Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐÍÐ
HERDÍS
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Herdís Guðlaug
Þorsteinsdóttir
fæddist á Akureyri
hinn 9. febrúar
1974. Hún andaðist
á Landspítalanum
13. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Sigurrós Stein-
grímsdóttir og Þor-
steinn Eggertsson.
Systkini Herdísar
eru Árni, Þorsteinn
og Dagur Jóhanns-
synir, Svandís,
Heiðdís, Sædís,
Hannes og Sigríður
Þorsteinsbörn og Elvar Kjart-
ansson sem lést árið 1980. Her-
dís lauk grunnskólaprófi á Ak-
ureyri árið 1990 og starfaði
aðallega við verslunarstörf eft-
ir það.
Herdís lætur eftir sig 5 ára
gamlan son, Þórhall Geir Gunn-
laugsson, sem búsettur er á
Akureyri.
Útför Herdísar fór fram frá
Fossvogskirkju 20. júní.
Elsku Dísa, við viljum kveðja þig
í síðasta skipti með nokkrum orðum
sem ættu að vera fín og vel valin
en það sem kemur upp í hugann
eru þau kynni sem við höfðum af
þér í ekki nógu langan tíma. Okkur
verður hugsað til allra uppátækj-
anna og léttleikans sem oft ríkti
hjá okkur þegar við bjuggum allt
upp í fimm saman og hvað við vor-
um fljót að gleyma öllum misfellum
í samskiptunum því oft þurftum við
hvert á öðru að halda til að geta
gengið þessa braut sem við völdum
okkur. Við hugsum um allar næt-
urnar sem við sátum og spiluðum
og ræddum um allt sem okkur lá á
hjarta hversu lítið sem okkur þótti
það og reyndum alltaf að fínna leið-
ina út. En núna ert þú farin og við
munum minnast þín og sakna þín,
en við biðjum englana okkar að
gæta þín og leiða okkur áfram þetta
líf.
í holspegli tímans
sá ég húsvörð eilífðarinnar
með hönd undir kinn.
Að baki mér reis
eins og borg úr stáli
hinn blóðkaldi vilji þinn.
Og bæn þín nam staðar
á bláum morpi
við brennandi huga minn.
Kveðja
Una og Fjalar.
Dýpsta sæla’ og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð._
(Ólöf Sigurðardóttir)
Elsku Dísa mín.
Þú varst sólargeisli í lífi mínu
og ég sakna þín meira en orð fá
lýst. Þú varst svo hjartgóð og gjaf-
mild. Ef ég var leið þá gast þú
huggað mig, þú varst alltaf á rétt-
um stað þegar ég þurfti á þér að
halda. Elsku Dísa mín, ég gæti fyllt
öll heimsins morgunblöð af yndis-
legum minningum um þig, en ég
þarf ekki að skrifa þær niður - þær
eru vel varðveittar í hjarta mínu.
Þú veist það eflaust, en hjá þér
vaka orð mín, hjá þér sefur sorg
mín og ég vildi óska að þú kæmir
hingað til mín, brosandi og myndir
knúsa mig, eins og þér einni er lag-
ið, og allt yrði eðlilegt á ný. En ég
veit að þér líður vel og þú ert ham-
ingjusöm hjá ömmu þinni.
Megi allir guðs englar vaka yfir
þér og vernda þig uns við hittumst
á ný.
Þín vinkona að eilífu,
Arndís.
Ég held að engin orð fái lýst því
tómarúmi og söknuði, sem missir
þinn hefur skilið eftir sig í mínu
hjarta. Þú áttir engan þinn líka og
ekkert getur komið í staðinn fyrir þig.
llElfHHT
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eðá
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
SÍÐUMÚLI4 - SÍMI 553 8775
HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336
| hársnyrtivörur
Veldu það besta
Fjársjóður íyrir hárið úr náttúru íslands
Útsölustaðir: Apótek, heibuvöruverslanir og
hársnyrtistofur um allt land.
_________________________________MipVlKUDAGUR 25. JÚN'Í 1997 33
MINNINGAR
Höfðinglegt eðli og hjálpsemi ein-
kenndu þig og er illásættanlegt að
hugsa til þess að við hittumst ekki
aftur í þessu lífi. Einu sinni bjargað-
ir þú lífi mínu - ég vildi að ég
hefði getað gert það sama fyrir þig.
