Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tuttugu og þrjú mál enn óleyst hjá embætti ríkissáttasemjara
Sáttamál til meðferðar hafa
aldrei verið fleiri en nú í ár
ENN eru óleyst 23 mál hjá ríkissáttasemjara
en frá áramótum hefur aftur á móti verið geng-
ið frá 62 kjarasamningum hjá ríkissáttasemjara
í sáttamálum sem vísað hefur verið formlega til
embættisins. Aldrei hafa fleiri mál verið til með-
ferðar hjá sáttasemjara og á þessu ári en frá
seinustu áramótum hefur 85 málum verið vísað
til sáttameðferðar.
Auk funda í þeim deilum sem vísað hefur
verið til sáttasemjara hafa verið haldnir fjöl-
margir fundir hjá embættinu í kjaradeilum sem
ekki var vísað til sáttasemjara. Eru nokkrar
þeirra enn óleystar og ekki útilokað að einhverj-
um þeirra verði vísað til ríkissáttasemjara í
sumar.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir ýmsar
ástæður fyrir því hversu mörg mál hafa komið
inn á borð sáttasemjara frá áramótum en þá
urðu kjarasamningar nær allra stéttarfélaga
lausir. Mikill meirihluti félaga á almenna mark-
aðinum og opinberra starfsmanna vísaði deilum
sínum við viðsemjendur til sáttasemjara. Þórir
sagði að þessu hefði fylgt aukið álag fyrir starfs-
fólk, tekin hefðu verið upp breytt vinnubrögð
til að geta ráðið við aukin verkefni og húsnæði
sáttasemjara var stækkað.
Búast má við erfiðum deilum
á síðari hluta ársins
Daglega eru haldnir sáttafundir í fjölmörgum
deilum sem enn eru til meðferðar hjá sáttasemj-
ara en samkvæmt upplýsingum Þóris er reiknað
með að gert verði tveggja eða þriggja vikna hlé
um miðjan júlí. Svo megi búast við nokkuð
ströngum fundahöldum í erfiðum kjaradeilum
síðar í sumar og í haust, s.s. vegna samninga
sjómanna og útvegsmanna.
Meðal mála sem óleyst eru er kjaradeila Fé-
lags íslenskra náttúrufræðinga gegn ijármála-
ráðherra fyrir hönd ríkisins, Sjómannasamband-
ið gegn útvegsmönnum, Alþýðusamband Vest-
fjarða vegna sjómanna gegn VSÍ fyrir hönd
Utvegsmannafélags Vestfjarða, Röntgentækna-
félag Íslands gegn fjármálaráðherra, Landssam-
band lögreglumanna gegn fjármálaráðherra,
Sjúkraliðafélag íslands gegn fjármálaráðherra.
VMSÍ, Samiðn, verslunarmannafélögin og Dags-
brún/Framsókn vegna starfsmanna hjá Pósti og
síma, Félag íslenskra leikskólakennara gegn
fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og Launa-
nefnd sveitarfélaga, Félag íslenskra atvinnuflug-
manna gegn Flugfélagi Islands, Verkalýðsfélag
Húsavíkur vegna ófaglærðra starfsmanna á
Sjúkrahúsi Húsavíkur og í gær var vísað til
sáttasemjara kjaradeilu Iðjuþjálfafélags Íslands
gegn fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og
Reykjalundi.
Verndun smáhumars
fyrir Suðurlandi
Togveiðar
og drag-
nótaveiðar
bannaðar
ALLAR togveiðar og dragnótaveið-
ar hafa verið bannaðar á tímabilinu
frá 1. júlí næstkomandi til 15. ág-
úst á fjórum aðgreindum svæðum
fyrir suðurströndinni samkvæmt
reglugerð sjávarútvegsráðuneytis-
ins sem gefin var út í gær.
Til að vernda smáhumar gaf
ráðuneytið út reglugerð 20. júní sl.
þar sem bannaðar voru allar hum-
ar- og dragnótaveiðar á þessum
svæðum auk banns við humarveið-
um austan Ingólfshöfða. Ráðuneyt-
ið hefur aflað gagna um sókn skipa
á umrædd svæði á tímabilinu 1.
júlí til 15. ágúst í fyrra og þar kem-
ur i ljós að mest aflast í dragnót á
svæðunum en nokkuð í botnvörpu,
en í hvorugt veiðarfærið er um
mikið aflamark að ræða. Ráðuneyt-
ið hefur því gefíð út reglugerð um
bann við öllum togveiðum og drag-
nótaveiðum á þessum svæðum.
■ Humarsvæðum/C5
Ákæra í stóra
hassmálinu
Morgunblaðið/Sigurgeir
SÉÐ yfir réttina í Ystakletti og í baksýn sést yfir innsiglinguna
til Eyja og til bæjarins.
Rúið í Ystakletti
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
FRÍSTUNDABÆNDUR sem eiga
fé sitt á beit í Ystakletti í Vest-
mannaeyjum smöluðu og rúðu fé
sitt einn góðviðrisdag fyrir
skömmu. Tíu frístundabændur
eiga féð í Ystakletti en alls eru
um 70 rollur þar á beit.
í Ystakletti er góður bithagi
fyrir féð sem Iifir þar í sátt og
samlyndi við lundann og aðra
bjargfugla. Að sögn Agústs Hall-
dórssonar, eins bændanna, gekk
rúningin vel og hjálpuðust börn
og fullorðnir að við verkið enda
er rúningsferð í Klettinn eins-
konar ævintýraferð fjölskyldna
sumra frístundabændanna í leið-
inni.
