Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1997 B 35 , Þ JÓÐHÁTÍÐ ARD AG U Rl NINI HÁTÍÐAHÖLDIN í Reykjavík 17. júní verða með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Dagskráin hefst kl. 10 þegar forseti borgar- stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig á leiði Jóns Sig- urðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá við Austurvöll hefst kl. 10.40 með ávarpi formanns hátíðarnefndar, Steinunnar V. Óskarsdóttur. Því næst leggur forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, blóm- sveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flytur ávarp. Þá mun fjallkonan flytja ávarp sitt. Karlakór Reykja- víkur syngur, Lúðrasveit verka- lýðsins leikur og skátar standa heiðursvörð. Guðþjónusta verður í Dómkirkjunni kl. 11.15 og pred- ikar sr. Tómas Sveinsson, Dóm- kórinn og St. Jaakobs Gosskör frá Svíþjóð syngja. Tvær skrúðgöngur Tvær skrúðgöngur verða fam- ar um götur bæjarins. Önnur leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og fer niður Laugaveg að Ingólfstorgi, en hin leggur af stað frá Hagatorgi 13.45 og munu skátar fara fyrir göngunum. Skemmtidagskrá hefst á tveim- ur leiksviðum í miðbænum kl. 14, á Ingólfstorgi og í Lækjargötu. Fjölmargt verður í boði fyrir há- tíðargesti í borginni á hinum ýmsu stöðum. í Tjarnarsal Ráðhússins verður tónlistardagskrá. í Hallar- garðinum og Hljómskálagarðin- um verða leiktæki og sýningaratr- iði, á Tjörninni verða árabátar og kanóar og Sautjánda júní lestin ekur um Vonarstræti. Götuleik- hús Hins hússins fer um hátíðar- svæðið, Brúðubíllinn sýnir við Tjarnarborg en við Reykjavíkur- höfn verður Fornbílaklúbburinn með sýningu og erlendar kapp- siglingarskútur verða sýndar þar einnig. Hátíðahöld viða um borgina Á Kjarvalsstöðum verður sýn- ingin Islensk myndlist og þar verður borgarlistarmaður út- nefndur. í Arbæjarsafni verður sérstök dagskrá og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar. I Þjóðminjasafni verður sýningin Kirkja og kirkju- skrúð. Að kvöldi þjóðhátíðardags verða skemmtanir á tveimur svið- um í miðbænum. Á Ingólfstorgi verða gömlu og nýju dansarnir fram til miðnættis. I Lækjargötu verða tónleikar vinsælla hljóm- sveita en þar mun dagskránni ljúka kl. 1 eftir miðnætti. Strætis- vagnar Reykjavíkur verða með ferðir úr miðbænum að skemmtun lokinni. Víðavangshlaup og skemmtiganga í Kópavogi Víðavangshlaup fýrir 16 ára °g yngri og skemmtiganga eldri borgara hefjast við Kópavogsvöll kl. 10. Messað verður í Kópavogs- kirkju kl. 13 og flytur frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir stólræðu en kór Kópavogskirkju og Karlakór Reykjavíkur syngja. Skrúðganga leggur af stað kl. 14 frá Mennta- skólanum í Kópavogi að Rútstúni og Skólahljómsveit Kópavogs og skátar fara fyrir göngunni. Utihá- tíð verður á Rútstúni milli kl. 14.30 og 18. Forseti bæjarstjórn- ar flytur hátíðarræðu og fjallkon- an ávarpar samkomuna. Fjöllista- menn leika listir sínar, dansatriði verða og