Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 13
Myndskreyting/Sigurður Eyþórsson
Borgarbréf
Viðskipti Víolettu
Hvað er gefíð út? Ingibjörg Elín Sigurbjörns-
dóttir er gráti næst við tilhugsunina. Sori og aft-
ur sori og illa skrifað, ekki einu sinni íslenzka!
segir hún í Borgarbréfi sínu,
ÉG LAS Sult um daginn það var nú
bara af því bókaútgefandi nokkur
nokkuð við aldur tönnlaðist á því að
engin bók hefði verið skrifuð af viti
síðan Sultur kom út, þetta mætti
rekja til velmegunar og allsnægta
um allan heim. „Nú,“ segi ég með
það sama og þóttist heppin að hitta
útgefanda svo samstilltan mér sem
hafði meðferðis þijár sultarlegar
vinnuviðtalsgreinar auk sögunnar
um Mörtu, Mörtu! (ráð)sögu fyrir
atvinnulausa. Þetta var nokkrum
mánuðum áður en ég sá skýlaust að
þjóðin er í kóma, ja meðvitundarlaus
eins og einhver sagði í lesendabréfí
um þá sem ekki mættu á mótmæ-
lendafund út af spúandi álveri yfir
sveitir og dali.
Nú, nú, ég þóttist himin höndum
tekið og sagði: - „Hérna færðu Sult
tvö!“. Þremur dögum síðar: - „Ertu
búinn að lesa sveltigreinarnar?" -
„Já, reyndar, ef þú vilt mitt álit þá
er þetta ekki nógu „konsentrerað",
þú verður að skrifa meira „konsen-
trerað“ eins og Knut Hamsun," sagði
karlinn. - „Honum gat ekki verið
alvara," hugsaði ég, sá hann ekki
að þetta var Sultur tvö? Þekkir hann
ekki sult og seyru þegar hann sér
þau? Vel útmálaðar lýsingar á því
hvernig ég ætti ekki fyrir strætó,
ekki einu sinni aumingjamiða, og
hann sá ekki allsleysi, neyð, hungur
og hálmstrá við það að fjúka fjúk-
andi reitt. - „Þetta skal ég muna
þér karlfauskur," hugsaði ég en
sagði: - „Ég kann bara vel við þig,
karl minn, hreinskilinn og hress, já,
bara eins og ég sjálf," sagði ég svona
meira til að bjóða hina kinnina en
hitt. Svo var hann líka soldið gamall
og útbelgdur af velmegun og gam-
alli nízku eins og fleiri.
Nú, nú, það þýðir lítið að ætla að
bjarga heiminum, segjum Fróni, fyrr
en maður er dauður eins og Knut
og númer í hillu, snobb, málverk eins
og Ópið, því var örugglega ætlað að
hrista upp í fólki - en nei, nei, for-
dæmdum verður ekki úr hel forðað
frekar en fiskum úldnum og ónýtum
hent úr neti, já, útbyrðis og í víti
kastað: Þangað liggur beinn og
breiður vegur; eðlilega, hver vill ekki
þægindi? Aðeins heilir og óaðfinnan-
legir marhnútar til einhvers, eldis,
svona eins og Knut og ég: Bruna
þú nú bátur minn . .. eilífðar marg-
lytta. Ég get beðið, mannsævin er
svo stutt, mundu mig á lambasparða
einstigi, ég man þig.
Hvað er gefið út? Ég skæli við
tilhugsunina. Sori og aftur sori og
illa skrifað. Þetta er ekki íslenzka!
Hérna sé ég að höfundur hefur þýtt
þrjá fyrstu kaflana og tvo og hálfa
þá síðustu og glefsur inn á milli. Að
geta ekki einu sinni dulið þjófnaðinn,
átakanlegt. Hver er ábyrgur? Hvar
er fólkið á háa kaupinu? í kaffí
kannski? Ég veit um konu sem er
doktor eða nálægt því í íslenzku en
stóð hana eitt sinn að því að láta
birta eftir sig greinarstubb svona tvo
tíu dálksentimetra þar sem henni
tókst að þröngva inn orðinu „tölu-
vert“ tólf sinnum. Alveg satt! Má
vera að hún hafi verið alin upp við
staglið: Vilji er allt sem þarf, salta
bara í nógu margar tunnur þá færðu
gráðu, já, nafnbót. Eftir það fór ég
að rannsaka fólkið í kringum bæk-
urnar og hvort það hefði sloppið í
gegnum háskóla og aðrar deildir án
þess að skrifa betur en Pétur eða
Páll. Hvað kom á daginn? Jú, það
skrifaði verr. Fann sig sennilega
knúið að spígspora menntaveginn til
að vega upp á móti eðlisgreindinni.
En skólar kenna engum neitt. Maður
þarf alitaf að fara heim og læra þetta
sjálfur og þá veltur allt á því hversu
gott skrifborð maður á. Er hægt að
einbeita sér við það eða lætur maður
hugann reika út í buskann? Annars
ætlaði ég ekki að tala um þetta held-
ur sorprit götustelpna sem vaða uppi
nú um stundir, leika lausum hala,
dræsur. Ég hef varla lyst á að ræða
viðfangsefnið en læt nægja að benda
á að sumt sem fengið hefur þijár
stjömur hjá dömu dómara er sori,
ljótt, lélegt, hljómlaust og umfram
allt óendanlega leiðinlegt, stagl, án
blæbrigða, andlaus sönglandi a la
símaskráin da da da du du du eins
og ef framliðnir æfðu allt í grænum
sjó á píanó en héldu engan veginn
takti; orðaforði nánast enginn ...
svona gæti ég lengi talið upp en fínn
mig tilneydda að kasta upp, gera
uppkast fyrst að ... bíðið aðeins .. .
nú skil ég bókagagnrýnendur, þau
fípast á da da og du du og fletta
framhjá 300 blaðsíðum undan vill-
ingum sem segja svart og saurugt
hvítt. Uppkast tvö. Heyr mitt lag,
Víoletta. Ég verð aldrei söm og svip-
aða sögu segja eflaust 33 þúsundir
íslendinga undir fátæktarmörk-
um ... Komdu ein út í bátinn minn,
komdu út í bátinn minn ... Kvenrétt-
indi?! Að láta múra upp í glugga og
gættir svo bílarnir geti haldið áfram
að menga loftið úti. - „Ganga í
bjarg," sagði hún upp með sér. Sumt
gera mæður ekki. Vinna að því að
verða börnum sínum til ævarandi
skammar. Ef þor ég vil ég get ég
ekki skammast mín sagði skessan
og hló svo undir tók í fjöllunum sem
bergmálar enn.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
í Reukjauík
^ Arleg rábstefna Atvinnu- og ferbamálanefndar
Reykjavíkurborgar verbur haldin í Rábhúsi Reykjavíkur nk. mibvikudag þann 18.
júní kl. 15:00. Ráðstefnan ber að þessu sinni yfirskriftina Stefnumót 2002. Borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun ásamt fulltrúum úr verkefnisstjórn kynna niðurstöður stefnumótunar í
ferðaþjónustu í Reykjavík. Að kynningu lokinni verða opnar umræður.
RáSstefiian er opin aðilum t ferðaþjónustu og öðrum sem ábuga hafa á ferðamálum
Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar
IMS AFMÆUSHÁm
Sunnudag
1300 - 1700
DRESS
MANN
LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Ath Sendum i póstkröfu. Crænt númer 800-5730. Simi S62-9T30. Fax 562-973/