Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vel heppnuð ævintýraferð með blinda ferðamenn FERÐAMALAMIÐ- STÖÐ Eyjafjarðar, Atvinnumálaskrif- stofa Akureyrar og Blindrafélagið hafa um nokkurt skeið haft með sér sam- vinnu um að skoða þá möguleika sem Eyjafjarðarsvæðið hefur til að sinna ferðaþjónustu fyrir blinda ferðamenn. I kjölfar þeirrar vinnu var ákveðið að efna til tveggja reynsluferða fyrir blinda. Fyrri ferðin var farin um síðustu helgi og var fullbók- að í hana. Berglind Hall- grímsdóttir, for- stöðumaður At- vinnumálaskrifstof- unnar, sagði að ferðin hafi gengið mjög vel og í raun mun betur en menn þorðu að vona. „Ferðin sýnir að það er hægt að bjóða þessu fólki upp á nánast sömu kosti í ferðaþjónustu og öðrum ferða- löngum. Þetta er fyrst og fremst spurning um að koma til móts við fólkið varðandi aðgengi og blindramerkingar almennt. Það var virkilega gaman að fylgjast með því hversu þátttakendurnir voru harðir af sér og sjálfstæðir.“ Ferðin ævintýri líkust Olafur Þór Jónsson er nán- ast alveg blindur, en hann var einn þeirra er þátt tóku í ferð- inni um helgina. Hann sagði að ferðin hafi verið ævintýri líkust og gengið eins og í sögu. „Það var hreint með ólíkindum hveru skemmtilegt viðmót við fengum hjá þeim sem að ferð- Morgunblaðið/Björn Gíslason FERÐALANGARNIR reyndu fyrir sér á sjóstöng í Eyjafirði á bátnum Níelsi Jónssyni EA. Ekki er ekki hægt að segja annað en að veiðin hafi gengið vel. inni stóðu. Allir voru tilbúnir að gera allt sem hægt var til að gera ferðina sem ánægju- legasta. Það var oft þannig að fólk var hálfhrætt við mann af því maður er blindur en það hefur lagast með árunum og var ekki hægt að finna fyrir neinu slíku í þessari ferð.“ Hluti ferðarinnar var farinn á jeppum og segir Ólafur það mun skemmtilegri ferðamáta en á rútum, þar sem samskipt- in væru mun nánari. Hann seg- ist hafa mjög gaman af ferða- lögum og sé hópurinn sem kom norður þegar farinn að huga að því hvert skuli halda næst. Helga Einarsdóttir, fræðslu- og ferlifulltrúi Blindrafélags- ALLIR ferðalangarnir tóku þátt í fljótasiglingu á gúmmíbátum niður Jökulsá vestari í Skagafirði og höfðu mjög gaman af. ins, var einnig með í för og hún tók undir með Olafi Þór og sagði að ferðin hafi gengið mjög vel og veðrið hafi leikið við ferðalangana. „Af þeim 18 sem tóku þátt í ferðinni frá okkur, vorum við aðeins tvö með fulla sjón. Hinir 16 eru allir með alvarlega sjónskerð- ingu og þar af tveir alveg blindir.“ Helga segir að blindir hafi gert ýmislegt hingað til og m.a. farið á skíði en i þessu tilfelli var verið að kanna möguleika á að selja fólki skipulagðar ferðir. „Og ferðin um helgina var mikil skemmt- un og vel heppnuð, enda skipu- lagningin hjá þeim fyrir norð- an alveg frábær," sagði Helga. Ferðin var farin í samvinnu við Sport- ferðir, Ferðaþjón- ustuna Ytri- Vík/Kálfskinn og Flugfélag Islands. Dagskráin hófst með kvöldskemmtun í sumarhúsunum í Ytri-Vík á föstu- dagskvöld en á laug- ardagsmorgun reyndu þátttakend- ur fyrir sér í sjó- stangveiði á Eyja- firði. Stefnt að markaðssetningu erlendis Eftir hádegismat í Ytri-Vík var farið í reiðtúr og seinni partinn var haldið vestur að Lónkoti í Skagafirði og gist þar. Á sunnudags- morgun var þátttak- endum boðið í fljóta- siglingu á vegum Ævintýraferða nið- ur Jökulsá vestari. Eftir baráttu við fljótið var efnt til útigrillveislu áður en haldið var til Akureyrar, þar sem ferðinni lauk. Berglind segir að um sé ræða bæði ferða- og ferliverkefni og snúi einnig að bættu aðgengi fyrir sjónskerta og blinda. Hún segir að áfram verði unnið að því í samstarfi við hagsmunaað- ila á svæðinu. Þá stendur til að fara í aðra ævintýraferð í haust og einnig er stefnt að því að halda ársfund formanna norrænna blindrafélaga á Ak- ureyri í vetur. „Við stefnum að því að markaðssetja þessar ferðir á Norðurlöndunum og jafnvel víðar í samstarfi við Blindrafélagið." Skólastjórafélag'ið átelur vinnubrögð við ráðningu skólasljóra á Brekkunni Auglýsa átti stöðuna aftur Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir Kaffi- og handverks- hús á Grund LISTA97 SUMAR AKUREYRI Ljóðalestur, tónleikar og myndlist LJÓÐALESTUR verður í Deiglunni í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Að ljóðalestrinum standa ung og upprennandi skáld frá Akureyri, Þórarinn Torfi Finnbogason, Pétur Már Guðmundsson og Björn Guð- mundsson, auk fleiri félaga úr fjöi- listahópnum PLP. