Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997____________________________
FRÉTTIR
Greinargerð frá Gallerí Borg
ROGI
SVARAÐ
:•••• *r H,
0 '//■ STAÐFESTINC. ^ «
Ég undimtaður, fyrrum bókaii Gallerí Borgar h.l'., kconit. 650584-0589, staðfesti hér í
f moð eftirfarandi vesna myndar nr. 84 A Kstmtmauppboði Gallcri Borgar h.f. iu-. 43 hinn 4.
4 oloóbcr 1992:
» t
i Ofangreind mynd var seld á listmunuui>pboði Galleri Borgar h.f. nr. 43 hinn 4. ||
október 1992 fyiir kr. 1.250.000 samkvicmt reikningi nr. 3285.
Sula myndarinnar var fœrð i bókhaldi Gallcrí Borgar h.f. eins og önnur uppboöasala á
vegum fyrirtaekisins, og af söíunni var greitt Iiöfundarrótturgjuld samkvæmt sór3takri
ó skÚagrein til Starfslavmasjóðs myndlistannunna.
f
Til frckaii staðfeslingar lylgir hcr með afrit af tölvuiitskriíl úr hókhaldi Galleri Borgar *
h.f. árið 1992 þar sem facrslan kcmur fram undir rcikningslyklinum 4101, sem cr
tekjuliðurinn XJppboðssaia með fylgiréttargjaldí.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi greinargerð frá Pétri Þór
Gunnarssyni, eiganda Gallerís
Borgar:
„UNDANFARIÐ hefur farið fram
umræða um hugsanlegar falsanir
málverka og hafa nú á stuttum
tíma verið nefnd til tuttugu til þijá-
tíu verk og ætla má því, ef rétt
reynist, að fjöldi falsaðra málverka
íslenskra listamanna sé verulegur.
Oftar en ekki er nafn mitt og fyrir-
tækis míns Gallerís Borgar nefnt
í þessu sambandi, en Gallerí Borg
hefur sl. þrettán ár annast sölu
gamalla listaverka og er efalaust
stærst íslenskra fyrirtækja sem
hafa slíka sölu með höndum. Það
þarf auðvitað ekki að lýsa því hve
umræða þessi hefur skaðað rekstur
Gallerís Borgar og raunar allan
markað um íslensk málverk og
ljóst að ég hef af því verulega
hagsmuni að mál þessi upplýsist
fljótt og vel svo og raunar allir
listaverkaeigendur.
Því er það ekki til að bæta að-
stæður í rekstri mínum, sem var
nógu erfiður fyrir, að fá yfir sig
þá „frétt“ sem birtist í Morgun-
blaðinu þann 29. júní sl. þar sem
ég er borinn þeim sökum að blekkja
gamlan danskan prest, ljúga út úr
honum listaverk, reyna að dylja
viðskiptin, stela andvirði myndar-
innar, vera undir bókhaldsrann-
sókn og hafa svo loks selt falsaða
mynd.
Allt er þetta með ólíkindum, en
staðreyndirnar eru í stuttu máli
þessar. Árið 1992 var ég í Kaup-
mannahöfn í því skyni m.a. að fal-
ast eftir kaupum á íslenskri mynd-
list. Eins og oft áður keypti ég
auglýsingu í „Politiken“ undir
nafni Gallerís Borgar og vísaði þar
á dvalarstað og símanúmer. Ég
fékk upphringingu frá Dag Moller
sem var búsettur á Fjóni en þang-
að er 4-5 klukkustunda ferð frá
Kaupmannahöfn. Gengið var frá
kaupum á lítilli Kjarvalsmynd og
kaupverð 35 þúsund danskar krón-
ur. Myndin var síðan boðin til sölu
í Galleríi Borg á kr. 500.p00 en
seldist ekki á því verði. Ákveðið
var að fara með myndina á uppboð
og þar gerðist það sem má raunar
gerast oftar, að tveir aðilar bitust
um myndina og boðum ekki hætt
fyrr en í fjárhæðinni kr. 1.250.000.
Uppboðsandvirðið fór síðan í rekst-
ur Gallerís Borgar hf.
Framhald málsins er síðan með
FK*
/RO90ibB
Reykjavík 35/54' IO 10<Í6 03
■
> 10
18, llll
¥
1
<
Pétur Gur*ria»-»»c*v'i
Galleri Ðorg
OÆelstrttti &
Reykjavik.
Ef ekki verýur búi,5 aA svara kvörtunuin Dag Mourad Moller, vegna kaupíi
é tnynöínni Huldufólk fyrir 17. j <\ni og semj a urn.hutur rnuri ég «er«da
skýrBlu mina urn viOiBkiptir* tíl f.jtílifti«51 a r*t*8ta cJag og biÁja
rlkia»akBÓkriara aó hlutaot til um opinbera r‘ariru»6kr» A roAliriu.
Reykjavfk, 30. júnl 1997.
