Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 24

Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Borg í hæsta gæðaflokki Reykjavík er ein af þeim borgum sem í dag þykir eftirsóknarvert að búa í ef mark er takandi á nýlegri út- tekt bandaríska tíma- ritsins Outside. Blaða- maður tímaritsins fer stórum er hann segir frá: „í Reykjavík og nánasta umhverfi fmn- ur þú firði, hraun, heitt vatn - og til að upplifa það besta í stangveið- inni þá þarftu ekki að fara úr bænum: Borg- aðu bara veiðileyfið (250$) og kastaðu af svölunum heima hjá þér út í Elliðaámar." (Lauslega þýtt úr júníhefti Outside.) Það fer ekki milli mála að náttúruf- ar og óspillt umhverfi Reykjavikur- borgar er blaðamanninum efst í huga er hann mælir með því í lok greinarinnar að lesandinn flytjist búferlum hingað til Reykjavíkur. ímyndin er girnileg og hlýtur að freista en við hljótum að spyija hvort veruleikinn styðji ímyndina með traustum stoðum. Veruleikinn Á þessari öld hefur Reykjavík breyst á skömmum tíma úr sveitar- þorpi í borg. Sá veruleiki sem áður- nefndur blaðamaður Outside skynj- Hvernig væri að hjóla í vinnuna á morgnana, -------------------------- spyr Oskar Dýrmund- ur Ólafsson, og vinna þannig gegn hljóð- og loftmengun í Reykjavík? ar, segir ekki alla söguna. Ef til vill er það rétt að Reykjavík er nokkuð hrein og ómenguð en það er hins vegar ekki jafnvíst að þann- ig muni það vera um alla tíð. Margt bendir til þess að með óvönduðum lifnaðarháttum okkar borgarbúa hraki ástandi umhverfismála hér í borginni. Eitt skýrasta dæmið um slíkt er bílanotkun borgarbúa. Of mikil notkun einkabílsins hefur gert það að verkum að hljóðvist mælist fyrir ofan leyfileg desibelmörk, loft- mengun fer á stilludögum yfír hættumörk heilbrigðiseftirlitsins (109 sinnum árið 1995) og einnig má segja að fyrirferð bílaflota borg- arbúa sé farin að stjóma að vissu marki skipulagi og landnotkun í skipulagi borgarinnar. Við horfum á sífellt meira landflæmi lagt undir malbikuð bílastæði, mislæg gatna- mót og margvíslegar tengingar svo greiðar megi aka um án þess að þurfa nokkuð að stíga út úr því sem kallað hefur verið skóhlífar nútíma- mannsins (þ.e. bíllinn). Fleira ógnar náttúrufari og umhverfi borgarinn- ar sem rekja má til lífshátta okkar borgarbúa en í stað þess að rekja það nánar skulum við frekar stað- næmast við þá spurningu sem allir borgarbúar verða að spyija sig, hvemig get- um við viðhaldið og eflt það óspillta nátt- úrufar sem við eigum þó eftir? Hvernig geta Reykjavíkurbúar tekið virkan þátt í því sem heitir sjálfbær þróun? Framtíðin í framtíðaráformum borgaryfirvalda má sjá skýra stefnumótun. Fyrir þá sem hafa kynnt sér nýtt aðal- skipulag sem gilda á til ársins 2016 er stefn- an ljós. Stefnt er að því að vinda ofan af þróun sem sumpart stefnir i ranga átt. í nýju aðalskipulagi er lagt til að tekið verði mið af sjálfbærri þró- un, í takt við alþjóðahreyfingu vest- rænna borga. Þar er lagt til að börn okkar fái að njóta þeirra ómet- anlegu lífsgæða náttúru og um- hverfís sem við njótum þó enn í dag. Hvað varðar þetta dæmi sem tiltekið er þá segir í nýjum áherslum í umferðarmálum í nýju aðalskipu- lagi: „Nú er svo komið, að áhrif umferðar á umhverfíð er orðið óvið- unandi vandamál í heiminum og til óþæginda fyrir marga borgarbúa. Þörf á að auka umferðarrýmd reyn- ist ómettanleg.