Furðuleikhúsið flytur skemmtiþátt. Magnea Tómasdótt- ir mun flytja einsöng og dixiband- ið Öndin og hljómsveitin Dead Sea Apple skemmta hátíðagestum. Leiktæki, veitingasala og ýmsar uppákomur verða á túninu. Klukkan 17 verður leikin knatt- spyrnuleikur á Kópavogsvelli milli 4. fl. Breiðabliks og HK til minn- ingar um Daða Sigurvinsson. Fjölbreytt hátíða- höld 17. júní Ókeypis veiði í Garðabæ Við Arnarnesvog verður útsýn- issigling frá kl. 9.30 til 12. Við Hofstaðaskóla á milli kl. 10 og 12 verður víðavangshlaup fyrir börn 6-13 ára, götukörilubolti, línuskautar fyrir 10-12 ára og hjólabretti. Boðið verður upp á íjöltefli við stórmeistara en einnig verður náttúruskoðun og veiðiferð í mýrinni fyrir yngri kynslóðina. Veiði verður ókeypis við Vífils- staðavatn fýrir alla Garðbæinga. í Vídalinskirkju hefst hátíðar- stund kl. 13 og skrúðganga leidd af fánaborg skáta og Lúðrasveit Garðabæjar leggur af stað þaðan hálftíma síðar að Garðaskóla. Þar verður hátíðin formlega sett kl. 14 og fjallkonan flytur ávarp. Starfsstyrkur listamanns verður afhentur, skólakór Garðabæjar syngur og léttsveit tónlistaskóla Garðabæjar spilar. Við Garða- skóla verður skátaþrautabraut, koddaslagur, svifbraut, andlits- málun, tívolíleiktæki og sælgæti dreift úr flugvél svo eitthvað sé nefnt. Kvenfélag Garðabæjar verður með kaffihlaðborð við Garðalund kl. 15 og uppákomur við íþróttam- iðstöðina verða milli kl. 16 og 17. Þar verður Lúðrasveitin, dansatr- iði, verðlaunaafhending, hæfi- leikakeppni, fimleikar og Magnús Scheving í hlutverki íþróttaálfs- ins. Um kvöldið spilar diskótekið Dísa fyrir kynslóðina í Garðalundi frá kk 20.30 til 21.45 en þá tekur Páll Óskar Hjálmtýsson við til kl. 22.30. Flugvélasýning í Mosfellsbæ í Varmárlaug hefst kl. 10 sund- mót á vegum sunddeildar UMFA og kl. 11 er fjölskylduhlaup á vegum frjálsíþróttardeildar UMFA á Varmárvelli. Skrúð- ganga verður farin frá íþróttahús- inu í Álafosskvos kl. 13.30 og fara skátar og skólahljómsveit Mosfellsbæjar fýrir göngunni. Skemmtidagskráin í Álafosskvo- sinni hefst svo með hátíðarræðu og afhendingu menningarverð- launa. Karlakórinn Stefnir syngur og leiktæki, barnatjald, andlits- málun og fleira verður í boði. Á Tungubökkum verða flugvélar og flugstæðið til sýnis og möguleiki á útsýnisflugi. Halli og Laddi bregða á leik kl. 14.30 en kl. 15 mun Leikfélag Mosfellsbæjar skemmta. Skátafélagið Mosverjar og unglingadeild Kyndils verða með leiki og leiktæki á svæðinu og töframaður mætir á svæðið kl. 15.30 og sýnir listir sínar. Leiklistarklúbbur Varmárskóla sýnir leikþátt kl. 16 og börn af leikskólanum Hlaðhömrum koma fram. Leikfélag Mosfellssveitar skemmtir börnunum kl. 16.30 og kl. 17 verður diskótekið Dísa með barnadansleik. Unglingadansleik- ur verður í Álafosskvosinni á milli kl. 21 og 01 en þar munu hljóm- sveitirnar Maus, Spitsign, Gimp og Sól dögg koma fram. Unglingahljómsveitir í Hafnarfirði Hátíðin í Hafnarfirði hefst kl. 8 með fánahyllingu og kl. 10 verður