Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 9 FRÉTTIR Afkomendarannsókn Hjartaverndar Stærsta erfðarann- sóknin til þessa HJÁ Hjartavernd er að hefjast erfðarannsókn á hjarta- og æða- sjúkdómum. Afkomendur 5.000 einstaklinga sem tekið hafa þátt í hóprannsókn Hjartaverndar síðast- liðin 30 ár og fengu kransæðastífiu eru rannsakaðir auk 3.000 afkom- enda þeirra sem tóku þátt í sömu rannsókn en fengu ekki sjúkdóm- inn. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þátt erfða í orsökum krans- æðasjúkdóma. Undirbúningur rannsóknarinnar hefur staðið í nokkur ár og mun rannsóknin sjálf standa yfir næstu 3 árin. Uggi Agnarsson, starfandi yfirlæknir rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, segir svo viðamikla erfðarannsókn ekki jiafa verið gerða áður hérlendis. ísland henti einkar vel til erfðarannsókna þar sem góðar upplýsingar liggja fyrir um einstaklinga í þjóðskrá og auð- velt er að fylgjast með heilsufari fólks. „Það sýnir sig einnig að þó íslendingar séu mikið á faraldsfæti þá koma þeir flestir aftur heim að lokum,“ segir Uggi. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur frá árinu 1967 unnið að áfangaskiptum hóprannsóknum á kransæðasjúkdómum hjá körlum og konum. Afkomendur þeirra sem greindust með kransæðasjúkdóma á tímabilinu eru beðnir um að taka þátt í rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á erfðaþætti kransæða- stíflu og til viðmiðunar er fenginn hópur afkomenda þeirra sem ekki fengu sjúkdóminn svo vitað sé. Samfara erfðarannsókninni verður gerð könnun á mataræði og neyslu- venjum þátttakenda í samráði við Manneldisráð. Sú könnun verður mikilvæg heimild um mataræði ís- lendinga í lok 20. aldar. Gagnaöflun til framtíðarrannsókna „Með rannsókninni fáum við blóðsýni til erfðarannsókna og mun hluti rannsóknarinnar fara fram nú en við munum einnig frysta blóð- sýni til frekari rannsókna síðar, því í framtíðinni kunna að vera mælan- legir þættir sem við þekkjum ekki í dag. Rannsóknin á því eftir að nýtast okkur í langan tíma og hún á eftir að vera grunnur að fjölmörg- um rannsóknum líkt og fyrri hóp- rannsóknir hafa verið,“ segir Uggi. Um áhrif erfðaþátta á orsakir kransæðastíflu er lítið vitað. „Það gerir rannsóknina spennandi því við erum viss um að erfðaþátturinn er sterkur. Vitað er að hár blóð- þrýstingur erfist en okkur er ekki kunnugt um ákveðin gen sem valda kransæðasjúkdómi þó að við vitum um gen sem stjórna blóðfitunum og geti með því móti valdið krans- æðasjúkdómum," segir Uggi. „Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig standi á því að sumt fólk sem lifir heilbrigðu og hollu lífi skuli engu að síður fá kransæða- stíflu. Ef til vill fást hér einhver svör.“ Flytur inn hundrað tonn af furu Flateyri. Morgunblaðið TRESMIÐJA Sævars I. Péturs- sonar á Flateyri tók nýlega á móti 100 tonnum af furubolum frá Eistlandi, en þeir komu hingað til lands með flutninga- skipi. Að sögn Sævars er tilgangur- inn með þessum innflutningi tvíþættur, annarsvegar sá að nýta afkastagetu sögunarmyllu sem fyrirtækið keypti fyrir skemmstu, og hinsvegar að nýta bolina í byggingartimbur og smíðavið. Erfitt hafi verið um vik að sækja jafnmikið magn af viði á heimamarkað. Morgunblaðið/Egill Egilsson Cara — Kringlukast Konur ath! Eftirmiðdagskjólar sem má þvo. Verð frá kr. 6.500. TÍSKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300 Morgunblaðið/Árni Ámason. ÓSK Hilmarsdóttir er fyrsti þátttakandinn í afkomendarannsókn Hjartaverndar. Tekur hún við blómum af Ugga Agnarssyni yfirlækni. 6 metra stðng vegur aðeins 23kg Heit-galvanhúðaðar festingar ryðga ekki Sökkullinn vegur 140kg FORMENTA glertrefja fánastöng (6,7 eða 8 metra) Stöngin er fellanleg (3 boltar) 6 metra stöng, íslenski fáninn og forsteyptur sökkuli: 32.900- Allar festingar og fylgihlutir fylgja. ! Engin steypuvinna á staðnum, einföld og fljótleg uppsetning! Nú fást forsteyptir sökklar á Formenta fánastangimar. Nú getur nánast hver sem er sett upp Formenta fánstöng, því nú getum við boðið forsteyptan sökkul sem auðvelt er að koma fyrir. Engin steypuvinna, aðeins þarf að grafa fyrir sökklinum og fylgja leiðbeiningum um frostfritt efni til fyllingar að sökklinum. Einfalt og fljótlegt. Sökkullinn er sívalingur 30sm í þvermál og 80sm á hæð, þyngdin er 140kg. Láttu ekki uppsetninguna vaxa þér i augum, með forsteyptum sökkli verður uppsetningin bæði ódýr og fljótleg. Grandagarði 2, Rvik, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14 ENDURSKIPULAGNING SPARISKÍRTEiNA RÍKISSJDÐS TILKYNNING TIL ÞEIRRA SEM EIGA SPARISKIRTEINI í GULU DG RAUÐU FLOKKUNUM Þeir sem enn eiga eftir að skipta gömlu spariskírteinunum yfir í markflokka eru hvattir til að gera það sem fyrst og tryggja sér þannig markflokka til 5 eða 8 ára á markaðskjörum. Nú þegar hafa fjöimargir skipt yfir í markflokka í tengslum við endurskipulagningu spariskírteina sem kynnt hefur verið að undanförnu. MARKFLOKKAR njóta daglegrar viðskiptavaktar, sem tryggir bestu fáanlegu markaðskjör fyrir kaupendur og seljendur skírteinanna á hverjum tíma. Hér til hliðar er tafla yfir hluta þeirra flokka spariskírteina, sem nú eru til endurfjármögnunar í markflokka, en þessir flokkar koma til lokainnlausnar á næstu mánuðum. Komdu meö gömlu skírteinin til Lánasýslu ríkisins og við aðstoðum þig við skiptin. Það borgar sig að skipta strax yfir í MARKFLOKKA. Eftirfarandi gulir og rauðir flokkar spariskírteina koma til lokainnlausnar á næstu mánuðum: Lokagjalddagi Flokkur 1 12.05.1997 SP1984 III ÉM| 01.07.1997 SP1986 II4A 10. 07. 1997 SP1989 II8D 10. 07. 1997 SP1985 IA 10. 07. 1997 SP1985 IB 10. 07. 1997 SP1986 I3A 10. 07. 1997 SP1987 I2A 10. 07. 1997 SP1987 I4A 10. 09. 1997 SP1977 II 10. 10. 1997 SP1987 1I6A LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.