Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Flugvélar og fasteignir til framtíðar Verklýsingar, séruppdrættir og viðhalds- skýrsla ættu að ligg;ia fyrir við fasteigna- kaup, segir Hilmar Þór Biörnsson arki- tekt. Oft liggja þessi gögn ekki fyrir við bygffingar reistar af einkaaðilum. FASTEIGNAKAUPENDUR ættu að taka sér til fyrirmyndar gæðamatsaðferðir í flugvélaviðskiptum. ÞAÐ ER ólíku saman að jafna þegar fasteignaviðskipti eru skoðuð annars vegar og flugvélakaup hinsvegar. Eftir að kaupandi er bú- inn að ákveða hvers konar notaðri flugvél hann ætlar að festa kaup á, skoðar hann viðhaldsgögn hennar. (maintainance documents). I við- haldsgögnum eru skráðar allar við- gerðir og viðhaldsverk, sem unnin hafa verið á vélinni á líftíma hennar. Liggi slík viðhaldsgögn ekki fyrir er flugvélin illseljanleg eða með öðrum orðum verðlítil. Þegar um fasteign er að ræða, þar sem einstaklingar eða fyrirtæki eru að gera sínar stærstu fjárfestingar, liggja sjaldnast fyrir vottaðar upplýsingar um tæknileg gæði og viðhald fasteignarinnar. Þegar opinberir aðilar byggja kosta þeir nokkru til og tryggja gæði framkvæmdarinnar með fullkomnum uppdráttum og verklýsingum. Venju- leg verklýsing fyrir verk af minnstu og einfóldustu gerð er aldrei minni en 30 þéttskrifaðar vélritaðar síður. Þessar síður eru hrein viðbót við uppdrættina, sem skipta tugum. Þetta eru lýsingar á þéttleika einangrunar, gerð og frágangi raka- vamarlaga, kröfiir um gæði steinsteypu og niðurlagningu hennar, lýsing á frágangi glugga og ótal fleiri ai> riði sem tryggja eiga að verkkaupi fái hús eins og beðið er um og borg- að er fyrir. Þetta gera opinberir aðUar vegna þess að þeir ætla að eiga bygginguna áfram, halda henni við og reka hana. Fyrir utan verklýs- inguna liggja fyrir tug- ir uppdrátta frá arki- tektum og verkfræð- ingum hússins eins og áður er getið. Teikningar arkitekta sýna gerð og frágang hússins frá sökkli upp í þak, eldhús, stiga og baðherbergi. Frá verkfræðingunum koma uppdrættir sem sýna járnalögn, frárennslislagn- ir, hita- og raflagnir. Allar þessar teikningar og verklýsingar lúta að því að tryggja að framkvæmdin verði eins góð og vönduð og ætlast er til. Hvorki betri né verri. í hvaða gæðaflokki er húsið? Þegar einkaaðili kaupir hús er oft fátt, sem tryggir að verðlagning sé í VIÐHALD fasteigna hefst strax á byggingarstigi. ít- arlegar, skráðar upplýsingar um viðhald ættu að vera reglan og myndu auka á traust í fasteignaviðskiptum. samræmi við gæði fasteignarinnar. Þetta vita allir sem til þekkja. Kaup- andinn veit oft á tíðum ekki hvort húsið sé vandað eða að fyrir liggi sprungu- og lekavandamál. Eðlilegt er að kaupandinn fái að vita í hvaða gæðaflokki húsið er. Svör við mörg- um spurningum um gæði hússins, stórum og smáum, á kaupandinn að hafa aðgang að áður en kaupin fara fram. Annars er hætt við að hann kaupi köttinn í sékknum. Þessar upplýsingar liggja einungis fyrir ef verldð er unnið í sam- ræmi við verkteikn- ingar, verklýsingar og undir ströngu eftirliti sérfræðinga eins og þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða. Þegar í hlut eiga eldri hús ætti að liggja fyrir viðhaldsbók þar sem skráðar eru ítar- lega þær viðgerðir sem framkvæmd- ar hafa verið á byggingunni undan- farin ár og áratugi. Ef fyrir lægju teikningar og verklýsingar eða við- haldsskýrslur af öllum húsum sem eru til sölu, gömlum og nýjum, árit- aðar af viðurkenndum eftirlitsaðil- um, væri hag húskaupenda og selj- enda betur borgið. Það er áhyggjuefni að vinnulag hins opinbera skuli ekki ástundað hjá einkaaðilum. Ástæða er til þess að fara fram á verklýsingar, alla sér- uppdrætti ásamt viðhaldsskýrslu, þegar kaup á fasteignum eiga sér stað. Oftar en ekki liggja þessar upplýs- ingar ekki fyr- ir þegar um er að ræða bygg- ingar sem reistar eru af einkaaðilum. Ástæðan er sennilega sú að þeir eru að spara sér út- gjöld vegna hönnunar. Hætt er við að sparnaður tO hönnuða bitni á síðari