Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVUÍUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ TORBEN Velschow-Rasmussen afhendir Ásu Briem píanóleikara styrkinn. Endurgalt tæplega 7 0 ára gamlan námsstyrk Norrænt og keltneskt BOKMENNTIR Sagnfræöi KELTAR Á ÍSLANDI eftir Hermann Pálsson. 240 bls. Há- skólaútgáfan. 1996. HERMANN Pálsson hefur farið fremstur fyrir þeim sem líta á íslenskar miðaldabók- menntir sem hluta af evrópskri bókmenning frá sömu öldum. Nú horfir hann meir til heimaslóða og skoðar málin frá sjónarhóli Landnámu. Hann gengur út frá því að meirihluti landnáms- manna hafi komið frá Noregi en bendir jafn- framt á að íslenskt þjóðfélag hafi snemma orðið frábrugðið hinu norska. Auk Landnámu styðst hann við önnur fornrit, einnig írskar miðaldaheimildir sem eru þó fáorðar um þau frægðarverk sem norrænir menn áttu að hafa unnið í vesturvegi samkvæmt hinum ís- lensku ritum; kveður hafa gengið illa »að samræma ummæli íslenskra fomrita sem varða sögu írlands og Skotlands á níundu og tíundu öld við þarlenskar heimildir.« Hann fer nákvæmiega yfir íslensk örnefni og mannanöfn sem telja má keltnesk að uppruna, einnig hin sem benda á annan hátt til írskra áhrifa. Hann veltir fyrir sér hvaða skilning beri að leggja í fáorð ummæli Ara fróða um papa sem skildu hér eftir bjöllur og bagla, en staðfest er samkvæmt írskum heimildum að Keltar þekktu til íslands aillöngu áður en Norð- menn námu hér land. Hann styðst meira að segja við íslendingasög- urnar sem marktækar heimildir. »Höskuldsstaðir í Laxárdal munu að öllum líkindum hafa verið eini bærinn á landinu þar sem tvær tungur voru talaðar samtímis á síð- ara hluta tíundu aldar,« segir hann. Reyndar er sagan af Melkorku lang- frægust allra slíkra. Sérstakur kafli fjallar þarna um Kolumkilla og ís- lenska frumkrístni þar sem taldir eru upp kristnir landnámsmenn og getið hvaðan þeir komu. En hversu margir komu hingað vestan um haf og hver urðu áhrif þeirra í þjóðlífinu? Her- mann Pálsson telur að þau hafi orðið umtals- verð. Norrænir menn, sem viðdvöl höfðu í vesturvegi, kynntust annars konar lífshátt- um og menningu og gerðust þá blendnir í trúnni og var Helgi magri skýrasta dæmi þess. Það kann og að hafa verið fyrir keltnesk áhrif að ritöld hófst hér tiltölulega snemma að margir telja. Fjölþjóðlegir menningar- straumar örva sköpunarmáttinn; sú staðreynd er kunn frá öllum öldum. Það rennir sterkari stoðum undir rök og ályktanir höfundar að hann hefur sökkt sér ofan í keltnesk mið- aldarit. Þar með getur hann skoðað efnið frá víðtækara sjónarhorni. Að öðru leyti er ekki margt í riti þessu sem kalla má að komi beinlínis á óvart. Gildi þess felst fyrst og fremst í því að þarna er miklum fróðleik saman safnað á einum stað. Þegar öllu er á botninn hvolft má þetta vera aðgengiiegasta og þar með áhugaverðasta bók Hermanns Páls- sonar til þessa. Mannlífsrannsóknir eru þó alltént forvitnilegri en texta- samanburður! Erlendur Jónsson ÁSA Briem, ungur píanóleikari, sem útskrifaðist með einleikara- prófi frá Tónlistaraskólanum í Reykjavík síðla vetrar, hefur hlotið námstyrk frá aldraðri ís- lenzkri konu, sem býr í Dan- mörku, Helgu Velschow-Ras- mussen. Ása fær styrkinn til þess að stunda framhaldsnám í píanóleik í London, þar sem hún er nú við nám. Styrkurinn var nýlega afhentur í London og gerði það sonur Helgu, Torben Velschow-Rasmussen. Tildrög þess að frú Helga Velschow Rasmussen ákvað að styrkja efnilegan íslenzkan píanóleikara voru, að ung fór hún sjálf utan til Kaupmanna- hafnar til þess að stunda nám í píanóleik við Konunglegan danska tónlistarskólann í Kaup- mannahöfn og var hún nemandi Haralds Sigurðssonar prófess- ors þar. Hún hlaut þá sjálf styrk til náms og giftist í Kaupmanna- höfn Finn Velschow-Rasmuss- en, sem lengi var forstjóri aug- lýsingastofu þar og eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi. Helga býr enn í Kaup- mannahöfn 85 ára gömul. Helga vildi endurgjalda styrkinn með því að styrkja ungan islenzkan píanóleikara. Helga er næst- yngsta barn hjónanna Magnús- ar Einarsonar dýralæknis og konu hans Ástu Sigríðar Einar- son. Ása Briem tók eins og áður sagði einleikarapróf frá Tónist- arskólanum í Reykjavík í vor og lék þá Sálmforleiki eftir Bach-Bussoni, Sónötu nr. 31 í As-dúr, op.110 eftir Beethoven, Prelúdíur op 11 nr. 1 - 12 og Etýðu í cís-moll op. 2 nr. 1 eftir Skrjabin og Sónötu nr. 3 eftir Prokofieff. í síðari hluta prófs- ins lék Ása síðan píanókonsert nr. 2 op. 102 eftir Dimitri Sjos- takovítsj með Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Ása Briem er dótt- ir Olafs Briem