Nú vona ég bara að þú hafir
fundið það sem þú leitaðir að og
sért hamingjusöm í faðmi ömmu
þinnar.
Þín vinkona að eilífu,
Edda.
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar, en andspænis sorg-
inni brestur mig orð.
Því leyfi ég mér að kveðja hana
með ljóði.
Þetta góða sumar fór líka sína leið
og laufum tijánna haustsins vindar fleygja.
Að springa út að vori og völdin taka um
skeið,
það veitir aðeins réttinn til að deyja.
Minnumst þess að hausti er missir lífið völd
og myrkrinu því bætist sífellt styrkur,
að hver sem á sér morgun, hann á sér einnig
kvöld,
og undanfari ljóssins var jú myrkur.
(Kristján Árnason)
Góður Guð veiti fjölskyldu henn-
ar styrk og blessun.
Björgvin Elís Örlygsson.
Elsku Dísa okkar.
Nú er kominn tími til að kveðja.
Aldrei datt okkur í hug að það
bæri svo fljótt að, en vegir Guðs
eru jú víst óútreiknanlegir.
Þær voru margar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman. Við mun-
um svo vel eftir hlátrinum þínum
sem alltaf var svo stutt í. Það er
ótrúlegt að maður eigi aldrei eftir
að heyra hann aftur, ekki nema í
huganum.
Einu sinni vorum við alltaf fjórar
saman. Svo skildu leiðir, eins og
gengur og gerist.
Nú þegar þú ert farin frá okkur
fyllist hugurinn af yndislegum minn-
ingum. Þú varst alltaf svo frábær
og við skemmtum okkur alltaf svo
vel saman. Þú varst mjög góð vin-
kona sem var alltaf hægt að leita
til, sama hvort það var í blíðu eða
stríðu. Þú varst alltaf til staðar.
Þú varst svo góð við allt og alla
og við munum hvað þú elskaðir son
þinn mikið.
Þegar við vorum nýbúnar að
kynnast þá sýndir þú okkur allar
myndirnar sem þú áttir af honum
og þær voru sko ekki fáar! Þú varst
svo stolt af barninu þínu.
Þegar við göngum um götumar
er svo skrítið að sjá að allt er eins
og það var, þó allt sé í raun svo
breytt. Það er svo margt sem minnir
á þig og oft er stutt í brosið eða tárin.
Við trúum því samt að þú viljir
ekki að við grátum, heldur munum
allt það góða.
Nú ertu á himnum og þú ert
örugglega yndislegur engill.
Við munum aldrei gleyma þér
og erum þakklátar fyrir tímann sem
við áttum í návist þinni.
Við elskum þig og söknum þín
sárt, fallega vinkonan okkar.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna fri,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lamdsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært v
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú
í eilífum andarfriði
ætið sæl lifðu nú.
(H. Pétursson)
Elsku Rósa, Maggý, Þórhallur
litli og aðrir aðstandendur, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Missirinn er mikiil. Megi góður Guð
vera með ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Guðný Ruth, Laufey Fríða
og Guðrún.
Inn í næstu öld
Ferðamálaráð íslands
Samgönguráðuneytið
Rábstefnustióri
Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Fjallað verður um markaðsmál íslenskrar ferðaþjónustu á
erlendum mörkuðum til ársins 2005 í framhaldi af
stefnumótun samgönguráðuneytisins í ferðamálum.
Ráðstefnan er ætluð þeim sem vinna að markaðsmálum
ferðaþjónustunnar og öðru áhugafólki um ferðaþjónustu.
Ráðstefna um markaðssetningu ferðaþjónustunnar
á vegum Samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs
Hótel Loftleiðum, föstudaginn 27. júní 1997 kl. 13:30
Setning
Halldór Blöndal, samgönguráðherra
Erindi um einstök markaðssvæði
Einar Gústavsson
Bandaríkiti
Anton Antonsson
Bretland og Ítalía
Gunnar Rafn Birgisson
Norðurlöndin ogjapan
Magnús Ásgeirsson
Frakkland og Spámi
Ómar Benediktsson
Þýskaland, Austurríki og Sviss
Ármann Kr. Ólafsson
NÍðurstöður í samkeppni um slagorð Jyrir
ísland sem ferðamannaland
Magnús Oddsson
Mögideikar íslands
*
V