Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 20
20 6 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Á morgun verður brugðið út af vana er heim- ildarkvikmynd verður sýnd í bíói. Það er fínnsk- íslenska kvikmyndin Undirdjúp Islands sem verður frumsýnd í Háskólabíói. A nýafstaðinni kvik- myndahátíð í Cannes fékk hún góðar viðtökur. Örlygur Steinn Sigurjónsson ræddi við Ara Kristinsson og Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, sem tóku þátt í gerð myndarinnar. TÖKUR á Undirdjúpum íslands eða Underwater Iceland stóðu yfir síðasta sumar og segja aðstandendur að unn- ið hafi verið hörðum höndum að því að ná sem áhrifamestum myndum af stöðum sem hinn venjulegi ferðamaður fer alla jafna ekki á. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes fuku stór orð af munni áhorfenda eins og „yfimátt- úrulegt" og „undursamlegt“. Nálæg en ókunnug veröld í Undirdjúpum Islands er sögð saga kafara sem leitast við að finna svör við spurningum sem brenna á honum um upptök lífsins. Hann hefur leitina þar sem líf er nýkviknað, nefni- lega á íslandi. María Sólrún Sigurðardóttir er kvikmyndafræðingur og er einn fimm hand- ritshöfunda og segir frá ferðalagi kafarans. „Hann leiðir okkur inn í dularfulla þaraskóga, undir jaka Jökulsárlóns, brakandi hafís og breiða firði, niður á skipsflak, inn í hóp af höfr- ungum, niður í þröngar gjár og um kristaltær vötn. Þetta er upplifun á veröld sem er okkur nálæg en þó ókunnug," segir María Sólrún. í ákafri leit sinni fer hann niður í sjálfan Geysi. Hann leitar svara í goðsögnum og hittir fvrir ótal undarlegar skepnur á ferð sinni, en fær hann svör frá þeim? Það leynir sér ekki að þetta er ekki hefð- bundin heimildarkvikmynd og María er spurð um tilganginn með því að flétta saman ljóð- rænum blæ og rannsóknarleiðangri. Ljóðrænt flug um furðuheima „Leikstjórann langaði strax frá upphafi að gera ekki spennusjónvarpsefni sem beinir at- hyglinni að hættuspili kafaranna sjálfra. Þegar við svo sáum efnið var ljóst að ekki var hægt að gera efninu þann óleik að pakka því inn í venju- legan heimildarmyndapakka. Fyrst vildum við leyfa efninu að njóta sín, svo kom tónlistin inn í og síðan talið. Sem dæmi má nefna að við tökur á köfun í gjánum á Þingvöllum var engu líkara en kafaramir flygju,“ segir María og skal eng- an undra að utan um slíkt ljóðrænt flug um furðuheima þurfi að sníða viðeigandi stakk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.