Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 23
LISTIR
Bænir
og brauð
BÆNIR og brauð nefnist sýn-
ing á tréristum Þorgerðar Sig-
urðardóttur á Jómfrúnni í
Reykjavík sem stendur yfir nú
í júlí.
I kynningu segir: „Sá siður
þekkist víða um lönd að brauð
sem bakað er í hátíðar- og við-
hafnarskyni sé skreytt á marga
vegu. Brauð var ekki hvers-
dagsfæða hér á landi á fyrri tíð
og varla gert nema á hátíðum
og tyllidögum. Aðallega þekkt-
ist tvennt: Laufabrauðið til há-
tíðarbrigða á jólum og skreyttar
pottkökur þar sem yfírborðið
hafði verið mótað með kring-
lóttri útskorinni íjöl. Yfirleitt
sýndi þetta „þrykk“ bæði
skreytingar og texta, iðulega
úr bænum eða sálmum, en
stundum veraldlegs eðlis. Hend-
ingarnar „Það á að gefa börnum
brauð/að bíta í á jólunum" sýna
hve brauð var mikill hátíðarmat-
ur og enduróma þann tíma þeg-
ar kaup á mjöli voru lítil og það
helst notað í grauta.
Tréristurnar á sýningunni
eru allar frumverk en í þeirri
hefð sem sjá má á brauðmótum
á íslenskum byggðasöfnum og
Þjóðminjasafni. Textarnir eru
sumir til á gömlum mótum en
komu líka úr öðrum áttum.“
Þijár systur fyrstar á svið
LEIKÁRI er nú lokið í Þjóðleik-
húsinu en undanfarnar vikur
hafa staðið yfir æfingar á Þrem-
ur systrum eftir Tsjekhov, sem
verður fyrsta frumsýningin á
Stóra sviðinu í haust.
Það er litháíski leikstjórinn
Rimas Tuminas sem sljórnar
uppfærslunni en hann leikstýrir
nú í þriðja sinn í Þjóðleikhúsinu.
Uppfærslur Rimasar vekja jafn-
an mikla athygli og hefur hann
hlotið fjölda alþjóðlegra viður-
kenninga og verðlauna.
Höfundur leikmyndar og bún-
inga í Þremur systrum er landi
leikstjórans Vuytautas Narbutas
og tónlist semur Faustas Latenas.
Báðir störfuðu þeir með Rimasi
í fyrri uppfærslu hans í Þjóðleik-
húsinu; Mávinum, sem tilnefndur
var til Menningarverðlauna DV í
leiklist 1993 og Don Juan.
Þrjár systur eru nú settar upp
í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu.
Leikendur eru Steinunn Ólina
Þorsteinsdóttir, Halldóra Björns-
dóttir, Edda Arnljótsdóttir, Balt-
asar Kormákur, Guðrún S. Gísla-
dóttir, Arnar Jónsson, Ingvar E.
Sigurðsson, Hilmir Snær Guðna-
son, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður
Skúlason, Randver Þorláksson,
Stefán Jónsson, Sigurður Sigur-
jónsson og Guðrún Þ. Stephensen.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi
verkið. Lýsingu hannar Páll
Ragnarsson. Aðstoðarleikstjóri
og túlkur er Ásdís Þórhallsdótt-
ir. Fyrirhugað er að frumsýna
Þijár systur um miðjan septem-
ber.
Breska ríkisstjórmn
Operunni skipað að
stíg’a niður af stallinum
London. The Daily Telegraph.
BRESKA ríkisstjórnin hefur fyrir-
skipað stjórnendum Kongunglegu
óperunnar að verða „óperuhús þjóð-
arinnar" að nýju. Það var Mark
Fisher menningarmálaráðherra sem
lét þessi boð út ganga og krafðist
skjótra viðbragða af hálfu stjórnar
óperunnar.
Stjórnin er ósátt við ímynd Kon-
unglegu óperunnar, sem hefur orð á
sér fyrir að vera eingöngu fyrir þá
sem nægan hafa aurinn og svífa um
skartklæddir \ hléi með kampavíns-
glas í hendi. Ástæða reiði stjórnvalda
er ekki síst sú að óperan fær um 14
milljónir sterlingspunda í styrki af
almannafé og rúmar 78 milljónir úr
breska lottóinu. Samanlagt eru þetta
yfir 100 milljónir punda, um 11 millj-
arðar ísl. kr. Þá hefur Chris Smith,
ráðherra þjóðararfleifðar, fyrirskipað
rannsókn á rekstri hússins og hefur
lýst því yfir að dragi stjóm þess ekki
úr útgjöldum og bæti ímynd óperunn-
ar, kunni hún að verða svipt opinber-
um styrkjum.
Menningarmálaráðherrann kveðst
hafa tilkynnt formanni stjórnarinnar
að grípa yrði til einhverra ráða, ekki
yrði við unað eins og ástandið væri
nú. Krefst stjórnin þess að fleirum
verði gert kieift að sækja sýningar
óperunnar, með því að lækka miða-
verð, farið verði í fleiri leikferðir og
sjónvarpað og útvarpað oftar frá
sýningum en nú er gert.
Chadlington lávarður, formaður
stjórnar Konunglegu óperunnar,
sagðist alveg sammála ráðherranum.
Hann vildi ekkert fremur en að fleiri
sæktu sýningar óperunnar og að
þjóðinni yrði að finnast hún eiga hlut-
deild í henni. Kvaðst hann vonast til
þess að áhorfendahópurinn yrði ekki
eins afmarkaður og nú væri.
