Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Skárren ekkert með auknum mannskap, Eiríkur Þórleifsson, Guðmundur Steingrímsson, Frank Þórir Hall, Kjartan Guðnason og Eggert Þorleifsson. Frjálsar hendur HLJOMSVEITIN Skárren ekkert hefur lagt stund á leikhústónlist fyrst og fremst og náð góðum ár- angri á því sviði, samið og sent frá sér tónlist við ýmis- ieg leikverk og uppákomur. Ekki er langt síðan út kom diskur með tónlist þeirra fé- laga sem þeir settu saman fyrir dansverkið Ein eftir Joehen Ulriek. Skán-en ekkert-liðar segja að staðið hafi til að Ulriek myndi heimsækja Is- land öðru sinni og þá hugð- ist hann setja upp dansverk við íslenska tónlist. Hann fékk síðan sendar út ýmsar upptökur, aliskyns tónlist, „og á endanum urðum við fyrir valinu“. Þeir segja að þeir hafí unnið í leikhúsi meira og minna síðustu þrjú ái' og kunni því afskaplega vel. „Við fengum stikkorð frá Ulriek, „fífl“ og „himna- ríki“, og ýmis skáldleg til- brigði urðu til okkar á milli þegar við vorum að vinna verkið. Við höfðum annars frjálsar hendur þó við höf- um haft stikkorðin á bak við eyrað. Hann tók öllu mjög vel sem frá okkur kom og breytti sínu verki eftir því sem hann heyrði tónlist okkar. Ulriek vildi fá heildarsvip á verkið og það var gaman að glíma við það, en það var að ýmsu að hyggja, því við þurftum að taka mið af verkinu sem kom á eftir, áttum að vera andstæða þess og því var okkar verk ljóðrænt og lagvænt." Þeir félagar segjast alltaf verið að ieggja drög að því að fara að semja út í bláinn svo að segja, „en það kemur alltaf eitthvað upp eins og Ein þó ekki megi gleyma því að í öllum okkar verkum eru tónlistarhugmyndir sem hafa orðið til utan þeirra." „Þeir félagar segja að það sé ævinlega erfítt að flytja leikhúsverk utan sviðsins, en þó telji þeir að Ein falli vel að því sem sjálfstæð hljómsveitarsvíta. Þeir tóku verkið upp á sýningu, en þeir segjast hafa reynt að taka það upp í hljóðveri en gengið illa; „það náðist ekki sama stemmning og í leik- húsinu, tónlistin bara dó. A endanum ákváðum við því að taka tónlistina upp á lokasýningunni og hljóð- blanda hana um leið og kom bráðvel út, reyndar svolítið hrátt en vel lifandi." Fjölbreytni Liðsmenn Apollo. Cbarlatans þegar platan kom loks út. „Við stefnum allt annað, næsta plata verður með söng og lifandi hljóðfærum ... tónlistin getur því aðeins lifað að hún þróist og kanski verður Mortorbass rokksveit á endanum." Fjörleg Manchester- sveit LÍKLEGA hafa flestir gleymt hamaganginum f kringum Manchester- bylgjuna í upphafí áratug- arins. Flestar hljómsveitir sem þá bar hæst eru horfnar sjónum eða hætt- ar, en ein eftir að minnsta kosti, Charlatans, sem haldið hefur velli og vin- sældum alla tíð. Þó músíkpressan hafí hampað meira öðrum sveitum nutu fáar meiri hylli en Charlatans og hef- ur reyndar lialdið vin- sældum alla tíð þrátt fyrir ólíklegustu upp- ákomur og ýmsar hremmingar. Meðal annars sem yfír sveitina hefur dunið er fangelsisdómar, óvænt mannaskipti og sjúklegt þung- lyndi og loks lést bolsti lagasmiður sveitarinnar og hljómborðsleik- ari, Rob Collins, í bílslysi rétt þegar sveitin var að ljúka við síðustu skífu sína, Tellin’ Stories, sem kom út fyrir stuttu. Þrátt fyrir áfallið ákváðu menn að halda áfram, fengu til liðs við sig hljóm- borðsleikara Primal Scr- eam og luku við plötuna sem tileinkuð er Collins. MEÐAL þess merkasta í breakbeat síðasta árs var sókn franskra tónlistarmanna inn í heim sem breskh' höfðu lagt undir sig. Meðal bestu breiðskífa síðasta ái's voru plötur ýmissa franskra tónlistarmanna, þar á meðal frá Motorbass og Laurent Garnier, sem sendi frá sér nýjar skífur fyrir skemmstu. m Laurent Garnier leikur einskonar franskt house með skemmtilega geggjuð- um útúr- dúrum. House var reyndar í mikilli sókn á þar- síðasta ári, er sprakk