Trauati Bragasíði
V Iðskiptafric öiagur
Klapparstíg 25-27
Reykjavík.
*r
P
t
P«U n
1
miklum ólíkindum. Árið 1992 tók
Páll Skúlason hdl. ljósmynd af
myndinni og fylgdist greinilega
með afdrifum hennar enda þótti
það fréttnæmt þegar hún seldist á
svo háu verði á uppboðinu í októ-
ber 1992. Síðan líða fjögur ár og
þá fara að koma kröfubréf frá
áðurnefndum Páli og gengið í það
verk af dæmafáu offorsi og öllu
beint gegn mér persónulega, þó
að honum hafi alla tíð verið ljóst
að myndin var keypt af hlutafélagi
og seld af því sama hlutafélagi.
Fyrirferðin var slík að tengdafaðir
minn, sem engan hlut á að þessu
máli né mínum rekstri, fékk hótun-
arbréf og þessu öllu fylgt eftir með
símskeytum með fyrirætlun um
kærur og síðast en ekki síst með
hótunum um að fara með mál þetta
í fjölmiðla, en við allt þetta átti
ég að sleppa, ef ég greiddi allt að
einni milljón, en tölur voru stund-
um á reiki eftir því hvemig lá á
lögmanninum.
Ég gat auðvitað ekki annað en
neitað þessu enda kröfurnar út í
hött og fyrri hótuninni þá fylgt
eftir, þ.e. málið var kært til R.L.R.
Eftir stutta skoðun þar var málið
fellt niður eftir að mínar skýringar
voru lagðar fram, en ekki vegna
skorts á sönnunum, eins og haldið
er fram og þar er nú engin rann-
sókn í gangi. Þá er gripið til síð-
ari hótunarinnar og Morgunblaðið
fengið til að birta einhliða hug-
myndir lögmannsins um málavexti
og mér ekki gefinn kostur á að
koma að andsvörum. Þrátt fyrir
að mótsagnimar í „fréttinni" blasi
við öllum sæmilega læsum mönn-
:
m
·ltSfctfason faft'
S&a.%a*u » SJSÍ0S6S
V*
jtf
Reykjavík, 2. maí 1996
Xristján Flyge.nrÍB^j-__
Reykjavíkurvegi 36,
Haínarfirðl.
KJálagt aendi ég jfíur afrit afrit af skýrslu og
og áskcrun til Pétur í-órs Gunnarsncr.ar. Vona ég
þér beitiö áhrixun þinum til þess að har.n einni
bessari áskorun enda á tsngdasor.ur yðar í hlut.
/
í
¥
WP*'**%i
w-vv/ié"
•■‘v.
Vinaamlegasr,
~7
. ,.i- ■ .. ■?***'
um er rétt að svara ásökunum öll-
um og í þeirri röð sem þær koma
fram.
Það er fullyrt að ég hafi komið
fram sem fulltrúi listasafna við
kaupin, sem er auðvitað rangt,
enda er líka sagt að haft hafi ver-
ið samband við mig vegna auglýs-
ingar frá Gallerí Borg í „Politi-
ken“, sem er rétt og ekki fór á
milli mála á hvers vegum ég var.
Það er fullyrt að ég hafí notfært
mér elli viðsemjanda míns og óljós-
ar hugmyndir hans um verðmæti
myndarinnar. Þetta er líka rangt.
Dag Moller var langt frá því að
vera elliær, heldur var þetta ern
og hress karl, enda kom hann í
heimsókn til íslands tveimur árum
síðar. Dag Moller setti sjálfur upp
kaupverðið, sem mér fannst of
hátt, en til að fara ekki erindis-
leysu alla þessa leið, samþykkti
ég verðið og greiddi myndina.
Einnig er fullyrt að með einhverj-
um óútskýrðum aðferðum hafi
verið tekið litljósrit, sem upplitað-
ist skömmu síðar, til að dylja af-
drif myndarinnar. Ég veit ekki
hvað í ósköpunum lögmaðurinn
er að fara en í uppboðsskrá, sem
hann hefur undir höndum, er fer-
ill myndarinnar rækilega rakinn
þannig að ef einhver meining er
með þessari fullyrðingu lög-
mannsins er hún gefin gegn betri
vitund. Þetta allt dugar þó ekki,
heldur á ég að hafa stungið ólög-
mætum hagnaði í eigin vasa. Það
er sem sé ekki nóg að ég svíki
Dag Moller heldur á ég að stela
frá fyrirtæki því, þar sem ég vann.
Þessar staðhæfingar eru
. v fráleitar og stórlega
móðgandi og gefnar
þrátt fyrir þá staðreynd
að Páll Skúlason hdl.
hefur fengið í hendur
fylgiskj alsnúmeraðan
reikning frá Gallerí
Borg hf., afrit af skila-
grein til Starfslauna-
t|. sjóðs myndlistarmanna
% og því ástæðulaust fyr-
| ir hann að vera með
> getsakir um hegn-
aö | ingarlagaverða hátt-
semi.
