Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll fært í upprunalegt horf að utan
Hafist
handa við
breytingar
á næstunni
Á NÆSTUNNI verður hafist
handa við breytingar á Sjálfstæð-
ishúsinu gamla við Austurvöll, en
það hýsir nú mötuneyti Pósts og
síma hf. Húsið var byggt 1878
fyrir starfsemi Kvennaskóians í
Reykjavík og verður það fært í
upprunalegt horf að utan, en
ekki hafa verið teknar ákvarðan-
ir um breytingar á húsinu að inn-
anverðu. Arkitektar að verkinu
eru arkitektastofan Batteríið ehf.
I bókinni Reykjavík, sögustað-
ur við Sund, eftir Pál Líndal,
kemur fram að hús var reist á
þessari lóð árið 1835 ogárið 1874
hafi hjónin Páll og Þóra Melsteð
stofnað Kvennaskólann í Reykja-
vík í húsinu. Árið 1878 létu þau
rífa þetta hús og byggja nýtt hús
fyrir skólann á lóðinni í klassísk-
um stíl. Helgi Helgason snikkari
og tónskáld byggði húsið en við-
irnir í því voru fluttir inn frá
Halmstad í Svíþjóð.
Húsið var reist úr bindingi og
hlaðið í binding með hraungrýti
úr Kapelluhrauni og að hluta
múrað með kalki úr Esjunni. Að
utan var húsið klætt með listasúð
TEIKNING sem sýnir húsaröðina við Thorvaldsensstræti þegar breytingum á húsinu verður lokið.
LJÓSMYND sem Sigfús Eymundsson tók af Kvennaskólanum í
Reykjavik árið 1880 og sýnir húsið í upprunalegri mynd.
og þakið var klætt steinskífum.
Kvennaskólinn flutti að Frí-
kirkjuvegi 9 árið 1909 og eftir
að skólinn var fluttur eignaðist
Hallgrímur Benediktsson stór-
kaupmaður, alþingismaður og
bæjarfulltrúi húsið. Þar rak hann
heildverslun en hafði íbúð á efri
hæð. Þar fæddist Geir, síðar
borgarstjóri og forsætisráðherra,
sonur þeirra Hallgríms og Ás-
laugar eiginkonu hans. Árið 1941
keypti Sjálfstæðisflokkurinn hús-
ið og skömmu síðar var byggt við
það og því breytt mikið, m.a.
múrhúðað að utan. Auk skrifstofu
flokksins var i húsinu mikill sam-
komusalur þar sem haldnir
voru fundir, dansleikir og rekin
veitingastarfsemi, fyrst Sjálfstæð-
ishúsið og síðar Sigtún. Landsími
íslands eignaðist húsið árið 1969
og þar hefur mötuneyti Pósts og
síma verið til húsa.
Gífurleg umferð
á Norðurlandi
102 teknir
á hálfum
mánuði
LÖGREGLAN á Blönduósi
hefur tekið 102 fyrir of hrað-
an akstur á síðastliðinum
hálfum mánuði og hefur um-
ferðin verið gífurleg að sögn
lögreglu.
Hún hefur þó gengið
óhappalítið þangað til í gær
að tvö óhöpp áttu sér stað.
Bíll fór út af veginum í Vest-
ur-Núpi og hvolfdi. Ökumað-
ur var einn í bílnum og slapp
hann ómeiddur.
Bíllinn fór
tvær veltur
Ökumaður missti stjórn á
bíl sínum á Norðurlandsvegi
í Víðidal. Bíllinn fór tvær
veltur og endaði utan vegar.
Þrír voru í bílnum og sluppu
allir ómeiddir.
Einnig hefur lögreglan
fylgst með bílbeltanotkun á
þéttbýlisstöðum í Húnavatns-
sýslum og hafa 16 verið
kærðir að undanförnu. Þá
hafa nokkrir verið teknir fyr-
ir að aka á nagladekkjum eða
fyrir aðrar yfirsjónir í um-
ferðinni.
