Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STARAÐ í glyrnurnar á reiðum skúmi. Augnabliki síðar skaddaði fuglinn myndavélin
MENN gætu haldið að Halldór
fengi eitthvað sérstakt út úr því
að fá hárin til að rísa þegar
hann kvartar undan því að það
sé ekkert fútt í skúmnum í
þetta skipti. Svarið er á reiðum höndum: Það
er vegna þess að enn eru ekki komnir ungar
hjá honum.
Hann er enn að verja egg og í mörgum til-
vikum trúlega nýorpin egg. Til vitnis um það
eru jeppaslóðir sem þræða varpþúfurnar á
sandinum. Ljóst er að einhverjir leggja sér
ekki síður skúmsegg til munns en t.d. svart-
baks- og sílamávsegg. En að það sé ekkert
fútt í þessum skúmum? Ef við hefðu ekki
heyrt allar sögurnar um skúminn, sem flest-
ar eru sannar, þá hefðum við hrist höfuðin,
því nógu ískyggilegir voru þeir.
Við finnum hvert hreiðrið af öðru og við
eitt þeirra verjast þrír skúmar! Það er í blóra
við lýsingar á skúm, að hann sé ófélagslynd-
ur og sérlega duglegur, svo ekki sé meira
sagt, að verja óðalið sitt fyrir óboðnum gest-
um. Skúmarnir gera sig digra og eru kannski
djarfastir að ráðast á bflana þegar þeir eru á
ferð á milli varpþúfna.
V'íða er slitrur af ýmsum fuglum.
Við finnum svartbak, fyl og gæs.
Aílt er étið og fmkroppað inn að
beini. Það rifjast upp það sem sagt
er um æti skúms og almenna
borðsiði. I bókinni Fuglar í náttúru íslands
eftir Guðmund Ólafsson stendur þetta: -
Fæðan er aðallega fiskur, en samt er skúm-
urinn ræningi. Hann rænir frá öðrum fugl-
um, étur egg þeirra og drepur þá sér til mat-
ar, s.s. svartfugla, vaðfugla, endur og gæsir,
en ekkert er honum heilagt í þeim efnum og
á hann það til að drepa svartbak, kjóa, kríu,
lóm, súlu og gæsir. í erfiðari viðureignum
„ER ENGINN dugur f þér?“ kallar
Ilalldór frá hreiðurþúfunni . . .
eiga tveir skúmar samvinnu um að þreyta
bráðina uns yfir lýkur.
Halldór dáist einmitt að þessu
dæmalausa og skilyrðislausa valdi
og takmarkalausa virðingarleysi
sem skúmurinn auðsýnir öðrum
dýrum merkurinnar. Skúmurinn
fer ekki einu sinni í manngreiningarálit með
það á hvern hann ræðst. Halldór fær sinn
skammt og vel það og gildir einu þótt hann
SKÚMURINN svarar því um hæl . . .
hneigi sig og beygi og kalli kveðjur til hinna
dökkbrúnu. Þeir rangtúlka það allt saman og
færast í aukana.
Halldór var á Sandinum fyrir um 20 árum
og þá gerðist atburður sem hann segir okk-
ur frá. Vitni voru og staðfestu söguna.
Skúmur einn var í alveg sérdeilis slæmu
skapi og lítt um heimsókn Halldórs gefinn.
Hann renndi sér aftur og aftur á Dóra, því
samferðarmennirnir með prikin voru flúnir
inn í bíl. Dóri mátti beygja sig og sveigja og