Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ,32 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997_________________________ AÐSENDAR GREINAR Beaufort-vindmælikvarð inn og týnda vindstigið 33 BEAUFORT-vind- styrksskalinn hefur verið við lýði í um 150 ár á alþjóðasviði. Þetta var mjög góð uppgötv- un á sínum tíma og gott til síns upphaflega brúks en var aldrei (.ætlað að vera mæli- kvarði á vindhraða, sem það síðar varð. Ameríkanar lögðu kerfið niður í sinni upp- haflegu mynd, árið 1955. Nú 50 árum síð- ar erum við enn að nota þetta kerfi. Ætlun er að brejd;a til hér einnig, að mér skilst, og nota vindhraðamælieininguna metrar/sekúndu og finnst mér tími til kominn, en einnig að athuga okkar gang. Svo finnst mér furðu- legt að Veðurstofufólk skuli aldrei nota orðin „stinningsgola“ eða „blástur“, í töluðu máli um ijórða vindstigið, þannig að fjórða vind- stigið virðist týnast, detta niður dautt og ómerkt. Ég skora á veðurfræð- inga, segir Albert Tómasson, að viður- kenna klúðrið og færa mál til betri vegar. Francis Beaufort, íri, seinna Sir og aðmíráll, tók við skipstjórn á breska 44 fallbyssna herskipinu Woolwich árið 1805. Þessi Beaufort var með afbrigðum snjall maður og hafði getið sér mjög góðan orðstír, fram að því, í breska flotanum. Það var afar sjaldgæfur hugsunarháttur á þeim tíma, að æðsti yfirmaður, æskti þess að allir dátar á sínu fleyi skynjuðu og vissu hvaða segl og hve mikið af seglum ættu eða mættu vera á möstrum skipsins við vissar veðuraðstæður, þannig að varla þyrfti skipanir til að hagræða seglum sem var ekkert smámál á svo stórum skipum. Þetta er því •merkilegra í ljósi þess að enn þann dag í dag er til að mynda dátum í rússneska hernum og öðrum lægst settum haldið í algerri fáfræði hvað viðkemur allri vitneskju um tækni- svið og hernaðarbrölt sinna yfir- manna. Þegar Beaufort útbjó sinn mæli- kvarða, hugsaði hann ekkert um vindhraða sem slíkan, en eingöngu um áhrif vindstyrks á skip sitt. Hann greindi í sundur 13 mismun- andi ásýndir eða ástand sjávar eftir vindstyrk og númeraði það 0 til og með 12. Frá 0 til og með 4 eru öll segl uppi á möstrum og hann metur hraða skipsins eftir tölunum, þann- ig að 4 gefur hraða skips 5-6 hnút- ' ar. Frá tölunum 5 til og með 9 er mismunandi hvaða segl eru tekin niður eftir vindstyrk. Eftir 9 og til og með 12 er það öryggi skipsins sem er í fyrirrúmi. Með tölunni 12 er ekki unnt að hafa nein segl á Albert Tómasson Sýning um samslæður og andsfæður Norðmanna og íslendrnga á miðöldum. I Þjóðmíniasafn íslands möstrum og því er ekki talið hærra (sjá nánar töflu á ensku). Semsagt, þegar skipsmenn hans íhug- uðu ásýnd yfirborðs sjávar og sáu til að mynda hvítt á ein- stakri báru, mátu þeir sjó í ástandi 3 og þá átti hraði skipsins, með öll segl uppi, að vera sem næst 3-4 hnút- um. Nú hvessir og hvítnar meira á báru og er þá metið talan 4 og skipshraði um 5-6 hnútar. Enn hvessir og er orðið vel hvítt á báru og komnar hvítar rákir, þá er komið í töluna 5 og byijað að fella efstu segl o.s.frv. Eins og sjá má var þetta einstaklega snjall gjörn- ingur af þessum heiðursmanni við þessar aðstæður. Um 50 árum (1854) eftir að Beaufort kom með þessa frábæru lausn á sínum siglingavandamálum gerðist það í Krímstríðinu, þegar Bretar og Frakkar voru innikróaðir í skotgröfum í Sevastopool, að fjöl- mörg birgðaskip á leið til þeirra með vetrarforðann, fórust í fár- viðri. Til að reyna að sjá fyrir um slík ósköp, var stofnaður vísir að núverandi Alþjóða veðurstofnuninni WMO (World Meterological Org- anization). Tvær uppfinningar sem sáu dagsins ljós nokkru áður, gerðu það mögulegt að senda og móttaka stormviðvaranir, en það var upp- götvun Samuel Morse á ritsímanum 1837 og bollavindhraðamælinum (cup anemometer) af T.R. Robinson 1846. Árið 1838 hafði breski flotinn lögboðið Beaufort skalann um allt sitt veldi og minnumst þess að Bret- ar voru þá heimsveldi og þóttust ráða yfir heimshöfunum, semsagt þungavigtarmenn á þessu sviði. Bollavindhraðamælirinn var góð uppfinding, en að sjálfsögðu mælir það tæki aðeins snúninga á mínútu við vissan vindhraða. Amerískur bóndi las kannske 39 snúninga/ mín. á sínum mælir og var það 7 vindstig eftir hans töflu. Evrópu- maður las á sinn mælir einnig 39 snún/mín. en fékk 5 vindstig úr sinni töflu. 30 mismunandi túlkanir voru á þessu fyrirbæri í meira en hálfa öld í heiminum. Mismunur var upp í 100% milli landa. Rúmum 70 árum síðar (1926) tókst loks að samræma þetta milli þjóða. En áfram var haldið að gefa vind- styrksnúmer fyrir vindhraða. Nú tæpum 200 árum eftir Beau- fort erum við að nota þetta vind- styrkskerfi sem vindhraða skala. Það er lygi líkast hvernig þetta hefur þróast og að við skulum vera að nota þetta enn þann dag í dag. Þó hillir undir endalokin. En þá má bara ekki fara úr öskunni í eld- inn og fara að nota metra á sek- úndu fyrir mælikvarða handa hin- um almenna borgara, á sjó og landi. Ég vildi sjá hnúta og kílómetra á klst. sem við notum í daglegu lífi okkar. Hvað Veðurstofan notar inn- MikicS úrval af fallegyiti rúmfa+naái TOLUR TIL AÐ TAKNA VINDSTYRK SkóLavörðustíg 21 Simi 551 4050 Reykiavik 0 Logn 1 Andvari Eða aðeins nóg til að skipið láti að stjórn. 2 Kul Eða sá hraði sem striðsskip (man-of-war) næði í sléttum sjó með Öll segl uppi og hreinan botn. 1-2hnútar 3 Gola i 3-4 hnútar 4 Stinningsgola 5-6 hnúlar 5 Kaldi j \ i líl \ 1 Toppsegl (Hpyals &c.) 6 — . J / ; ii\ Stinningskaldi Eðaþáðsem vel til hatt stríðsskip Einfaltrifuðtoppsegl. (Single-reefed lopsails and lop-gal.sail) 7 Allhvasst (well conditioned man-of-war) gæii mést haft uppi afseglum í eftirför (fullanðby). afcééÉtii mí Tvöfalt rifuð toppsegl. (Oouble-reeted lopsails, jib. S c.) 8 Hvassviðri (Trelle-reeled topsalls^ cj 9 Stormur Full-rifuð toppsegi. \ / í (Close-reeled lopsails and courses) 10 —u—i: Rok JÍÍÍ=st=:h: Eöa þegarskipið getur varia haft uppi fullrilað aðaltoppsegl 'ög rifuð framsegl. ' “ ' // i 11 Ofsaveður Eða þegar eingöngu er hægt að hafa stormsegl uppi (storm staysails). 