Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 15. JUNI 1997
MORGUNBLAÐIÐ
m fjör.
A ■=
/V
RIÐ VAR 1907.
Staðurinn Hafnar-
fjörður. Maður
byggði stórt hús;
verslunar-, skrif-
stofu- og pakkhús.
Húsið við Strand-
götuna, maður-
inn Einar
Þorgilsson,
sem síðar var
kallaður Hafnarfjarðarjarlinn.
Arferði var gott, aíli mikill og
Hafnfírðingar höfðu ekki undan að
vinna í salt þann fisk sem barst á
land og fiskurinn lá tíðum í kös á
bryggjum langtímum saman í
steikjandi hita. Þá var komið fram á
árið 1908 og hitabylgja gekk yfir
landið. Mikið af fiski skemmdist og
ýmist ónýttist eða varð léleg sölu-
vara, féll í verði. Nóg framboð, salt-
fiskurinn misgóður. Norðmenn og
Færeyingar mokuðu upp úr sjónum
og Milljónafélagið og Copeland og
Friis, sem verkuðu fisk í Firðinum
keyptu og keyptu og ætluðu að
græða stórt. Þeir flýttu sér of mikið
að græða.
Vissulega keypti Einar Þorgils-
son mikinn fisk þetta verðfallsár, en
lét hvorki Norðmenn né aðra moka
í sig fiski sem hann gat ekki unnið
eins og honum líkaði. Hann hrúgaði
ekki meiri fiski á sitt fólk en það gat
ráðið við.
Þetta erfiða ár fékk Einar ofan í
fjárfrekar framkvæmdir sínar árið
á undan, en hann var þó ekki verr
stæður en það árið 1909, að í árslok
það ár, kaupir hann Svendborgar-
stöðina á uppboði Friis.
Jarlinn hélt sínu; kútterum og
Kannski
er þetta
gæfuhús
Við Strandgötuna í Hafnarfírði
stendur reisulegt hús á horni. Fyrir
tveimur árum var ásjóna þess dálítið
dapurleg og virtist eins og það fengi
að standa í storminum, þar til
yfir lyki. En þá lögðu ung
hjón, Berta og Þor-
gils Óttar Mathiesen í það stórvirki
að kaupa húsið og gera það upp. Og
núna þegar liðin eru níutíu ár frá því
að það var byggt, hefur það
endurheimt virðingu sína. Súsanna
Svavarsdóttir forvitnaðist um tilurð
hússins og sögu.
NÚVERANDI eigendur, Þorgils Ottar Mathiesen og kona hans Berta ásamt dótturinni Sigrúnu.
húsum, fyrirtækjum og mannskap.
Og allar götur síðan hefur húsið við
Strandgötuna verið í eigu fjölskyld-
unnar.
Fyrir tveimur árum keypti einn
afkomandi Einars, Þorgils Óttar
Mathiesen húsið af fjölskyldunni,
húsið sem stendur númer 49 við
Strandgötuna. Það var ekki það, að
húsið hefði staðið af sér alla storma
tímans og hægt væri að flytja inn.
Þetta var verslun, skrifstofur og
pakkhús, langt frá því að vera íbúð-
arhæft, enda ekki til þess ætlast.
Hálfu ári flutti Þorgils samt inn í
fallega litla íbúð, ásamt konu sinni,
Bertu og dótturinni Sigrúnu. Þau
höfðu rifið allt út úr skrifstofuhlut-
anum og breytt honum í heimili.
A* jarðhæðinni eru verslun,
Einarsbúð, og bakarí sem
hefur hlotið heitið, „Vort
daglegt brauð,“ og Þorgils bendir á
að það sé kannski við hæfi,' þar sem
húsið er næsti bær við kirkjuna.
I þeirri Einarsbúð sem nú
starfar í húsinu var forðum saltfisk-
geymsla, eða fram til ársins 1936.
