Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JIJNÍ 1997 B 15 r íí ■ 5*5 1 ^ U u ut iJW n ■ : jU á í ÞURRKI var fáni dreginn að hún uppi á þaki tii að bæjarbúar sæju að nú væri vinnu að fá. Og- svo var breitt úr fiskinum, milli læks og sjávar. NÚ ER bakarí í því horni hússins sem upprunalega var verslunin. Fyrir innan er upphaflega verslunarplássið með elsta búðardiskinum með skúffum fyrir matvöru, skrifpúlti, gamalli vigt og gömlum peningakassa Hann gerði tillögur að útliti hússins í samvinnu við okkur. Við vorum sammála um að breyta því í upp- runalegt form. En við ætluðum ekkert að flýta okkur, en strax í upphafi árs ‘96 vorum við búin að fá leigutaka fyi-ir bakarísplássið. Þá gátum við lokið við framkvæmdirn- ar. Núna liggur fyrir að gera upp pakkhúsið, sem er á tveimur hæð- um fyrir ofan Einarsbúð, en á neðri hæðinni er mjög lágt til lofts. Við ætlum að fjarlægja það loft og gera hæðimar tvær að einni. Þama er hægt að búa til mjög skemmtilegt pláss fyrir skrifstofur. Síðan er þrjátíu fermetra ris fyrir ofan íbúð- ina sem við ætlum að innrétta í sumar. Eftir það föram við að huga að lóðinni og athuga hvað við gerum við gamlan skúr sem stendur hérna á bak við húsið.“ Hinn einkennilegi draumur um hokur við eina hellu, gufaði fljótlega upp, vegna þess að það vora fleiri en þau Þorgils og Berta sem höfðu auga- stað á rekstri í húsinu númer 49. „Það sem við voram ánægðust með, hvað varðar hraðann, var að fá aftur líf í húsið,“ segir Þorgils og Berta bætir við: „Okkur fannst mjög mikilvægt að fá starfssemi í húsið og ekki síst vegna þess að sú starfssemi gengur vel.“ Þið talið eins og það hafi fremur verið af hugsjón að þið keyptuð hús- ið, en að ykkur hafí langað til að búa hér. „Ja-á, það má eiginlega segja það,“ segja þau og líta á hvort ann- að. „Ekki þó svo að skilja að þetta hafi verið svo mikil hugsjón að við höfum verið tilbúin til að tapa á fyr- irtækinu." „Við ætluðum aldrei að búa niðri í bæ,“ segir Berta, „en við urðum að selja íbúðina okkar til að geta keypt húsið og einvhers staðar þurftum við að búa. Það var ekki um annað að ræða en að nýta húsið sem við keyptum - og við sjáum ekkert eftir því. Þetta hefur verið mikið ævin- týri.“ „Var þá allt heilt í húsinu?" „Nei,“ segir Þorgils. „Við hreinsuðum allt út hér í íbúðinni, alla veggi. En það var ekki mikill fúi í timbrinu, aðeins í suðaustur- horninu, að utanverðu, upp á mitt húsið. Það hafði verið forskalað og HUSIÐ eins og það lít- ur út í dag eftir að það var gert upp. STIGINN milli hæða. við rifum utan af því og gerðum við fúann. Sumum leist að vísu ekkert á þetta. Það þurfti að skipta um nokkra bita, einangra upp á nýtt og við létum reisa nýja inn- veggi og settum gifs innan á út- veggina. Gólfið í íbúðinni er upprunalegt, úr furu. Við fylltum upp í það, pússuðum og lútuðum. Og glugga- rnir eru allir upprunalegir. A stöku stað þurfti að setja pósta og ég held að við höfum skipt um krossa í öll- um gluggunum." Það er eins og þetta hafi verið ósköp fyrirhafnarlaust mál. Þau Þorgils og Berta líta hvort á annað og hrista höfuð. „Nei, ekki al- deilis. Þetta hefur verið rosaleg vinna. Og hún tekur engan enda. Þetta era endalausar ákvarðanir út af ótrúlegustu hlutum." Einkennilegt með hús, hugsa ég með mér þegar ég hef kvatt litlu fjölskylduna í litlu íbúðinni í stóra húsinu, það er eins og þau hafi sinn eiginn vilja, sinn eigin andardráttm má vera jafnvel sál. í sumum húsum leggst allt í rúst, í öðram gengur allt, saltfiskur og krambúð og út- gerð og bakarí og heimili - kynslóð fram af kynslóð - í níutíu ár. Sum hús ku vera full af öndum og illþýði, en önnur era svo hrein að þar þrífst ekkert nema gæfa. Kannski er Strandgata 49 gæfu- hús. GRLRNT MfTSUBlSHI i mtkhmt tHk-tistn ’ HEKLA tneiriþœgindi-meiri íburður-meiri gœði !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.