Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 36
^36 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Albert Finn- bogason fædd- ist á Svínhóli í Miðdölum í Dala- sýslu 28. ágúst 1900. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 15. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Finn- bogi Finnsson, bóndi á Sauðafelli, og kona hans Mar- grét Pálmadóttir. Albert var sjöundi af tólf börnum þeirra hjóna. Systkini Alberts voru: Pálmi, f. 25.5. 1892, d. 17.1. 1970, Finnur, f. 19.6. 1893, d. 9.12. 1897, Þórdís, f. 6.9. 1894, d. 8.1. 1898, Anna Oktavía, f. 1.10. 1895, d. 9.5. 1919, Herdís Kristín, f. 19.2 1897, d. 20.6. 1996, Benedikt, f. 11.11. 1898, d. 25.11. 1898, Unnur, f. 8.12. 1901, d. 5.2. 1992, Yngvi, f. 5.1. 1904, d. 8.6. 1989, Olafur, f. 15.3 1906, d. 7.2. 1991, Finndis, f. 23.9. 1909, d. 28.5. 1994, og Ellert, f. 31.12. 1911, d. 20.4. 1994. Hinn 13. maí 1931 kvæntist Albert eftirlifandi konu sinni Elísabetu Benediktsdóttur, f. 23.7. 1905. Foreldrar hennar voru Benedikt Snorrason bóndi á Erpsstöðum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Látinn er í hárri elli föðurbróðir minn, Albert Finnbogason, fyrr- verandi bóndi á Erpsstöðum í Wvliðdölum. Hann var sonur hjón- anna Finnboga Finnssonar bónda og Margrétar Pálmadóttur. Þau hófu búskap að Háafelli í Miðdöl- um en fluttust þaðan að Svínhóli þar sem Albert er fæddur. Hann var sjöunda barn þeirra en þegar hann fæddist voru aðeins þrjú á lífi, hin höfðu þau misst. Ekki var Albert heldur spáð langlífi því að hann var svo lasburða fyrstu vikur ævinnar að honum var vart hugað líf. En lífskrafturinn náði yfirhönd- inni og drengurinn lifnaði við og náði að verða 96 ára gamall. „Það er einhver seigla í okkur, við vorum lélegust en lifum lengst", sagði ^Herdís systar hans sem dó í fyrra 99 ára gömul. Albert ólst upp á Svínhóli hjá foreldrum sínum og í stórum systk- inahópi, því að börn Finnboga og Margrétar urðu alls 12. Árið 1918 fluttust þau að Sauðafelli og bjuggu þar síðan. Albert vann að búi foreldra sinna og í frístundum átti hestamennska hug hans og þeirra bræðra. Á næsta bæ við Sauðafell, á Erpsstöðum, var lagleg, dökkhærð og blíðlynd stúlka, Elísabet Bene- diktsdóttir, að vaxa úr grasi. Eitt- hvað hefur verið kankast á milli bæja því að Albert og Beta, eins og hún hefur ávallt verið kölluð, giftust 13. maí 1931. Þau hófu búskap á Sauðafelli og sama ár fæddist þeim fyrsta dóttirin Anna Margrét. Á þessum árum var erf- itt að fá jarðnæði og jarðirnar ekki nógu stórar fyrir tvíbýli. Albert og Beta leigðu jörðina Svalbarða í tvö ár og þar eignast þau aðra dóttur, Guðrúnu, en fluttust aftur að Sauðafelli. Þau veltu því fyrir sér að flytjast til Reykjavíkur, en þá var stríðið byrjað og þeim fannst betra að vera í sveitinni heima en fara suður í óvissuna. En árið 1940 ’^aupa þau Skörð og þar fæðist þriðja dóttirin, Svanhildur. Þar búa þau næstu árin eða þar til Erps- staðirnir, æskuheimili Betu, losna árið 1947. Þegar Benedikt Snorra- son á Erpsstöðum missti konu sína, Guðrúnu Guðmundsdóttur, hætti hann búskap og seldi jörðina dótt- ^ur og tengdasyni. Á Erpsstöðum voru betri landkostir en í Skörðum Dætur þeirra eru þijár: 1) Anna Margrét, f. 24.7. 1931, gift Hildiþór Kr. Ólafssyni, og eiga þau tvær dæt- ur og eitt barna- barn. 2) Guðrún, f. 19.5. 1936, gift Páli Björnssyni og eiga þau þrjú börn og fimm barna- börn. 3) Svanhild- ur, f. 31.10. 