Þá innréttaði tengdasonur Einars,
Arni Mathiesen þar verslun og
breytti síðar gömlu búðinni. Arni,
sem var afi Þorgils Óttars, var
verslunarstjóri hjá Einar frá 1930 .
og síðar einn af eigendum, þar til
hann lést, 1946. hann fjölgaði vöru-
tegundum og færði verslunina í nú-
tímalegra form en verið hafði, án
þess að rjúfa tngslin við fortíðina í
húsakynnum og verslunaráttum. í
versluninni hafði flest það fengist
sem fólk þurfti á að halda; þar var
matvöru- og nýlendurvöruverslun,
pappírs og ritfangaverslun, auk
þess sem verslað var með vinnu-
fatnað.
Þorgils óttar segist muna mjög
vel eftir þessari verslun. „Þegar
maður var að fara í Kaldársel, var
farið í Einarsbúð til þess að kaupa
gúmmískó. Það fékkst allt þarna
sem maður þurfti á að halda,“ segir
hann. En það má líka segja að Ein-
arsbúð hafi verið ein af fyrstu tísku-
verslununum í Hafnarfirði, því eins
og Þorgils Óttar segir: „Ef það kom
einhver tískubylgja, til dæmis galla-
buxur, þá var næsta víst að þær
voru til í Einarsbúð, líka skyrtur og
fleira. Allt var til á lager, sem var
uppi á öllum hæðum.“
Innanbúðarmaður í Einarsbúð
var lengi maður sem kallaður
var Siggi lóðs. Kunnugir segja
að karlinn hafí verið svolítið smá-
mæltur. Þá voru rúsínur og sveskj-
ur geymdar í skúffum í versluninni.
Þá kom ekkert pakkað í neytenda-
umbúðum, heldur kom varan í stór-
um sekkjum, sem síðan var hvolft
úr í skúffurnar. Og menn áttu það
til að læðast með lúkurnar í þessar
skúffur. Sagan segir að eitt sinn,
þegar Einar kom inn í búðina, hafi
Siggi lóðs verið með aðra lúkuna á
kafi í rúsínuskúffunni. En hann var
ekkert að kippa henni að sér, heldur
sagði: „Ja, það eru góðað ðúþínuðn-
að hjá þéð Einað.“
Sem fyrr segir er nú starfrækt
bakarí, með miklum blóma, í því
horni hússins sem upprunalega var
verslunin. Fyrir innan er upphaf-
lega verslunarplássið með elsta
búðardiskinum með skúffum fyrir
matvöru, skrifpúlti, gamalli vigt og
gömlum peningakassa - auk þess
sem á veggnum hanga tvær steinol-
íudælur, því auðvitað seldi verslunin
olíu og bensín. „Gamli maðurinn átti
viðskipti við sjómenn," segir Þorgils
Óttar, „keypti af þeim fisk og seldi
þeim salt og nauðsynjavöru í stað-
inn. En það er sagt að hann hafi
alltaf átt til brjóstsykur til að gauka
að börnunum."
Asgeir Jakobsson ritaði sögu
Einars Þorgilssonar, árið 1987 og er
óhætt að segja að hún sé nokkuð
skemmtileg lesning fyrir okkur sem
lifum í vakúmpakkaðri veröld. Lífið
virðist hafa verið alveg óttaleg fyr-
irhöfn og maður undrast að strákur,
sem var alinn upp í þuiTabúð, skyldi
ungur að árum, upp úr tvítugu, hafa
verið orðinn einn mesti athafnamað-
ur Hafnarfjarðar. Eftir að hafa lesið
bókina, virðist manni Einar hafa
verið skapmikill, en stilltur, góðvilj-
aður og trygglyndur, vinnusamur,
duglegur og afkastamikill; sagði fátt
en hugsaði meira. Hvernig er öðru
vísi hægt að skýra það að drengur-
inn sem leygði fjögurra manna far,
ásamt bróður sínum, tvítugur að
aldri, hafi búið til hálfan Hafnar-
fjarðarbæ, kannski meira?
