Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 B 25 Flugmálastjórn óskar að ráða Tölvunarfræðinga/verkfræðinga Starfsmenn vantar til starfa við þróun og rekstur tölvukerfa sem notuð eru við flug- umferðarstjórn. Kerfin eru skrifuð í C/C++ í UNIX/X-Window/Motif umhverfi. Hér er um að ræða krefjandi störf þar sem lögð er áhersla á öguð vinnubrögð. Nauðsynlegt er að við- komandi geti unnið sjálfstætt og axlað ábyrgð. Menntunarkröfur: Krafist er háskólaprófs í tölvunarfræði eða verkfræði/tæknifræði (með sérnámi á tölvusviði). Æskilegt er að umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á Unix stýrikerfinu. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Kerfisfræðing Starfsmann vantartil starfa við rekstur netkerfa og skrifstofutölva stofnunarinnar. Hér er um fjölbreytt umhverfi að ræða og æskilegt er að viðkomandi þekki Novell Netware og Microsoft Windows NT. Starfið felst í notendaaðstoð, forritun í C++, Delphi og Visual Basic auk upp- setningar vefsíðna. Menntunarkröfur: Æskilegt er að umsækj- andi hafi útskrifast úrTölvuháskóla Verzlunar- skóla íslands eða lokið sambærilegu námi. Þó kemurtil greina að meta starfsreynslu og þekkingu umsækjanda til jafns við slíka menntun ef við á. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknum, ásamt gögnum um menntun og fyrri störf, skal skilað á skrifstofu Flugmála- stjórnar eigi síðar en 1. júlí nk. Umsóknir skulu gerðar skriflega. Æskilegt er að notað sé eyðu- blað sem fæst hjá starfsmannahaldi á annarri hæð flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir starfsmannahald Flugmálastjórnar og tölvu- deild Flugmálastjórnar, sími 569 4100. Öllum umsóknum verður svarað. Grunnskólinn Hellu Raungreinakennarar — einstakt tækifæri. Grunnskólinn á Hellu auglýsir eftir kenn- ara í þróunarverkefni. Kennslumiðstöð raungreina — þróunar- verkefni. í haust fer af stað þróunarverkefni við skólann. Um er að ræða „Kennslumiðstöð raungreina" í samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlansds o.fl. meðstyrkfrá Þróunarsjóði grunnskóla. í kennslumiðstöðinni verður komið upp fyrirmyndaraðstöðu þaðan sem rekin verður kennsluráðgjöf greinarinnar, þjálfun nýrra kennara, námskeiðahald, sýning- ar á nýjustu kennslugögnum o.fl. Faglegir sam- starfsaðilar eru m.a. Islenska menntanetið um gerð heimasíðu og fjarkennsluskipulag, Námsgagnastofnun, Skólavörubúðin, Hjörtur H. Jónsson, eðlisfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, o.fl. Æskilegt er að um- sækjandi hafi eðlis- og/eða efnafræði sem val- grein/aðalgrein. Starfið skiptist í tvennt: annars vegar við þróunarverkefnið sem er 50% starf (skipulagning, uppbygging og umsjón kennslumiðstöðvarinnar) og 50% starf við kennslu, auk árganga- og fagstjórn í eðlis- og efnafræði við Grunnskólann á Hellu. Einnig vantar áhugasama kennara í eftirtaldar greinar: íþróttir, smíðar og myndmennt, tölvukennsla og umsjón með tölvuveri. Nánari upplýsingar veita: Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri, í síma 487 5943 eða 487 5440. Helga Garðarsdóttir, aðstoðaskólastjóri, í síma 487 5027 eða 487 5440. Forstöðunnaður Skólaskrifstofu Suðurlands í síma 482 1905. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar! Öldrunarsvið, Landakoti. Hjúkrunarfræðinga vantartil starfa á öldrunar- lækningadeild 2B frá 5. ágúst 1997. Það er um 8 klukkustunda morgun- og kvöld- vaktir að ræða (engar næturvaktir). Vinna þarf aðra hvora helgi. Skipulagsform starfsinsfelst í einstaklingshæfðri hjúkrun. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og teymisvinnu. Starfsaðstaða er góð, á nýuppgerðri deild. Boðið er upp á aðlögun á deildinni fyrstu fjórar vikurnar. Hjúkrunarfræðinguróskasttil starfa á nætur- vaktir yfir tveimur deildum: sérhæfðri deild fyrir heilabilaða, 1B, og öldrunarlækningadeild, 2B. Þetta er 68,75% starfog vaktireru 10 klukku- stundir í senn. Vinna þarf aðra hvora helgi. Umsóknarfrestur um störfin er til 26. júní 1997. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Gröndal, deildarstjóri 2B, sími 525 1932 og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 525 1888. Hjúkrunarfræðingur — dagdeild — dagvinna Staða hjúkrunarfræðings er laus á nýstofnaðri þvagfærarannsóknadeild á A-3 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem ertilbú- inn að taka þátt í uppbyggingu og fræðslu. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði. Helstu viðfangsefni eru: Rannsóknir vegna þvagfærasjúkdóma, fræðsla og ráðgjöf. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1997. Nánari upplýsingar veita: Alma Harðardóttir, aðstoðardeildarstjóri, í síma 525 1197 og Kol- brún Sigurðardóttir, deildarstjóri, í síma 525 1578. Leikskólakennarar Leikskólann Öldukot vantartvo leikskólakenn- ara frá 1. ágúst 1997 eða eftir samkomulagi. Öldukot er heilsdags leikskóli með tvær deildir. Sextán pláss eru á deildinni fyrir eins og hálfs til þriggja ára börn og tuttugu og eitt pláss eru á deildinni fyrir þriggja til sex ára börn. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1997. Nánari upplýsingargefur Freyja Kristjánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 525 1813 og 525 1811. Læknaritari Læknaritari óskast í framtíðarstarf á öldrunar- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Foss- vogi. Hlutastarf kemur til greina. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1997. Upplýsingar gefur María Henley, deildarstjóri læknaritara, milli klukkan 13.00—15.00 virka daga, í síma 525 1551. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURI.ANDS TRYGGVAGÖTU 35 • 800 SELFOSS • SÍMI 482 2111 • FAX 482 3112 Stærðfræði — viðskiptagreinar Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöðurvið Fjölbrautaskóla Suðurlands í eðlis- og stærðfræði (heil staða) og viðskiptagreinum (heil staða) er framlengdur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólameistara eigi síðar en föstudaginn 20. júní 1997. Ráðið verður í kennarastöðurnar frá 1. ágúst næstkomandi. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum HÍK/KÍ. Upplýsingarveitirskólameistari í síma 482 2111. Iceland Review Iceland Reviezv er 35 ára gamalt útgáfufyrirtæki á sviði tímarita og bóka. Lögð er áhersla á metnað og fáguð vinnubrögð. Vegna aukinna umsvifa óskar lceland Review eftir að ráða hæfileikaríka einstaklinga I eftirtaldar stöður. GRAFÍSKUR HGNNUÐUR Leitað er að einstaklingi með reynslu, hugmyndariki, samstarishæfileika og metnað til að ná langt í starfi. SÖLUMAÐUR AUGLÝSINGA0EI1D Leitað er að traustum aðila sem býr yfir frumkvæði og sjálfetæði í starii. Reynsla af sölustörfum æskileg. LAGERSTARF / SENDILL Leitað er að einstaklingi til að sjá um lagerhald og útkeyrslu á vörum fyrirtækisins ásamt tilfallandi verkefnum. Æskilegur aldur 20 - 30 ára og byrjunartími 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 f sfma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 25. júnf n.k. merktar: “lceland Review.” RÁÐGARÐURhf SIJÖRNUISWROGREKSIRARRtoGjCP Furugerðl B 108 Reyklavlk Slml 533 1800 Faxs 633 1808 Natfang: rQmldluntttraknat.la HalmaalAai http://www.traknat.la/radQardur Bifvélavirkjar og starfsmenn á dekkjaverkstæði Stórt og öflugt verktakafyrirtæki, staðsett á suðvesturhorni landsins, hefurfalið mérað útvega starfsmenn til eftirfarandi starfa hjá fyrirtækinu: Leitað er að bifvélavirkjum sem hafa mikla og góða starfsreynslu af viðgerðum á þunga- vinnuvélum og stórum vörubifreiðum. Við- komandi aðilar þurfa að vera úrræðagóðir, duglegir og geta unnið sjálfstætt og skipulega. Þá er leitað að starfsmanni til starfa á dekkja- verkstæði þar sem unnið er við dekkjavið- gerðir á stórum tækjum og bifreiðum. Við- komandi aðili þarf að hafa starfsreynslu af slík- um störfum. I boði er störf hjá mjög framsæknu fyrir- tæki. Ágæt laun í boði fyrir rétta aðila. Allar nánari upplýsingar um störf þessi veiti ég á skrifstofu minni. Umsóknareyðublöðfást þar afhent. TEITUR LÁRUSSON AUSTURSTRÆTI12.4. HÆÐ 101 RVK SÍMI5624550 „Au pair" — Þýskaland Fjölskylda meðtvö börn, leitar að „au pair", frá ágúst/september 1997 til starfa á heimili í Suður-Bæjaralandi í 10-12 mánuði. Hringið í 00 49 9622 1480 og við höfum samband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.