Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ * 36 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 „Mig vantaði peninga. Þá fann ég upp innbrot, draugagang og allt möguiegt.11 Flosi Ólafsson í viötali viö Allt. „Menn hafa gengið alveg fram á ystu nöf til þess að ná einhverju." Hefur Björn Halldórsson teygt sig á ystu nöf? „Já ég hef teygt mig á ystu nöf en ég tel að ég hafi alltaf verið réttum megin. Ég verð að segja það ■■■ Ég tel hreinlega að það sé verið að reyna að brjóta deildina á bak aftur.“ Björn Halldórsson fráfarandi lögreglufulltrúi f Fíkniefnadeildinni í viðtali við Allt. „Dóttir mín er óhæf móðir og ég óttast um hag barnabamanna minna þegar þau eru hjá henni.11 Guðbjörg Ólafsdóttir í viðtali við Allt um brot gegn Ábyrgum feðrum. „Þessar niðurstöður eru klárlega viðvörunarmerki fyrir flokkana og sérstaklega alvarleg viðvörun til Sjálfstæðisflokksins sem bjargaði sér í síðustu kosningum með því að höfða til kvenna. Þær eru einnig viðvörunarmerki fyrir Kvennalistann sem kemur merkilega illa út úr könnuninni." Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur um Gallup könnun fyrirAllt varðandi frammistöðu flokkanna í jafnréttismálum og lífslíkur Kvennalistans. „Ég veit að svo kemur tímabil þegar ég verð miðaldra og það eru ekki þessi hlutverk handa mér.“ Hilmir Snær í viðtali við Allt. Chili í „Þorpinu“ í einkaviðtali KfV. M.M..........J ^ Þverholt 9 Reykjavík Símí: 511 3090 FRÉTTIR Dægurlagakeppni Danskra daga HÓTEL Stykkishólmur og undirbún- ingsnefnd fjölskylduhátíðarinnar Danskra daga hafa ákveðið að efna til dægurlagakeppni í tilefni hátíðar- innar. Öllum er heimil þátttaka en skilafrestur er til 18. júní. Lögunum skal skila á Hðtel Stykkishólm á hljóðsnældum leikn- um og sungnum ásamt texta- og hljómablaði auk grófra hugmynda höfunda um útsetningu lagsins fyrir hefðbundna hljómsveit auk blásturs- hljóðfæra. Snældunni og tilheyrandi skal fyigja umslag merkt heiti lags- ins sem inniheldur nafn höfundar. Nöfn höfunda verða ekki kunngerð fyrr en á lokakvöldinu 16. ágúst. Skilyrði er að a.m.k. hluti texta sé á danskri tungu. Höfundar laganna sem í úrslit komast sjá um útsetningar í sam- ráði við hljómsveit keppninnar. Þeir velja jafnframt söngvara sjálfír og bera alla ábyrgð á þeim.þ.m.t. fjár- hagslega verði kostnaður einhver. Lokakeppnin fer fram laugardags- kvöldið 16. ágúst á Hótei Stykkis- hólmi þar sem boðið verður upp á danskt hlaðborð, skemmtiatriði ásamt dansleik. Gestir í sal ásamt dómnefnd velja í sameiningu „Danska lagið ’97“ og hlýtur höf- undurinn verðlaunagrip að launum ásamt fleiru. Það er trú aðstandenda að keppni sem þessi geti orðið gott innlegg í dagskrá danskra daga og að þarna sé komið kærkomið tækifæri fyrir þá sem semja lög sér til dægradval- ar að koma þeim á framfæri. Nán- ari upplýsingar gefir Karl Jónsson á Hótel Stykkishólmi. Minningarmót um Guðmund Arnlaugsson SKÁKSAMBAND íslands stendur fyrir hraðskákmóti í Menntaskólan- um við Hamrahlíð mánudaginn 16. júní kl. 18. Mótið er minningarmót um Guð- mund Arnlaugsson sem var kunnur skákmaður á sínum yngri árum