Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 39 MIIMIMIIMGAR GUÐJÓN MAGNÚS- SON + Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 12. ág- úst 1927. Hann lést á Landspít- alanum 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 18. júní. Öll erum við gestir hér á jörð og vitum að okkur er úthlutað mislöngum dvalartíma, samt kem- ur dauðinn svo oft á óvart. Fyrr en varir er samferðarmaðurinn ekki lengur með okkur á veginum og við stöndum eftir með minning- arnar. Þeim fer fækkandi sem mynduðu kjarnann í starfsmanna- hópi Trésmiðjunnar Víðis á árum áður. Miðvikudaginn 18. júní síð- astliðinn komum við saman í Lang- holtskirkju til að kveðja einn þeirra, Guðjón Magnússon, sem lést 8. júní tæplega sjötugur að aldri. Guðjón var aðeins 15 ára þegar hann kom til starfa í Trésmiðjunni Víði og þar var ekki tjaldað til einn- ar nætur. Hann vann þar nærri hálfa öld, fyrst vestur á Víðimel, þá í Víðishúsinu á Laugavegi 166 og loks á Smiðjuvegi 2 í Kópa- vogi, mjög lengi sem verkstjóri. Honum fórst vel úr hendi að hafa mannaforráð, hann stjómaði ekki með hávaða, en var glaður og ljúf- ur í viðmóti, starfsamur og vand- virkur og var lagið að hrífa aðra með sér. Þau eru orðin mörg heimilin sem handbragð hans hefur prýtt. Góðir starfsmenn eru burðarásar hvers fyrirtækis og þar var Guðjón Magnússon í fremstu röð. Hann kemur inn í bernskuminningar okkar bræðra sem einn traustasti starfsmaður föður okkar, Guð- mundar Guðmundssonar í Víði. Flestir hófum við störf okkar í tré- smiðjunni undir handleiðslu hans og var það góður skóli sem við búum ætíð að. Milli föður okkar og Guðjóns ríkti gagnkvæm virð- ing og vinátta. Ég, Ólafía, minnist margra góðra stunda. Ég hugsa til ferðar sem við hjónin og Bjöm sonur okkar, þá níu ára, fóram með Guðjóni og Sigríði konu hans til Mallorka og til London. Frá þeirri ferð eigum við Björn góðar og skemmtilegar minningar. Og nú hefur Guðjón lokið veg- ferð sinni hér í heimi. Við vottum Sigríði, börnum þeirra og öllum ástvinum okkar innilegustu samúð og kveðjum góðan dreng með þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu Guðjóns Magnús- sonar. Ólafía Ólafsdóttir, Ólafur, Gísli, Björn, Sigurður og Guðmundur Guðmundssynir. t Systir okkar, HÓLMFRÍÐUR P. ÓLAFSDÓTTIR KRAGH, andaðist á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 22. júní. Erlendur Steinar Ólafsson, Kristján Ólafsson, Sigríður Mackenzie. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ELÍASSON, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést mánudaginn 23. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Elías Hilmar Árnason, Gunnlaugur Örn Árnason, Guðrún Esther Árnadóttir, Ólafur Jón Árnason, Ómar Þór Árnason, Svanhildur Ágústa Árnadóttir, Steinvör Sigurðardóttir, Sólveig Helgadóttir, Jón Haukur Baldvinsson, Þórunn Berndsen, Margrét Pétursdóttir, Jón Baldvin Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t GUÐFINNA BJÖRG LÁRUSDÓTTIR frá Stóra-Kambi, lést þriðjudaginn 17. júní. Jarðsett verður að Búðum laugardaginn 28. júní kl. 13.30. Sveinn Indriðason, Sigurást Indriðadóttir, Lára Indriðadóttir, Björn Indriðason, Ingjaldur Indriðason, Kolbeinn Ólafur Indriðason, Kristleifur Indriðason, Sigrún Kristbjörg Árnadóttir, Kristinn Júlíusson, Ingveldur Þórarinsdóttir, Elísabet Björk Snorradóttir, Guðríður Jóhannesdóttir og fjölskyldur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG STEINA ÞORSTEINSDÓTTIR, Brekkugötu 12, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, fimmtudaginn 26. júní, kl. 13.30. Árni Sígvaldason, Sigríður Tómasdóttir, íris Sigvaldadóttir, Þorsteinn Sigvaldason, Guðleif Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÓLAFSSON efnaverkfræðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. júní kl. 15.00. Björg H. Björnsdóttir, Ólafur Pálsson, Ásthildur Pálsdóttir, Leifur Benediktsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, BALDUR LÍNDAL efnaverkfræðingur, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu- daginn 27. júní kl. 13.30. Ásdís Hafliðadóttir, Tryggvi Líndal, Rfkarður Lfndal, Eiríkur Líndal, Jakob Líndal, Anna Líndal, Hafliði Skúlason, Snorri Már Skúlason, Svava Skúladóttir, Mark Hensaw, Halldóra Gfsladóttir, Nanna Sveinsdóttir, Allen Castaban, Valdfs Kristjánsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Skúli Þórisson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Yrsufelli 24, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 15. jarðsungin frá Hallgrímskirkju 26. júní kl. 13.30. júni, verður fimmtudaginn Haukur Pálmason, Anna Soffía Hauksdóttir, Þorgeir Óskarsson, Jóhannes Hauksson, Helga Hauksdóttir, Hafþór Þorleifsson, Haukur Óskar Þorgeirsson, Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURÐAR HILMARS HILMARSSONAR fyrrv. bifreiðastjóra, Þórustfg 16, Njarðvfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs. Guð blessi ykkur öll. Rósmary K. Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurður H. Ólafsson, Hafdís H. Þorvaldsdóttir, Halldór B. Ólafsson, Lilja S. Guðmundsdóttir, Flóra H. Ólafsdóttir, Styrmir Gauti og Eyrún Líf. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og afa, JÚLÍUSAR SÆVARS BALDVINSSONAR, Skagabraut 44, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks endurkomu G3 ------------------- á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og félaga Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði. Guð blessi ykkur öll. Hafrún Ólöf Víglundsdóttir, Baldvin Haukur Júlíusson, Kristín Jóh. Júlíusdóttir, Anna Hulda Júlíusdóttir, Karl Júlíusson, Júlíus Júlíusson, Anna Hulda Júlíusdóttir, Baidvin Jóhannson, systkini, barnabörn og tengdafólk. R. SIGMUNDSSONeht Tryggvagötu 16 101 Reykjavík Sfmi: 562 2666 Fax: 562 2140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.