Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lagt til að ríkið selji sinn hlut í Bifreiðaskoðun FRAMKVÆMDANEFND ríkisins um einkavæðingu ákvað á fundi sínum í gær að leggja til við dóms- málaráðherra að allur hlutur ríkis- ins í Bifreiðaskoðun íslands verði seldur í dreifðri sölu til almennings síðar í sumar með svipuðum hætti og þegar hlutur ríkisins var seldur í Lyfjaversluninni og Jarðborunum. Um er að ræða 44,6% hlutabréfa í félaginu sem nýverið sameinaðist þremur minnifyrirtækjum. Að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, deildarstjóra í fjár- málaráðuneytinu og ritara fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu, hefur engin ákvörðun verið tekin um sölu Áburðarverksmiðj- unnar en eins og fram hefur kom- ið hafnaði ríkið þeim tilboðum sem bárust í verksmiðjuna. „Nefndin hefur bæði í þessari viku og þeirri síðustu verið að fjalla um þá kosti sem eru í stöðunni og innan henn- ar og hjá ráðgjöfum hafa nokkur atriði verið skoðuð og gerum við Bætt af- koma hjá Sparisjóði Bolung- arvíkur HAGNAÐUR eftir skatta hjá Spari- sjóði Bolungarvíkur nam 40 milljón- um króna í fyrra samanborið við 32 milljónir árið áður. Arðsemi eig- in fjár nam 11,8% árið 1996. Heild- arinnlán að meðtalinni verðbréfa- útgáfu námu 1260 milljónum króna og höfðu aukist um 15,4%. Heildar- útlán námu í árslok 1376 milljónir króna og höfðu aukist um 31%. í lok ársins var eigið fé sparisjóðsins 378 milljónir króna og hafði aukist um 11,6%. Á aðalfundi Sparisjóðs Bolungar- víkur sem haldinn var þann 7. maí sl. í Bolungarvík kom meðal annars fram í ræðu Benedikts Bjarnason- ar, stjórnarformanns, að rekstraraf- koma sparisjóðsins hafí verið mjög góð á árinu og að bætt afkoma stafaði af meiri umsvifum á öllum sviðum. „Hagstætt ár er að baki hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og allar stærðir bæði í rekstri og efnahag hafa þróast á mjög hagstæðan hátt. Útlán til sjávarútvegs eru nú 55% heildarútlána, en sparisjóðurinn fjármagnar nær allt atvinnulíf á Suðureyri og Bolungarvík. Þrátt fyrir mikla erfíðleika á starfssvæði sjóðsins hin síðari ár, er eiginfjár- staða sparisjóðsins ein sú besta af peningastofnunum eða 30,3% en samkvæmt lögum má hlutfallið ekki vera lægra en 8%,“ segir Benedikt Bjarnason. í frétt frá sparisjóðnum kemur fram að aukin samkeppni á fjár- málamarkaði hafi leitt til minni vaxtamunar, lækkunar á útláns- vöxtum og hækkunar vaxta á inn- lánum og verðbréfum. Af þeim sök- um hefur verið unnið að aukinni hagræðingu og meiri sjálfvirkni í starfseminni. A sl. ári var settur upp hraðbanki í Sparisjóðnum sem er einn þáttur í þessu ferli. Á aðalfundinum var stjórn spari- sjóðsins endurkjörin en hana skipa Benedikt Bjamason formaður, Finnbogi Jakobsson, Gestur Krist- insson varaformaður, Ólafur Bene- diktsson og Örn Jóhannsson. Spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Bolungarvík- ur er Sólberg Jónsson. ráð fyrir því að öðru hvorum meg- in við helgina verði málin farin að skýrast." Að sögn Skarphéðins var enn- fremur ákveðið á fundi einkavæð- inganefndar að fela Landsbréfum hf. að annast sölu á hlutabréfum ríkisins í íslenska járnblendifélag- inu. Um er að ræða sölu á 26,5% hlut í félaginu þannig að eftir söluna mun hlutur ríkisins í ís- lenska járnblendifélaginu verða 12% en ríkið á 38,5% hlut eftir að norska fyrirtækið Elkem ASA skrifaði sig fyrir allri hlutaíjár- aukningu félagsins _og eignaðist þar með 51% hlut í íslenska járn- blendifélaginu. Skarphéðinn segir að rætt hafi verið um að selja bréfin í septem- ber næstkomandi en engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi. Eins verði ekki tiikynnt strax hvernig að sölunni verði staðið en