1941. Albert ólst upp á Svínhóli til 18 ára aldurs en flutti með foreldrum sínum og systkinum að Sauðafelli 1918. Hann vann á búi foreldra sinna þangað til þau Elísabet hófu eigin búskap þar. Þau bjuggu í tvö ár á Svalbarða, siðan aftur á Sauðafelli. Þau fóru að Skörðum árið 1940 og bjuggu þar til 1947 þegar J»au fluttust að Erpsstöðum. Árið 1966 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Þar stundaði Albert ýmis störf, var í byggingar- vinnu, vann hjá Sambandinu og við innheimtu hjá Ríkisút- varjjinu. Utför Alberts verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. en Erpsstaðabærinn stóð hátt í hlíðinni og þar var sólríkt og veður- sælt. Það er á þessum árum sem ég tengist frændfólki mínu á Erps- stöðum. Á eftirstríðsárunum þótti sveitadvöl ómissandi liður í uppeldi barna og best að senda þau sem yngst. Þeir sem höfðu flust úr sveitunum héldu tryggð við heima- byggðina og vildu að bömin kynnt- ust uppruna sínum og bænda- menningunni. Sjö ára gömul fór ég fyrst í sveit til Alberts og Betu á Erpsstöðum og var þar alls í þijú sumur. Á Erpsstöðum var blandaður búskapur, kýr og kindur, hestar, hænsni, hundur og kettir. Framan af voru gamlir búskaparhættir við lýði, slegið með orfi og ljá en ég varð vitni að því að nýi tíminn hélt innreið sína og Ferguson traktor fór um túnin. í mínum minningum var góðæri á þessum árum, fólk undi við störf og leik í kyrrð og friði. En árferði hefur verið misjafnt þá eins og nú, því að ég man eftir því að eitt sumar- ið byijaði Albert ekki slátt fyrr en á afmælisdaginn minn, 18. júlí. Á sumrin fjölgaði fólki á bænum, „afi“ kom að sunnan, en Benedikt Snorrason kom vestur á hveiju sumri og tók þátt í heyskapnum. Eitt sumarið var þar kaupamaður, Gunnar Jósepsson, og svo voru teknir snúningastrákar úr Reykja- vík. Auk þess bar oft gesti að garði, þegar brottflutt skyldfólk og svei- tungar vitjuðu æskustöðvanna. Albert var alla tíð léttur í spori og kvikur í hreyfingum. Hann hafði létta lund og átti auðvelt með að gera að gamni sínu. Hann var mikill hestamaður og þegar við krakkarnir fórum að sækja hesta var erfiðast að ná Vindi, reiðhesti Alberts. Þegar Albert var yngri hafði hann átt meiri gæð- inga, Gránu og Brúnku, en ég man eftir honum þar sem hann situr Vind og eru báðir léttir og kvikir. Albert var farsæll bóndi og bjó góðu búi. Honum voru sveitastörf- in í blóð borin, samt þoldi hann aldrei heyvinnu. Frá unga aldri hafði hann fundið fyrir heymæði sem ágerðist svo með árunum að þau hjón urðu að lokum að hætta búskap. Eldri dæturnar tvær voru þá báðar farnar að búa í Reykja- vík. Árið 1966 flytja Albert og Beta til Reykjavíkur og kaupa íbúð í Álfheimum 36, þar sem þau bjuggu alla tíð ásamt Svanhildi, yngstu dótturinni. Eins og á Erps- stöðum var þar alltaf tekið á móti gestum af mikilli reisn. Þegar þau bregða búi er Albert 66 ára og halda mætti að hann væri búinn að skila sínu dagsverki en starfsævinni var ekki lokið. Bóndinn var ekki vanur iðjuleysi og þegar hann var að skoða sig um í nýjum heimkynnum í höfuð- borginni sá hann að í nágrenninu var verið að reisa hús. Fyrr en varði var hann kominn þar í bygg- ingarvinnu. En sveitastörfunum var ekki alveg lokið, því að seinna vann hann í mörg ár hjá Samband- inu við að flokka gærur og dún. Að lokum gerðist hann innheimtu- maður hjá Ríkisútvarpinu. Þótt slík störf séu að öllu jöfnu óvinsæl, þá kunni hann þeim vel, honum var víðast hvar vel tekið og hann vann þangað til hann var kominn hátt á níræðisaldur. Þrátt fyrir nokkur áföll, fór ellin mildum höndum um Albert. Þrekið minnkaði smám saman og andleg atorka fór dvínandi. Hann fylgdist með til hinstu stundar, en var að mestu hættur að leggja nokkuð til