EMBÆTTI ríkissaksóknara gaf í
gær út ákæru á hendur fímm manns
í tengslum við innflutning um 25
kílóa af hassi, um þriggja kílóa af
amfetamíni og um 600 E-taflna.
Um að minnsta kosti tvær smygl-
ferðir er að ræða, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Um er að ræða hollenskan karl-
mann og hollenska konu um fimm-
tugt, íslenska konu sem talin er
hafa haft samráð við Hollendingana
um innflutninginn og tvo íslenska
menn, sem taldir eru annars vegar
hafa verið með í ráðum og hins
vegar að hafa tengst málinu fyrst
og fremst varðandi dreifingu hér-
lendis.
Afar umfangsmikið mál
Fjögur þeirra sem málinu tengj-
ast sitja í gæsluvarðhaldi og hafa
gert um sex mánaða skeið, eða frá
því hollenska parið var stöðvað á
Keflavíkurflugvelli í desember með
yfír 10 kíló af hassi í fórum sínum,
auk annarra efna. Fimmti maðurinn
hefur verið í farbanni að undan-
förnu, og er búist við að gerð verði
krafa um áframhaldandi farbann.
Aðeins er talið að hluti eitur-
lyfjanna hafi verið settur á markað,
og er rætt um þriðjung amfetamíns-
ins í því sambandi, fimmtung hass-
ins og sjötta hluta E-taflnanna, en
hins vegar er um afar mikið magn
af fíkniefnum af ræða og miðað við
það er málið eitt hið alvarlegasta
sem upp hefur komið hérlendis.
„Efnismagnið er mjög mikið og
málið afar stórt á þann mæli-
kvarða. Verði viðkomandi aðilar
fundnir sekir, má búast við mjög
þungum refsingum,“ segir Egill
Stephensen, saksóknari hjá emb-
ætti ríkissaksóknara.
Framkvæmdir hafnar við
vamargarða á Flateyri
Morgunblaðið/Egill
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Klæðning hefur hafíð
að nýju framkvæmdir við varnargarðana. Vegna
nýafstaðinna verkfalla dróst úr hömlu að hefja
framkvæmdir við garðana eins og áætlanir gerðu
ráð fyrir í upphafi.
Upphaflega áætlunin var miðuð við verklok í
september en nú er fyrirsjáanlegt að svo verður
ekki. Til stendur að vinna á vöktum allan sólar-
hringinn i sumar og fram á haust til að ná settum
markmiðum.
Banaslys í
Grindavík
44 ÁRA gamall Grindvíkingur lést
í vinnuslysi í Grindavík í gærmorg-.
un. Maðurinn var ásamt fieiri
mönnum við steypuvinnu í viðbygg-
ingu slökkvistöðvarinnar þegar
hann varð undir steypukeri, sem
verið var að hífa. Vír sem kerið
hékk í slitnaði og féll kerið á mann-
inn. Hann lést samstundis.
Starfsmenn Vinnueftirlitsins
könnuðu aðstæður á slysstað í gær-
dag.
Ekki er unnt að greina frá nafni
mannsins að svo stöddu.
-...—.♦ ♦-----
EM í brids
Sigur og
tap í opn-
umflokki
Montecatini. Morgunblaðið.
ÍSLENSKA liðið í opnum flokki á
Evrópumótinu í brids tapaði í gær-
kvöldi 13-17 fyrir Hollendingum en
vann ísraelsmenn fyrr um daginn
18-12, auk þess að fá 18 stig fyrir
yfírsetu.
Eftir 25 umferðir af 35 eru ís-
lendingar i 8. sæti með 451 stig
en stutt er í 2. sæti þar sem Pólverj-
ar eru með 463 stig; ítalir eru efst-
ir með 478,5 stig.
Norðmenn eru í 3. sæti með 457
stig, Danir og Spánveijar í 5.-6.
sæti með 454, og Hollendingar í
7. sæti með 453.1 dag spila íslend-
ingar við Dani og Spánveija.
Kvennaliðinu gengur illa
í kvennaflokki gengur íslenska
liðinu illa og tapaði báðum leikjum
sínum í gær, fyrir Finnlandi 13-17
og fyrir Þýskalandi 10-20. ísland
er þar í 21. sæti en Bretar og Frakk-
ar eru í efstu sætum.
ítalir halda enn góðri forustu
þrátt fyrir nokkuð erfíðan kafla um
miðbik mótsins. Þá voru þeir m.a.
heppnir með að ná jafntefli við ná-
granna sína frá San Marínó, en það
er raunar ekki ný saga á Evrópu-
mótum.
■ Hnífjafnt/12
....----------
Maðurinn
sem fórst
MAÐURINN sem lést þegar ekið
var á hann á horni Rauðarárstígs
og Hverfisgötu á mánudag, hét
Þorgeir Kr. Magnússon.
Þorgeir heitinn var fæddur árið
1929, og hefði því orðið 68 ára á
þessu ári. Hann var búsettur á
Skúlagötu 76 í Reykjavík.
MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf
síðna auglýsingablað frá
Kringlunni. Blaðinu er nú
dreift á höfuðborgarsvæðinu
en var dreift á landsbyggðinni
síðastliðinn laugardag.