Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 11 fordæma er að höfðingjar eru bæði giftir og halda frillur. Oft margar, eins og Jón Loftsson og Gissur Hallsson. Það er hórdómur sam- kvæmt kirkjunni. Glæpurinn varð enn alvarlegri vegna þess að marg- ar af þessum konum búa undir sama þaki og eiginkonurnar. Þá kallar hann það búfjárlífi þeirra, þeir lifí eins og dýr en ekki eins og manneskjur. Aðalverkefni Þor- láks verður að fá höfðingjana til að virða hjónabandið, því eftir höfð- inu dansi limirnir. Þetta sjáum við í öllum öðrum löndum, að ráðist er fyrst að höfðingjunum. Höfðinginn Jón Loftsson átti frillu, sem var Ragnheiður systir Þorláks biskups. Þegar átök eru þeirra í milli kallar biskup systur sína hórkonu. Sennilegt að sú skil- greining hafi síðan verið notuð á frillur giftra karla. Þær eru þá hórkonur og síðan er talað um hórbörn. Órækja Snorrason er kall- aður hórkonusonur Snorra Sturlu- sonar, sem var giftur þegar hann eignaðist hann. Velja milli hjónabands og frillulífis Auður segir að merkja megi að höfðingjarnir fari að velja á milli þess að gifta sig eða eiga frillur. Ef þeir gera hvort tveggja er hægt að væna þá um hórdómsbrot. Þeir kjósa þá að ganga ekki í hjónaband heldur eiga margar frillur. Það gera tveir synir Jóns Loftssonar. Eigi þeir bara frillur er ekki hægt að sakfella þá. Þarna virðist þessi neikvæði tónn koma með áhrifum kirkjunnar og smáherðir á því. „Sturla Sighvatsson, bróðurson- ur Snorra átti frillu, sem hann sendi burt þegar hann fékk sérlega fínt kvonfang, besta kvonfang á ís- landi, sem var Sólveig dóttir Sæ- mundar Jónssonar í Odda,“ segir Auður. Þetta vekur upp spurningar um stöðu frillunnar. „Þetta fyrirkomu- lag var viðtekið. Kirkjan sýndi umburðarlyndi gagnvart því. Þor- lákur biskup lagði mikla áherslu á að reyna að fá fólk í sambúð til að ganga í hjónaband. Það var auðvitað dálítið erfitt í tilfellum eins og með Sæmund og Orm bróð- ur hans, sem höfðu margar frillur. Páll Jónsson, bróðir Sæmundar og Orms, var eftirmaður Þorláks á biskupsstóli og var þá ekki gengið neitt eftir því að þeir bættu ráð sitt. Frillurnar höfðu nokkuð góða stöðu, sérstaklega þær sem voru frillur höfðingja. Þær voru að jafn- aði af lægri stigum en makar þeirra. Sá var líka munur á hjóna- bandi og frillulífi að konur sem giftast voru efnahagslega og fé- lagslega jafn hátt settar sem menn þeirra. En frillurnar eru af lægri stigum. Þá mega þær vænta þess að í gegn um þetta samband kom- ist þær upp í samfélagsstiganum , sérstaklega ef þær eignast börn með manninum. Þetta er alveg sama munstur og maður sér í Nor- egi. Konungar höfðu margar ást- konur eða frillur. Þar gátu allir synir krafist krúnunnar, hvort sem þeir voru skilgetnir eða óskilgetnir. Frillan fylgir í rauninni barni sínu sem nýtur ætternis. Munstrið í þessu er að samningar eru gerðir milli höfingjans og fjölskyldu kon- unnar, sem er af lægri stigum en hann. Ættmenn virðast gerast fylgdarmenn höfðingjans í staðinn og margir þeirra komast til tals- verðra metorða. Ættmenn þessarar frillu Sturlu Sighvatssonar komast til metorða, vafalaust vegna þessa sambands við Sturlu og Sighvat föður hans. Þeir eru t.d. með honum á Örlygsstöðum og beijast við hlið hans alveg til loka þótt frillusam- bandið sé löngu búið.