Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 30
. 30 B SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Frá grunnskólunum í Ólafsfirði Kennarar — kennarar Staða mynd- og handmenntakennara er laus til umsóknar. Einnig vantar kennara til stærð- ^ fræðikennslu í 8. —10. bekk og kennslu yngri barna. Umsóknarfrestur ertil 25. júní nk. Nánari upplýsingar gefa Soffía Eggertsdóttir í Barnaskóla Ólafsfjarðar, skólasími 466 2245, heimasími 466 2357, og Öskar Þór Sigurbjörns- son skólastjóri Gagnfræðaskólans Ólafsfirði; skólasími 466 2134, heimasími 466 2357. Vélaverkfræðingur Vélaverkfræðingur óskasttil hönnunarstarfa .v sem allra fyrst (eigi síðar en 15. ágúst '97). Verkefni á sviði gufu- og jarðvarmatækni o.fl. Leitað er að manni með reynslu af hönnun dælukerfa og þrýstigeyma og færni í Auto CAD. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast eigi síðar en 23. júní nk. Varmaverk hf., Dalshrauni 5. 220 Hafnarfirði. REYKJALUNDUR Iðjuþjálfun — Reykjalundur Óskum að ráða iðjuþjálfa í afleysingastöðu sem fyrst í a.m.k. ár. Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsson, yfiriðjuþjálfi, í síma 566 6200. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA V. HRINGBRAUT, 101 REYKJAVfK, SfMI 561 5959 Ræstingar Félagsstofnun stúdenta óskar eftir ræstingar- fólki í hlutastörf ásamtfólki í afleysingastörf við ýmsar ræstingar, Upplýsingar veita Baldvin eða Hafdís í síma 561 5959 á skrifstofutíma frá miðvikudeginum 18. júní. Myndmennt — kennsla yngri barna Kennara vantar við Höfðaskóla, Skagaströnd, til kennslu yngri barna og í myndmennt. Launauppbót. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guð- mundsson, skólastjóri, í síma 452 2642 (vinna) og 452 2800 (heima) og Kristín H. Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 452 2642 (vinna) og 452 2935 (heima). Kennarar Tvær kennarastöður eru enn lausar að Laugar- bakkaskóla í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu. Æski- legar kennslugreinar: Hannyrðir, heimilisfræði, danska og almenn kennsla. Mjög góð kennslu- aðstaða, nýtt heimilisfræðieldhús og vel útbú- in hannyrðastofa. í boði er lág húsaleiga og gott samfélag. Upplýsingar gefur Jóhann Albertsson, skóla- stjóri, í síma 451 2901 eða 451 2985 sem einnig tekur við umsóknum. Organisti Starf organista við Digraneskirkju í Kópavogi er laus til umsóknar. Skilyrði eru að umsækjandi hafi lokið 7. stigi í orgelleik og hafi reynslu af kórstjórn. Umsóknarfrestur er til 30. júní og ber að skila skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, til formanns sóknar- nefndar, Þorbjargar Daníelsdóttur, Víghóla- stíg 21, 200 Kópavogi. m Sóknarnefnd Sveitarstjóri Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps auglýsir starf sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps laust til umsóknar. Umsóknir um starfið skulu berast eigi síðar en 2. júlí nk. til Björgvins Sigurjónssonar, odd- vita, Túngötu 48, Tálknafirði, en hann veitir allan nánari upplýsingar. Vinnusími oddvita er 456 2513 en heimasími 456 2515. Sveitarstjóri. Bókabúð Meðalstór bókabúð í Reykjavík óskar eftir að ráða verslunarstjóra. Viðkomandi þarf að vera gæddur mikilli þjón- ustulund, hafa reynslu úr sérverslun auk þess að temja sér öguð og markviss vinnubrögð. Góð þekking á bókum æskileg. Umsækjendur skili umsókn með öllum nauð- synlegum upplýsingumtil afgreiðslu Mbl. eigi síðar en 20. júní nk., merktum: „B — 971". Tæknifræðingur Ertu vélstjóri meðfull réttindi? Hefurðu reynslu sem vélstjóri til sjós? Hefurðu einnig lokið tæknifræðinámi eða ertu í slíku námi? Hefurðu gott vald á að rita og tala ensku? Ertu