Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 48
18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ JL HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó GrOtt Tí ÍÓ FYRSTA STORMYND ARSINS Bruce Willis - Gary Oldman Milla Jovovich A ★ ★ ★ ★ ★ ★ leikstjóriTluc BESSOIU PIERCE BROSNAN LINDA HAMILTON ★ ★★ OHT Rás2 lílllLT íiLllLL Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B. i. 12 ára. Myndin er byggö á sönnum atburðum í lífi rithöfundarins Ernest Hemingway sem leiddi til þess aö hann skrifaði hina frægu skáldsögu Vopnin kvödd. Leikstjórn: Richard Attenborough Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9.05 og 11.15. je rgsi r"*| ■ Die Hard framtíðarinnar. Hörku spennandi mynd um leigubílstjóra í New York árið 2300 sem fyrir tilviljun kemst að því að jörðinni er ógnað af ókunnu afli utan úr geimnum. Til þess að bjarga jörðinni verður hann að finna fimmta frumefnið. Búningar: Jean-Paul Gaultier, tónlist Eric Sierra. Leikstjóri: Luc Besson. íslensk heimasíða: xnet.is/5thelement Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.30. B. i. 10 ára UNDIR'DJ'ÚP^mmS D ra g ð u?á§M«n ;djúpt Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Enn ein perla í L festl lslens*<rar /jgjjr , náttúru. *<‘l>SkÞingvallavatn, Geysir Gullfoss f • og Mývatn. Náttúra íslands , frá alveg nýju sjónarhorni Sýnd kl. 5.30. Enskt tal, ótextaö. ÁTT ÞÚ AÐ SJÁ K L Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar T H T I-T E LIC H E LIC Jamiroquai í garðinum Jam In The Park nefndust stórtónleikar sem Jamiroquai hélt nýlega úti undir berum himni í Finsbury Park í London. Ragga and The Jack Magic Orchestra voru meðal 14 hljóm- sveita sem komu fram á þessum tónleikum. Dagur Gunnarsson var í garðinum og fylgdist með því sem fram fór. ÞEGAR nær dró Finsbury í norður- hluta London, fór að bera á fólks- fjöldanum. Allir streymdu í sömu áttina og smám saman átti maður ekki annarra kosta völ en að fylgja mannþrönginni og straumnum inn á tónleikasvæðið. Hér er fólk greinilega vant útihátíðum og blíð- viðri því margir höfðu nefnilega rænu á að mæta snemma með nest- iskörfuna og eitthvað til að sitja á. Þrjátíu þúsund manns komu til að sjá Jamiroquai og gestahljóm- sveitir hans. Samkvæmt aðstand- endum tónleianna voru það fimm þúsundum umfram það sem þeir höfðu ætlað svæðinu að þola. Mannþröngin var náttúrulega mik- il, en skipulagningin var það góð að maður þurfti aldrei að standa lengi í biðröðum, það var gnægð af sölutjöldum bæði með drykk, mat, húðflúrun og líkamsgötun, meira að segja hið eilífa kamra- vandamál virtist vera í lágmarki. Tónleikaveislan bytjaði rétt eftir hádegi og stóð fram undir mið- nætti. Boðið var upp á fjöldan allan af gómsætum tónlistarréttum á tveimur sviðum, á meðal þeirra sem fram komu voru Neneh Cherry hin sænska, Erykha Badu, Damage, Finley Quaye, Morcheeba og Faith- less til að nefna nokkra fyrir nú utan sjálfan Jamiroquai og landa okkar í Ragga and the Jack Magic Orchestra. „Þetta var sannarlega sólríkur sunnudagur og vissulega lang fjöl- mennustu tónleikar sem við höfum leikið á. Það var bæði heiður og ánægja að fá að slást í hóp með þeim mörgu áhugaverðu tónlistar- mönnum sem þarna komu fram,“ sagði Jakob Frímann Magnússon daginn eftir tónleikana. Hann lét almennt vel af uppákomunni og sagði að næsti stórviðburður hjá þeim í JMO yrði að koma fram á Glastonbury-hátíðinni í lok júní. Þeim var að sjálfsögðu vel tekið af áhorfendum og var ekki hægt að sjá annað en að þau kynnu tök- in á Bretunum sem dilluðu sér í takt við kraftmikla rödd Ragnhild- ar. Þeir sem komu mest á óvart í Finsbury Park voru að mínu mati hljómsveitirnar Finley Quaye og Faithless. Finley þessi er víst Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson BRETARNIR dilluðu sér í takt við kraftmikla rödd Ragnhildar. frændi Tricky og sýndi hann af sér góðan þokka á sviði, það var sterk- ur reggíhljómur í tónlistinni þeirra og minnti mig dulítið á sveifluna og kímnigáfuna í músíkinni hjá Fine Young Cannibals heitnum, kannski líka af því að Roland Gift og Finley Quaye hafa svipaðan hreim og söngstíl. Ég náði bara rétt í lokin á Faithless, maður þurfti að hafa sig allan við, hlaupandi á milli sviðanna til að ná í bestu bit- ana á dagskránni. Faithless er stór grúppa sem virðist vera svipað uppbyggð og GusGus, þ.e. einskon- ar regnhlífasamtök þar sem margir listamenn leggja sitt af mörkum undir einu nafni. Þar voru góðir söngvarar á ferð og tónlistin létt og fjörug, maður fann hvað stuðið og spilagleðin var mikil en samt alltaf innan ramma atvinnu- mennskunnar. Það trylltist náttúrulega allt þeg- ar Jamiroquai stormaði inn á svið- ið, síðast á dagskránni, og þegar söngvarinn tilkynnti að hann til- einkaði næsta lag (Space Cowboy) lögleiðingu kannabisefna ætlaði allt um koll að keyra og áhorfend- ur flautuðu, hrópuðu og klöppuðu eins og þeir ættu líf sitt að leysa. Dagur Gunnarsson DAGINN eftir þáttinn hjá Dave Letterman: Farrah Fawcett leit út fyrir að hafa ekki jafnað sig. Fawcett snýst til varnar ►FARRAH Fawcett olli áhorfendum vonbrigðum þegar hún kom fram í þætti Daves Lettermans á dögun- um. Leikkonan virtist vera undir miklu álagi og átti erfitt með að segja frá. Lett- erman varð einu sinni að bera í bætifláka fyrir hana og segja áhorfendum að hún hefði þurft að flýta sér mjög að komast á staðinn. Getum var leitt að því að leikkonan væri undir áhrifum áfengis eða lyfja en Farrah Fawcett vísaði því á bug. Nú eru þrír mánuðir síðan Farrah skildi við Ryan O’Neal en þau höfðu verið gift í sautján ár. Því hefur verið haldið fram að leik- konan sé að kikna undan álagi í kjölfar skilnaðarins en því hefur hún neitað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.