Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HVER SÁ sem fær krabbamein verð- ur að læra að lifa við sjúkdóminn,“ segir Valgerður Jónsdóttir Braun í viðtalinu, „því það er sagt að enginn sé læknaður af krabbameini fyrr en hann deyr úr einhverju öðru.“ Valgerður Jónsdótth- Braun býr í Calgary í Kanada ásamt manni sín- um Cal Braun eða Kalla eins og hún kallar hann og átta mánaða gömlum syni þeirra Ryan Alexander. Síðustu mánuði hefur Valgerður háð hetju- lega baráttu við krabbamein og vak- ið aðdáun allra sem til hennar þekkja. Eg er komin á heimili henn- ar í suðurhluta borgarinnar þar sem þau hjónin hafa komið sér vel fyrir. Valgerður hefur fallist á að segja les- endum Morgunblaðsins frá barátt- unni við krabbameinið. Móðir og dóttir með krabbamein Valgerður er elst fimm systkina. Hún fluttist ásamt foreldrum sínum Maríu Kroyer og Jóni Páli Guð- mundssyni og systkinum til Kanada árið 1982. Tveir bræður hennar búa enn í Calgary en systur hennar búa nú á íslandi. Fyrstu árin í Kanada var Valgerður við nám í innanhúss- arkitektúr. Hún kynntist tilvonandi manni sínum Cal Braun, rafmagns- verkfræðingi, fyrir nokkrum árum og sumarið 1994 gengu þau í hjóna- band. I lok síðasta sumars eignuðust Valgerður og Cal sitt fyrsta barn og hamingjan brosti við Valgerði. En fyrstu mánuðir nýbakaðrar móður áttu efth’ að verða erfiðir. „Móðir mín greindist með ki'abba- mein í munni fyrir tveimur árum. Hún fór þá í erfiða geislameðferð sem virtist hafa tekist vel. Pað leit að minnsta kosti ekki út fyrir að krabbameinið hefði breitt neitt úr sér. Hún var í nokkuð ströngu eftir- Valgerður Valgerður ásamt manni sínum Cal Braun (Kalla) í sumarfríi fyrir rúmu ári. ar Krabbamein er ótrúlega algengt í ætt Val- gerðar Jónsdóttur Braun, amma hennar, ömmusystur, móðursystir og móðir eru látnar úr krabbameini. Og núna, aðeins 37 ára, er Valgerður nýkomin úr erfiðri lyfja- meðferð og uppskurði við brjóstakrabba- meini. En Salvör Nordal komst að því að hún er ótrúlega sterk og bjartsýn þrátt fyrir erfiðleikana. liti til að byrja með eins og venja er. Mamma var hins vegar ekki dugleg að leita til lækna ef eitthvað var að. Síðastliðið haust ákváðu pabbi og mamma að flytjast aftur til íslands. Pabbi fór heim í byrjun september en mamma ætlaði heim rétt fyrir jól- in. Þá var hún orðin mjög veik. Mamma lét það ekki á sig fá heldur pakkaði niður búslóðinni og undirbjó heimför. Það var hins vegar augljóst að hún gekk ekki heil til skógar. Hún þráaðist við og vildi ekki fara til læknis. Ég held að hún hafí óttast það versta. Henni hrakaði ört og við sáum að hún var engin manneskja í að fara í langt ferðalag. Loksins gafst hún upp og við fórum með hana á spítala. En þá var það orðið of seint. Hún var komin með krabbamein um allan líkamann og dó aðeins nokkrum dögum eftir að hún var lögð inn, hinn 14. desember síðastliðinn.“ En krabbameinið var ekki aðeins hjá móður Valgerðar. Um það leyti sem móðir hennar var að veikjast síðastliðið haust fann Valgerður hnút í hægra brjósti og fór í rannsókn. „Ég var með Ryan á brjósti en ég tók eftir að hann vildi ekki annað brjóstið. Þegar ég fór að athuga þetta betur fann ég hnút í brjóstinu sem var rannsakaður. Ég hafði farið í brjóstaskoðun ári áður en ekkert hafði fundist. Það getur verið að meðgangan hafi flýtt fyrir krabba- meinsvextinum, en þegar hér var komið sögu fundust tvö ber í hægra brjósti hvort um sig þriggja senti- metra stórt. Ég fékk úrskurðinn um að ég væri með krabbamein tveimur dögum eftir að mamma dó. Auðvitað var þetta ofsalega mikið áfall. Þetta er eins og að fá dauða- dóm og maður situr bara og grætur. Ég hélt ég væri nokkuð vel undir það búin að fá svona fréttir því krabbamein er algengt í fjölskyld- unni og ég hef horft uppá svo marga berjast við þennan sjúkdóm. Ég hef alltaf vitað að það væru miklar líkur á því að ég fengi krabbamein. Ég átti hins vegar ekki von á að fá það svona ung. Svo voru aðstæðumar erfiðar. Þegar hjúkrunarkonan hringdi og spurði hvort ég gæti komið strax í viðtal var ég að fara til pabba og systur minnar til að undirbúa minn- ingarathöfnina um mömmu. Þegar ég kom upp á spítala var hjúkrunar- konan hálfgrátandi. Þarna var ég með þriggja og hálfs mánaða gamalt bai-n, nýbúin að missa móður mína og sjálf að fá úrskurð um krabba- mein. Ég þurfti hálfpartinn að hugga konuna. Og þannig var þetta fyrstu dagana, ég var meira að hugga aðra en sjálfa mig. Það var til dæmis mjög erfitt að segja pabba fréttirnar svona stuttu eftir lát mömmu.