“ Hvert fara þær þá þegar frillu- sambandinu er lokið? „Þessi stúlka var send heim til föðurhúsanna. Síðan var hún gift öðrum. Við vit- um ekki hvort Sturla hafði sam- band við hana áfram, en ég er nú að gæla við það að hann hafi haft samband við hana þótt hann sé kominn í hjónaband með Sólveigu, m.a. af því að hann er einmitt staddur heima hjá föður hennar og bræðrum þegar Svínafellsför var PÁLL Jónsson biskup, bróðir Orms og Sæmundar og frillusonur Jóns Loftsson- ar og Ragnheiðar. Þarmeð systursonur Þorláks helga, fyrirrennara síns, er reyndi að fá höfðingjana til að virða hjónabandið. Sjálfur var Páll giftur og fylgdi þessu því ekki eftir. gerð. Þau áttu dóttur saman, sem síðar er í því hlutverki að krefjast hefndar eftir föður sinn. Þá eru hennar maður og hinn nýi maður móður hennar með í því liði sem fer til að hefna. Hinn nýi eiginmað- ur frillunnar hefnir, sem í okkar eyrum hljómar svolítið fyndið." Frillur höfðu góða stöðu En höfðu frillurnar búsforráð á heimilinu? „Já, það er hægt að sjá þetta með frillur Sæmundar og Orms bróður hans í Odda. Þeir eru moldríkir höfðingjar í Rangárþingi, eiga mörg bú. Það eru frillurnar sem stjórna búunum og sýnast hafa virðingu. Auðvitað fer virðing líka eftir upprunalegri þjóðfélags- stöðu þeirra. Ef þær eru dætur stórbænda njóta þær virðingar sem slíkar. Það er þetta sem skýrir máltækið að betra sé að vera góðs manns frilla en gefin illa. Ef þær eru gefnar mönnum í sömu stöðu þá eru þær fastar í sama samfé- lagshópi, en séu þær frillur sér æðri manna og höfðingja þá njóta þær virðingar sem slíkar. Komast ofar.“ Njóta börn frillanna jafn mikillar virðingar sem hjónabandsbörnin? „Það er ekki svo að börn njóti ekki virðingar vegna þess að þau séu frillubörn. En þau hafa ekki sama erfðarétt. Þau fá að erfa með sam- þykki skilgetinna systkina sinna. Til dæmis spyr Þórður Sturluson Böðvar son sinn leyfís á banabeðinu um að fá að arfleiða einnig óskil- getna syni sína. Þeir voru mektar- menn og nutu virðingar í samfélag- inu. Skilgetinn kemur fyrst til erfða, en þessi klásúla um leyfi systkina eða annarra lögerfingja gerði stöðu óskilgetinna barna nokkuð góða. Síðan kemur inn í löggjöfina að menn megi ættleiða óskilgetin börn sín til að koma þeim í fyrstu erfðaröð. Ég held að frillulífið hafi verið mikilvægt í pólitískum tilgangi," segir Auður. „Þegar fólk gifti sig myndaðist bandalag milli ætt- anna. Þetta urðu bandamenn. Ef maður- inn átti margar frillur eignaðist hann fleiri bandamenn í mörgum fjölskyldum. Ef hann átti ekki kost á ein- hveiju frábæru kvon- fangi, eins og Sturla Sighvatsson þegar hann giftist Sólveigu, þá gat borgað sig að eiga að frillum dætur stórbænda, einkum í héruðum þar sem þeir voru veikir fyrir. Stór- bændur höfðu töluvert að segja.“ Þegar stjórnkerfið breytist eftir fall þjóð- veldisins og valdabar- áttan fer að dvína, fer úr þessu lífsmynstri. að draga Varla segir Auður að sé þó hægt að segja að það falli alveg niður. Frekar að menn fari að halda eina frillu en margar. Og fari þeir að búa með einni frillu, þá geta þeir alveg eins gifst henni. Þá er farið að hægjast um hjá höfðingjunum því þeir þurfa ekki þetta bákn leng- ur. Nú fá þeir völdin orðið frá kóng- inum, ekki með því að vera alltaf að beijast og ná sér í bandamenn. Þetta hefur ýmsar efnahagslegar afleiðingar, svo þeir sjá sér hag í að draga úr. Það verður til þess að þeir að lokum fara að velja bara eina konu. Það er dýrt að eiga margar frillur. Þær þarf að fram- færa sína á hveiju búi, svo og öll börnin og sjá til þess að þau kom- ist ekki á vonarvöl þegar þeir falla frá. Hægt að segja að í lok 13. aldar séu þeir famir að róast. Þessi breyting verður eins mikið fyrir efnahagsleg áhrif eins og kirkjunn- ar.