Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 19
ia með bylmingshöggi.
Morgunblaðið/RAX.
„GENGUR eitthvað á?“ gæti Halldór verið að muldra er hann hörfar frá hreiðrinu.
Úr litla melgrasskóginum bárust ókenni-
leg og hálfgerð frumskógaröskur og vængja-
slátturinn flatti niður gróskumikið melgresið.
Síðan kom skúmurinn slagandi eins og fylli-
bytta út úr þykkninu og enn með húfuna á
hausnum. Loks féll hann um koll og datt þá
húfan á sandinn.
Skúmurinn virtist mjög undrandi er hann
sá sólina á ný, horfði í allar áttir og varð
hljóður. „Viltu meira?“ kallaði þá Dóri valds-
mannlega til konungs sandanna, en skúmur-
inn lét eins og hann heyrði ekki, tók til við að
snyrta sig og virtist vera búinn að fá nóg í
bili.
Hann leit ekki við Dóra þó hann stæði yfir
hreiðri hans og Dóri naut stundarinnar og
ýmist búkkaði sig og beygði fyrir fuglinum,
sendi honum tóninn eða leit skellihlæjandi til
félaga sinna sem komu ekki upp orði næstu
tuttugu mínútumar vegna hláturkviða.
Það er stundum talað um að sigur vinnist í
orrustu en ekki endilega stríðinu. Ef til vill
má heimfæra það upp á þessa uppákomu, því
þegar skúmurinn hafði gengið úr skugga um
að allar fjaðrir og fiðurbrúskar væru slétt út
hóf hann sig þegjandi til flugs, en Dóri hafði í
millitíðinni endurheimt húfu sína og skellt
henni á kollinn.
minnti helst á nautabana. Hetjurnar í bíln-
um voru meira að segja byrjaðar að þeyta
horn í hvert skipti sem Dóri hnykkti
mjöðmunum og skaut efri hluta líkamans til
þannig að skúmurinn missti marks.
Þegar hér var komið sögu greip banka-
manninn einhver gáski og næst er skúmur-
inn hjólaði í hann greip hann af höfði sínu
foma Sherlock Holmes-húfu og þeytti henni í
átt að fuglinum. Dóri ætlaði ekki annað en að
hrekkja skúminn, en ýmislegt fer öðru vísi en
ætlað er; húfan lenti á höfði skúmsins sem nú
trylltist fyrst fyrir alvöru!
Húfan huldi allan hausinn þannig að
dýrið sá ekki fram fyrir nef sér og
fárleg öskur bárust undan húfunni.
Sem nærri má geta truflaðist flug-
lag konungsins mjög, hann tók að
fljúga í krappa hringi með húfuna á hausnum
og á endanum brotlenti hann í melgrasþúfu
skammt frá.
Skúmurinn reyndist hafa fengið nóg
eins og sagt er, en í öðrum skilningi
en skilja mátti af atferli hans augna-
blikum áður. Árásirnar hófust á nýj-
an leik og í þeim áköfustu fauk húf-
an. Það var enginn ótti í augum fuglsins og
engin virðing fyrir andstæðingnum þrátt fyr-
ir allt. Og Dóri átti nú fótum fjör að launa!
En þótt Halldór dáist að skúmnum fyrir
hugrekki, áræði og dugnað, þá efast hann um
greind hans. Hann var einu sinni á sandinum
við þriðja mann og sagði við félaga sína að
hann ætlaði að sanna fyrir þeim að skúmur-
inn kynni ekki að telja upp að þremur.
„Við fundum hreiður og gengum allir að
því. Skúmurinn lét mjög illa en hélt sig
kannski eitthvað til baka af því að við vorum
svo margir. Þegar við stóðum við hreiðrið
lagðist ég á sandinn svona tvo metra frá
eggjunum, breiddi yfir mig stóra gráleita
úlpu og sagði síðan félögunum að labba í
burtu og inn í bílinn sem var svona 70 metra í
burtu. Bíða þar rólegir og fylgjast með í
sjónauka. Ég veðjaði við þá að skúmurinn
yrði lagstur á innan tíu mínútna því hann
kynni ekki að telja upp að þremur og myndi
halda að við værum allir farnir,“ segir Hall-
dór.