12 Fárviðri Eða þegar ekki er hægt að hata nein segl á möstrum. anhúss hjá sér, kemur okkur auðvit- að ekkert við. Ameríkanar breyttu sínu kerfi árið 1955, þannig að á sínum veður- kortum hafa þeir fjaðrir eins og hér, á sínu staðarmódeli, en hver heil ijöður táknar 10 hnúta og hálf- fjöður 5 hnúta. Til að fá kílómetra á klst. er einfaldlega margfaldað með tveimur (nánar 1,85) sem er nógu nákvæmt til almennra nota. Þetta kerfi er ekki fjarri þvi sem nú er hér og yrði án efa vinsælt. Þá endar skalinn ekki í 12 eins og nú, sem er um 67 hnútar, en fer áfram upp eins langt og guð leyfir vindinum að blása á okkur. Furðulegt er það að Frakkar sem voru og eru mjög sterkir „metric“ menn skulu ekki hafa staðið á móti þessu af alvöru og strax notað bollavindhraðamælirinn með stand- ard viðmiðun á snú/mín. við km/klst eða sjómílur á klst. (hnúta). Sams konar klúður virðist vera að fara á stað núna með mælingu vind- hraða í metrum/sek. fyrir almenn- ing hér á landi. Þarf ef til vill önn- ur 200 ár til að fá því breytt, ef af verður. Verðum við ofurseldir skipunum frá ES þarsem hinn al- menni borgari notar ekki veður- fréttir í venjulegum störfum í eins ríkum mæli og hér á landi. Ef svo . verður er þetta keimlíkt því sem Bretar þröngvuðu upp á heiminn upp úr 1850. Og þá er spurningin sú, fyrir hvern er verið að spá, er kannske bara verið að spá fyrir Brussel, en við kotungarnir snið- gengnir með okkar þarfir. Er fram- tíðin sú að allir sem nota veðurfrétt- ir á íslandi, á annað borð, þurfi breytingartöflur upp á vasann? Og þá er það týnda vindstigið blessaða. Hafa menn tekið eftir því að íjórða vindstigið vantar alltaf í talaðar lýsingar af spá eða veður- lýsingu frá Veðurstofunni. Engu er líkara en að um bannorð sé að ræða. Það er ávallt talað um golu (3 vindstig) eða kalda (5 vindstig). Þarna er fjórða vindstigið á milli og heitir „blástur“ eða „stinnings- gola“. Hvað veldur? Þar sem ég hef stundað handfæraveiðar, í nokkrum mæli, í atvinnuskyni, síðstliðna tvo áratugi, finnst mér þessi ruglingur afar slæmur. Mörkin á því hvort hægt er að vera eðlilega að á hand- færum á smábát eru um 4 vindstig, sakir reks og sjógangs. Þeir hörð- ustu nota þó drifakkeri til að geta verið að í verra veðri, en ég er ekki í þeirra hópi. Ég hef rætt um þetta í síma við Veðurstofustjóra. Hann er afar kurteis og prúður maður eins og Vestfirðingi sæmir, en ekkert ger- ist. Nú skora ég á ykkur, veður- fræðinga, að mæla þessi bannorð af munni, viðurkenna að klúðrið sé á enda og í mínum huga verðið þið menn af meiri og hafið þökk fyrir. Höfundur er fyrrv. flugstjóri og trillukarl. Danska eða enska, það er spurningin! Sr. Þórhallur Heimisson ENN á ný hefur ver- ið vakin umræða um það hvort danska eða enska skuli vera fyrsta erlenda tungumálið sem íslensk börn læri í skóla. í þetta sinn er það menntamálaráð- herra og menntamála- ráðuneytið sem ríða á vaðið og leggja það til að enska skuli verða fyrsta erlenda málið er íslensk börn læri á skólabekk, en danska skuli koma síðar í nám- inu. Vissulega slá ráð- herra og ráðuneyti þann varnagla að ekki skuli dregið úr dönsku- kennslu, henni einungis seinkað. Það vita samt allir sem hafa feng- ist við tungumálakennslu, að því fyrr sem hafist er handa við að læra nýtt mál, því auðveldara er námið. Margir hafa að undanförnu tekið undir þessa ósk ráðherra og ráðuneytis. Rökin eru þau að danska sé útkjálkamál, mál smá- þjóðar, að