Morgunblaðið - 01.07.1997, Side 18

Morgunblaðið - 01.07.1997, Side 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stigar eru hluti af okkar daglega lífi Miklu máli skiptir, hvemig stigar eru - hannaðir. I samtali við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur sögðu arkitekt- arnir Helga Gunnars- dóttir og Hildigunnur Haraldsdóttir frá ýms- um atriðum sem skipta meginmáli við hönnun á stigum í íbúðarhúsnæði og stærri húsum. STIGAR eru lífæð húsa sem eru fleiri en ein hæð. Um þá fer öll umferð á milli hæð- anna nema að lyftur taki af þeim ómakið. Það skiptir því miklu máli hvemig þeir eru hannaðir. Hvenær stigar fóru að tíðkast á íslandi er vafalaust óljóst en svo mikið er víst að.það voru stigar í baðstofum þeim sem fólk bjó í allt fram á þessa öld. I elstu húsum okkar eru stigar, svo sem í Viðeyjarstofu og á Bessa- stöðum svo að dæmi séu nefnd og fljótlega fór að tíðkast að reisa timburhús á tveimur hæðum og þau voru auðvitað með stigum. All- ar götur síðan hafa stigar gegnt stóru hlutverki í samgöngum innan húss í allflestum híbýlum landsins. Af þessu leiðir að stigar af öllum stærðum og gerðum eru til í húsum þessa lands. Það fólk sem mesta ábyrgð ber á hönnun og gerð stiga eru arkitektar. Þær Helga Gunn- arsdóttir og Hildigunnur Haralds- dóttir arkitektar hafa í starfi sínu haft töluvert með hönnun stiga að gera. Helga hefur ekki síst hannað stiga í stærri hús en Hildigunnur fremur unnið við hönnun stiga í íbúðarhúsum. „Þegar ég var í námi var algeng kenning að góður stigi skyldi vera þannig úr garði gerður að fullfrísk- ur venjulegur maður tæki ekki eftir Morgunblaðið/Ásdís ARKITEKTARNIR Hildigunnur Haraldsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. honum,“ segir Hildigunnur. „Stig- inn er gerður eftir réttri „formúlu" og „virkar" ef venjulegur maður tekur ekki eftir að hann er að ganga upp stiga. Við höfum því miður nokkur dæmi hér í stórbyggingum um slæma stiga. Fyrir mér er stigi í sambandi við íbúðarhús staður þar sem lóðrétta hreyfingin fer fram og hinn lóðrétti ás í húsinu er mjög mikilvægur. Mér fínnst mikilvægt í stigarýminu að fá annað hvort birtu niður í gegnum húsið eða að stiginn sé við aðal útsýnishlið hússins þannig að þegar þessi lóðrétta hreyfing á sér stað geti fólk um leið notið útsýnisins." „Eða þá að hægt sé að sjá tvær hæðir í einu, það gefur skemmti- legri rýmistilfinningu í húsið,“ bæt- ir Helga við. Þær segja ennfremur að stigar hafi alltaf verið misgóðir og útfærsla stiga geti t.d. haft tals- verð áhrif á það hver sé skilgreind- ur fatlaður og hver ekki.“ Pallar og öryggissjónarmið Ljóst er að mun færri geta geng- ið bratta stiga með grunnu þrepi en geta gengið upp þægilegar spænsk- ar tröppur sem eru með djúpu þrepi og aflíðandi. Þær Helga og Hildigunnur segja að það sé grund- vallarviðmiðun hjá þeim báðum að skipta stigum og hafa palla af ör- yggisástæðum, bæði til þess að minnka slysahættu og einnig til þess að lúið fólk geti hvílt sig í stigagöngunni. Beinir stigar milli hæða eru bæðir erfiðir og hættu- legir. „I íbúðarhúsum er algengt að steypa stiga um leið og húsið er steypt upp en oft finnst mér skemmtilegri léttari stigar, ekki síst ef fólk vill spila á léttleikann og birtuna," segir Helga. „Þá eru bæði möguleikar á stálstigum og timbur- stigum eða blöndu af hvorutveggja. Stálið er mjög þægilegt sem burð- arefni í stigum, en timbrið gefur aftur á móti hlýleikann. Þessi blanda er því heppileg. Arkitektar geta haft talsverð áhrif á það hvemig stigar eru byggðir, en fágætt er að fólki hafi fastmótaðar hugmyndir um hvem- ig skuli standa að gerð stiga í hús- um sínum. í íbúðarhúsum, sem ekki em mjög bundin af branamála- reglugerð, er spennandi kostur að hanna stigann sem eins konar sjálf- stæðan hlut í húsinu. Steinstigar í húsum hafa tilhneigingu til þess að verða mjög þunglamalegir en auð- vitað era undantekningar á því sem öðru.