Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 B 27 Kennarastaða við FNV! Skagafjörður skín við sólu í margþættum skiln- ingi, þar er fögur fjallasýn og samgöngur góð- artil allra átta. Á Sauðárkróki blómstrarfagurt mannlíf í vaxandi og gróskumiklu bæjarfélagi. Þar er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, en við hann stunda um 500 áhugasamir og dug- legir nemendur nám og þar starfar á fjórða tug samhentra og metnaðarfullra kennara, sem bjóða góða félaga velkomna til starfa. Þar er húsakostur góður og starfsaðstaða til fyrir- myndar. Nú bregður svo við að lausar eru til umsóknar staða íslenskukennara og staða kennara í viðskiptagreinum næsta skólaár. Umsóknir skulu berast skólameistara á skrif- stofu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fyrir 20. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 453 6400 eða 893 1457. http://www.fnv.is Skólameistari ís Rannsóknarráð íslands auglýsir Staða deildarsérfræðings vísindasviðs hjá ráð- inu er auglýst til umsóknar. Starf deildarsérfræðings á vísindasviði felur í sér sjálfstæð störf undir yfirstjórn forstöðu- manns vísindasviðs. Deildarsérfræðingur hefur m.a. umsjón með framkvæmd úttekta á vísindasviðum eftir ákvörðunum Rannsókn- arráðs íslands og sér um framkvæmd á mati á hluta umsókna sem koma til sjóða ráðsins. Þá mun deildarsérfræðingur sjá um fram- kvæmdahlið í alþjóðlegum samstarfsáætlun- um og samskipti við norrænar/evrópskar sam- starfsstofnanir sem Rannsóknarráð íslands á aðild að eða samskipti við. Krafist er vísindalegrar sérmenntunar á fag- sviði innan hug- eða félagsvísinda, þekkingar á notkun helstu hugbúnaðargerða, góðrar málakunnáttu og góðra samskiptahæfileika. Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf í ágúst eða september. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands fyrir 1. júlí nk. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Laus staða Iðjuþjálfi óskast í 50% starf við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá og með ágúst 1997. Möguleiki erá hærra starfshlutfalli síðar. Reynsla eða sérmenntun á sviði fatlana barna er æskileg. Starfið felst í greiningu og ráðgjöf vegna fatlaðra barna í samstarfi við aðra sérfræðinga, sem og uppbyggingu á þjónustu fyrir hreyfi- hömluð börn og ungmenni hér á landi. Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er rannsókn og greining á fötluðum börnum, svo og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og meðferð. Þar starfa 33 manns og er mikil áhersla lögð á nána samvinnu starfsstétta. Nánari upplýsinga gefa forstöðumaður og yfiriðjuþjálfi í síma 564 1744. Verslunarstjóri aco ACO hf óskar eftir að ráða verslunar- stjóra til starfa í nýja verslun. í starfinu felst m.a. dagleg verlsunar- stjórn, skipulagning og framkvæmd daglegrar sölu ásamt umsjón með starfsmannamálum. ACO hf. sem er elsta tölvufyrirtæki landsins sérhæfir sig í sölu og þjónustu á tölvum og tölvubúnaði, Ijósritunar- vélum og hvers konar tækjum til prentiðnaðar. Við leitum að manni með reynslu af verslunarstjórn. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, geta starfað sjálfstætt og skipulagt störf annarra. Einnig þarf verslunarstjóri að geta unnið að undir- búningi vegna stofnunar þessarar verslunar. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „ACÓ 292" fyrir 23. júní n.k. Flagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki PÓSTUR OG SÍMI HF Fjármálasvið Verkfræðingur - tæknifræðingur Fjármálasvið óskar að ráða starfsmann til starfa í Flagræðingardeild fyrirtækisins. Starfssvið: Skipulagning verkferla, aðgerða- og vinnu- rannsóknir, arðsemis- og rekstraráætlanir ásamt öðrum almennum hagræðingarverkefn- um. Menntunar- og hæfniskröfur: Fláskólapróf í verkfræði/tæknifræði eða rekstrarfræði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af greiningu verkferla og gæðastjórnun auk þess að hafa frumkvæði og beiti vönduð- um vinnubrögðum. Nánari upplýsingar gefur Pétur Einarsson, forstöðumaður, í síma 550 6195. Umsóknum skal skilað fyrir 27. júní 1997 merkt: Póstur og sími hf., starfsmannamál v/Flagræðingardeildar, Landssímahúsinu v/Austurvöll, 150 Reykjavík. REYKJANESBÆR S í M t 421 6700 Yfirfélagsráðgjafi óskast Staða yfirfélagsráðgjafa hjá Félagsmálastofn- un Reykjanesbæjar er laus til umsóknar. í starf- inu felst yfirumsjón með fjölskyldumálum stofnunnarinnar auk þess að vera staðgengill félagsmálastjóra. Viðkomandi þarf að hafa starfsreynslu. Laun eru skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjanesbæjar. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur ertil 25. júní 1997. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 421 6700 milli kl. 11.30 og 12.30 virka daga. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. KÓPAVOGSBÆR Yfirmaður öldrunardeildar Staða yfirmanns öldrunardeildar í Kópavogi er laus til umsóknar. Starfssvið: Viðkomandi hefur umsjón og eftir- lit með félagslegri heimaþjónustu, vistunar- málum aldraðra, rekstri sambýla fyrir aldraða, félagsstarfi aldraðra og annari þeirri þjónustu, sem öldruðum stendurtil boða, s.s. ráðgjöf ýmiskonar. Kröfur: Farið erfram á háskólagráðu, þekk- ingu og reynslu á sviði rekstrar- og skipulags- fræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn í félagslega þjónustu, áætlanagerð og hafi starfsreynslu sem getur nýst í þessu starfi. Reynsla í starfsmannahaldi er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitirfélagsmálastjóri og yfirmaður öldrunardeildar í síma 554 5700 á símatímum. Umsóknareyðublöð liggja í afgreiðslu Félags- málastofnunar Kópavogs og hefur umsóknar- frestur verið framlengdur til 21. júní nk. Starfsmannastjóri. Leikskólinn Hörðuvellir Frá og með 1. ágúst nk. mun Hafnarfjarðarbær taka við rekstri leikskólans Hörðuvalla. Leikskólinn ertveggja deilda leikskóli sem stendur á afar fallegum stað við lækinn í Hafn- arfirði og verður væntanlega stækkaður á næstu árum. Starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður: Leikskólastjóri, óskastfrá 15. júlí. Áskilin er leikskólakennaramenntun. Aðstoðarleikskólastjóri, leikskólakennar- ar eða annað starfsfólk með aðra uppeldis- menntun óskastfrá 1. ágúst. Matsráður óskast í eldhús frá 1. ágúst. Umsóknir um störfin þurfa að berast skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar fyrir 23. júní nk. Upplýsingar veita leikskólafulltrúi og leikskóla- ráðgjafi í s. 555 2340. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Grindavík — kennarar Við leitum að áhugasömum kennurum til starfa við skólann næsta skólaár. Kennslu- greinar: Kjarnagreinar í 9. bekkog 10. bekk, bekkjarkennsla, sérkennsla og kennara til að sjá um nýja starfsdeild unglinga, myndlist og hálf staða í handmenntum, saumum og íþrótt- um. Einnig óskum við eftir bókaverði eða bóka- safnsfræðingi í 85% starf. Grindavík er 2.200 ibúa sveitarfélag í aðeins 50 km fjarlægð frá Reykja- vik. Á staðnum er góð almenn þjónusta og áðstaða til íþróttaiðkana. I skólanum eru tæplega 400 nemendur í 20 bekkjardeildum. Unnið er markvisst að skólaþróun og umbótum í skólastarfi. Greidd er 10% launauppbót á föst laun og aðstoðað við öflun húsnæðis. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 426 8555. Umsóknir skal senda til Grunnskólans í Grindavík fyrir 18. júní. Bæjarstjóri Vélamenn óskast á gröfur. Gott kaup í boði fyrir vana menn. Víkurverk hf., sími 557 7720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.