málanna. Honum var ómetanlega mikils virði að geta verið heima, þótt hann þyrfti á umönnun að halda, og þurfa ekki að fara á sjúkrahús nema undir lokin. Slíkt hefði ekki verið hægt nema vegna einstakrar umhyggju og alúðar dætranna og fjölskyldna þeirra. Að Alberti látnum eru öil Sauða- fellssystkinin farin. Þau sem upp komust, utan ein systir, sem dó langt um aldur fram, urðu öll há- öldruð og seiglan í sumum þeirra fór langt með að þau lifðu öldina. Það hafa orðið þáttaskil í sögu Miðdala og í ævi okkar afkomend- anna. Aldamótakynslóðin, sem lifði meiri breytingar en nokkur önnur kynslóð, er að hverfa. Þessi kyn- slóð tók þátt í miklum breytingum jafnt á lifnaðarháttum og viðhorf- um. Hún varð vitni að risi og hnignun bændasamfélagsins, en það einkenndi öll Sauðafellssystk- inin að þau tóku þessum breyting- um með jafnaðargeði. Þau minnt- ust eigin æsku með hlýju og ef til vill söknuði en þau söknuðu ekki gamla tímans. Þau voru hrifin af nútímanum og fögnuðu framförum og glöddust yfir þeim tækifærum sem nú bjóðast nýrri kynslóð, ann- arri aldamótakynslóð. Enginn lifir að eilífu, en dauðinn kemur alltaf snöggt. Missir Betu er mestur sem nú horfir á eftir lífs- förunauti sínum eftir 66 ára far- sælt hjónaband. Ég og fyölskylda mín sendum Betu, Ónnu, Únnu og Svanhildi og öðrum afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Alberts Finnbogasonar. Hildigunnur Ólafsdóttir. Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. (Hallgr. frá Ljárskópm). í dag kveðjum við afa okkar Albert Finnbogason hinstu kveðju. Hann var fæddur aldamótaárið og hefði því orðið 97 ára nú í sumar. Afi hefur því lifað nær alla þessa öld og upplifað þær gífurlegu þjóð- félagsbreytingar sem átt hafa sér stað. Afi var fæddur í Miðdölum í Dalasýslu og mestan hluta ævi sinnar var hann bóndi þar. Lengst af var hann bóndi á Erpsstöðum í Miðdölum. Margar góðar minningar eigum við sem tengjast afa og á kveðju- stund hvarflar hugurinn til minn- inga liðinna ára. Fyrstu minningar tengjast ferðum til ömmu og afa ALBERT FINNBOGASON að Erpsstöðum. Þó að við værum of litlar til að taka þátt í eiginleg- um sveitastörfum fengum við að taka þátt í daglegu starfi. í því fólst nærvera og samskipti sem við búum að síðan. Árið 1966 hættu amma og afi búskap og fluttu til Reykjavíkur, í Álfheima 36. Þaðan eigum við því flestar okkar minningar um afa. I Álfheimana höfum við alla tíð getað leitað hvenær sem er og notið þess að eiga þar afa og ömmu sem hafa alltaf viljað okkur það besta. Þó að afi hafi brugðið búi, var hugur hans alla tíð tengdur sveitinni hans í Dölum. Hann hafði mikinn áhuga á sveitastörfum og var mikill hestamaður. Hann átti sjálfur góða hesta á búskaparárum sínum og talaði oft um þá eftir að hann hætti búskap. Afí átti stóran þátt í lífi okkar. Hann lá jafnan ekki á skoðunum sínum. Sagði umbúðalaust það sem honum fannst, kímdi þá og var glettinn á svip. Stundum var eins og hann hefði gaman af að vera á öðru máli. En hann bar hag okkar barna- barnanna sinna fyrir brjósti og hjá honum áttum við öll okkar sess, hvert á sinn máta. Afí og amma hafa alltaf verið samhent í að búa okkar hag sem bestan og lögðu sig fram við að gera okkur öllum jafnhátt undir höfði. Fyrir það verðum við alltaf þakklátar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við eigum alltaf eftir að eiga góðar minningar um afa. Við þökk- um honum fyrir samfylgdina og allt það sem hann hefur verið okk- ur og fyrir okkur gert. Missir ömmu er mestur og biðjum við fyrir styrk til hennar. Blessuð sé minning afa. María