Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OO GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • 3fat0tttilNhritffr Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 1. júlí 1997 Blað C Upplýs- ingaskortur VIÐ kaup á fasteign eru fólk og fyrirtæki að gera sínar mestu fjárfestingar, segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Þrátt fyrir það liggja sjaldnast fyrir vottaðar upplýsingar um tæknileg gæði og viðhald eignarinnar. / 2 ? Viðgerðir og einangrun BYGGINGAMENN hafa í vax- andi mæli farið að verja húsin betur að utan með viðgerðar- efnum, sem henta íslenzkum aðstæðum. Eitt þeirra fyrir- tækja, sem haslað hefur sér völl á þessum vettvangi, er Steinprýði ehf. / 20 ? U T T E K T Stigar í húsum STIGAR eru í öllum hús- um, sem eru fleiri en ein hæð. Þeir eru lífæð húsanna, en um þá fer öll um- ferð á milli hæðanna, nema lyftur taki af þeim ómakið. Það skiptir þvi' miklu máli, hvernig þeir eru hannaðir. f viðtalsgrein eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur hér í blaðinu í dag er fjallað um stiga, en þar ræðir hún við arkitektana Helgu Gunnarsdottur og Hildigunni Harðardóttur. Þar segir að fágætt sé, að fólk hafi fastmótaðar hugmyndir um, hvernig standa skuli að gerð stiga í húsum sínum. Nútúnafólk sættir sig samt ekki við, að aðalstigi í nýjum húsum sé brattur, en brattir stigar eru algengir í eldri hús- um. Þá er það mikilvægt fyrir fatlað fólk, að hugsað sé fyrir þörfum þess, þegar hús eru hönnuð og svæði skípulögð. Léttir stigar eru nú vinsælir, þó að það sé ekki einhlft regla. I flestum tilvikum ræður það sjóharmið, að stiginn taki sem minnst pláss. í stórum húsum með mikilli Iofthæð er þetta stundum leyst með því að hafa tvo palla milli hæða. í íbúðar- húsum er aftur á móti algeng- ast að hafa einn pall. í byggingarreglugerð eru strangari reglur um útitröppur en aðra stiga. Þær Helga og Hildigunnur leggja báðar á það áherzlu, að með útitröppum án hitaleiðslna sé beinlínis verið að búa til slysahættu, t. d. þeg- ar hálkublettir myndast á tröppunum. / 18 ? Vísitölur byggingar- kostnaðar og húsa- leigu hækka VÍSITALA byggingarkostnaðar tók mikið stökk upp á við í maímánuði, er hún hækkaði um 1,9%, sem jafn- gildir 25,6% á ársgrundvelli. Hækk- un þessi stafaði að langmestu leyti af því, að taxtahækkanir iðnaðarmanna í 6 mánuði voru metnar inn í bygg- ingarvísitöluna. I júní hækkaði byggingarvísitalan aftur á móti aðeins um 0,2%. Sl. tólf mánuði hefur þessi vísitala hækkað um 6,5%, en undanfarna þrjá mánuði um 2,1%. Það jafngildir 8,7% verð- bólgu á ári. Þá hækkar húsaleiguvísitalan um 5,5% um þessi mánaðamót. Breyt- ingar á þessum vísitölum skipta máli fyrir marga. Þannig er húsaleiga fyr- ir atvinnuhúsnæði oftast bundin byggingarvísitólu og húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði fylgir oftast húsa- leiguvísitölunni. Þessar vísitölur eru reiknaðar út á mismunandi hátt. Byggingarvísital- an er samsett af kostnaðarþáttum nýbygginga en húsaleiguvísitalan fer hins vegar eftir breytingum á laun- um. Hækkanir á henni má rekja til þeirra launahækkana, sem urðu í kjölfar kjarasamninganna í vor. Af þessum sökum hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og það atvinnu- húsnæði, sem fylgir húsaleiguvísitöl- unni, um 5,5% frá og með deginum í dag og helzt þannig næstu tvo mán- uði. Búast má við, að húsaleiguvísi- talan hækki aftur í haust, því að framundan eru kjarasamningar nokkurra stétta. Sú hækkun verður þó sennilega mun minni en nú. Þegar nýir leigusamningar um at- vinnuhúsnæði eru gerðir eða eldri samningar endurskoðaðir, ræður verðlagsþróunin hins vegar ekki öllu um leigugrundvöllinn. Breytingar á framboði og eftirspurn á húsnæði skipta þar einnig máli. Að undan- fórnu hefur eftirspurn aukizt mjög. Það gæti leitt til þess, að leigu- grundvöllurinn hækkaði. Vísitala byggingarkostnaðar 230 220 210 200 190 180 170 VISITALA 1991-1997 Júlí 1987 = 100 a> 223,f * > S \ 1 // ^z=z p5^ F^ Byggingarvísíta an WWVvWV> 1995 ^ri 176,50 1991 1992 1993 /VWWWW 1994 1996 1997 Verðbótahækkun húsaleigu 1991-1997 VERÐBREFASJ0ÐIR FJARVANGS Verðbréfasjóður Fjárvangs ergóður fjárfestingarkostur Markbréf hafa skilað eigendum sínum 9,5%* raunávöxtun á ári sl. 2 ár. Kynntu þér kosti Markbréfa og annarra verðbréfasjóða hjá Fjárvangi. Ráðgjafar Fjárvangs veita upplýsingar um fjárfestingarkosti sem henta þér í síma 5 40 50 60. •Miðaí við 29. mal 1997 rrrrf- FJARVANGUR llHlilll VÍRDBHf IAIUIRIAU Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavfk, sími 5 40 50 60, símbréf 5 40 50 81, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.