“ í nýjum áherslum aðalskipulagsins koma fram lausnir sem miða að því að bæta almenn- ingssamgöngur og að aðstæður fyr- ir hjólandi og gangandi verði bætt- ar. Til dæmis má nú sjá að reiðhjól- ið er hugsað í fyrsta sinn sem borgarsamgöngutæki en ekki ein- göngu leiktæki samanber nýlega úttekt borgarskipulags á hjólastíga- neti. [Aðalskipulag Reykjavíkur- borgar 1997-2016.] Það er því ljóst að pólitískt kjörnir fulltrúar hafa tekið fyrstu skrefín, það er svo okkar borgarbúa að verða þeim samferða. Gerðar hafa verið kannanir á hvemig hugur borgarbúa stendur til þessara þátta. Samkvæmt könn- un Félagsvísindastofnunar vegna Hvíldardags bílsins 1996 telur meirihluti borgarbúa of mikla um- ferð vera í Reykjavík og að draga þurfí úr henni. Vandamálið birtist hins vegar þegar hinir sömu eru spurðir hvort þeir séu tilbúnir að láta limina dansa eftir höfðinu, þ.e. aka minna, taka strætó og hjóla meira þá virðist meirihluti borg- arbúa líta þannig á að „einhver annar“ eigi að taka af skarið. Hér þurfum við að taka okkur á. Ábyrg- ir borgarbúar ættu að geta litið í eigin barm, fylkt sér að baki borgar- yfírvalda og rennt raunverulegum stoðum undir þá ímynd sem búin hefur verið því borgarumhverfí sem við búum í, líka í ókominni framtíð. Bjóðum framtíðarlesendur Outside tímaritsins áfram velkomna til borgar sem viðheldur sínu forystu- hlutverki sem ein hin hreinasta og óspilltasta þó víðar verði leitað í hinni stóru veröld. Hvemig væri svo að hjóla í vinnuna á morgun? Höfundur er sagnfræðingur. Óskar Dýrmundur Ólafsson Sýning um samstæður og andstæður Norðmanna og íslendinga á míðöldum. Þjóðminjasafn íslands Hættaá norðurslóðum FYRIR tveimur vik- um sat ég fund um- hverfisráðherra ríkja á norðurskautssvæðinu í Alta í Noregi, þar sem rætt var um nýút- komna skýrslu um ástand umhverfísins á svæðinu. Niðurstaða skýrslunnar var sú að í heild væri norður- skautssvæðið eitt hið ósnortnasta og minnst mengaða í heiminum, en þó væru þar ákveð- in staðbundin vanda- mál, sem vektu veru- legan ugg, ef ekkert væri að gert. Eitt helsta vandamálið sem við er að glíma er af völdum svokall- aðra þrávirkra lifrænna efna, sem geta valdið margvíslegum heislu- kvillum í mönnum og öðrum lífver- um. Þessi efni eru oftast langt að komin, en safnast upp í fæðukeðj- unni og eru í hvað mestum mæli i fítu og lifur dýra, sem Inúítar og aðrir íbúar á þessum svæðum leggja sér til munns. Verði þessari þróun ekki snúið við á næstu árum gætu þessi efni hæglega ógnað nýtingu fiskistofna á íslandsmið- um. Þá vakti athygli að fólk á norðurheimskautssvæðinu verður að meðaltali fyrir meiri áhrifum af geislavirkum efnum en íbúar sunnar á hnettinum, m.a. vegna áhrifa frá kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni i Sellafield í Bretlandi. Þá var lýst yfir áhyggjum vegna hugs- anlegrar geislamengunar i fram- tíðinni vegna mikils magns kjarn- orkuúrgangs í norðvesturhluta Rússlands. Engar lyarnorkugeymslur á Grænlandi! Það kom því verulega á óvart að heyra það skömmu eftir Alta- fundinn að formaður grænlensku heimastjómarinnar vildi bjóða Bandaríkjunum og Rússlandi að geyma kjarnorkuvopn, sem hafa verið eyðilögð, á Grænlandi. Þegar fréttir af þessu bárust til New York - þar sem haldinn var sérstakur aukafundur Allsheijar- þings Sameinuðu þjóðanna í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá um- hverfísráðstefnunni í Ríó - bað ég um fund með Marianne Jensen, sem fer með umhverfismál í græn- lensku heimastjórninni til að fá skýringar á þessum ummælum formanns heimastjómarinnar. Hún sagði málið ekki hafa verið rætt innan heimastjórnarinnar og því lítið geta sagt um það, en hún liti ekki svo á að um form- legt tilboð um geymslu úreltra kjamorku- vopna væri að ræða. Það er vonandi að slíkt tilboð verði ekki lagt fram og að þessi hugmynd sé andvana fædd. Það er hins veg- ar full ástæða til þess að gera grænlenskum yfirvöldurn grein fyrir afstöðu íslands til slíkra hugmynda nú á afdráttarlausan hátt. Ég tjáði grænlenska Guðmundur ráðherranum að ís- Bjarnason land legðist alfarið gegn þvi að kjarnorku- úrgangur yrði geymdur á Græn- landi. Slíkt hefði ekki einungis mikla hættu í för með sér, ef geislavirk