Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚgerirmérekkiþáskömmaðánafnasafninuþennantittþinn . . . Skoðanakönnun um borgarstj órnarkj ör Sjálfstæðis- flokkurinn skýst upp fyrir R-listann Það er gott að til er gott sem gerir manni gott ÍSLEKSK GARÐYRKJA oLctttu/ [lÆA/ ítáa/ LISTI sjálfstæðismanna myndi fá 53,8% atkvæða og R-listinn 46,2% samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Markaðssamskipta sem gerð var fyrir Stöð 2 ef kosið væri nú. Hefur fylgi listanna snú- ist við frá könnun fyrirtækisins í apríl síðastliðnum. Könnunin fór fram dagana 8. til 21. júní og náði til 800 Reykvík- inga. Alls svöruðu 542, 115 neit- uðu að svara og ekki náðist í 135. Einnig var kannað fylgi stjórn- málaflokkanna í kosningum Al- þingis og spurt þannig: Nú eru uppi umræður um sameiningu Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka undir merki jafnaðarmanna. Ef af slíkri sameiningu yrði hvort myndir þú kjósa Framsóknarflokk, Sjálf- stæðisflokk eða sameiginlegan lista jafnaðarmanna í alþingis- kosningum? í úrtaki fyrir þessa könnun voru 1.250 manns og svör- uðu 896, 158 neituðu að svara og ekki náðist í 185. Svörin voru á þá lund að þeir sem kjósa myndu Framsóknar- fiokkinn voru 17%, 38,8% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 44,2% lista jafnaðarmanna. Alls eru þetta 634 en 23 kváðust ekki ætla að kjósa, jafnmargir skila auðu og 216 sögðust ekki taka afstöðu. Séu þessar niðurstöður bornar saman við niðurstöður síð- ustu þingkosninga kemur í ljós að sameinaðir ná flokkamir ívið meira fylgi á kostnað bæði Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Nýr yfirlæknir BUGL Þörf á nýjum með- ferðartilboðum Ólafur Ó. Guðmundsson g er hræddur um að margir geri sér rang- ar hugmyndir um bamá- og unglingageðdeild- ir, fólk haldi að það sé fyrst og fremst um legudeildir að ræða, en lítið um aðra með- ferðarvalkosti," sagði Ólaf- ur Ó. Guðmundsson, nýr yfirlæknir við barna- og unglingageðdeild Landspít- alans. „Þetta er alls ekki svo. Við stöndum vel með legu- pláss á sjúkrahúsum, en göngudeildarþjónusta hefur verið í of litlum mæli. Fyrir fáum árum var hins vegar byrjað að þróa þá þjónustu miðað við það nútímaþjóðfé- lag sem við búum í. Þróunin felst m.a. í því að auka göngu- og dagdeildarþjón- ustu. En deildin líður fyrir arfleifð sína á þann hátt að þróun og hugmyndir að nýjum meðferð- artilboðum hafa staðið og fallið með áhuga og framsækni ein- stakra starfsmanna. Það hefur aldrei legið fyrir hvað heilbrigðis- þjónustan hefur ætlað sér með bama- og unglingageðdeildina.“ Hvemig hefur ástandið og þróunin verið? „Innlagnar- og dagdeildarmeð- ferð einhverfra og fleiri hópa var helsta meðferðartilboðið lengi vel en önnur voru skemmra á veg komin. Við fáum mikið af tilvísun- um vegna hegðunartruflaðra barna og hefur sérhæfð þjónusta vegna ofvirkra barna verið mjög vel þegin, bæði af foreldrum og tilvísendum. Göngudeildin er hins vegar ekki nógu vel mönnuð til að geta sinnt vaxandi fjölda tilvís- ana og við því þarf að bregðast. Þess vegna hafa orðið til stórir biðlistar. Annað atriði, sem við getum talið bráðamál, er skortur á bama- geðlæknum. Við vorum fjögur, en tveir hafa hætt störfum. Það eru svo sem vænlegar horfur til lengri tíma litið í þeim efnum ef fólk vill koma hingað til starfa, en við vinn- um nú ötullega við að reyna að bæta úr læknaskortinum og brúa bilið." Hvað þurfa að starfa hér margir barnageðlæknar? „Það fer eftir því við hvað