Svo er loks klykkt út
með því að fullyrða að
mynd sem seld var fjór-
?, um árum síðar á kr.
j 700.000 með sama mó-
f tívi og sú mynd sem mál
0 þetta snýst um, sé illa gerð
f stæling og líklega fölsuð í
þokkabót. Menn geta sjálfir
dæmt um þetta af myndun-
um, en myndin frá Dag MÖller
er 33,5 cm x 54 cm, en síðari
myndin 70 cm x 100 cm, og raun-
ar miklu skýrari og áhugaverðari
í alla staði. Og hvað fölsuninni
viðvíkur þá er myndin nú í eigu
manns sem hefur miklu meira vit
á Kjarvalsmálverkum heldur en
allir forverðir landsins.
Ég læt þetta nægja en af miklu
fleira er að taka. Mér hefur verið
stefnt til dóms vegna þessa og þar
verður tekið til varna og best að
spyrja að leikslokum. Þá hef ég
falið lögmanni mínum að skoða
viðbrögð við þessum fráleitu
ásökunum Páls Skúlasonar hdl.
og um svik og lögbrot en þeim
verður mætt af fyllstu hörku.“
f.
1
Málverkið líklega gefið upp úr 1920
PÁLL Skúlason héraðsdómslögmaður, sem
hefur stefnt Pétri Þór Gunnarssyni eiganda
Gallerís Borgar til að rifta samningi um sölu
á málverki eftir Kjarval, segir að líklega
hafi umrætt málverk verið gefið til Danmerk-
ur upp úr 1920, en ekki árið 1937 eins og
haft var eftir honum í Morgunblaðinu síðast-
liðinn sunnudag. Páll telur að Pétur hafi
fengið málverkið frá skjólstæðingi sínum,
aldraðri konu í Danmörku og eiginmanni
hennar sem lést í fyrra, á fölskum forsendum.
Í viðtali sem birtist í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins sagði Páll að Einar Þorgilsson,
útgerðarmaður í Hafnarfirði, hefði verið á
ferð í Danmörku ásamt dætrum sínum árið
1937 og þau fengið gistingu í talsverðan tíma
hjá Arne Möller, sem var formaður Dansk-
íslenska félagsins og prestur. Til að endur-
gjalda Arne Möller gestrisnina hefði Einar
sent honum málverkið Huldufólk eftir Kjarv-
al, og það verið í eigu hans þar til hann lést
árið 1947. Þá hefði Dag Möller sonur hans
erft málverkið og hann síðan selt Pétri Þór
það í þeirri trú að málverkið færi á Kjarvais-
staði.
Einar Þorgilsson lést hins vegar árið 1934
og segir Páll að annaðhvort hafi seljendur
málverksins misminnt hvenær hann gisti hjá
Ame Möller eða þá að hann hafi skráð rang-
lega niður eftir þeirra frásögn . Aðspurður
hvort hann teldi þetta ranghermi veikja
málflutning sinn sagði hann svo ekki vera.
„Einar Þorgilsson kemur hinu raunveru-
lega máli ekkert við. Málverkið er búið að
vera ótvírætt í eigu þessarar ættar í minnsta
kosti 50 ár og það er fyrst við söluna sem
þetta misferli fer að byrja,“ sagði Páll.
I bók Ásgeirs Jakobssonar um sögu Ein-
ars Þorgilssonar, Hafnarfjarðarjarlinn, er
getið um Danmerkurferðir Einars og m.a.
nefnt að Einar hafi verið í Danmörku árið
1923 ásamt frú sinni og tveimur dætrum
og einnig að hann hafi heimsótt dóttur sína
í Danmörku 1924-25. Páll segir að Dag
Möller, sem fæddist 1906, hafi sagt sér að
hann hafi verið unglingur þegar Einar
dvaldist á heimili foreldra hans og hann
hafi minnst þess að Einar gaf honum um-
talsverða fjármuni á þeirra tíma mæli-
kvarða.
„Arne Möller var ekkert hrifinn af þess-
ari heimsókn því hann hafði af þessu mikla
armæðu. Bréfasafn Möllers er í fórum fjöl-
skyldunnar ytra og þar er hægt að stað-
festa þessar staðreyndir. I safninu var bréf
frá Jóni Helgasyni til Arne Möller, en Jón
Helgason var vinur hans og formaður ís-
landsdeildar Dansk-islandsk samfund. Þar
segir hann að hann hafi nú ekki verið hissa
á því þó að hann hefði orðið þreyttur á
Einari Þorgilssyni, því „han har mere tænd
for klipfisk end kultur“,“ sagði Páll.
Sagði hann engan vafa leika á því að Ein-
ar hafi dvalið hjá Arne Möller en verið þar
töluvert fyrr á ferðinni en hann hefði talið.
Sagðist Páll hafa leitað eftir upplýsingum
um það nýverið hvenær málverkið hefði bor-
ist Árne Möller að gjöf.