vanur að nota tölvu? Ef svo er hefði ég áhuga á að komast í sam- band við þig með starf í huga. Upplýsingarsendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 27. júní, merktar: „Skipulagður — 1241". Rafvirkjar — rafiðnfræðingar Óskum að ráða til okkar rafvirkja eða svein í rafvirkjun, með þekkingu á almennum lögnum, stýrikerfum og rafbúnaði skipa. í umsókn skal gefa upp menntun og fyrri störf. Allar upplýsingar gefur Sævar í síma 456 3092 eða GSM 893 5773, fax 456 4592. Sólgarðaskóli í Fjótum Skólastjóra og almennan kennara vantar að Sólgarðaskóla í Fljótum frá 1. ágúst nk. í skólanum eru innan við 10 nemendur í 1.—7. bekk og því hefur skólastjóri nokkra kennslu- skyldu. Umsóknarfrestur ertil 30. júní. Upplýsingar gefa Örn Þórarinsson, oddviti, í síma 467 1060 eða Þórður Ragnarsson, for- maður skólanefndar, í síma 467 1004. Trésmiðir Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða nokkra trésmiði. Upplýsingar í síma 562 2700 á skrifstofutíma. ÍSTAK Aðstoð á tannlæknastofu Óska eftir að ráða aðstoðarmanneskju á tann- læknastofu. Þarf að geta hafið störf strax. Vinsamlega látiö fylgja með umsókn upplýsingar um fýrri störf. Umsóknum skal skila á afgreiðslu Mbl., merktar: „T — 1151", fyrir kl. 17.00,19. júní. Leikskólastjóri Breiðdalshreppur auglýsir eftir leikskólastjóra við leikskólann á Breiðdalsvík frá og með 11. ágúst nk. Leikskólinn er nýfluttur í nýtt hús- næði og er öll aðstaða mjög góð. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 475 6660 eða 475 6716. Skrifstofustarf — Grafarvogskirkja Grafarvogskirkja óskar eftirstarfskrafti til skrif- stofustarfa í hlutastarf. Áskilin er þekking á bókhaldi og tölvukunnátta. Umsóknirsendisttil Mbl. merkt: „V — 483". fyrir 23. júní nk. Kirkjuvörður — Grafarvogskirkja Grafarvogskirkja óskar eftir starfskrafti í fjöl- þætt og gefandi starf. Æskilegt að viðkomandi hafi iðnmenntun. Umsóknirsendisttil Mbl., merkt: „V — 484" fyrir 23. júní nk. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu Kennara vantar næsta starfsár. Kennslugreinar: Tréblásturshljóðfæri(þverflauta) og gítar. Upplýsingar gefur Anna K. Jónsdóttir í símum 453 7438 og 854 8738. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Byggingatækni- fræðingur óskast til starfa á teiknistofu frá ágúst eða september. Kunnátta í tölvustuddri hönnun nauðsynleg. Góð starfsaðstaða í miðbæ Reykjavíkur. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. sem fyrst, merktar: „Tölvuhannað umhverfi". Traust starfsfólk Óskum eftir starfskrafti á saumavél og upp- tökuvél, aðstoðarfólki og bókbindara. Heilsdags framtíðarstörf. BÓKFELL FfAMSBÓKnAMOto-eÓKFVlL ÍHF. 8kamxnjv»gl 4 • «54 4400«57 «S2* Sandvíkurskóli Selfossi Kennara vantartil starfa næsta skólaár. Um er að ræða kennslu yngri barna og tónmennt. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 482 1500. Hársnyrtistofan G-tveir Okkur á Hársnyrtistofunni G-tveimur vantar duglegan og áhugsaman svein eða meistara í hársnyrtiiðn sem fyrst í fullt starf. Upplýsingar í síma 565 5400. Hársnyrtistofan G-tveir, Lækjargötu 34B, Hafnarfirði. Frá Dalvíkurbæ Óskum að ráða leikskólastjóra við leikskólann Krílakot frá 15. ágúst nk. Einnig vantar leikskólaskennara. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg Vésteins- dóttir, leikskólastjóri, í síma 466 1372. Skólastjóri - kennari Grunnskólann á Skjöldólfsstöðum, Jökuldal, N-Múlasýslu, vantar skólastjóra og kennara. Almenn kennsla fyrsta til sjöunda bekkjar. Umsóknarfrestur til 25. júní. Nánari upplýsingar veitir formaður skólanefnd- ar, Eygló, í síma 471 1080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.