Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBL.AÐIÐ
IDANSBYLGJUNNI bresku
hafa komið upp margar
stefnur og eru enn að skjóta
upp kollinum, lifa skamma
stund og hverfa síðan. Ein sú
lífseigasta og vinsælasta í gegnum
tíðina kallast triphop, hægfara
hanastél sem rekur ættir sínar til
bresku borgarinnar Bristol og dró
reyndar nafn sitt af henni framan
af. Brautryðjandi í þeirri tónlist
er breska sveitin Massive Attack,
sem sendi frá sér fyrstu skífumar
þeirrar gerðar og naut fádæma
hylli og virðingar fyrir; plötur
Massive Attack eru iðulega taldar
með þeim bestu og merkustu sem
Massive Attack Blue Lines, sem
út kom 1991, með helstu plötum
áratugarins og þegar tónlistar-
tímarit eru að velja bestu plötur
áratugarins eða allra tíma, sem
þau gera oft og tíðum, er Blue
Lines yfirleitt á blaði og oftar en
ekki nálægt toppinum eða á hon-
um, líkt og til að mynda í dans-
tímaritinu Mixmag á síðasta ári.
Daddy G segir að ekki hafi þeim
félögum fundist sem þeir væru
með sígilda plötu í höndunum þeg-
ar þeir hlustuðu á plötuna eftir á.
„Við vorum mjög ánægðir með
Blue Lines, en kannski vorum við
ánægðastir með að vera búnir
að vera. Eftir því sem tíminn hef-
ur liðið hefur sú plata orðið mér
kærari, ekki bara fyrir það að hún
var það fyrsta sem við gerðum
saman, heldur einnig vegna þess
að Horace Andy vann hana með
okkur og Shara Nelson og reynd-
ar er þetta plata sem ég tek fram
reglulega og hlusta á mér til
skemmtunar.“
Eins og getið er er Massive
Attack tríó, en meðal þess sem
einkennt hefur sveitina er að ólík-
ir tónlistarmenn hafa lagt henni
lið á plötum og tónleikum, Daddy
G getur um þau Horace Andy og
Sarah Nelson sem komu við sögu
henni hingað til lands, en Andy er
meðal frumherja í jamaicareggíi.
Auk þess starfi með Massive
Attack ný söngkona, Sarah J, sem
kemur með henni hingað til lands.
Hann segir að hún komi mjög við
sögu á plötunni nýju, aukinheldur
sem hún syngi það sem þarf í
eldri lögum á tónleikum. Reyndar
verður obbinn af þeim verkum
sem heyrast 1 Kaplakrikanum
annað kvöld af íyiri plötum
flokksins að sögn Daddy G en í
mjög breyttum útsetningum, auk-
inheldur sem íslenskir áheyrendur
verða þeir fyrstu til að heyra sex
lög af væntanlegri plötu sem þau
hafi aeft inn á tónleikadagskrána
fyrir íslandsförina. „Okkur finnst
við einungis vera að leika nýtt
efni, því gömlu lögin eru endurút-
sett og verulega breytt frá því
sem þau eru á plötunum. Mér
finnst það reyndar eftirsóknar-
verðast á tónleikum að heyra ný
lög eða gömul flutt upp á nýtt og
helst í sem ólíkustum búningi frá
því sem var á viðkomandi plötu og
það höfum við í huga í tónleika-
haldi okkar.“
Fannst ekki rétt að
sefja saman tónleikasveit
Daddy G segir að þegar Massive
Attack fór af stað hafi þeir félagar
talið tónleikahald óþarft og bein-
línis til trafala. „Okkur fannst
ekki rétt að setja saman tónleika-
sveit þar sem við værum hvort eð
er að búa alla tónlistina til i hljóð-
veri. Því reyndum við að hafa tón-
leikahald með þeim hætti að sviðs-
ljósið væri ekki á hljómsveitina,
heldur væri umbúnaðurinn bein-
línis til þess fallinn að draga at-
hyglina frá henni, meðal annars
með myndvörpum, allskyns ljósa-
gangi og skrauti enda var mark-
miðið að fólk tæki helst ekki eftir
þegar sveitin kæmi á svið. Með
tímanum hefur þetta viðhorf okk-
ar gjörbreyst og í dag kunnum við
því hið besta að vera með starf-
andi hljómsveit sem leikið getur á
tónleikum. Reyndar finnst okkur
öllum að ég held, mér að minnsta
kosti, bráðgaman að leika á tón-
leikum og það hefur haft góð áhrif
á tónlist okkar því á sviðinu gefst
svo gott sjónahorn á tónlistina og
ótal tækifæri til að reyna nýjar
leiðir og afbrigði. Á tónleikum
gerist líka iðulega að lögin taka
óvænta stefnu; einhver fær hug-
dettu sem hinir taka svo þátt í að
sannreyna. Það er líka reynsla
mín af tónleikahaldi að fólk vilji
heyra eitthvað nýtt eða sjá gömul
lög í nýju Ijósi og vonandi eiga ís-
lenskir áheyrendur eftir að kunna
að meta það að heyra eitthvað
sem enginn hefur áður heyrt,
sumt sem er jafnvel nýtt fyrir
okkur.“
Segja má að það sé eins gott að
þeir félagar í Massive Attack
kunni tónleikahaldi vel, því
framundan er stíf útgerð, hefst í
Kaplakrika og síðan verður hald-
ið áfram um Evrópu alla og víð-
ar, því Daddy G segir að skipu-
lagt sé tónleikahald fram eftir
ári, „Við stefnum að því að vera
á ferðinni fram í desember með
stuttum hléum fyrir upptökur
og annað stúss fyrir plötuna, en
vegna anna kemur hún líklega
ekki út fyrr en í janúar næst-
komandi. Það má því segja að
íslendingum gefist sérstakt
tækifæri á að vera fyrstir til að
heyra drjúgan hluta plötunnar
löngu áður en hún kemur út,“
segir Daddy G að lokum.
