínutengd við skrifstofu evrópsku
vinnuþjónustunnar, EURES, sem á
að auðvelda fólki að nýta sér fijálsan
atvinnu- og búseturétt innan EES-
svæðisins. Starfræktar eru sams kon-
ar skrifstofur í öllum aðildarríkjum
EES og veitir íslenski Evróráðgjafinn
upplýsingar um þær.
Að sögn Klöru fer atvinnutilboðum
á EURES-netinu stöðugt fjölgandi
þó atvinnuleysi sé enn svipað í þess-
um löndum og verið hefur. Reynsla
sé komin á þessa þjónustu og sífellt
fleiri notfæri sér hana. Markmiðið
sé að gera fólksflæðið milli landanna
virkara og auðvelda fólki að fá ítar-
legri og ábyrgari upplýsingar í heima-
landinu.
Klara segir flest störfin vera sér-
hæfð og krefjist ákveðinna starfsrétt-
inda. Um sé að ræða ýmiss konar
iðnmenntun og háskólamenntun en
mesta framboðið um þessar mundir
sé á störfum í heilbrigðisgeiranum,
fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna,
og fyrir fólk með sérþekkingu í tölvu-
greinum.
Um síðustu helgi keypti EES
vinnumiðlunin auglýsingu í fyrsta
sinn en að sögn Klöru hefur bækling-
ur verið gefin út og kynningar verið
sendar til vinnuveitenda. Hún sagði
að fyrirspumir hefðu aukist í kjölfar
auglýsingarinnar, flestar vom frá
atvinnuleitendum en nokkrar nýjar
fyrirspumir komu frá atvinnuveit-
endum.
Viðhald á götum borgarinnar
Malbikað fyrir 160 millj.
160 MILLJÓNUM króna verður varið
til viðhalds á slitlagi á götum borgar-
innar á þessu sumri. Þetta er svipuð
fjárhæð og í fyrra, að sögn Guð-
bjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings'
hjá gatnamálastjóra.
Guðbjartur segir að götumar komi
frekar illa undan vetrinum og er að-
alástæðan sú að ekki hefur verið
nægjlega mikill snjór síðastliðinn vet-
ur til að verja götumar.
Áætlun um heildarframkvæmdir,
þar með taldar nýlagnir, hefur ekki
verið gefin út. Þó er Ijóst að lögð
verða 19 þúsund t. af malbiki í við-
haldsverkefni sem þelq'a alls 187
þús. fermetra. Þegar er búið að mal-
bika hluta af Hringbrautinni en einn-
ig er ráðgert að malbika Miklubraut
frá Grensásvegi að Kringlumýrar-
braut síðar í sumar. Þar fyrir utan
er um ýmsa smærri spotta að ræða.
GLEÐIBYLTINGIN
W W WJ ^ Málfundafélagiö Stjarnan, sem stofnað var fyrr á árinu,
| Jj | 0 hyggst virkja orku himinhvolfsins til að bylta stöðnuðu
kerfi og hleypa meiri gleði í samfélag frjálsra manna.
Fyrsta virka gleðistund okkar verður haldin föstudaginn þrettánda kl. 13.13.
Þeir sem vilja vera með hafi samband við Árelíus Hólm, formann.
it ,
ÆálftiHtlafélarjið S
S1JABNAN
Tómata-
ræktin að
ná hámarki
BÚIST er við að framleiðsla ís-
lenskra tómata nái hámarki innan
skamms og verðið lækki sam-
kvæmt því, en algengt verð er nú
280-290 kr. kílóið út úr búð.
Framleiðsla á gúrkum náði há-
marki í síðustu viku og fór kíló-
verðið þá undir 100 kr. í fyrsta
skipti í sumar.
Áð sögn Kolbeins Ágústssonar,
sölustjóra hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna, hefur ylræktað græn-
meti verið heldur seinna á ferðinni
í vor vegna dimmviðris sem varð
sérstaklega um páskana, og þann-
ig hefur paprikuræktin gengið erf-
iðlega og þá sértaklega ræktun á
lituðum paprikum. Sagði Kolbeinn
að íslenskar paprikur væru af þess-
um sökum um 3 vikum seinna á
ferðinni nú en síðasta sumar.
Hvassviðri olli nýlega tjóni á
útiræktuðu grænmeti líkt og í kart-
öfluræktinni, en dæmi eru um að
heilu akrarnir hafi fokið upp. Kol-
beinn sagði að af þessum sökum
yrði kínakál eitthvað seinna á ferð-
inni í sumar en í fyrra og væntan-
lega kæmi það ekki á markaðinn
fyrr en upp úr næstu mánaðamót-
um.
-----» ♦ -----
Gömlu síma-
skránni skilað
í pappírsgáma
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Pósti og síma og Sorpu mun vera
hægt að koma gömlum símaskrám
til endurvinnslu með því að skila
þeim í pappírsgáma Endurvipnsl-
unnar sem eru víðs vegar í höfuð-
borginni og á landsbyggðinni.
Einnig er hægt að skila þeim inn
til afgreiðslustaða Pósts og síma
en ákveðið var að auglýsa ekki
sérstaklega viðtöku gömlu skránna
nú þar sem nokkur vandkvæði
munu vera á endurvinnslu.
Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur,
hjá Pósti og síma, kemur símaskrá-
in nú út í 220 þúsund eintökum.
„Fyrir nokkrum árum buðum við
fólki að koma með skrána til
endurvinnslu, því það var það sem
okkur langaði til að gera, en þá
rákum við okkur á þennan þrö-
skuld að símaskráin er ekki mjög
góður endurvinnslupappír,“ segir
Hrefna. „Við lentum því í miklum
kostnaði við að farga henni.“
Að sögn Rögnu Halldórsdóttur
hjá Sorpu í Reykjavík eru það
gulu síðurnar og þykkur pappír
kápunnar sem gera símaskrána
erfiða í endurvinnslu. Símaskráin
sé engu að síður endurunnin komi
hún í pappírsgámum til vinnslu-
stöðva Sorpu. Hvað landsbyggðina
varði sé það oft spurning hvort
borgi sig að flytja pappírinn suður
í vinnslu eða farga honum á staðn-
um í þar til gerðum brennsluofn-
um.