Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 1
84 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 140. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vonir um vopnahlé á Norður-Irlandi glæðast Sambandssinnar taka vel í tillögur Blairs London. Reuter. Netanyahu hélt velli Jerusalem. Reuter BEN.JAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, hélt velli er þingið gekk til atkvæða- greiðslu um van- trauststillögu á hann síðdegis í gær. Netanyahu var þreytulegur við upphaf þingfund- ar í gær. Eftir rúmlega sex klukkustunda átakafund hlaut forsætisráðherrann 55 atkvæði gegn 50. Ellefu af samstarfsmönnum hans i úr stjórnarflokkunum voru fjar- staddir atkvæðagreiðsluna, þar af níu í mótmælaskyni við forystu hans. Meðal þeirra var David Levi, utan- i ríkisráðherra. Efth- fundinn sagðist Netanyahu vera ánægður með að vantrauststil- lagan hefði verið felld. Einnig sagði hann nokkur vandamál enn vera ’ óleyst, m.a. skipan nýs fjármálaráð- herra eftir afsögn Dan Meridors í síðustu viku. ----------------- Reynt að róa Eystra- saltsríki Vilnius. Reuter. RONALD Asmus, aðstoðarutam-ík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við litháíska stjórnarerindreka 1 um sáttmála sem bandarísk stjórn- ' völd vonast til að sætti stjórnvöld Eystrasaltsríkjanna við að fá ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) í fyrstu atrennu. I sáttmálanum er ekki gert ráð íyrir neinum öryggistryggingum, sem Eystrasaltsríkjunum er áfram um að fá þar sem þau hafa illan bifur á grönnum sínum, Rússum. En tilgangurinn með sáttmálanum er að sannfæra stjómvöld í Eistlandi, Lettlandi og Litháen um að af hálfu Bandaríkjanna teljist Eystrasaltsrík- in fullgild í fylkingu vestrænna ríkja. Jospin fær það óþvegið LIONEL Jospin, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar í Frakk- iandi, fékk það óþvegið í gær þegar nokkur hundruð manna söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla áætlunum hans um að hætta að greiða baraabætur til fjöl- skyldna í efri tekjuþrepunum. Tóku nokkrir þingmenn hægriflokkanna þátt í mótmælunum en þar voru meðal annars borin spjöld þar sem Jospin var líkt við Alain Juppe, for- sætisráðherra í síðustu ríkisstjórn hægrimanna. A öðru spjaldanna stendur að Jospin hafi gert það sem Juppe hafi langað til eða upphugsað og á hinu er Jospin sakaður um að hafa stolið framtíðinni. LEIÐTOGAR helsta flokks sam- bandssinna á Norður-Irlandi gáfu í skyn í gær að þeir myndu geta samþykkt nýjar tillögur sem koma eiga friðarviðræðum í landinu á skrið. Tillögunum er ætlað að gera Irska lýðveldishemum (IRA) kleift að boða vopnahlé og stjómmála- armi hans, Sinn Fein, mögulegt að taka þátt í viðræðum allra flokka um framtíð Norður-írlands. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun kynna tillögumar á þingi í dag. David Trimble, leiðtogi Ulster- sambandssinna, sem er helsti flokkur sambandssinna á N-ír- landi, og aðstoðarmaður hans, ásamt háttsettum þingmanni, áttu fund með Blair í gær og ræddu til- lögurnar. Að fundinum loknum sagði Trimble fréttamönnum að í tillögunum væri gert ráð fyrir „tví- hliða afnámi", þannig að IRA myndi afvopnast samhliða því sem viðræður færu fram. Vægari kröfur Fyrrverandi ríkisstjórn íhalds- flokksins í Bretlandi hafði jafnan krafist vopnahlés af hálfu IRA og að herinn byrjaði að láta vopn af hendi áður en Sinn Fein fengi að- ÞYSKALAND, Suður-Afríka, Brasilía og Singapore hófu á mánu- daginn sameiginlegt átak til þess að sigrast á pólitískum ágreiningi milli ríkja á norður- og suðurhveli um gróðurhúsaáhrif og orkuáætlanir, og um samtök umhverfisstofnana Sam- einuðu þjóðanna (SÞ). Ríkin