lítii not séu fyrir dönsku, að enska sé alheimsmálið, að alnet- ið sé á ensku. Sumir hafa jafnvel slegið á streng þjóðerniskenndar og sagt að dönskukennsla sé ekki annað en leyf nýlendutímans. Þann- ig mætti lengi telja. í allri þessari umræðu held ég að það sé gagnlegt að skoða hvern- ig tungumálanám íslendinga nýtist, til dæmis með því að sjá hvert ís- lendingar halda í framhaldsnám eða starf á erlendri grundu. Tölur frá Hagstofunni tala skýru máli um það. Árið 1996 bjuggu 22.425 ís- lenskir ríkisborgarar á erlendri grundu. Þar af bjuggu 14.829 á Norðurlöndunum, 2.808 í öðrum Evrópulöndum en 4.144 í Amerík- unum tveimur. Utan Evrópu og Ameríku bjuggu aðeins 644 ein- staklingar. Lang- stærsti hlutinn bjó sem sagt á hinu norræna málsvæði. Hvernig má það vera? Þar vega hin sögulegu tengsl auðvit- að þungt. Hitt er annað að dönskukennslan á íslandi lýkur upp dyr- um náms og atvinnu- möguleika á Norð- urlöndunum. Danskan styttir leiðina yfir í norskuna og sænsk- una. Þess vegna er Is- lendingum ekki tekið sem útlendingum á Norðurlöndunum. Við erum á heimavelli þangað komin. Það þekki ég sjálfur bæði frá Danmörku og Svíþjóð þar sem ég hef búið, starf- að og gengið í skóla. Sömu sögu hafa þúsundir íslendinga að segja. íslendingar eru ráðnir við háskóla Norðurlanda á námslaun sem hvetj- ir aðrir heimamenn. Þar hjálpar danskan okkur á skrið. Hvað ætli margir íslendingar séu við doktors- nám á Norðurlöndunum með laun frá þarlendum háskólum? Engin slík námslaun eru borguð af ís- lenska ríkinu og furða Norður- landabúar sig á því þegar þeir frétta af. Ætla hérlend yfirvöld e.t.v. að taka upp slík laun fyrir nám ef tengslin rofna? Hin norræna sam- vinna gerir okkur kleift að halda utan og starfa án nokkura vanda- mála. Einnig þar ryður danskan okkur leið, jafnvel þó stirðlega gangi að tala í fyrstu á erlendri grundu. Nú ætla ég ekki þeim er stjórna menntamálum að þeir vilji leggja stein í götu íslenskra námsmanna á Norðurlöndunum, eða þess fjöl- menna hóps er þar starfar. En væri ekki rétt, áður en við kollsteyp- um áherslum í skólakerfinu, að kanna til hins ýtrasta hveijar afleið- ingarnar verða og hvernig, sannan- lega, tungumálakennsla nýtist? Nú er ég ekki að tala gegn ensku- kennslu, síður en svo. Enska er mál málanna sem allir verða að læra í okkar heimshluta. En væri ekki nær að efla enskuna með því að hefja enskukennslu um leið og dönskunám? Þá mætti bæta við þýsku eða frönsku í 7. bekk eins og gert er á hinum Norðurlöndun- Við erum á heimavelli á Norðurlöndum. Þór- hallur Heimisson rökstyður hér hvers vegna á að kenna dönsku sem fyrsta tungumál í skólum. um. Því þýskan er mál Evrópu í dag, hvað svo sem verður á morg- un. Og íslensk börn fá minna tungu- málanám en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum, t.d. í Finnlandi þar sem sænska er kennd með sömu rökum og danska hér á landi. Lýsi ég hér með eftir skoðunum sem flestra um þessi mál, því það er ekki aðeins stærðfræðin sem skilar okkur betri menntun og bjartari framtíð eins og af er látið, heldur einnig og ekki síst mikið og gott tungumálanám. Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.