“ Tveimur dögum eftir að Valgerð- ur fékk sjúkdómsgreininguna byrj- aði hún í lyfjameðferð. Sorgin yflr móðurmissinum fékk því lítið svig- rúm. „Ég er alls ekki búin að fá tíma til að syrgja mömmu. Sorgin varð að víkja fyrstu dagana meðan þetta var allt að gerast. Ég varð að einbeita mér að því að lifa af. En seinna brotnaði ég alveg niður. Það var minningarathöfn um mömmu í Calgary nokkrum dögum eftir lát hennar og svo á íslandi í janúar. Mér fannst mjög erfitt að geta ekki farið heim og fylgt henni til grafar. En næsta sumar ætla ég til Islands meðal annars til að heimsækja graf- reit hennar." „Bara með brjóstakrabba" „Ég hóf strax lyfjameðferðir sem voru á þriggja vikna fresti í þrjá mánuði. Ég vildi fara í gegnum þetta eins og hratt og kostur var og losna þannig fyrr. Strax eftir fyrstu lyfja- meðferðina fann ég að annað berið í bijóstinu hafði minnkað töluvert og það kom í ljós að líkaminn brást nokkuð vel við meðferðinni. Þetta jók bjartsýnina hjá mér og það var auðveldara að fara í næstu lyfjameð- ferð þremur vikum seinna. Það var erfiðast að ganga í gegn- um óvissutímabilin. Tímabilin þegar Nýgift og hamingjusöm. maður veit raunverulega ekki á hvaða stigi sjúkdómurinn er eða hvort meðferðin komi til með að skila einhverjum árangri. Læknarnir vilja heldur ekki segja of mikið, hvorki kynda undir óraunhæfa bjart- sýni né valda svartsýni. Það er mjög einstaklingsbundið hver áhrif lyfja- meðferðar eru á líkamann og ómögu- legt að segja mikið fyrirfram. Jafnframt því að byrja lyfjameð- ferðina fór ég í allsherjar rannsókn þar sem athugað var hvort krabba- mein fyndist annars staðar í líkam- anum. Ég fékk svo að vita á gamlárs- dag að ekkert hefði fundist annars staðar. Þá vissum við meira hvað var að gerast og við fórum að vera bjart- sýnni á framhaldið. Um áramótin héldum við Kalli uppá að ég væri bara með brjóstakrabba." Þó hún hafi vitað um áramótin að sjúkdómurinn hefði ekki breitt úr sér átti hún samt eftir að ganga í gegn- um ýmsar aukaverkanir vegna lyfj- anna. „Lyfin fóru ekki illa í mig og ég var lítið sem ekkert veik efth- hverja lvfiameðferð. Étr fann hins veuar að stuttu eftir fyrstu lyfjameðferðina fór hárið að þynnast, húðin í andlitinu bólgnaði og ég fitnaði talsvert.“ Lyfjameðferð og uppskurður „Þegar ég hóf meðferðina hafði ég sítt, ljóst hár. Þegar það fór að þynn- ast klippti Kalli það stutt. Eftir því sem á leið þynntist hárið meira og flygsur fóru úr því. Þá klippti Kalli hárið meh’a og loks rakaði hann það alveg af. Við vildum ráða ferðinni í þessu efni. Það er mjög erfitt að missa hárið smám saman. Á hverjum morgni vaknai’ maður upp við að meira er farið. Okkur fannst betra að taka ráðin í okkar hendur og raka það bara af. Kalli skemmti sér líka konunglega við raksturinn. Það er auðvitað mjög erfitt að missa hárið og ég hef alltaf verið með sítt ljóst hár. Hárið er svo stór hluti af kvenleika og fegurð. Ég fékk mér fljótlega hárkollu sem ég er stundum með, sérstaklega þegar ég fer út á kvöldin. En oftast er ég bara með hafnaboltahatt. Ég varð vör við að fólk horfði meira á mig úti á götu þegar ég var ekki með hárkolluna, en mér finnst tími til kominn að fólk venjist því að sjá sköllóttar konur rétt eins og sköllótta menn. Það er alveg hægt að vera huggulegur án þess að hafa hár. Það tók mig hins vegar nokkurn tíma að venjast því að vera kalt á höfðinu." Þegar lyfjameðferðinni lauk var ljóst að hún hafði tekist vel og berin í brjóstinu höfðu minnkað talsvert. Þá var uppskurður næstur á dagskrá. „Læknarnir ræddu um að skera ber- in og svæðin í kringum þau burt. Þeir reyna að koma í veg fyrir að skera brjóstið allt sérstaklega á ung- um konum. Við Kalli ræddum þetta mikið og ákváðum að láta taka brjóstið. Ég tók þessa ákvörðun sér- staklega í Ijósi þess hve krabbamein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.