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur gamla og nýja jazztónlist i Deigl- unni, fimmtudaginn 3. júlí kl. 22.00. Sunna er búsett í Bandaríkjunum og hefur verið við nám í píanónleik í virtum jazzskóla ásamt félögum sínum þeim Dan Fabricatore, bassa- leikara og Scott McLemore, tommu- leikara. Þau léku á jazzhátíðinni á Egilsstöðum í síðustu viku við góð- an orðstír. Aðgangur er ókeypis. Rómantískar jazzballöður Rósa Kristín Baldursdóttir, söng- kona, Jón Rafnsson, kontrabassa- leikari, Wolfgang Frosti Shar, saxó- fónleikari og Róbert Reynisson, gít- arleikari flytja rómantískar jazz- ballöður á Aksjón café, laugardag- inn 5. júlí kl. 22.00. Fyrstu tónleikarnir i röð Sumar- tónleika á Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6. júlí kl. 17.00. Björn Steinar Sól- bergsson, orgelleikari og Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari og tón- skáld leika verk eftir Hafliða og J.S. Bach. Mánudaginn 7. júlí er síðasti dagur samsýningar 43 Akureyringa í Deiglunni. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14-18. Ástæða er til að hvetja alla til að láta þessa sýn- ingu ekki fram hjá sér fara en hún er fjölbreytt og kemur á óvart. ----------♦-------- Þorgils bauð lægst í sambýli Grýtubakkahreppur. Morg-unblaöið. TILBOÐ í byggingu sambýlis fyrir aldraða, ásamt samtengdu húsnæði fyrir heilsugæslu á Grenivík, samtals 517 fermetra, voru opnuð í vikunni. Verkið var ekki allt boðið út og hluti þess ætlaður heimaaðilum til frá- gangs. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir en kostnaðaráætlun þess hluta verksins sem boðin var út hljóð- aði upp á 49 milljónir króna. Fimm aðilar af Eyjaíjarðarsvæðinu gerðu tilboð í verkþáttinn. Lægsta tilboðið kom frá Trésmíðaverkstæði Þorgilsar Jóhannessonar á Svalbarðseyri, upp á rumar 43 milljónir króna. Áætlað er að húsið verði gert fok- held í desember í ár og að fyrstu íbúar sambýlisins geti flutt í hið nýja hús í lok september á næsta ári. Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks ehf. á Akureyri hefur séð um hönnun hússins og haft umsjón útboðsgagna. ----------» ♦ ♦---- Sparisjóður Norðlendinga í FRÉTT í Morgunblaðinu sl. laug- ardag var farið rangt með nafn á nýjum sparisjóði, sem til varð við samruna Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnameshrepps. Sparisjóðurinn heitir Sparisjóður Norðlendinga en ekki Sparisjóður Norðurlands eins og fram kom í fréttinni. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. SKÓLASTJÓRAFÉLAG íslands hef- ur sent Jakobi Björnssyni, bæj- arstjóra á Akureyri, bréf, þar sem félagið átelur hvernig staðið var að ráðningu skólastjóra við sameinaðan skóla á Brekkunni. Skólastjórafélagið tekur hins vegar ekki afstöðu til þeirrar ráðningar sem um ræðir enda er hún ekki mál félagsins. Skólafélagið bendir á að sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda grunn- skóla beri að auglýsa allar lausar stöður. „Þar sem bæjaryfirvöld höfn- uðu þeim umsækjanda sem skóla- nefnd mælti með, eftir að umsóknar- frestur um stöðuna var útrunninn samkvæmt auglýsingu, þá bar að auglýsa stöðuna aftur. í þessu tilviki er ekki hægt að fallast á að tímale- ysi réttlæti ráðningu án auglýsing- ar,“ segir í bréfi skólastjórafélagsins. Ráðinn til eins árs Jakob Björnsson, bæjarstjóri, segir að þarna sé um að ræða ráðn- ingu skólastjóra til eins árs og að staðan verði auglýst áður en árið er liðið. „Ég get verið sammála Skólastjórafélagi íslands um að við allar eðlilegar aðstæður séu stöður auglýstar en ég er ósammála félag- inu um að ekki hafi verið um tímas- kort að ræða,“ sagði Jakob. Hann sagði að í raun væri ekki um ágreining að ræða milli sín og félagsins og að frekar væri um að ræða misjafnt mat á stöðunni sem þarna kom upp. „Við könnuðum lagalega stöðu málsins og teljum okkur ekki vera að brjóta lög. Það er hins vegar ekki eftirsóknarvert að þurfa að haga málum þannig að alltaf sé verið að kanna hvort við séum innan ramma laganna," segir Jakob. Meirihluti bæjarstjórnar Akur- eyrar samþykkti nýlega að ráða Sveinbjörn Markús Njálsson á Dal- vík í stöðu skólastjóra við sameinað- an skóla á Brekkunni. Áður hafði bæjarstjórn hafnað báðum umsækj- endum sem um stöðuna sóttu er hún var auglýst á sínum tíma. Dalvík Morgunblaðið HJÓNIN Ingibjörg Kristinsdóttir og Jón Þórarinsson hafa opnað kaffi- og handverkshús í Þinghús- inu Grund í Svarfaðardal. Þau hafa tekið húsið á leigu, gert á því endurbætur að innan og afmarkað lítið handverksgallerí þar sem ýms- ir handgerðir munir eru til sölu. Þá verða veitingar á boðstólum, boðið upp á tjaldsvæði og hesta- leigu, auk þess sem ýmsar uppá- komur verða af og til. í sumar verður opið frá sunnudegi til fimmtudags kl. 14-21 og föstu- daga og laugardaga frá kl. 14-23 og á öðrum tímum eftir samkomu- lagi. Þetta framtak þeirra hjóna mun eflaust verða góð viðbót við mann- lífið í dalnum og ekki að efa að hestamenn og golfarar eigi eftir að á við Grund, auk annarra ferða- langa. Á myndinni eru Jón og Ingi- Irjörg í Þinghúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.