Margt af því sem Einar Þorgils-
son stofnaði til, er horfið. Nú er
ekki lengur breitt úr fiski til þerris,
hvorki á reitnum sunnan við lækinn,
né á fiskreitnum við Arnarhraun,
fiskverkunarhúsin hafa vikið fyrir
götum og húsum og kannski ekki
margt sem í lok aldar minnir á at-
hafnasemi eins manns í upphafi ald-
ar. Þó stendur það ennþá, húsið. Og
í Einarsbúð í dag, er enn seldur
vinnufatnaður og annað „praktískt."
Innréttingarnar að vísu ekki frá
upphafi hússins - en frá þeim tíma
sem tengdasonurinn, Ami, stækk-
aði verslunina, um 1940; breiðar,
djúpar hillur, gömul sendlahjól.
fatastandar með krómuðum hnúð-
um; eitt og annað minnir mann á....
Þegar ég kem inn í Einarsbúð,
verð ég aftur lítil stelpa, því
svona búð var til í Keflavík.
Hreint ekki svo ólík. Og eftir ör-
skamma stund, breytist lyktin -
verður lyktin í Kristínarbúð íyrir
30-35 árum. Lykt af vinnugöllum,
rúsínum, vatnsstígvélum, eplum,
gúmmískóm og kaffi. Hillurnar
grænar - og hafa líklega einhvern
tímann geymt Sinalkó... Smakkaði
fyrst Sinalkó í Kiástínarbúð, flösk-
urnar í svona grænum hillum. Ótrú-
lega ævintýralegur di'ykkur í heimi
sem þekkti bara vatn og mjólk.
Fyrir ofan verslunina er gamla
pakkhúsið; gengið upp stiga og allt
eins og var, raftar og sperrur - og
lúga undir mæni, þar sem fiskurinn
var hífður inn. Hlerar fyrir að utan-
verðu. Hér og hvar gamlir munir úr
versluninni - tvinnaskúffa og eitt og
annað. Hér á eftir að innrétta. En
úr hverju er húsið byggt?
„Við höfum getið okkur það til að
það hafi verið keyptar timburstoð-
ir,“ segir Þorgils óttar, „vegna þess
að þær eru allar númeraðar. Síðan
var húsið timburklætt og einangrað
með einhverjum hálrni."
Fyrir miðju húsi er sérkennileg
útidyi-ahurð. Það er í henni gler og
það sér beint inn í stigaganginn.
Stigann upp á gömlu skrifstofuna,
upphaflegt handriði með sínum
pílárum. Og skrifstofurnar orðnar
að íbúð, heimili Þorgils Óttars og
Bertu, að ógleymdri Sigrúnu litlu.
Þegar þau keyptu húsið fyrir
tveimur árum, leit það ekkert sér-
lega vel út, mörgum leist ekkert á
þetta. En hvers vegna réðust þau í
það fyrirtæki að kaupa næstum níu-
tíu ára gamalt hús, sem virtist vera
að grotna niður?
„Aðallega vegna þess að húsið
var í fjölskyldunni," segir Þorgils.
„Félagið og útgerðin voru að hætta.
Það var stefnt að því að hætta versl-
uninni og selja húsið. Ég hafði oft
velt því fyrir mér að gera eitthvað
við húsið. Mig langaði til þess að
hér yrði áfram verslun, eða einhver
starfssemi.
Svo fór ég að sýna henni Bertu
plássið hérna uppi og háaloftið fyrir
ofan okkur - og þá kom upp sú hug-
mynd að kaupa það. Við vorum
mjög bjartsýn og ætluðum bara að
flytja hingað inn í skrifstofurnar,
gera þær upp fyrir algert lágmark,
elda á einni gashellu og allt það,
vegna þess að það var ekkert smá-
mál að kaupa húsið. Við urðum að
selja íbúðina okkar og datt þess
vegna í hug að reyna að nýta skrif-
stofurnar sem íbúðarhúsnæði um
tíma.
Síðan gerðum við teikningar að
því hvernig við vildum hafa íbúðina
og húsið að utan. Við keyptum húsið
um páska og fórum strax í að gera
upp íbúðina, og fluttum inn um
haustið. Við leituðum til Sigurðar
Einarssonar, sem er annar eigandi
arkitektastofu sem heitir Batteríið.