Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
AUÐUR G. Magnúsdóttir sagnfræðingur
Hver var á þessum tíma munur-
inn á hórdómi og frillulífi? „Sam-
kvæmt kirkjunni er þarna munur
á,“ segir Auður „vegna þess að
hjónaband er eitt af sakramentun-
um. Þá er það heilagt band sem
er blessað af guði og engin mann-
eskja má slíta þvf eða saurga á
nokkurn hátt. Þó er hjónaband leyft
í þeim tilgangi að búa til börn.
Ekki vegna þess að fólk eigi að
njóta þess að vera saman. Allt sam-
líf er fordæmt af kirkjunni ef það
er ekki í þeim eina tilgangi að geta
börn. Þessvegna er frillulífi auðvit-
að merki um einhvers konar nautn.
Hjón mega þá ekki finna þessa
nautn saman og maðurinn má ekki
finna nautn með annarri konu. Það
er glæpur og bannfæringarbrot ef
giftur karlmaður á frillu. Hjón eiga
að vera trú hvort öðru. Og hjóna-
skilnaður bannaður. Ef annað hjón-
anna fellur frá má makinn helst
ekki finna sér annan maka. Þetta
olli auðvitað miklum erfiðleikum
langt fram eftir öldum, svo sem
sjá má af hjónabandssögu Hinriks
8. Englandskonungs.
Frillulífíð er hins vegar samband
tveggja einstaklinga, sem ekki hafa
bundist þessu heilaga bandi. Hafa
þá ekki lofað guði neinu og því er
ekki hægt að fordæma fyrir brot
gegn einhvetju. Vandi kirkjufeðr-
anna var að skilgreina hvað sé gilt
hjónaband. Því hjónaband var alltaf
málefni ættanna, samningar milli
tveggja ætta, þar sem vilji mak-
anna tilvonandi skipti engu máli.
Þau voru bara verkfæri. En kirkjan
fer fram á að bæði samþykki ráða-
haginn. Jáyrði konunnar heyrist í
nærveru vitna. Ef það er ekki fyrir
hendi þá er hjónabandið ógilt. Þetta
átti auðvitað að bæta réttarstöðu
kvenna, en gerði það í rauninni
ekki, því þá var bara farið að gifta
þær meðan þær voru börn. Erfið-
leikar voru á að skilgreina hvað
gerði hjónaband gilt. Annars vegar
þurfti jáyrði og hins vegar vitni að
því að hjónabandið væri gilt með
samlífi. Til dæmis að hjónaband
var ekki gilt nema vitni væru að
því að makar gengju í dagsljósi í
sömu sæng, eins og í Grágásarlög-
unum. Þessi tvö atriði voru ágrein-
ingsatriði. Að lokum varð það já-
yrðið sem gilti.
Frillulífið, samband tveggja
sjálfstæðra einstaklinga, var oft
byggt upp á því að fólk ákvað bara
að ganga í að búa saman. í raun
var þá búið að samþykkja það og
vaknar sú spuming hvort þetta
hafi ekki verið gilt hjónaband.
Menn lentu í svo miklum vandræð-
um með að koma því heim og sam-
an hvað væri hjónaband og hvað
frillulífi, því ef þetta jáyrði dugði
þá var hægt að snúa upp á reglur
kirkjunnar á allan mögulega hátt.“
En var mikið um það sem kallað
var frillulífi? „Já, á Norðurlöndum
var þettasambúðarlíf mjög algengt
og hér á íslandi sérstaklega. Raun-
ar líka í öðrum löndum, svo sem
meðal Franka. En við erum svo
heppin að eiga mikið af rituðum
heimildum. Ég er að vona að með
því að nota íslenskar heimildir geti
ég séð hliðstæður í öðrum löndum,
sem ég hefi verið að vinna að í
Svíþjóð."
A okkar dögum þarf að lýsa yfir
sambúð til að afla henni réttinda.
Þurfti þess ekkert þá?
„Ekki í frillulífi. En til hjóna-
bands var bráðlega farið að kreij-
ast þess að væri lýst með hjónaefn-
unum þijá sunnudaga í röð. Hins
vegar bendir allt til þess að farið
hafi fram samningar við forráða-
menn konunnar. A.m.k. þegar
höfðingjar tóku sér frillu. Það væri
einhvers konar kaup kaups, eins
og í hjónabandi. Munurinn sá að
þegar stofnað er til hjónabands,
fylgir því ýmislegt eins og mundur,
morgungjöf og allar þessar efna-
hagslegu tilfæringar.“
Notað í
valdabaráttunni
Þá hefur ekki dugað eins og
núna að tveir einstaklingar einfald-
lega ákveði að rugla saman reitum
sínum? Og hætti því svo bara þeg-
ar þeim sýnist svo?