stig- um á eigend- um húsanna með einum eða öðrum hætti. Betri söluvara Með betri upplýsingum um gerð og gæði mannvirkja fara saman hagsmunir kaupanda og seljanda, vegna þess að líkumar á að sam- komulag um sanngjamt verð náist era rneiri. Það er sannfæring mín að þeir húsbyggjendur, hvort heldur er einstaklingur eða fyrirtæld, sem fjárfestu í ítarlegri hönnun með verklýsingum, hafi mun sterkari söluvöra á markaði en þeir sem ekki geta lagt slík gögn fram. Það væri mikið hagsmunamál fyr- ir fasteignaeigendur að þeir, sem eiga viðskipti með eignir tækju við- skipti með flugvélar sér til fyrir- myndar og fyrir lægju vottaðar upp- lýsingar um gæði og viðhald mann- virkjanna. Fasteignasalar og bygg- ingameistarar sem geta auglýst að fyrir liggi verklýsingar, verkteikn- ingar eða viðhaldsbók eftir atvikum, unnar og áritaðar af viðurkenndum eftirlitsmönnum, era með mun selj- anlegri eign fyrir sífellt kröfuharðari kaupendur. Gerð verklýsinga og við- haldsbókar er þjónusta sem arki- tektar inna af hendi og miðar að skil- virkri gæðastjórnun á fasteigna- markaði, sem ætti að skila sér í ör- uggari fjárfestingu og hagstæðari lánum. Hilmar Þór Björnsson Fasteignalán Landsbréfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar . LANDSBRÉF HF. y-Jfi# f'í - Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN og eigendur hinnar nýju fasteignasölu, Eignanausts ehf. eru þeir Ólafur AIs markaðsstjóri, Þórarinn Jónsson lögmaður og löggiltur fasteignasali og Jón Kristinsson, sölusljóri. Eignanaust hefur aðsetur að Vitastíg 13, þriðju hæð. Tvær rótgrónar fasteignasölur sameinast FASTEIGNASÖLURNAR Ibúð og Húsafell hafa verið sameinaðar undir nýju nafni, Eignanaust ehf. Báðar þessar fasteignasölur hafa verið starfandi um árabil. Fram- kvæmdastjóri og sölustjóri hins nýja fyrirtækis er Jón Kristinsson, sem áður rak fasteignasöluna Húsafell, en löggiltur fasteignasali er Þórarinn Jónsson lögmaður. Samhliða fasteignasölunni mun Þórarinn reka lögfræðiþjónustu undir nafninu Lögmannsstofan Vitastíg ehf. Gunnar Gunnarsson, fyrrum eigandi Ibúðar, hefur snúið sér að öðram störfum. „Með sameiningunni telja eig- endur sig betur geta þjónað hlut- verki sínu sem alhliða fasteignasal- ar, en í því felst jafnframt sala á fyrirtækjum og skipum, sem lögð verður vaxandi áherzla á,“ sagði Jón Kristinsson. „Fyrir dyrum stendur m. a. uppfærsla á tölvu- búnaði og að innleiða sölukerfi, þannig að betur verður hægt að sinna vaxandi kröfum markaðar- ins. Við munum að sjálfsögðu leggja áherzlu á hefðbundna fasteigna- sölu. Sjálfur hef ég talsverða reynslu af matsstörfum og geri ráð fyrir, að þau verði þýðingarmikill þáttur í starfseminni. Þar að auki mun ég leggja mikla áherzlu á skipasölu á svipaðan hátt og ég hef áður gert.“ Ólafur Als rekstrarhagfræðing- ur hefur verið ráðinn til fyrirtækis- ins, en hann mun sjá um markaðs- og auglýsingamál auk almennrar sölu. Fasteignasalan Eignanaust mun stai-fa að Vitastíg 13, þriðju hæð (húsi Úðafoss), þar sem fasteigna- salan íbúð hafði áður aðsetur, en gagngerar endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu að undanförnu. Fasteigna sölur * 1 blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 20 Almenna Fasteignasalan bls. 19 Ás bls. 25 Ásbyrgi bls. 28 Berg bls. 27 Bifröst bls. 9 Borgareign bls. 17 Borgir bls. 3 Eignamiðlun ms.20-21 Fasteignamarkaöur bls. 10 Fasteignamiðlun bls. 19 Fasteignasala íslands bls. 7 F.sala R.víkur og Huginn bls. 27 Fjárfesting bls. 31 Fold bls. 6 Framtíðin bls. 24 Frón bls. 22 Garður bls. 26 Gimli bls. 5 H-Gæði bls. 7 Hátún bls. 18 Hóll bis. 16-17 Hóll Hafnarfirði bls. 11 Hraunhamar bls. 32 Húsakaup bls. 14 Húsvangur bls. 23 Höfði bls. 4 Kjörbýli bls. 28 Kjöreign bls. 15 Laufás bls. 25 Lyngvík bls. 17 Miðborg bls. 13 Skeifan bls. 8 Stakfell bls. 24 Valhús bls. 30 Valhöll bls. 12 Hafðu öryggi og reynslu í fyrirrúmi þegar þú kaupir eða selur fasteign. if Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.