Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 5 FRETTIR Eftirlit með ástandi landgræðsluskóga Afföll plantna lengi að koma fram SÍÐASTLIÐIÐ haust var kannað ástand gróðursetningar frá 1991 og 1992 á níu landgræðsluskógarsvæð- um víða um land. Um 3.600 plöntur hafa verið undir reglulegu eftirliti frá gróðursetningu og rannsóknir sýndu að rúmlega 60% plantnanna voru enn lifandi haustið 1996 sem er allmikil rýrnun frá haustinu 1993 þegar yfir 80% plantnanna voru lif- andi. Afföll plantna virðast því koma fram á lengri tíma en áður hefur verið haldið. Meginafföll plantna verða vegna frostbreytinga í jarð- vegi. Asa L. Aradóttir og Járngerður Grétarsdóttir, sérfræðingar hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkis- ins á Mógilsá, gerðu úttektina. Að sögn Járngerðar komu þau viðbótar- afföll, sem nú hafa orðið, talsvert á óvart. Þær plöntur sem afskrifaðar voru nú hafí þó flestar verið orðnar lélegar við úttekt 1993 auk þess sem hafa beri í huga að gróðursetning fór fram í lítt grónu landi svo að heildarafföllin þurfi ekki endilega að teljast mikil. Eftirlifandi plöntur reyndust vel á sig komnar, um 70% þeirra höfðu vaxið frá síðustu úttekt og tæp 30% höfðu tvöfaldað hæð sína. Birkiplöntur stóðu sig best Mikill munur var á afföllum og lífsþrótti plantnanna eftir tegundum og þeim svæðum sem plantað var á. Að meðaltali voru 71% birkis, 63% furu en aðeins 46% lerkis lifandi haustið 1996. Meðalafföll lerkisins voru um 30% árið 1993 en eru nú orðin 56%. „Það voru svæði á Suður- landi þar sem eiginlega allt lerkið var dautt en það kom betur út á Norðurlandi. Birkið kom best út yfir heildina og það má segja að áburð- argjöfin hafi haft þar mikið að segja,“ segir Járngerður. Þær birki- plöntur báru af sem fengu búfjár- áburð við gróðursetningu. Birkip- löntur virðast því duga vel í land- græðsluskógrækt en furan á betur við í grónu landi. Sums staðar á landinu hefur góð reynsla verið af lerkiplöntum í lítt grónu landi eri svo Gatnaframkvæmd- ir í Kópavogi Alfhólsveg- ur lokaður til hausts FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við endurgerð Álfhólsvegar og Bröttubrekku, frá Laufbrekku suð- ur að Víghólastíg, í Kópavogi. Verk- ið er unnið í áföngum og mun að mestu leyti verða lokið 1. nóvember nk., en framkvæmdum við Bröttu- brekku frá Álfhólsvegi að Lauf- brekku lýkur ekki fyrr en 1. júní á næsta ári. Verkið er unnið á vegum Kópa- vogsbæjar, en að því koma einnig Hitaveita Reykjavíkur og Raf- magnsveita Reykjavíkur auk Pósts og síma. Að sögn Þórarins Hjalta- sonar, bæjarverkfræðings, verður skipt um jarðveg og lagnir í götun- um og þær malbikaðar en vinna við heimæðar veitustofnana er unnin samhliða vinnu við götulagnir. Mikil umferð er jafnan um Álf- hólsveginn og mun hún nú beinast tímabundið um Nýbýlaveg og Digranesveg, en Þórarinn segir sennilegt að göturnar muni verða opnaðar aftur fyrir umferð í áföng- um frá 1. september nk. virðist sem lerkið henti ekki hvaða landsvæði sem er. Áburðargjöf hefur mikið að segja Járngerður segir að mismunandi aðferðir séu notaðar við gróðursetn- ingu á þessum svæðum. „Sumir nota þá aðferð að gróðursetja mikið og er lítið borið á en á öðrum stöðum er betur hlúð að plöntunum. Þegar fram líða stundir getur árangurinn verið sá sami,“ segir Járngerður. Fjöldi gróðursettra plantna er því ekki aðalatriðið. Áburðargjöf virtist skipta miklu máli og bar búfjáráburður þar af. Var þannig mögulegt að koma í veg fyrir frostlyftingu með því að blanda búfjáráburði í holu við gróðursetn- ingu. Járngerður segir vönduð vinnubrögð við gróðursetningu skipta miklu máli fyrir árangur. Mikilvægt er, ef gróðursett er með plöntustaf, að þrýsta plöntunni vel ofan í holuna. Með því að vanda þannig gróðursetninguna má kom- ast hjá óþarfa afföllum. Einnig þarf að athuga að gróðursetja ekki of þétt. Morgunblaðið/Ásdís BIRKI plantað í skjóli lúpínunnar á Hólasandi. HELLMANN’S >W F*T IflAIONES ftl : i . Hellmann's Low Fat mvai viðbiftió sem fáanle^t er á Islandi. Það innilieldur en^a meftftaða fiftu o«£ ev at^pörlo^a lausft s'iö Ltólosftoról. " '11 ■ Imailialcl míðað ríð lOO Fita Hitaein. Hitaein. frá fitu Mettuðfita Smjörvi 81,5g 738 99,39% 45,5g Létt og Laggott 40g 394 91,37% 22g Sólblóma 65 65g 593 98,65% I7g Klípa 27g 295 82,37% 16g Létta 40g 373 96,51% 8g Létt Sólblóma 40g 373 96,51% 7g I4F KARL K. KARLSSON EHR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.