farið verði að tillögum Landsbréfa í þeim málefnum. Kælismiðjan Frost og Samey sameinast SKRIFAÐ hefur verið undir sam- komulag um sameiningu Kælismiðj- unnar Frost hf. og Sameyjar ehf. Við sameininguna fá hluthafar í Samey rúmlega 18% af hlutafé í sameiginlegu félagi. Samanlögð velta fyrirtækjanna nam 682,7 milljónum króna á síðasta ári og nam hagnaður af starfsemi þeirra 25,8 milljónum króna eða 3,8% af veltu, en gert er ráð fyrir að velta félaganna verði yfir 800 milljónir króna á þessu ári. Að sögn Óskars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Kælismiðjunnar Frosts, mun sameiningin taka gildi um næstu mánaðamót en fyrst um sinn verða fyrirtækin rekin sam- hliða. „Eftir sameininguna mun rafmagns- og iðnstýrideil félagsins starfa undir nafni Sameyjar, sem áfram verður til húsa á Granda- garði 11, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert verði nafn hins sameiginlega félags." í frétt kemur fram að Kælismiðj- an Frost er stærsta fyrirtækið á íslandi í kæli- og frystikerfum og starfa hjá félaginu um 60 starfs- menn. Velta Kælismiðjunnar Frosts á árinu 1996 var 535,1 milljón króna og hagnaður ársins nam 17,5 milljónum króna. Félagið er meðal annars umboðs- og þjónustuaðili Sabroe-samsteypunnar og selur heildarlausnir í kæli- og frystikerf- um. „Kælismiðjan Frost hefur í auknum mæli hannað og framleitt lausfrysta, plöntufrysta, ísverk- smiðjur, sjókælikerfi, þrýstihylki o.fl. Markmið félagsins er að skapa sem öflugast félag á þessu sviði og stefnir að stóraukinni sölu á fram- leiðsluvörum sínum á erlendum mörkuðum, en styrkur félagsins. felst í þeirri reynslu sem það hefur öðlast í þjpnustu við fiskvinnslu og útgerð á íslandi.“ Stefnt að skráningu á Verðbréfaþingi Óskar segir að félagið sé eina fýrirtækið á sínu sviði sem er skráð á Opna tilboðsmarkaðnum og stefnt sé að skráningu hins sameinaða félags á Verðbréfaþingi íslands í framtíðinni. í fréttinni kemur ennfremur fram STJÓRN Umhverfissjóðs verslunarinnar er skipuð þeim Bjarna Finnssyni, formanni, Óskari Magnús- syni og Sigurði A. Sigurðssyni. Um 100 aðilar sóttu um styrk til Umhverfissjóðs verslunarinnar 21,4 milljónum króna úthlutað til 24 aðila UMHVERFISSJÓÐUR verslunar- innar úthlutaði 21,4 milljónum króna til 24 aðila víðsvegar um landið síðastliðinn laugardag en úthlutunin fór fram á fræðslusetri Landvemdar að Alviðru í Árnes- sýslu. Verkefnin ná meðal annars til skógræktar, ferðamennsku, uppgræðslu, fræðslu og fugla- vemdar. Nærri 100 umsóknir bámst til sjóðsins og nam samanlögð upp- hæð umsókna 106 milljónum króna. Umhverfissjóður verslunar- innar fær tekjur af sölu plastburð- arpoka í verslunum en merki á haldi hvers poka segir til um hvort verslunin greiðir í sjóðinn eða ekki. í dag greiða á milli 160 og 170 verslanir um land allt í sjóðinn. Stofnaðilar Umhverfissjóðs versl- unarinnar eru Hagkaup, Kaup- mannasamtök íslands og Samtök samvinnuverslana. Hæsta styrkinn úr Umhverfis- sjóði verslunarinnar að þessu sinni fékk Húsgull á Húsavík að fjárhæð 5 milljónir en það félag vinnur að uppgræðslu k Hólasandi. Skóg- ræktarfélag íslands fær 4 milljónir króna til uppbyggingar skógrækt- ar hjá aðildarfélögum sínum um allt Iand. Landvernd fær 2 milljón- ir til uppbyggingar fræðsluseturs- ins Alviðru í Grímsnesi. Ferðaþjón- ustan í Þórsmörk hlýtur eina millj- ón til að lagfæra og byggja upp göngustíga á milli Húsadals og Langadals. Ólafur Amalds fær 800 þúsund vegna útgáfu bæklingsins „Að lesa landið“. Skógræktarfélag Eyfirðinga fær 800 þúsund til skógræktar og friðunar. Fjalla- ferðir, Stafafelli í Lóni, fá 770 þúsund krónur til að byggja upp gönguleiðir og útivistarsvæði fyrir ferðamenn. Umhverfis- og útivist- arfélag