deildarstjóra hjá Flugleiðum og konu hans Eddu Jónsdóttur skrifstofumanns. Hermann Pálsson ERLENPAR BÆKIIR Sögur frá Afríku Afrískar bækur eru að öllu jöfnu ekki oft á náttborðum íslenskra lesenda en það þýðir fráleitt að þar séu ekki búnar til bókmenntir. Hér verður sagt frá tveimur afrískum bókum, sem voru gefnar út í Bretlandi fyrir skömmu. FYRSTA skáldsaga nígerískrar skáldkonu, Anne Giwa Amu, sem heitir SADEer sögð sem eins konar sjálfsævisaga aðalpersónunnar, Sade. Hún ræður ekki við að stjórna lífi sínu og þaðan af síður skilja það í borgarastyijöldinni í Nígeríu. Sade er kynblendingur af ríku foreldri og er svo vernduð frá því umhverfi sem almenningur lifir að þegar aðstæðurnar leiða hana út í lífið fær hún ekki skilið fólkið og fyllist andstyggð á því. Á unglingsaidri verður hún ást- fangin af lögfræðingi nokkrum, Clive en hann ákveður að giftast stúlku frá Austur-Nígeríu, Sade til hinna mestu sárinda. Sade ákveður að Clive skuli ganga að eiga sig, með góðu eða illu, og því áformar hún að láta Clive gera sér barn svo hann neyðist til að eiga hana. Því er nú verr og miður að unnusta Clives hefur orðið fyrri til. í örvæntingu leitar Sade til eins konar galdrakonu sem hvetur hana til að giftast þeim sem biðji hennar í brúðkaupi Clives. Sá reyn- ist vera mágur hans Emeka. Sade er ljóst að hún nær ekki Clive í hjónasængina og ákveður að eyðileggja giftinguna með að- stoð galdrakonunnar. Loks á hún þó engan kost annan en giftast Emeka. Þegar borgarastyijöldin brýst út flýr hún með fjölskyldu sinni frá Lagos til austurhluta landsins og býr þar við miklar hörmungar undir sprengjuregni og skelfing- aratburðum. Þessi bók Anne Giwa-Amu sem er fyrsta bók höfundar lýsir vel skelfíngum styijaldar þar sem fjöl- skyldan reynir að lifa af þegar heimurinn er að hrynja umhverfis hann. Eftirminnileg frásögn er til dæmis þegar Sade kemur heim til sín eftir sprengjurárás og finnur ekki annað en sundursprengd lík ættingja sinna á víð og dreif í rústunum. Það er hollt Afríkumönnum að minnast hryllings nígerísku borga- rastyijaldarinnar og valdamenn i ýmsum löndum Afríku hefðu ekki síður gagn af að lesa bókina þegar haft er í huga hvað hefur verið að gerast í fjölmörgum löndum álfunn- ar síðustu ár, hvort sem er Rúanda, Búrundí, Zaire, eða Líberíu, og nú síðast atburðimir í Sierra Leone. Hveijir sem lesa bókina, hvort sem það kynnu nú að vera valda- menn eða bara óbreyttur íslenskur lesandi, segir hún auðvitað bara einn sannleika sem er ekki nýr: styijaldir hafa aldrei leyst neinn vanda, allra síst í Afríku sam- tímans. En hún er engu að síður merkileg lesning og athyglisverð frumraun. Saga Lemonu eftir Saro-Wiwa Aðra athyglisverða bók eftir níg- erískan höfund hefur einnig rekið á fjörur mínar, hún heitir í enskri þýðingu Lemona's tale og er eftir Ken Saro Wiwa. Þar segir frá Ola, 23ja ára gömlum námsmanni af afrískum ættum en búsettri í Bandaríkjunum. Við lát foreldra sinna fer hún aftur til Nígeríu. Löngu síðar er Ola kvödd á fund Lemona, morðingja foreldra sinna og ráðvillt nokkuð ákveður hún að fara á fund Lemonu og skilur ekki hvaða þýðingu saga Lemonu getur haft fyrir hennar lif. Lemona virðist vera hlédræg og feimin og hefur fram að þessu ekki fengið neina gesti í margra ára fangelsisvist. Þó að þær séu að hittast í fyrsta skipti fínnst Lemonu að stúlkan Ola hafi haldið lífi í henni þessi fangelsisár. Lemona sér merki á vinstri hendi Olu og veit að grunur hennar er á rökum reistur og seg- ir henni sögu sína. Þar segir frá uppvexti í litlu þorpi lengst inni í frumskóginum, hvernig hún sætir harðræði og jafnvel pyndingum sem hún sættir sig við því hún þekkir ekki annað og finnst það jafnvel sjálfsagt. En einhvers staðar í henni blundar uppreisnarþörf og hún leitar í burtu og til stóra bæjarins en þar tekur ekki betra við. Loks er hún dæmd til fangelsis- vistar vegna svika hvíts fyrverandi elskhuga og þegar hún með aðstoð vina sinna kemst út úr fangelsinu er ráðist á hana af svörtum manni og henni er nauðgað og síðan sett aftur í fangelsið. Og þar með veit lesandi erindi hennar við Olu, að hitta dótturina sem hún sá aðeins örskotsstund eftir að hún fæddi hana í heiminn. Saga hennar er áhrifamikil og dramatísk en hvergi tilfínningasöm úr hófi. Lesandinn fær skilning á örlögum hennar og samúðin er með Lemonu þegar lokið er lestri. Eftir því sem örvænting Lemonu eykst, því meira finnur lesandi einnig til með höfundinum Ken Saro Wiwa. Hann er að vísu látinn nú en bók hans um sögu Lemonu er verðugur minnisvarði um skáld. Jóhanna Krístjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.