og Elísabet. Elsku langafí. Ég er það lítil að ég geri mér ekki grein fyrir því að þú sért farinn. Samt er ég búin að átta mig á því að ekki er allt eins og var í Álflieimunum, þú ert ekki þar sem þú varst vanur að vera. Það er skrítið að hugsa til þess að aldursmunur okkar var nærri heil öld, samt náðum við aðeins að kynnast. Það var ekki langur tími en samt svo dýrmætur fyrir mig. Núna á ég myndir af þér og mynd- ir af okkur saman sem hjálpa mér að muna eftir þér. Ég á líka góðar gjafír sem þú og langamma hafíð gefíð mér og ég á eftir að varð- veita. Mamma, amma og aðrir í fjölskyldunni eiga eftir að segja mér frá þér, langafa mínum, sem varst alltaf svo glaður að sjá okkur langafabömin þín og vildir okkur svo^ vel. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og að þú munt alltaf vaka yfír velferð minni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Með þakklæti til þín, elsku langafi. ' Þórhildur. Kveðja til langafa. Ó, Jesú, bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (Páll Jónsson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Hrund og Harpa Hlín. KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR + Kris1jana Krist- insdóttir fæddist í Sandgerði 26. des- ember 1946. Hún lést á Landspítalan- um 16. júní síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. júní. Mín elskulega vin- kona Kristjana eða Sjana eins og kunnugir kölluðu hana, er látin eftir harða baráttu við erfíðan sjúkdóm. í huga mínum er hún geisli sem stöðugt veitti mér og samferðafólki sínu birtu og ástúð. Við Marteinn M. Jóhannsson og Silja dóttir okkar eigum ótal góðar minningar um vel gerða vinkonu. Við sjáum fyrir okk- ur glaðlegt andlit hennar og hóg- vært fas þótt hún sé horfin yfir landamærin. Við áttum víðs vegar sameiginlegar ánægjustundir með börnum okkar bæði sunnanlands og austan. Ég kynntist Kristjönu á þeim árum sem hún og Randver Ár- mannsson, eftirlifandi maður henn- ar, voru í tilhugalífinu. Það vakti athygli mína þá hve Kristjana geisl- aði af gleði og hve mikla umhyggju hún bar fyrir öðru fólki. Síðar komu fleiri jákvæðir eðlisþættir hennar skýrar í ljós s.s. umburðarlyndi, tryggð og einlægni. Ætíð bar frá Kristjönu birtu ástúðar og um- hyggju. Hún var réttsýn, örlát og góð við alla sem minna máttu sín og dæmdi aldrei nokkurn mann. Hún var kona sem gaf af sjálfri sér og taldi ekkert eftir en vann öll sín verk af stakri vandvirkni og alúð. Eitt sinn fyrir skömmu þegar hún sjálf var orðin veik, sagði hún mér að hún hefði ekki mestar áhyggjur af sjálfri sér, það væru börnin sem skiptu öllu máli, Steinunn Ýr, Erla Hrönn og Pálmi Freyr auk Randvers og móður hennar Guð- bjargar. „Þau hafa alltof miklar áhyggjur af mér,“ sagði hún. Þá ætlaði Kristjana að ná aftur fullri heilsu og standa áfram við hlið ástvina sinna sem höfðu reynst henni svo vel. Hjá okkur sem syrgjum þessa lífsglöðu vinkonu geta minningabrot um hana laðað fram bros jafnvel á erfiðustu stundum. Við brosum fyr- ir hana, því að hún vildi að lífið brosti við okkur öllum. Návist Kristjönu var í orðsins fyllstu merkingu geislandi. Hún var sumar og sumarið bjó í henni. Osk hennar til okkar sem eftir lifum var að við mættum njóta sól- ar. Hún gaf okkur Silju og Marteini þá mestu gjöf sem hægt er að gefa samferðarfólki sínu - dýrmæta vin- áttu og ógleymanleg kynni._ Kæri Randver, Steinunn Ýr, Erla Hrönn, Pálmi Freyr, Ingibjörg og aðrir nákomnir ættingjar og vinir, - megi sól og sumar fylgja ykkur. Bjartar minningar lifa. Ágústína Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.