svo á limminu þar til nýja franska línan kom fram meðal annars með skífu Laurents Garni- ers, Shot in the Dark, og fjölmargi’a tónverka hans annarra sem ýmist voru gefín út á safnplötum, eða þá hann beitti sér í endur- hljóðblöndunum. A nýrri skífu hans, sem heitir ein- faldlega 30, er hann við eftir Árna Matthíasson sama heygarðshornið, enn að leika house, en hefur þróað tónmálið til muna, hefðbundin house-keyrsla brotnar upp í ósamstæða tónklasa og gróf stílbrot. Sjálfur segist Garnier eiga þá ósk heitasta að sýna fram á að tónlistarformið sé lífvænlegt og sitthvað ósagt. Einnig segist hann vilja sanna að danstónlist sé engin „dópistatónlist", en líkt og fleiri danstónlistar- menn hefur hann átt í úti- stöðum við frönsk stjórn- völd sem hafa meðal annars reynt að banna rappsveitir sem þykja of berorðar og æsa til óspekta. Þrátt fyi'ir þetta fínnst Garnier hvergi betra að vera en í Frakk- landi, en leggur áherslu á að það sem menn sjá fyrir sér sem franska bylgju sé fyi'st og fremst Parísar- bylgja; þær sveitir og tón- listarmenn sem slegið hafa í gegn undanfarið, Daft Punk, Dimitri, Motorbass og hann, séu allt Parísar- tónlistarmenn og meira að segja bundir við ákveðin hverfi í París. „Eg lít þó fyrst og fremst á mig sem Evrópubúa, sem býr fyrir tilviljun í frábæru landi sem kallast Frakkland". títsala Ein af bestu plötum síð- asta árs var Pansoul með sveitinni Motorbass. Ekki var miklar uppýsingar að fínna á umslagi plötunnar, eins og er alsiða með dans- tónlist, en þar mátti sjá nafnið Etienne de Crecy. Fyrir skemmstu gaf fyrir- tæki eitt í Frakklandi, Solid, síðan út 10“ syrpu með nýrri danstónlist franskri sem sá sami Etienne de Crecy hafði veg og vanda af og í kjölfarið kom út geisladiskur með úi-vali tónlistar af plötun- um; allt undir nafninu Super Discount, en það nota útsölumenn í Frakklandi. Aðstandendur útgáf- unnar segjast hafa hrint henni af stað ekki síst til að draga úr hamagangin- um í kringum franska danstónlist; „upphaflega stóð til að gefa plöturnar allar út undir dulnefni, enda vildum við beina at- hygli fólks að tónlistinni, sem skiptir eðlilega mestu máli, en ekki að það gleypi það hrátt sem kemur frá Frakklandi." De Crecy og félagar hans segjast hafa hissað sig yfír viðtökum Pansoul, enda var tónlistin á þeirri plötu orðin gömul fyrir þeim, ársgömul Breskir blámenn FYRIR stuttu naut mikillar hylli breski flokkurinn Apollo með lagið Ain’t Talking ‘Bout Dub. Það var sérkennileg samsetning af rokki og ragga og ekki víst að allir hafi áttað sig á að þar fóru höfundar annars vin- sæls lags, Ki-upa, enda gjörólíkt. Breska sveitin Apollo Four Forty varð til í Liverpool snemma árs 1990 og fékk snemma sitthvað að iðja við endurvinnslu laga; tók meðal annars fyrir lög eftir U2, EMF og Shabba Ranks. Fyrsta skífan hét Millenium Fever og kom út á þarsíðasta ári. Ekki vakti hún teljandi athygU og liðsmenn, Noko og bræðurnir Howard og Trevor Gray, fluttu sig um set, settust að í Camden í Lundúnum og einsettu sér að breyta um stefnu. Niðurstaðan varð nýleg breiðskífa, Electro Glide in Blue. Þar ægir saman jass- áhrifum, blús, rokki, dub og techno. Sjálfir segja þeir að nafn plötunna vísi ekki síst til þess að öll þeirra tónlist sé byggð á blús; „við höfðum að viðkvæði: Þetta er eintómur Robert Johnson, og um tíma lá við að við nefndum plötuna svo.“ Fyrsta smáskífan af plötunni, Krupa, gaf nasasjón af því sem í vændum var, því þar tóku liðsmenn trommufrasa frá þeim þekkta trumbuslagara Gene Krupa og suðu saman við tecnhospretti. Önnur smá- skífan, Ain’t Talking ‘Bout Dub, kom úr annarri átt; þar var grunnurinn gítarfrasi frá Van Halen sem rann saman við ragga- dub og svo mætti lengi telja því lögin eru eins ólík og þau eru mörg. Eitthvað fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.