Og það gekk eftir. Skúmurinn settist við
hreiðrið eftir fáar mínútur, leit í kring um
sig, góndi tortrygginn um stund á þessa und-
arlegu gráu þúfu sem virtist hreyfast hægt
upp og niður þó svo að Dóri reyndi að halda í
sér andanum. Síðan lagðist hann á eggin.
Spratt Dóri þá skellihlægjandi á fætur og var
skúmnum þá illa brugðið sem vonlegt var,
hann hrökklaðist skvaldrandi af hreiðrinu og
hóf sig loks til flugs. Nú kom sér vel fyrir
Dóra að bfll var nærri því við þetta fauk
verulega í skúminn.
Allt sem gerðist á sandinum á dög-
unum var einkar saklaust. Skúm-
amir renndu sér á hina óboðnu
gesti og voru ískyggilegir. En
margar sögur em til um meiri
hörku. Miklu meiri hörku. Mestur er atgang-
urinn er egg em orðin unguð að ekki sé talað
um er ungar em skriðnir. I verstu tilfellum
hafa menn granað skúm um að fæla hross
undan manni sem við það féll af baki og
dauðrotaðist. Það varð þó ekki sannað og
skal ekki tíundað hér nánar þótt langt sé um
liðið,
Unglingur nokkur var fyrir mörgum áram
á dráttarvél austur í Öræfasveit. Hann var á
ferð utan skúmabyggðarinnar og því barefl-
islaus. En það var kominn ungatími og þá
getur vont geðslag skúmsins versnað mjög,
jafnvel utan svæðisins. Skúmur sótti nú mjög
að ungmenninu og var svo nærgöngull að
drengurinn skreið undir stýri traktorsins.
Þar fann hann skrúflykil af stærstu gerð og
afréð að aka burt og slá til fuglsins með verk-
færinu er hann kæmi í návígin. Þetta tókst,
en var afar seinlegf, því skúmurinn sló
skrúflykilinn hvað eftir annað úr höndum
drengsins. Sætti hann þá lagi er skúmurinn
rétti sig af og undirbjó næstu árás, að
stökkva niður á sandinn og sækja skrúflykil-
inn.
Fyrir nokkram áram var unglingur þessi
aftur kominn niður á sand, nú fúlltíða maður
og útlærður ljósmyndari. Þá tók hann mynd-
ina sem hér birtist af skúm í návígi. Sek-
úndubroti eftir að hann smellti af myndinni,
mölvaði skúmurinn leifturljósabúnað sem
hvíldi ofan á myndavélinni.
En burtséð frá skapofsa skúms og al-
mennu ótta- og virðingarleysi í garð alls sem
hreyfist þá er hann talsvert merkilegur fugl.
Hann er skyldur mávum, kjóa og kríu, en þó
hann verpi í Norðurhöfum, á íslandi, í
Færeyjum, á Bretlandseyjum og eitthvað í
Norður-Noregi, þá eru aðalvarpsvæði hans í
Suðurhöfum. Talað hefur verið um að stofn-
stærð deilitegundarinnar sem verpir í Norð-
urhöfum sé á bilinu 20-30 þúsund varpfuglar
og að stofninn sé í vexti frekar en hitt.
Skúmurinn er mjög staðbundinn á Islandi.
Hann er einkennisfugl sandanna á Suður- og
Suðausturlandi. Breiðamerkursandur er
skúmamiðstöð Islands, en þar og á nærliggj-
andi söndum, allt vestur til Skógasands verp-
ir stærsti hluti norðurhafastofnsins í dreifð-
um byggðum. Einnig era dreifðar byggðir
við Héraðsflóa og allt til Öxarfjarðar.
Fátt er vitað um ferðir skúma á vetrum
annað en að þeir kveðja fastalandið á haust-
dögum og flækjast um Atlantshafið þar til að
hilla tekur undir vor. Þá koma gömlu
karlskúmarnir fyrstir á varpstöðvarnar, í
mars og aprfl, setjast upp við gömlu óðölin og
bíða eftir kerlingunum. Þeir yngri koma síð-
ar, halda áfram að taka út þroska sinn og
undirbúa eigin hlutverk. Það er hin eilífa
hringrás náttúrunnar.