tefldi m.a. í Ólympíuliði Islands á sínum tíma. Guðmundur var fyrsti Islendingurinn sem útnefndur var alþjóðlegur skákdómari af alþjóða- skáksambandinu FIDE og var hann mjög þekktur sem slíkur um allan heim, segir í fréttatilkynningu. Þátttakendur í mótinu verða 16 og verða allir sterkustu skákmenn landsins þar á meðal. Átta íslenskir stórmeistarar eru meðal þátttak- enda og verður þetta sterkasta hraðskákmót sem haldið hefur verið með íslenskum keppendum. Hamra- hlíðarkórinn syngur við setninguna og borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun setja mótið og leika fyrsta leik. Aveda opnað á Islandi NÝLEGA opnaði bandaríska snyrti- vörufyrirtækið AVEDA verslun í Kringlunni. AVEDA hefur verslanir í öllum helstu borgum heims, þar eru á boðstólum allar vörur sem AVEDA framleiðir, segir í fréttatil- kynningu. Vörur verslunarinnar eru eingöngu unnar úr lífrænt ræktuð- um blómum og jurtum. Flugvallagjöld innifalinn í verði. Upphæðir sýna lægsta verð á fargjaldi báðar leiðir fyrirfullorðinn í áætlunarflugi LTU milli Keflavíkur- flugvallar og Þýskalands sumarið 1997.* 50% afsl. fyrir 2ja -12 ára og 25% afsl. fyrir 12-21 árs. * Áætlunarflug til Hamborg er 30. júní - 2. sept. Áætlunarflug til Dusseldorf er 9. júní -16. sept. Áætlunarflug til Munchen er 8. júní - 2. sept. Upplýsingar um ferðir LTU eru veittar á næstii ferðaskrifstofu. LTU á ÍSLANDI Stangarhyl 3a -110 Reykjavik Simi 587 1919 LTU INTERNATIONAL AIRWAYS AFMÆLI RAGNAR FJALAR LÁRUSSON Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprest- ur í Hallgrímspresta- kalli og prófastur, er sjötugur í dag. Við messu í Hallgríms- kirkju, kl. 11 árdegis mun hann kveðja söfn- uð sinn og síðdegis kl.14-16 býður sóknar- nefnd til móttöku í safn- aðarheimili kirkjunnar til heiðurs honum og konu hans, frú Herdísi Helgadóttur. Hallgrímssöfnuður samfagnar presti sínum og fjölskyldu hans á heiðursdegi. Hlýhugur og kærleikur umvefur þau, heillaóskir, fyrirbænir. Séra Ragnar getur horft glaður og sáttur yfir afar farsælan feril í þjón- ustu kirkjunnar á Hofsósi og í Siglu- fírði og loks tæp þijátíu ár í Hall- grímssókn. Hann er hamingjumaður. Þegar séra Ragnar sótti um Hall- grímskirkju þótti einkum tvennt prýða hann umfram aðra umsækj- endur. Af honum fóru þær sögur að norðan að hann hefði staðið þar fyrir öflugu barna og æskulýðsstarfi og átt einkar auðvelt með að ná til hinna ungu, og að virkja aðra til samstarfs. Svo þótti ljóst að jarð- sambandið væri í góðu lagi þar sem þau hjónin áttu 6 ung börn. Þetta reyndist hvort tveggja rétt. Séra Ragnar þótti líka skörulegur pred- ikari. Enda vöktu stólræður hans oft miklar umræður í þjóðfélaginu. Aðstæðurnar í Hallgrímssókn voru erfiðar þegar séra Ragnar kom þar til starfa, í söfnuði sem falið hafði verið af alþjóð að reisa þjóðar- helgidóm í minningu Passíusálma- skáldsins. Það var vitaskuld vonlaust verkefni, og þó. Aldrei þraut bygg- ingarsjóðinn með öllu, og þar kom til bæði ráðdeild þeirra sem um hann héldu, og kærleikur ótal einstaklinga um land allt, sem létu gjafir af hendi rakna, ástgjafir, til að koma bygg- ingunni