Hallinn á rekstri óperuhússins var
4 milljónir punda á síðasta ári, rúm-
ar 400 milljónir ísl. kr. Tapið á síð-
asta leikári nam um 1,5 milljónum
punda, um 150 milljónum ísl. kr. Á
meðal þeirra aðgerða sem stjórn
hússins hyggst grípa til, er að selja
myndbönd og geisladiska með upp-
tökum af uppsetningum hússins,
flölga útsendingum og setja upp
sýningar í kvikmyndahúsum.
íslenzkar
skopmyndir
í Genf
SKOPMYNDIR eftir Þorstein
Eggertsson eru á skopmynda-
sýningu sem nú er í Genf.
Það er Al-
þjóðasam-
band hug-
vitsmanna
sem stendur
að sýning-
unni en við-
fangsefni
teiknaranna
er tengt upp-
T , . finningum.
Þorstemn Um ^ þfe_
Eggertsson und Jkn_
ingar eftir á annað hundrað
teiknara prýða þessa sýningu
sem sett verður upp_ víða um
heim og er líklegt að íslending-
ar fái að sjá hana um aldamót-
in. í tengslum við sýninguna
var gefin út bók með úrvali
teikninga en í henni eru þijár
eftir Þorstein. „Þátttakendur
voru beðnir um að senda sex
til átta myndir og allflestir
fengu mynd birta í bókinni,"
sagði Þorsteinn. „Bókin verður
seld á almennum markaði."
Þá hafa ljóð eftir Þorstein
birzt í tveimur enskum ljóða-
söfnum sem gefin voru út og
segir hann að þar á meðal hafí
í fyrsta skipti verið ljóð eftir
hann af alvarlegum toga. Þor-
steinn er einn mikilvirkasti
dægurlagahöfundur íslendinga
og aðspurður kveðst hann eiga
auðvelt með að setja sig í mis-
munandi stellingar eftir við-
fangsefnum. „Það má taka lík-
ingu af listamanni sem er jafn-
vígur á hljóðfæri sem striga.
Jafnharðan og hann er sestur
við hljóðfærið þvælast ekki fyr-
ir honum aðferðir málaralistar-
SKOPMYND eftir Þor-
stein Eggertsson úr
bók með verkum skop-
myndateiknara frá sýn-
ingunni í Genf.
Norskur stúdentakór
STUDENTERSANGFORENINGEN ýmsum tímabilum. Til Reykjavíkur
í Bergen heimsækir ísland og held-
ur tónleika í Langholtskirkju
fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.
Kórinn mun syngja norsk, sænsk,
finnsk, þýsk og bandarísk verk frá
kemur kórinn frá Akureyri og Seyð-
isfirði þar sem hann söng á Norsk-
um dögum.
Stjórnandi kórsins er Tore Jo-
hannessen.
Innilegustu þakkir fyrir gjafir og árnaðaróskir á
sextugsafmœli mínu 26. júní 1997.
Guð blessi ykkur öll.
Daníel Benjamínsson,
Víðinesi, Kjalarnesi.
Mitac 166
Intel 166 mhz örgjörvi
16 mb innra minni
15" stafrænn litaskjár
1700 mb harður diskur
16 hraða geisladrif
16 bita hljóðkort
25w hátalarar
Lyklaborð & mús
Windows '95 & bók
6 íslenskir nýjir leikir
Alfræðiorðabók á CD
Corel 4 teikniforrit
116.990 kr
Þá ættir þú að hafa nægan tíma til
að takast á við þau verkefni sem
bjóðast í Fifa Manager '97. Þessi
frábæri fótboltaleikur er nú
kominn á PC tölvu og er
raunverulegasti
framkvæmdastjóraleikur sem
framleiddur hefur verið. Kepptu
ensku knattspyrnunni og reyndu
að ná sem bestum árangri því
annars er stjórn knattspyrnu-
félagsins að mæta. En þú getur jú
alltaf endurræst tölvuna.
( BT. Tölvur - Grensásvegi 3 - 108 Reykjavík - S:5885900)
" Er búið að reka þig nýlega ? ]
BIRGIR Schiöth við eitt verka sinna.
Sýnir í Eden
BIRGIR Schiöth, myndlistarkenn-
ari, sýnir myndverk sín í Eden í
Hveragerði frá 30. júnítil 13. júlí
nk.
Flestar myndirnar eru málaðar
með pastellitum. Einnig eru þar
teikningar með blýanti og svartk-
rít. Myndefnið er nokkuð fjöl-
breytt m.a. sótt í síldarsöltun á
Siglufirði á árum áður, hraun-
myndir, portrettmyndir, hestar
o.fl.
Birgir er fæddur á Siglufirði
1931, stundaði nám við Gagn-
fræðaskólann þar, Menntaskólann
á Akureyri og Kennaraskóla Is-
lands. Kenndi verkmennt og mynd-
list við Gagnfræðaskólann á Siglu-
firði í 20 ár en síðan kenndi hann
við grunnskólana í Garðabæ. Með
kennslunni hefur hann verið í
myndlistarnámi í myndlistarskól-
um og í einkatímum hjá Gunnlaugi
St. Gíslasyni. Hann hefður áður
sýnt í Hafnarfirði, Reykjavík,
Hveragerði, Siglufirði og á fjórum
stöðum á Austurlandi. Hann er nú
hættur kennslunni og sinnir ein-
göngu myndlistinni.
Um þessar mundir eru einnig til
sýnis myndir eftir Birgi í Fjarðar-
nesti v/Bæjarhraun í Hafnarfirði,
á Selfossi í Kaffi krús og á Eyrar-
bakka í kaffistofu Lefolii.