“. Þeim stöllum ber saman um að hringstigar séu ekki sérlega góður DÆMI um „blandaðan" stiga í heimahúsi. kostur. Hringstigar geta að þeirra sögn verið hættulegir, ekki síst þeir litlu og þröngu. Fólk getur rúllað niður þá og eins er þröngur hring- stigi erfiður að ganga í. Eldra fólki hættir til að fá svima í þeim og svo geta hringstigar einnig verið hættulegir fyrir böm. Þeim fylgir óöryggi því það hlutfall hæðar og innstigs sem gerir stiga góðan er breytilegt eftir því hvar stigið er í þrepið. Visst hlutfall þarf að ríkja í gerð stiga sem er á þá leið að tvö uppstig og eitt innstig gera samanlagt 61 til 63 sentimetra. Þá fæst stigi sem er tiltölulega þægilegur að ganga á og hentar skreflengd fólks og er von- andi það vel heppnaður að fólk finni varla fyrir því að ganga hann. EIGNAMIÐSTOÐIN-Hátún Suðurlandsbraut 10 Sími 568 7800 Fax 568 6747 Opið virka daga frá kl. 9-18 Brynjar Fransson Löggiltur fasteignasali Lárus H. Lárusson sölustjóri Kjartan Hpllgeirsson sölumaður Björgvin 0. Oskarsson sölumaður h: herbergja ASPARFELL. Vorum að fá (sölu 2ja her- bergja 48 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Verð 4,5 m. ÆSUFELL Skemmtileg 56 fm íbúð á 2. haeð. Suðursvalir. Nýviðgert hús. Verð4,3 millj. Áhv. 2 millj. Ekkert greiðslumat. FÍFUSEL Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð. Verð 4,3 m. HVERAFOLD. Til sölu falleg 2ja herb. 56 fm fb. á 1. hæð. Vandaðar innréttingar. Parket. Áhv. 2,7 m. bygg.sj. rfk. 40 ár. GNOÐARVOGUR. ÍBÚÐ f SÉRFLOKKI. Vorum aö fá í sölu einstaklega glæsilega og mikið endurnýjaða 2ja herb. 57 fm Ib. á 2. hæð. Nýtt eldhús með Ijósum innréttingum. Parket á gólfum. Baðherb. flisalagt. Sjón er sögu rfkari. ORRAHÓLAR. Vorum að fá í sölu fallega 88 fm íbúð á 3. hæð i þessu einstaka lyftu- húsi. íbúðin er nýmáluö. Laus strax. ÆSUFELL - MEÐ FRÁB. ÚTSÝNI. Til sölu spennandi íbúð á 7. hæð með góðu út- sýni. (búðin þarfnast standsetningar. Verð að- eins 5,2 m. DÚFNAHÓLAR. Vorum að fá í sölu góða 3ja herbergja 72 fm fbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni. Verð 5,9 millj. Áhv. 3 millj. ASPARFELL - M. BÍLSKÚR. Mjög vel skipulðgö 3ja herb. 90 fm fbúð á 6. hæð í lyftu- húsi. 25 fm bflskúr. Þvottahús á hæöinni. Góð- ar svalir. Skipti möguleg á minna. Áhv. 3 m. Verð 6,5 m. LAUGARNESVEGUR - FALLEG ÍBÚÐ. Til sölu falleg og mikið endurnýjuð 73 fm íbúð ásamt aukaherb. í kjallara. Góðar innr. Park- et og flísar. Suðursvalir með góðu útsýni. Mjög sanngjarnt verð. herbergja GRETTISGAT. Vorum að fá í sölu fal- lega 4ra herbergja íbúð f steinhúsi. Tvö svefnh. og tvær stórar stofur. Parket. Flfs- ar. Suðursvalir HJRÐARHAGI - BÍLSKÚR. Fimm heib. falleg 125 fm endaíbúð á l.hæð. Suöur- svalir. Nýtt eldhús. Parket, Bflskúr. Gott verð. VEGHÚS - BYGGINGARSJÓÐURII Til sölu mjög falleg 122 fm fb. á 2. hæð, ásamt 27 fm bílskúr í góðu húsi á frábærum útsýn- isstaö. Vandaðar innréttingar. Fín gólfefni. Stórar suðursvalir, eru meðal kosta.Góö lán áhvflandi sem auðveldar mjög að elgnast þessa frábærur fbúð. Hafðu samband, það borgar slg. BOGAHLÍÐ. Falleg 3-4 herb. íbúð á 3. hæð, (efstu hæð.) Parket. Flfsar. Suðursvalir, Góð staðsetning. Áhv. ( Veðd. húsbr.o.fl. 3.1 m. Verð. 7,1 m MIÐBRAUT SELTJARNARNESI. Falleg 85 fm neðri sérhæð (jarðhæð) f tvíbýli. Nýtt eldhús. Parket. Sérgarður. Áhv. byggsj. 