Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 21 Kafarinn leiðir áhorfendur um undirdjúp íslands og leitar svara við spurningum sinum um upptök lifsins. Allar myndirnar í opnunni eru teknar vid gerð kvikmyndarinnar. Ari segir frá forsögu að þátttöku íslending- ana. „Við Friðrik Þór Friðriksson hittum Maro Röhr leikstjóra og Irka Matilla, sem höfðu nýlokið við að gera mynd um skipsflök í Eystrasaltinu. Sú mynd var merkileg fyrir þær sakir að þar var notaður nýr ljósabúnað- ur,“ segir Ai-i. Neðansjávarkvikmyndatöku- menn eru háðir sólarljósi að mestu en það nær takmarkað niður á mikið dýpi og Ari heldur áfram: „Menn ná yfirleitt ekki mynd af neinu nema rétt við yfírborðið en Finnarnir höfðu þróað stór og sterk kvikmyndaljós af svipuð- um styrkleika og ljós sem notuð eru við al- mennar kvimyndir og þannig gátu þeir gert mynd um skipsflökin sem eru hulin myrkri á miklu dýpi.“ Þess má geta að ljósafyrirtæki eitt í Hollywood starfaði með Finnunum, en þetta fyrirtæki vann til Oskarsverðlauna fyrir lýsinguna í kvikmyndinni „The Abyss“. Finnarnir lýstu yfir áhuga sínum við Ara og Friðrik á því að kvikmynda þann heim í kring- um Island, sem lítið hefur verið kannaður. „Okkur þótti þetta því fín hugmynd að taka þátt í fyi-stu alvörukvikmyndinni um undir- djúp íslands." Það varð úr að Finnarnir komu hingað til lands á síðasta ári og tóku myndir víðs vegar um landið. „Þeir náðu mörgum merkilegum myndum og þettá er nú orðið að klukkustundarlangri kvikmynd “ Ari segir að sérstaða myndarinnar felist í því að ekki hefur gefíst tækifæri til að sjá neðansjávarumhverfi á breiðtjaldi á 35 mm filmu. „Allt sem heíúr verið tekið neðansjávar hingað til hefur verið tekið á myndband eða tiltölulega grunnt með kvikmyndatökuvél, svo það er alveg ný upplif- un að sjá þennan ævintýraheim með bíó- myndagæðum." Lykillin að myndinni er því ljósabúnaðurinn, en hvers konar ofurljós er verið að tala um? „Það eru tvö þúsund og fimm hundruð og sex þúsund kerta flassperur í kösturunum, en með þeim nást svipuð áhrif og frá sólarljósi, en kosturinn er að hægt er að fara niður á miklu meira dýpi.“ Á kaf í Geysi Kvikmyndakafararnir fóru ofan í Geysi með sín sterku ljós og líklega hefðu útlendir aðals- menn á 19du öld þegið að sjá ofan í þann öskr- andi hver og Ari er spurður um Geysisköfun- ina. „Þeir fóru ofan í Geysi aðallega í tilrauna- skyni því ætlunin var að kanna álagsþol kaf- arabúninganna." Tveir kafarar fóru ofan í Geysi og virtist sem allt ætlaði að ganga vel, en þá gerðist hið óvænta. „Búningarnir þoldu alveg hitann, en þegar kafararnir fóru að svitna lak svitinn niður í vettlingana og hitnaði þar með þeim afleiðingum að þeir brenndu sig aðeins á höndunum. Þrátt fyi'ir ítarlegar rann- sóknir hafði engum dottið þetta í hug,“ segir Ari og hlær við. í Geysi var raunar ekki neitt mikið að sjá þegar niður var komið. „Þetta er bara hola sem heldur áfram og athöfnin sjálf að fara ofan í merkilegri atburður en köfunin. Það var því ekki eins spennandi og við var búist.“ Góðar viðtökur Maria Sólrún segir að fjöldi kaupenda hafí viljað kaupa myndina eftir Cannes-hátíðina. Sem dæmi um undrun áhorfenda hringdi framköllunarfyi'irtækið sérstaklega í kvik- myndagerðarmennina til að spyrja hvort þetta væri virklega á íslandi. Þingvallaköfunin hef- ur að líkindum verið einn af hápunktunum í myndinni. Kafararnir sögðu að vatnið væri án efa tærasta vatn sem þeir hefðu komið í. Ari segir að flestir þekki fjallahringinn í kringum vatnið en hvern hefði grunað að fjallahringur væri einnig niðri í vatninu. „Það er engu líkara en að það sé ekkert vatn þarna niðri því skyggnið er óendanlegt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.