er miðað. Það fer eftir vinnureglum og skipulagi þannig að eitt svar fengist við samanburð við Bretland en annað svar við samanburð við Norðurlöndin. Mér sýnist hins veg- ar að algert lágmark sé að hér starfí 4-5 barnageðlæknar. Bæði ef miðað er við ástandið eins og það hefur verið og ekki síst vegna þess að hér sem erlendis hefur eftirspurnin eftir þjónustu verið að aukast og þess vegna er brýnt að byggja upp sem hraðast boðlega göngudeildarþjónustu." Nú hlýtur hagurinn að vænkast, er ekki að hefjast smíði nýs barnaspítaia? „Það stendur mjög upp á stjómvöld að marka línur og leggja fyrir hvemig deildin eigi að þróast. Það þarf að styrkja stöðu deildarinnar, en það verður ekki gert ef markmiðin eru ekki skýr. Það hefur kostað mikla baráttu að fá hreyfingu á málið og við byggjum vonir við að úr rætist. Stjórn Ríkisspítalanna hef- ur tekið við sér og má segja að ég njóti góðs af störfum fyrirrenn- ara míns í þeim efnum. Þú nefndir nýja bamaspítalann. Það er búið að bjóða út hönnun hans, en samt hefur ekki verið talað við neinn innan barna- og unglingageðdeildarinnar um skipulagsmál eða hönnun.“ Hvaða geðkvillar plaga helst ís- ► ÓLAFUR Ó. Guðmunds- son er fæddur í Reykjavík 23. apríl 1959. Hann útskrifaðist stúdent frá MH árið 1979 og lauk síðan kandídatsprófi frá Læknadeild HÍ 1986. Hann hóf sérfræðinám í almennum geð- lækningum við Borgarspítal- ann. Árið 1990 lá leiðin til Lund- ar þar sem hann lauk sérfræði- námi í aimennum geðlækning- um 1993. f Lundi vann hann við bráðamóttöku geðdeildar há- skólasjúkrahússins og hóf síðan sérnám í barna- og unglinga- geðlækningum. Eftir Lundar- dvölina hélt Ólafur til Englands þar sem hann Iauk sérfræði- náminu eftir þjálfun og nám í Birmingham og Stoke. í byrjun árs 1996 hóf Ólafur störf við barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut og nú um mánaðamótin tók hann þar við stöðu yfirlæknis. Ólafur er kvæntur Sigríði Eyjólfsdótt- ur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. lensk börn og hvað er þetta stór hópur? „Þetta eru margs konar kvillar, en fella má það algengasta í tvo meginflokka. í fyrsta lagi má nefna „afvíkjandi" hegðun og óró- leika og í öðru lagi kvilla sem tengjast ýmsum tilfinningatrufl- unum á borð við þunglyndi og kvíða. Seinni hópurinn er ekki eins sýnilegur og þéir kvillar eru al- gengastir á unglingsárunum. Þörf- um barna í þeim hópi er illa mætt og það er spurning hvort ekki þurfi að koma til unglingamóttaka að erlendri fyrirmynd þar sem ungiingar sem koma beint inn af götunni geta fengið margs konar ráðgjöf og aðstoð, m.a. varðandi geðkvilla. Kannanir benda til þess að ís- lensk börn eigi við síst minni vandamál að glíma á þessum vett- vangi heldur en jafn- aldrarnir í öðrum lönd- um. Um 20% bama upp- lifa einkenni umræddra geðkvilla og talið er að 2-5% þeirra þurfi á sér- fræðingsaðstoð að halda. Sums staðar á Norðurlönd- unum fá 2% barnanna nauðsyn- lega aðstoð. Hér er sú taia mun lægri. Við erum einfaldlega skemmra á veg komin. Þetta er flókinn vandi og ekki bara á könnu geðdeildarinnar. Það þarf að sam- þætta margs konar þjónustu" En hvað með fordóma, bæði heima fyrir og í þjöðfélaginu? „Eflaust eru þeir margir sem veigra sér við að leita hjálpar og finnst þetta feimnismál. En yfir höfuð finnst mér að þetta séu ekki feimnismái lengur, enda skortir ekki eftirspumina eftir þjónustu." Við erum ein- faldlega skemmra á veg komin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.