frjálsíþróttamót leikj a- námskeiða á Hörðuvöllum. Á sama tíma munu yngri flokkar Hauka og FH í knattspyrnu mætast á Víðistaðatúni. í Hellis- gerði hefst helgistund kl. 13.15 og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik- ur og Eldri Þrestir syngja. Að lokinni helgistund verður lagt af stað í skrúðgöngu að Víðistaðat- úni þar sem fjölskylduhátíð hefst kl. 14.30. Þar mun bæjarstjóri og fjallkonan flytja ávörp sin og barnaskemmtun verður í umsjón Hafnarijarðarleikhússins Her- móðar og Háðvarar. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun leggja hornstein að skátamiðstöðinni við Víðistaðatún kl. 16 og kl. 17 hefst 17. júní mótið í handbolta í íþróttahúsinu við Strandgötu. Tónleikar á Thorsplani hefjast kl. 17.30 með hafnfirskum ungl- ingahljómsveitum. Á Thorsplani byijar fjölskylduskemmtun kl. 20.30 með ávarpi nýstúdents en m.a. munu Halli og Laddi, íþróttaálfurinn, listhópur vinnu- skólans og dansarar koma fram. Páll Óskar, Milljónamæringarnir, Bjarni Ara og Raggi Bjarna auk hafnfirskra víkinga munu halda uppi fjörinu. í Vitanum verða gömlu dansarnir kl. 21.30 og í Hafnarborg hefjast djasstónleik- ar kl. 22. Dagskrárlok verða kl. 0.30. Fjölskyldudansleikur í Reykjanesbæ í Njarðvík hefjast knattspyrnu- leikur og púttmót kl. 10 og víða- vangshlaup fyrir alla fjölskylduna við Njarðvíkurvöll kl. 11. Hátíðar- messur verða í Keflavíkurkirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 12.30 og skrúðgöngur leggja af stað frá báðum kirkjum kl. 13.20 í átt að Skrúðgarðinum. Þar hefst hátíð- ardagskráin kl. 14 með hátíðar- ræðu og ávarpi fjallkonu. Valinn verður listamaður Reykjanesbæj- ar 1997 og Karlakór Keflavíkur syngur. Einnig verður dans, Skari skrípó sprellar og töfrar og Kvennakór Suðurnesja syngur. Magnús Scheving og félagar úr Latabæ auk Páls Óskars verða á staðnum. Á torginu við Tjarna- götu hefst kvöldskemmtun kl. 20 með Léttsveit tónlistaskólanna en efnilegir söngvarar byrja kl. 20.30. Pétur Pókus mætir kl. 21 og töfrar áhorfendur og þrír Spaugstofubræður mæta kl. 21.45. Hljómsveitin Reggae on Ice spilar á milli kl. 22.20 og 0.30. í Stapanum verður fjölskyldu- dansleikur frá kl. 20 til 23 með hljómsveit Birgis Gunnlaugsson- ar. í Selinu við Vallarbraut verður kvöldskemmtun fyrir eldri borg- ara frá kl. 20 til miðnættis. Götubolti á Selfossi Opið hús verður hjá Slökkvi- stöðinni á Selfossi, Lögreglunni í Árnessýslu og Björgunarsveitinni Tryggva milli kl. 10 og 12. í hest- húsahverfinu verður yngri kyn- slóðinni boðið á hestbak milli kl. 10 og 12 en „ónytjurölt" hefst frá Tryggvaskála kl. 10. Helgistund hefst í Selfosskirkju kl. 13 og messar sr. Þórir Jökull Þorsteinsson og kirkjukórinn syngur. Skrúðganga fer frá Sel- fosskirkju kl. 13.30 og fara skátar og hestamenn fýrir göngunni að íþróttahúsinu. Hátíðardagskráin hefst kl. 14 í íþróttahúsinu og ávarpar fjallkonan samkomuna. Einnig verður fánahylling, þol- fimisýning, tískusýning og barna- kórinn syngur. Við sundlaugina