Eins og getið er leikur
Massive Attack í íþróttahús-
inu í Kaplakrika í Hafnarfirði
annað kvöld, en með í för verður
Darren Emerson, einn liðsmanna
Underworld, sem hyggst þeyta
plötum og skráma áður en hljóm-
sveitirnar hefja leik sinn. Á undan
Massive Attack leikur Gus Gus á
síðustu tónleikum sínum hér á
landi á árinu, en sveitin er að
leggjast í ferðalög líkt og Massive
Attack, leikur um heim allan fram
eftir ári.
út hafa komið í Bretlandi á ára-
tugnum. Félagarnir í Massive
Attack, Daddy G Marshall, 3D-del
Naja og Mushroom Vowles, eru
ekki afkastamiklir í plötuútgáfu,
hafa sent frá sér tvær breiðskífur
á sex árum, en eru um þessar
mundir á kafi í upptökum á næstu
plötu. Þeir taka sér þó frí frá upp-
tökum um helgina og leggja land
undir fót; leika í íþróttahúsinu í
Kaplakrika í Hafnarfirði annað
kvöld dyggilega studdir aðstoðar-
söngvurum.
Daddy G segir að sveitin sé nú
að taka upp breiðskífu í Bristol,
samhliða því sem æft sé af kappi
fyrir tónleikahald í sumar og
haust. „Við höfum haft í nógu að
snúast undanfarið, stofnuðum út-
gáfu, gerðum myndband fyrir
fyrstu smáskífu af væntanlegri
plötu, sömdum tónlist fyrir kvik-
mynd og erum á kafi í upptökum
fyrir plötuna. Hver stund sem
gefst er síðan notuð fyrir æfingar
vegna tónleika í sumar, þar á
meðal tónleikanna á íslandi og
síðan munum við vera á ferðinni
fram í desember.“
Fyrsta skífa Massive
Attack, Blue Lines, þótti
mikið meistaraverk og
næsta plata, Protect-
ion, lítt síðri, enda
talda hafa valdið
straumhvörfum í
breskri danstónlist.
Daddy G segist vona að
næsta skífa eigi ekki eftir að
hafa minni áhrif, enda sé sveitin
ævinlega að reyna að þróa tónmál
sitt og leita nýrra leiða. „Fyrsta
platan var afrakstur samstarfs
ólíkra tónlistarmanna, því við fé-
lagaranir komum hver úr sinni
áttinni með ólíkan tónlistarsmekk
í farteskinu og því má segja að
Massive Attack sé niðurstaða
málamiðlana og spennan á milli
okkar skilar sér á plötunum. Á
næstu skífu, Protection, lögðum
við meira í tónlistina, eyddum
margfalt meiri tíma í hljóðveri og
fyrir vikið var hún fágaðri og út-
setningar íburðarmeiri. Eftir á að
hyggja vorum við ekki allskostar
ánægðir með það hve við nostruð-
um við smáatriðin á þeirri plötu
og þvi stefnum við að því að hafa
næstu plötu hrárri og gædda
meira lífi. Hvort hún eigi eftir að
vekja eins mikla athygli og hinar
plöturnar tvær er ekki gott að
segja, en vonandi tekst okkur að
fara nýjar leiðir ef ekki nema fyrir
okkur sjálfa.“
Mikið átak að gera Blue Lines
„Við Mushroom erum plötu-
snúðar og höfum mikið að gera
sem slíkir. Fyrir vikið erum við
vel með á nótunum með allt það
sem er nýjast að gerast í tónlist-
inni, en fram að þessu höfum við
frekar orðið varir við að fólk sé að
stæla Massive Attack en að við sé-
um að fá að láni hugmyndir ann-
arra,“ segir Daddy G og bætir við
að þeir félagar hafi aldrei ætlað
sér að vera brautryðjendur. „Fyr-
ir okkur eru plötumar mjög ólíkar
og mér finnst sú sem við erum að
vinna í dag vera töluvert frá-
brugðin þeim íyrri. Fyrsta platan
okkar, Blue Lines, var á skjön við
allt það sem var helst á seyði í
Bretlandi, því þá var rave allsráð-
andi, og vonandi tekst okkur að
vera eins á skjön með næstu
plötu.“
Eins og getið er þykir plata
með hana,“ segir hann og hlær að
minningunni, en bætir síðan við að
þrátt fyrir afbragðsdóma og mikla
umfjöllun hafí platan sú ekki selst
eins vel og ætla mætti og talsvert
minna en næsta skífa á eftir. „Það
var mikið átak að gera Blue
Lines, því stór hluti hljóðverstím-
ans fór í að rífast um það hvað við
vildum gera, hvert við vildum
stefna og hvernig hvert lag lætti
á fyrstu skífunni, en einnig kom
við sögu á plötunni tónlistarmaður
sem kallaði sig Tricky Kid, en
sleppti síðan seinni hlutanum og
þekktur í dag einungis sem
Tricky. Á Protection var Tricky
einnig með og söngkonumar
Tracey Thorn og Nicolette, auk
þess sem Andy syngur í einu lagi.
Daddy G segir að Horace Andy sé
enn með sveitinni og komi með
sem af mörgum er talin ein merkasta
danssveit tíunda áratugarins leikur á
tónleikum í Kaplakrika annað kvöld.
Árni Matthíasson ræddi við einn
liðsmanna hljómsveitarinnar, Daddy G,
sem segir sveitina hafa búið sig af kappi
undir tónleikana og að hún hyggst
frumflytja hér á landi lög af væntanlegri
breiðskífu sinni.