Hafnarfjarðar fær 750 þúsund til að gera gönguleiðakort og merkja gönguleiðir. Ferðamála- samtök Vestfjarða fá 650 þúsund til merkinga á gönguleiðum á Vest- fjörðum. SÁA hlýtur 627 þúsund til skógræktar í landi Staðarfells í Dalasýslu. Styrkur til að gera mynd um erni Þá fékk Ferðafélag íslands 600 þúsund til að bæta umgengni og umhirðu á gönguleiðinni Land- mannalaugar-Þórsmörk. Skóg- ræktarfélag Garðabæjar fær 600 þúsund vegna útivistarsvæðis í Sandhlíð ofan Kjóavalla. Magnús Magnússon hlýtur hálfa milljón til að gera heimildarmynd um íslenska haföminn. Skógræktarfélag Stykk- ishólms fær hálfa milljón tií að grisja skóg í landi félagsins og gera gönguleiðir. Skógræktarfélag Kópavogs fær hálfa milljón til að setja upp fræðsluskilti. Ungmenna- félag Islands fær hálfa milljón til skógræktar í Þrastarskógi. Sumar- heimili templara fær hálfa milljón vegna skógræktar í Galtalækjar- skógi, en aðrir fengu lægri styrki. að Samey ehf. sé öflugt rafmagns- og raftæknifyrirtæki með trausta ijárhagsstöðu en hjá fyrirtækinu starfi 18 starfsmenn. Velta félags- ins nam 147,6 milljónum króna á árinu 1996 og varð 8,3 milljóna króna hagnaður eftir skatta af starfsemi félagsins. „Samey hefur séð um mest allan rafmagnsbúnað fyrir Kælismiðjuna Frost hf. þ. á m. á stýrikerfum fyrir frystivélar, sjálfvirkt af- greiðslukerfi fyrir ísstöðvar, af- bræðslukerfi með vog á ísvélar ofl. Samey er m.a. umboðsaðili fyrir raftöfluframleiðandann Cubic í Danmörku. Önnur umboð sem Sam- ey hefur er Control Techniques hraðabreytar, General Electric- Fanuc iðntölvur ásamt Citect skjá- myndakerfí. Þessir framleiðendur eru meðal þriggja stærstu á sínu sviði í heiminum." Þróunarverkefni á hátæknisviði Sameiginlega hafa fýrirtækin unnið að stórum verkefnum og má þar nefna uppbyggingu á frysti- og rafbúnaði í hið nýja frystihús Síld- arvinnslunnar á Neskaupstað og í frystigeymslu Eimskips í Reykjavík. Meðal verkefna sem félögin eru að vinna að um þessar mundir eru sjó- kælikerfi fyrir loðnuskipin Börk NK og Jón Kjartansson SU, búnað í kælismiðju SÍF í Hafnarfirði og frystigeymslu Samskipa í Reykja- vík. Að sögn Óskars eru fyrirtækin sameiginlega að vinna að þróunar- verkefni á sviði hátækni þar sem möguleikar stjórnbúnaðar, alnets og skjástýrikerfis verða nýttir til fulls í kæli- og frystikerfum. „Út- búið verður kerfi þar sem algjörlega verður vikið frá hefðbundinni stjórnun og kælikerfi og farið í al- tæka tölvustjórnun þar sem allar aðgerðir til stjórnunar á kælikerfinu verða miðaðar við veiðar, magn í tönkum o.fl. Þessi lausn mun nýt- ast bæði í landi og á sjó og auka nýtingu og gæði afurða. Fyrirhugað er að setja fyrsta kerfið upp í Berki NK í tengslum við sjókælikerfi sem félögin munu setja í skipið." ♦ ♦ ♦ Húsaleiga hækkar um 5,5% VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júní, sem gildir fýrir júlí, reyndist vera 223,6 stig sem er hækkun um 0,2% frá maímánuði samkvæmt útreikning- um Hagstofu íslands. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 715 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,5% en und- anfarna þijá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,1%, sem jafngildir 8,7% verðbólgu á ári. Hagstofan hefur einnig reiknað Iaunavísitölu miðað við meðallaun í maí 1997. Er vísitalan 156,7 stig og hækkar um 1,7% frá fyrra mán- uði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.427 stig í júlí 1997. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 5,5% frá og með 1. júlí 1997. Leiga í júlí hækkar því um 5,5% og helst þann- ig næstu tvo mánuði, þ.e. í ágúst og september, að því er fram kem- ur í frétt frá Hagstofu íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.