fjögur skoruðu á Umhverf- isráðstefnu þjóðarleiðtoga heimsins, sem nú fer fram á vegum SÞ, að senda „afgerandi skilaboð“ um los- un lofttegunda er auka gróðurhúsa- áhrif á loftslag. Fara þau þess á leit, gang að viðræðum. Blair vonast til þess að vægari kröfur muni verða IRA hvati til að leggja niður vopn á ný, eftir að vopnahléi þeirra lauk í september 1996. Sögulegt tækifæri John Hume, leiðtogi Sósíal- demókrata og verkamannaflokks- ins, sagði fréttamönnum að hann teldi að nú væri raunverulega sögulegt tækifæri til þess að „fjar- lægja byssumar úr norður-írskum stjórnmálum". Sagði hann þetta eftir fund með Blair í gær. Liðsmenn IRA eru rómversk- kaþólskir, hafa háð skæruhernað gegn yfirráðum Breta á Norður-ír- landi síðan 1969 og vilja að norður- hlutinn verði sameinaður írska lýð- veldinu. Meiiihluti Norður-íra er mótmælendatrúar og fylgjandi áframhaldandi breskum yfirráðum. að stefnt verði að 15% minni losun 2010 en var 1990, og minnkunin verði orðin 10% 2005. Fréttaskýrendur segja að tillag- an sé um margt hnitmiðaðri en sú sem Evrópusambandið hefur lagt fram á ráðstefnunni, en stjórnarer- indrekar hafa ekki getað komið sér saman um markmið sem nást þurfi til þess að árangur náist í baráttu við gróðurhúsaáhrif, eyðingu skóg- lendis og of mikla raforkunotkun. ■ Efnahagur/18 Reuter Atak gegn pólitískum ágreiningi Send verði afger- andi skilaboð Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Tsjúbaís orðinn þreyttur á seinagangi í Dúmunni Stjórnin geri um- bætur á eigin Moskvu. Reuter. ANATÓLÍ Tsjúbaís, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, fékk sig í gær fullsaddan af tilraunum stjórnarinnar við að fá neðri deild þingsins, Dúmuna, til að sam- þykkja efnahagsumbætur, og lýsti því yfir að stjórnin yrði að koma umbótunum í kring upp á eigin spýtur. Fréttamenn inntu Tsjúbaís eftir því hvort ráðherrar væru með þessu að þrýsta á Borís Jeltsín, forseta, að leysa þingið upp, en hann svaraði því til að Dúman hefði orðið ber að óstarfhæfni, en ákvörðun um að leysa hana upp gæti forsetinn einn tekið. Jeltsín fól Tsjúbaís í mars sl. að hafa forgöngu um nýja umferð efnahagsumbóta, og í gær sagði Tsjúbaís að stjórnin hefði reynt eftir megni að taka tillit til vilja þingsins, en í ljós hefði komið að þingheimur væri ófær um að taka erfiðar ákvarðanir, og hefði ákveðið að fara í tveggja mánaða sumarfrí frá og með gærdeginum. Sérfræðingar byijaðir á áætlunum „Ef Dúman axlar ekki ábyrgð hlýtur maður að efast um starfs- hæfni hennar,“ sagði Tsjúbaís. Dúman samþykkti í síðustu viku spýtur nýjar skattaálögur stjórnarinnar, en felldi á mánudag frumvarp um samdrátt í ríkisútgjöldum á þessu ári. I gær felldi hún svo megnið af tillögum stjórnarinnar um endur- bætur á velferðarkerfinu og sparn- að. Tsjúbaís hefur áður gefið í skyn að Jeltsín kunni að leysa þingið upp, og í gær sagði hann að sér- fræðingar stjórnarinnar væru þeg- ar byrjaðir á áætlunum sem myndu gera ráðuneytinu heimilt að standa við loforð um greiðslur á vangoldnum lífeyii og öðrum bóta- greiðslum og koma á röð og reglu í fjármálum ríkisins. Reuter Uppskera í Provence VÖRÐUR í Sotheby’s uppboðsfyrir- tækinu í London virðir fyrir sér vatnslitamynd eftir hollenska mál- arann Vincent Víin Gogh. Myndin seldist á uppboði í gær fyrir sem svarar tæplega níu hundruð milljón- uni íslenskra króna og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir nú- tímamálverk í Evrópu síðan 1990. Myndin, Uppskera í Provence, hafði ekki sést opinberlega í hálfa öld. Þetta er vatnslitagerð af olíumál- verki með sama heiti eftir Van Gogh, sein var málað 1888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.