hefst skemmtunin kl. 15 þar sem nýtt útivistarsvæði verður tekið í notkun með viðhöfn. Opna Foss- nestismótið í götubolta hefst kl. 16 á plani Fjölbrautaskóla Suður- lands. Á íþróttavellinum verður sælgætisregn úr flugvél kl. 16.30, ef veður leyfir, og á Bankavegi verður farið í leiki kl. 17. Dans- leikur í tjaldinu fyrir yngri kyn- slóðina hefst kl. 17 með hljóm- sveitunum Skítamóral og NN. Menningardagskrá á Hótel Sel- fossi hefst kl. 20.30 en þar koma fram Karlakór Selfoss, Leikfélag Selfoss og söngflokkurinn Leiðar- ljósin. Harmoníkuball byrjar kl. 21 í Tryggvaskála og dansleikur í tjaldinu með hljómsveitunum Skítamóral og NN verður frá kl. 21 til 01. Afmælisræða og dans- kennsla á Egilsstöðum Sala á gasblöðrum og öðru til- heyrandi hefst við Hettuna kl. 12 og boðið verður upp á andlitsmál- un. Skrúðganga verður farin frá Hettunni kl. 13 og liggur leiðin að hátíðarsvæðinu í Vémörk und- ir leik lúðrasveitar og í fylgd hestamannafélagsins Freyfaxa. Hátíðarguðþjónusta hefst kl. 13.30 og messar sr. Vigfús Ing- var Ingvarsson og Kirkjukór Eg- ilsstaðakirkju syngur. Fjallkonan heldur ræðu og leikþáttur frá leik- félaginu verður sýndur. Báru- kvartettinn og barnakórinn skemmta gestum og haldinn verð- ur sérstök afmælisræða bæjarins. Boðið verður upp á ýmsar kaffi- veitingar í Vémörk á milli kl. 15 og 17. og leikir og önnur skemmt- un fyrir börnin verður á meðan. Hátiðardansleikur verður í Vé- mörk frá kl. 20 til miðnættis en fram koma Shape, Harmoníkufé- lagið og Fiðrildin og Eymundur Hannesson kenna dans. Söngvarakeppni á Isafirði Messað verður í Ísafjarðar- kirkju kl. 11 en kl. 13.20 verður safnast saman á Silfurtorginu þar sem lagt verður af stað í skrúð- göngu kl. 13.50 að hátíðarsvæð- inu við gamla sjúkrahúsið. Þar verður hátíðin sett kl. 14 með hátíðarræðu Úlfars Ágústssonar. Sunnukórinn mun syngja og íjall- konan ávarpar hátíðargesti. Sól- arkvartettinn skemmtir og söngv- arakeppni verður haldin auk afl- raunasýningar, svampakasts, kassabílasýningar, pokahlaups og körfukeppni. A palli munu Sæ- greifarnir spila og hljómsveitin Woofer. Sýning Péturs Guð- mundssonar í Fagranesi verður frá kl. 16 til 22 og á boðstólum verður þjóðhátíðarkaffi og með- læti. Akstur SVR 17. júní VAGNAR SVR aka eftir tímaáætiun helgidaga þriðju- daginn 17. júní þ.e. á 30. mín. tíðni (sjá leiðabók) þó þannig að aukavögnum verð- ur bætt á leiðir eftir þörfum. Frá kl. 13 þegar hátíðar- höldin hefjast í Lækjartorgi er breytt frá venjulegri akst- ursleið vagnanna og nær breytingin til þeirra leiða sem aka um Lækjargötu. Vagnar á leiðinni 2, 3, 4, 5 og 6 á vesturleið munu aka um Hverfisgötu-Kalkofns- veg-Geirsgötu, Pósthússtræti og Tryggvagötu með við- komu við austurenda Toll- stöðvar. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar munu aka á öllum leiðum fram til kl. 1 nema 1, 5, 7 og 8. Þess má geta að aukaferð er frá miðbæ kl. 1.30 á leiðum 110, 111, 112 og 115.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.