2,9 m. Verð 7,3 m. VALLARBRAUT - SELTJ. Til sölu mjög smekklega innr. 84 fm íbúð á efri hæð ásamt 24 fm bflskúr, á sunnanverðu Nesinu. Park- et, flfsar og suðursv. Áhv. 4,8 m. í góðum lán- um. Virkilega falleg ibúð. GOTT VERÐ - GOTT ÚTSÝNI. Falleg, björt og nímgóð 110 fm 4ra herb. fbúð á 7. hæð f góðu lyftuhúsi við Engihjalla, Kóp. Frábært útsýni. Hagstæð lán áhv. Mjög gott verð 6,9 mlllj. Þessa verður þú að skoða! FÍFUSEL - BÍLSKÝLI. Falleg 97 fm íbúð á 2. hæð. Parket og flisar. Þvottahús f íb. Áhv. 4 millj. Verð 6,9 millj. Skipti á ninni íbúð koma vel til greina. REKAGRANDI. Glæsilega 5 herb. 116 fm endafbúö á tveimur hæðum. Vandaðar inn- réttingar. Stæði f bílskýli. Laus fljótlega. HRAUNBÆR. Mjög góð 4ra herb 98 fm íb. á 3. hæð. Rúmgóð svefnherbergi. Nýlegt park- et á stofu og herb. Stórar suöursvalir. Gott út- sýni. Gott verð. Kannaðu mállð. BLÖNDUBAKKI. Falleg og skemmtilega hönnuð 100 fm fbúð á 1. hæð ásamt stóm íbúðarherbergi í kjallara með aðgangi að snyrt- ingu. Parket. Sameign inni nýstandsett. Suð- ursvalir. Gott ástand á húsi. Áhv. 3,4 m. sa einb./raðhús HVERAFOLD. Fallegt 132 fm einbýlishús og 35 fm sambyggður bílskúr. Parket, flísar. Glæsilegt baðherbergi. Skipti möguleg á 4 herb. FLÚÐASEL - SKIPTI. Mjög fallegt raðhús á tveimur hæðum um 155 fm ásamt 33 fm tvöf. stæði í bílskýli. Tvær stofur og 3-5 svefn- herb. Gott verð. HULDUBRAUT - KÓPAV. Glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggð- um bílskúr. Fallegar innréttingar. Hringdu í E.M. Hátún og fáðu nánari upplýsingar. FÍFUSEL - TVÆR ÍBÚÐIR. Til sölu mjög gott 217,2 fm raðhús með góðri ibúð í kjall- ara. Mikið endurnýjaðar innr. Parket og flfs- ar. Gott verð. Þægileg lán áhvilandi. Munur á stigum í minni og stærri húsum En hvaða munur skyldi vera á stigum í fjölbýlishúsum og öðram stærri húsum og svo minni íbúðar- húsum? Svarið er m.a. að í fyrr- nefnda dæminu þarf að taka tillit til branavarnamála, stigar eru þar flóttaleið og þurfa að gegna því hlutverki vel. Stigar í slíkum hús- um þurfa einnig að sjást vel strax og fólk kemur inn þannig að það átti sig strax á hvar lóðrétta teng- ingin er. Það er óþægilegt fyrir fólk að koma inn í stórt hús og vera lengi að leita að stiganum, hann þarf að blasa við þegar inn er komið. Loft- hæð ákveður hve margar tröppur era í hverjum stiga. Þegar stiga er skipt, er æskilegt, að þrepin séu ekki fleiri en tíu á milli palla. í samræmi við brunamálareglu- gerð era stigar í fjölbýlishúsum yf- irleitt steyptir enda rýmingarleið. Gólfefni á rýmingarleiðum þarf að vera ákjósanlegt frá branatækni- legu sjónarmiði. Gólfefni á stigum í stærri húsum era oftast teppi eða dúkar. f fjöl- býlishúsum verða teppi mjög gjarn- an fyrir valinu með tilliti til hljóð- dempunar. Hægt er að fá teppi úr eldtefjandi efnum. Korkur er í stöku tilvikum settur á stiga en þá þarf að setja sérstakt nef framan á tröppurnar vegna þess að það vill brotna upp úr korkinum. Að söpi Helgu sættir nútímafólk sig ekki við að aðalstigi í nýjum húsum sé brattur, en brattfr stigar era algengir í eldri húsum. í húsum frá því um 1940 era uppstigið mjög oft um 19 sentimetrar, nú er sjald- gæft að arkitektar hafi uppstig meira en 17 sentimetra. í stórum húsum fyrir aldraða eru stigarl svipaðir og í öðram húsum en þar era gerðar kröfur um rúmgóðar lyftur. Mjög æskilegt er að lyftur séu í tengslum við stiga í stóram húsum. Stiginn taki sem minnst pláss En hvaða stigar skyldu vera vin- sælastir hjá fólki í dag? Þær stöllur telja erfitt að segja til um það „Fólk er mjög veikt fyrir léttun stigum,“ segir Hildigunnur. „Þeh eiga gjarnan að vera þannig að þeii gefi skemmtilega rýmisskynjun Hér á landi eru ekki mörg dæm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.