áfram. Nú finnst okkur hlut- ur Hallgrímskirkju svo sjálfsagður í borgarmyndinni og trúarlífi og menningu landsmanna að baráttan sem að baki er virðist næsta óraun- veruleg. En barátta var það. Séra Ragnar líkti því einhveiju sinni við íjörutíu ára eyðimerkurgöngu ísra- elslýðs á leið til fyrirheitna landsins. Áberandi þáttur í fari séra Ragnars er samúð hans með þeim minnimátt- ar, smælingjum okkar samfélags. Og málleysingjarnir eiga í honum hollvin og málsvara. Séra Ragnar er mikill dýravinur og lætur óspart uppi óbeit sína á illri meðferð á dýrum, og veiðiskapur hverskonar er eitur í hans beinum. Séra Ragnar er mikill safn- ari. Safnarar eru af tvennum toga. Sumir safna af ástríðu og að því er virðist til þess eins að komast yfír sem mest sem þeir síðan liggja á. Séra Ragnar fyllir ekki þann flokk. Mér virðist hann safna af hugsjón og ástríðu listamannsins, að ná sam- an heildstæðu safni, sem hann síðan losar sig við þegar markinu er náð. Fyrst er við kynntumst safnaði hann spilum. Ku hann hafa átt eitthvert stærsta safn spilastokka á landinu og þótt víðar væri leitað. Síðar sneri hann sér að göfugri viðfangsefnum, sem sé íslenskum Biblíum og loks útgáfum Passíusálmanna. Þessi söfn hans eru án efa þau bestu sem völ er á, ekki aðeins hvað varðar fjöida eintaka heldur og ásigkomulag þeirra. Séra Ragnar er líka manna fróðastur um prentsögu Biblíunnar og Passíusálmanna. Sá á í vændum langa ferð og skemmtilega sem fær að skoða þetta safn með leiðsögn hans. Fyrir þremur árum var séra Ragn- ar Fjalar settur til að gegna emb- ætti prófasts í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Það var enginn friðar- stóll sem beið hans. En störfum sín- um og prófastsskyldum hefur hann sinnt með stakri prýði, samvisku- semi og alúð. Hann og þau hjón bæði hafa aflað sér virðingar og margra nýrra vina meðal presta og leikmanna prófastsdæmisins. Ráð- holl jafnan, umhyggjusöm, elskuleg, og sannkaliaðir höfðingjar heim að sækja. Hallgrímssöfnuður kveður sóknarprest sinn í dag með virðingu, þökk og kærleika og fyrirbæn fyrir honum og frú Herdísi og börnum þeirra og ástvinum öllum. Og ég sem á að minnast meira en tveggja ára- tuga samstarfs á þakkarskuld að gjalda föður, bróður, vini í löngu og giftudijúgri samfylgd og starfi. Ég bið Guð að launa það og blessa og gefa gleði og frið og farsæld um ókomin ár og daga. Karl Sigurbjörnsson. HLJÓMSVEITIN Greifarnir. Greifarnir á Hótel íslandi HUOMSVEITIN Greifarnir leika á Hótel íslandi mánudagskvöldið 16. júní þar sem þjóðhátíðarstemmn- ingin verður í hávegum höfð, eins og segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitin er um þessar mundir á ferð um landið og verður það í sumar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu vinum, kunningjum og vandamönnum fyrir að gleðja mig á 85 ára afmœli mínu 8. júní síðastliðinn og vil ég sérstaklega þakka KA mönnum fyrir alla hlýhug og vináttu í minn garð. Beri KA œtíð, sverðið, skjöldinn ogframann í gegnum ókomin ár. Guð blessi ykkur öll, með KA kveðjum, Jón Pétursson bílstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.