“ En frillur hætta samt ekki að vera til, eða hvað? „Nei, prestarnir ganga á undan með góðu fordæmi og hafa fylgikonur. Fram að siða- bót em prestar geysilega duglegir við að halda frillur. Þá mega prest- amir gifta sig, sem leysir vanda- málið. Við siðabótina kemur svo Stóridómur með öllum sínum hörðu refsingum við öllum siðferðisbrot- um. Þá hverfa frillurnar. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt verkefni," segir Auður. „Alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Sér- staklega eftir að maður fer að bera þetta saman við Evrópu og við baráttu kirkjunnar í Evrópu við að fá í gegn virðingu fyrir hjónaband- inu. Maður hefur alltaf álitið íslend- inga seina að laga sig að kristnum venjum, en sé litið til Evrópu þá em þeir engir eftirbátar. Þeir þekkja allar þessar reglur og boð og bönn kirkjunnar þó þeir lagi sig ekki að þeim strax, ekki fremur en höfðingjarnir úti í löndum. ís- lendingar hafa ekki verið eins langt frá páfanum og álitið var áður. Eg er að bera frillulífi á íslandi saman við önnur lönd, sérstaklega Norður- lönd. Sama vandamálið er alls stað- ar. Það er ekki fyrr en með Há- koni gamla í Noregi, sem lifir í hjónabandi, að allir þessir óskil- getnu synir sem krefjast arfs til krúnunnar eru úr sögunni. Áður var stöðutákn að eiga margar kon- ur, sýndi hvað þú áttir mikið undir þér. I Frakklandi var erkibiskupinn að biðja höfðingjana um að hætta að búa með svona mörgum konum, því það væm svo margir einstæðir karlmenn. Hann höfðaði hreint og beint til réttlætiskenndar þeirra, að þeir ættu nú að deila með sér þessum fáu konum." Nú sér Auður fyrir endann á verkefninu, kveðst eiga eftir sex mánaða vinnu við skriftir áður en doktorsritgerðin er í höfn. En hún er þegar byijuð á nýju verkefni, sem hún flutti um erindi á Sögu- þinginu nýlega. Það er um einhleyp- inga. „Það spannst út frá þýðingu orðsins „einbleypingur" í nútíma íslensku," útskýrir hún. „Þegar maður er að skrifa um frillur og sér orðið „einhleypingur" í heimildum þá tengir maður það við einhleyp- inga nútímans, sem em ógiftir karl- menn. Það vekur ýmsar spumingar. Vom þetta kannski einbleypingar sem aldrei fengu neinar konur af því að svo margir höfðingjar áttu svona margar? Vom kannski ekki nógu margar til?“ Auður hefur búið í Svíþjóð síðan 1988. Fór þá að starfa við Gauta- borgarháskóla og hefur meðfram rannsóknum sínum m.a. verið þar við kennslu. Gerði bara hlé á þeim meðan hún var að eignast lítinn dreng, sem hún kom með í frí til íslands. Hún á tvö börn og er i sambúð með sænskum manni. „Lifi frillulífi," segir hún í framhaldi af samtali okkar um líkinguna á sam- búðaháttum nútímans og frillulífi þjóðveldisaldar og dillandi hlátur hennar fylgir mér út á tröppur. EfT*\r i r i Iti fjf r * / iv'T'* I J I J I JJ l i | > y Jj\ 11111 bjóðum við hagstæðustu^^^MM^^^Ó^. I L L,J verð sumarsins til Benidorm í vikur Á Benidorm eru allir gististaðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur staðsettir miðsvæðis eða við ströndina, í hjarta bæjarins lc w. 2 ö 665 í júní: 23, og 30 1 vika 4 í íbúð, 2 börn og 2 fullorðnir kr. 28665 2 í íbúð kr. 38200 Gisting á Gemelos II í hjarta bæjarins - Stutt í alla þjónustu 2 vikur 4 í íbúð, 2 börn og 2 fullorðnir kr. 35°« 4§400 2 í íbúð kr. Gisting á Gemelos II eða Maryciel - Báðir gististaðir eru staðsaðsettir í hjarta bæjarins - Stutt i alla þjónustu Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - Islensk fararstjórn og allir skattar Viðbótarafsláttur kr. 4000.- þegar þú notar EURO/ATLAS ávísunina þína. Pantiö i síma 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.