Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.JÚNÍ 1997 B 7 meins né hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsókn var gerð á 18.000 reyk- ingamönnum, fyrrverandi reyk- ingamönnum og fólki sem var út- sett fyrir asbesti en þátttakendur fengu annaðhvort beta-karóten og A-vítamín eða lyfleysu. Þessi rann- sókn var stöðvuð eftir 4 ár vegna þess að reykingamennirnir sem fengu bætiefnin höfðu 28% hærri tíðni lungnakrabbameins og 17% hærri dánartíðni en þeir sem ekki fengu bætiefnin. I annarri mun minni rannsókn fundust engin merki þess að C-vítamín, E-vítam- ín eða beta-karóten komi í veg fyrir krabbamein í ristli eða enda- þarmi. í sumum löndum eru starfandi öflug neytendasamtök sem veita fólki vernd fyrir auglýsingaskrumi og fölsunum og hafa slík samtök iðulega haft afskipti af sölu og dreifingu vítamína og bætiefna. Vegna þess hversu alvarlegt og vaxandi þetta vandamál er hafa í nokkrum löndum verið stofnuð sér- stök samtök eða ráð og í Banda- ríkjunum hefur t.d. verið starfandi í nokkur ár þjóðarráð gegn heilsu- svikum (National Councii Against Health Fraud) sem hefur látið sölu og dreifingu vítamína, bætiefna og náttúrumeðala til sín taka. Þetta ráð hefur m.a. flett ofan af miklum fjölda staðhæfulausra full- yrðinga og tilvitnana í doktora, prófessora og næringarfræðinga sem við nánari athugun reynast ekki bera slíka titla með réttu eða eru kannski alls ekki til. Einn slík- ur vísindamaður sem mikið hafði verið vitnað í reyndist vera heimil- ishundur sölumannsins. Það er því full ástæða fyrir fólk að vera á varðbergi þegar verið er að reyna að selja því vörur eða aðferðir sem eiga að bæta heilsuna, sumt af því er gott og gilt en annað ekki. Aftur að könnunum og „stati- stik“. Það þarf engan Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu að hægt sé að sanna hvað sem er með „statistik", allt eftir því hvernig spurt er. Fleira og fleira fær merkimiðann: krabbameins- valdandi, kransæðastíflandi, hægðateppandi, náttúrudrepandi, ósoneyðandi, blóðsykurlækkandi, sjóndeprandi o.s.frv. Meira að segja mun það vera varhugavert að halla sér um of að lýsisflösk- unni. Manni liggur næst að spyrja líkt og Jóhann Jónsson forðum „0, hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?“ En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Við verðum bara að reyna að sigla hinn gullna meðalveg og nota skynsemina svo langt sem hún nær i fæðuvali sem öðru. Sem dæmi um að fátt sé svo með öllu illt.. . má nefna að hóf- drykkjufólk lifir almennt lengur en bindindismenn vegna þess að hæfileg (n.b.) víndrykkja fær fólk til að slaka betur á og dregur þar með úr streitu. Streita er hins vegar holl í hæfilegu magni vegna þess að hún heldur þér frá leiðind- um. Og menn geta jú líka drepist úr leiðindum. Hér á eftir fylgir uppskrift að léttu sumarsalati sem ætti að koma öllum í sumar- skap. Hvítvínsúðað ávaxtasalat 2 appelsínur 'h hunangsmelóna eða guantaloupe ___________3 bananar__________ 1 mangóávöxtur eða 2 kiwi __________2 msk. sykur________ 1 dl þurrt hvítvín Afhýðið ávextina og fjarlægið alla kjarna. Skerið bananana fyrst í sneiðar og raðið þeim á fat, sker- ið hina ávextina í bita og raðið yfir bananasneiðarnar. Stráið sykri yfir og dreypið eða úðið hvítvíni yfir. Þetta salat bragðast best ískalt og því þarf það að standa í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Topptilboð Sumarskórnir Tegund:Venice 4001 Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 36-41 Verð: 1.495," Ath. Rúskinn með þykkum sóla Tegund: Ko Dax Litir: Svartir, bláir, vínrauðir og hvítir Stærðir: 40-46 Verð: 995," Ath. Mjög léttir og þægilegir T Póstsendumjamdægi^ óppskórinn v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212 Glæsigisting á Benidorm 2. júlí frákr. 2SiS32 Heimsferðir hafa nú fengið viðbótargistingu á La Era íbúðarhótelinu, einum besta gististað á Benidorm með frábærum aðbúnaði. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Móttaka opin allan sólarhringinn, fallegur garður og veitingastaður. Staðsetningin er frábær, aðeins örstutt í gamla bæinn og 5-10 mínútna gangur á ströndina. Aðeins 10 ibúðir í boði - bókaðu strax. Verð kr. 29.932 Verð kr. 39.960 M.v hjón með 2 börn, vika La Era, 2. júlí. 2 í íbúð, La Era Park, 2. júlí, 1 vika. ÓDÝRAR GÆÐA ÞAK- SKRÚFUR Heitgalvaniseraðar Söðulskinnur í úrvali Verð kr. 39.932 Hjón með 2 börn, 2 vikur, La Era, 2. júlí. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð, La Era Park, 2. júlí. Bókunarstaða 18. júní - uppselt 25. júní - 8 sæti 2. júlí - 18 sæti 9. júlí - 21 sæti Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiðasala og fræðslumiðstöð bílgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 23. júní til 7. júlí nk. Námskeiðið sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í 7 skipti samtals og varir í tvær vikur. Námsþættir: Opinber gjöld af ökutækjum Bergþór Magnússon, fjármálaráðuneytinu. Kaupréttur Indriði Þorkelsson, lögfræðingur. Reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl. Gunnar Svavarsson, verkfræðingur. Vátryggingar ökutækja Einar Þorláksson, Tryggingamiðstöðinni. Sölu- og samningatækni Sigþór Karlsson, viðskiptafræðingur. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Björn Jónsson, VÍB. Námskeiðið sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bílasölu, er haldið samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994, samanber lög nr. 20/1997 og reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja nr. 407/1994. Samningsréttur Bjarki H. Diegó, lögfræðingur. Mat á ástandi og verðmæti ökutækja, ráðgjöf við kaupendur Finnbogi Eyjólfsson, Hekla hf. Reglur um virðisaukaskattbíla Ingibjörg Ingvadóttir, ríkisskattstjóra. Hagnýt frágangsatri við sölu Guðni Þór Jónsson, Hekla hf. Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Bjarki H. Diegó, lögfræðingur. Borgarholtsskóla v/Mosaveg,112 Reykjavík. Námskeiðsgjald kr. 35.000 Upplýsingar og skráning: Sími 586 1050 Fax 586 1054 Jt |iOt0WW W - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.