„Ég held að svo hafi verið í lægri
stéttunum. Þá var ekki fyrir hendi
auður og völd, sem öllu stjórnuðu.
Og menn gátu sent frá sér frillu
sína. En ég held að þær, a.m.k.
frillur höfðingjanna, hafi ekki getað
frekar en eiginkonur hætt sambúð-
inni einhliða. Þarna er fyrir hendi
samkomulag milli ættanna. En líka
eru nefndar frillur heimamanna,
sem eru í heimili höfðingjanna eða
geta verið á einhvers konar útjörð-
um.“
Frillan hin elskaða
Nú virðist miklu neikvæðari
merking lögð i orðið frillulífi. Hvað-
an ætli orðið frilla sé komið? Auður
segir það komið úr forngerm-
önsku. Þýði vina eða hin elsk-
aða. „Hjá germönum voru
til þrenns konar hjóna-
bönd. í fyrsta lagi hjóna-
band gegn um samninga, í
öðru lagi hjónaband eftir
brúðarrán og í þriðja lagi
hjónaband vegna gagnkvæmrar
ástar. Þá var það kallað „friedele-
he“ og þaðan er komið orðið frilla.
Þetta er mýta, sem litlar heimildir
eru um, og raunar dregið í efa af
fræðimönnum að svona hafi það í
raun verið hjá germönum. En auð-
vitað væri rómantískt ef maður
gæti túlkað það þannig," úrskýrir
Auður. Blaðamaður tekur undir það
og skýtur því inn í sem áhugamað-
ur um að gömlum íslenskum orðum
sé til haga haldið, að þetta gamla
heiti megi allt eins taka upp aftur
um slíka ftjálsa sambúð óháðra ein-
staklinga sem elskast.
Hvenær ætli viðhorfin til frillu-
lifnaðar fari svo að breytast? Auður
segir að í rauninni megi sjá að
fyrstu breytinga gæti með Þorláki
helga, sem varð biskup 1173.
„Hann fer að beijast fyrir breyttu
siðferði landsmanna um leið og
hann kemur heim. I lok 12. aldar
koma út erkibiskupsbréf, þar sem
fordæmdur er frillulifnaður höfð-
ingja. Það sem erkibiskup er að
AUÐUR G. Magnúsdóttir
sagnfræðingur er stödd hér
heima, en hún er að ljúka
doktorsritgerð sinni í
Gautaborg í Svíþjóð um
frillulífi á 12. og 13. öld. Hún hló
og fannst það skemmtileg kenning
að við værum í lífsháttum komin í
hring í þessum efnum, og að það
sem á þjóðveldisöld var kallað
frillulífi gangi nú undir nafninu
sambúð og hórdómur kallist fram-
hjáhald, þótt sú óábyrga kenning
sé að vísu utan við hennar rann-
sóknarsvið. Hún segir það rétt að
kirkjan á íslandi hafí lengi framan
af verið umburðarlynd gagnvart
frillulífi á meðan hórdómsbrot voru
litin mjög alvarlegum augum.
En þettá breyttist þegar kirkjan
fór að halda heilagleika hjóna-
bandsins á lofti og ekki síður
af því að vægi slíkrar sam-
búðar karla og kvenna fór
minnkandi í valdabarátt-
unni.
Auður hefur lengi
stundað þessar rannsóknir,
skrifaði 1987 BA-ritgerð um frillu-
lífi á íslandi sem nefndist „Betra
er að vera góðs manns frilla en
gefin illa.“ Það er gamalt máltæki,
sem hún segir að passi mjög vel
við hugmyndir hennar um frillulífi
á þjóðveldisöld. Tók svo til við
framhaldsrannsóknir á þessu við-
fangsefni við Gautaborgarháskóla,
þar sem hún er nú að ljúka doktors-
ritgerð. Hún skoðar aðallega tíma-
bilið frá 1100 og fram um 1350
til að sjá áhrif kristninnar og þess
að við komumst undir norsku krún-
una á sambúðarformið. M.a. hvort
hægt sé að sjá að fall þjóðveldisins
hafi áhrif á frillulííi á íslandi. En
hún telur að frillulífi hafi hér á
landi verið notað í pólitískum til-
gangi.
Hórdómur eða frillulífi
A þjóðveldistímanum hét sambúð tveggja
ógiftra einstaklinga frillulífi, sem kirkjan
sýndi lengi umburðarlyndi, en hórdómur ef
giftir menn höfðu frillur, sem var bannlýst.
Elín Pálmadóttir hitti Auði G. Magnúsdótt-
ur, sagnfræðing, sem rannsakar þessi mál,
og sló því fram við hana hvort við værum
þá ekki nú horfin til fortíðar, þar sem kirkja
og samfélag eru ekki sátt við framhjáhald,
en leggja blessun sína yfir óvígða sambúð
einstaklinga. Að vísu undir öðru nafni.