Skoðanakönnun á Stöð 2
hlynntir veiði-
leyfagjaldi
MEIRIHLUTI landsmanna er
hlynntur því að tekið verði upp
veiðileyfagjald skv. nýrri skoðana-
könnun sem Markaðssamskipti
ehf. gerðu fyrir Stöð 2 en niður-
stöðurnar voru birtar í fréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi. Af þeim
sem afstöðu tóku sögðust 60,6%
vera mjög eða frekar hlynntir
veiðileyfagjaldi en 20,3% voru
frekar eða mjög andvígir. 19%
sögðust hvorki vera hlynntir því
né andvígir.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar sögðust 30,9% þeirra
sem afstöðu tóku vera mjög
hlynntir veiðileyfagjaldi, 29,7%
frekar hlynntir, 9% frekar andvíg-
ir og 11,4% mjög andvígir. Rúm-
lega 15% tóku ekki afstöðu til
spurningarinnar.
í könnuninni kom einnig fram
að 69,6% svarenda, sem sögðust
myndu kjósa sameiginlegan lista
jafnaðarmanna ef hann byði fram
í næstu alþingiskosningum, eru
hlynntir veiðileyfagjaldi. 61,2%
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins sögðust vera hlynntir
veiðileyfagjaldi og 46,4% stuðn-
ingsmanna Framsóknarflokks eru
sömu skoðunar.
Meiri stuðningur er við veiði-
leyfagjald meðal karla en kvenna
skv. könnuninni. 37,5% karla
sögðust mjög hlynntir veiðileyfa-
gjaldi og 28,8% frekar hlynntir,
23,5% kvenna voru mjög hlynntar
gjaldtöku og 30,8% frekar hlynnt-
ar. Fjöldi aðspurðra í könnuninni
var 896 og tóku 757 eða 84,5%
afstöðu.
H O N D A
C 1 1 V 1 1 c
v w S E D A N
kostar á
götuna
aðeins
1.350.000,-
[0
HONDA
Morgunblaðið/Þorkell
MEÐAL gesta sem fylgdust með fyrstu ferðum íslandsflugs í nýju áætlunarneti
félagsins var samgönguráðherra.
Áætlunarflug íslandsflugs
Viðtökur
Norðlendinga
lofa góðu
FJÖLMENNI var í afgreiðslu íslandsflugs á Reykjavík-
urflugvelli í gærmorgun þegar fyrstu áætlunarvélar fé-
lagsins fóru af stað til Vestmannaeyja, Akureyrar, Sauð-
árkróks og Siglufjarðar. Jafnframt var tekið I notkun
nýtt afgreiðsluhús félagsins þar og var forseti Islands,
herra Olafur Ragnar Grímsson, meðal gesta.
Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs,
fiutti ávarp og sömuleiðis forsetinn, einnig Halldór Blön-
dal samgönguráðherra og Haukur Hauksson varaflug-
málastjóri. Fyrsta flugið fór í loftið kl. 7.30 til Sauðár-
króks og Siglufjarðar og var það ein af þremur Dornier
vélum félagsins, og Domier vél fór einnig til Vestmanna-
eyja. ATR vél til Akureyrar fór í loftið laust eftir klukk-
an átta með nokkuð á þriðja tug farþega. Áhöfnina
skipuðu Viktor Viktorsson flugstjóri, Júlíus Þórólfsson
flugmaður og Þóra Birgisdóttir öryggisvörður, en hún
sér um þjálfun öryggisvarða félagsins. Þeir eru 12 tals-
Morgunblaðið/jt
FLUGSTJÓRI í fyrstu ferð íslandsflugs til Ak-
ureyrar var Viktor Viktorsson (t.h.) og með
honum er Anfinn Heinesen afgreiðslustjóri.
ins og starfa um borð í ATR vélunum en gegna jafn-
framt öðrum störfum hjá félaginu.
Birgir Ágústsson, einn stjórnarmanna íslandsflugs,
var meðal farþega á norðurleiðinni og sagði hann áætlun-
arflugið leggjast vel í sig. Upphaflega hefði íslandsflug
hafið starfsemi meðal annars til að keppa við Flugleiðir
og nú væri nýr áfangi í þeirri samkeppni. Anfinn Heins-
en afgreiðslustjóri íslandsflugs segir viðtökur Norðlend-
inga lofa góðu um áætlunarflugið og ljóst sé að menn
muni líta til verðsins þegar flugfélag er valið.