efni slyppu út í umhverf- ið, heldur gæti það haft óbeinar afleiðingar á t.d. matvælaútflutn- ing og ferðaþjónustu Grænlend- inga og nágranna þeirra. Það er erfitt að beijast með oddi og egg gegn geislamengun frá kjarnorku- endurvinnslustöðvum í Bretlandi og annarri umhverfisógn sem steðjar að norðurslóðum, en bjóð- ast um leið til þess að hýsa geisla- virkan úrgang í miklum mæli. Það er að sjálfsögðu fagnaðar- efni að verið er að eyðileggja kjarnavopn í stórum stíl, en maður skildi ætla að risaveldin, sem gátu geymt þúsundir stórhættulegra gjöreyðingarvopna á landi sínu gætu einnig fundið geymslustaði fyrir ónýtar sprengjur án þess að leita á náðir annarra ríkja. Það er skoðun íslenskra stjórnvalda að farga beri geislavirkum úrgangi í því landi sem hann verður til, en ekki að flytja hann til annarra landa. Á fyrmefndum fundi með Marianne Jensen gerði ég grein fyrir þessum viðhorfum okkar. Stemmum á að ósi Vonandi verður ekkert úr þess- um hugmyndum um að geyma geislavirkan úrgang á Grænlandi og þá ætti að vera hægt að ein- beita sér að því að leysa þau vanda- mál sem við blasa á norðurslóðum og tíunduð eru í skýrslunni, sem var til umræðu í Alta. Það er ljóst að lausnir á þeim vandamálum þurfa að vera alþjóðlegar, þar sem minnstur hluti mengunarinnar á uppruna sinn á svæðinu. Varðandi geislavirk efni, þá munu íslendingar halda áfram að fylgjast með starfsemi kjarnorku- endurvinnslustöðvanna í Dounreay og Sellafield í Bretlandi og mót- mæla því að geislavirkum efnum Brúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsileg (jjdfdvaid Bníðarlijdna lislar VERSLUNJN Langavegi 52, s. 562 4244. SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 sé sleppt þar út í umhverfið. Varð- andi þrávirk lífræn efni, en til þeirra teljast m.a. skordýra- og illgresiseitur á borð við DDT og ýmis efni í iðnaði, s.s. PCB, þá hafa íslendingar verið í farar- broddi þeirra þjóða sem vilja koma á alþjóðlegu samkomulagi til að takmarka mengun af þeirra völd- um. í ljósi þess að mengun þrá- virkra efna á íslandsmiðum verður ekki minnkuð nema til komi víð- tækar alþjóðlegar aðgerðir, hafa íslensk stjórnvöld lagt höfuðá- herslu á það undanfarin ár að skapa alþjóðlega samstöðu um þetta forgangsmál. í þeirri baráttu höfum við haft erindi sem erfíði, því nýlega var samþykkt af stjórn Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) að hefja samningaviðræð- ur snemma árs 1998 um takmörk- Við þurfum að sporna gegn vaxandi mengun á norðurslóðum, segir Guðmundur Bjarna- son og berjast gegn hugmyndum um urðun kjarnorkuúrgangs þar. un á losun þrávirkra lífrænna efna út í umhverfið. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun um varnir gegn mengun hafs frá landstöðvum í Washington árið 1995, en íslensk stjórnvöld áttu verulegan þátt í þeirri samningsgerð og var síðasti undirbúningsfundur ráðstefnunnar haldinn í Reykjavík i mars 1995. Á fundi sínum í Alta samþykktu umhverfisráðherrar ríkia á norður- skautssvæðinu svæðisbundna að- gerðaáætlun til að minnka losun þrávirkra efna, sem byggir á Was- hington-samningnum. Af öðrum vandamálum sem íbú- ar norðurslóða glíma við má nefna að áhrif eyðingar ósonlagsins eru þar meiri en á tempruðum svæðum og í hitabeltinu og að áhrif veðurf- arsbreytinga af mannavöldum kunna einnig að verða mun meiri þar en víðast annars staðar. Það er því brýnt fyrir ríki á norðurslóð- um að taka fullan þátt í að styrkja Rammasamning Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar þegar ákvörðun um slíkt verður tekin í Kyoto í Japan í desember nk. Sem betur fer er mengun af völdum geislavirkra efna og þrá- virkra lífrænna efna á íslandi og hafinu í kring með því minnsta sem gerist á jörðinni og töluvert minni en mælist á sumum stöðum á norðurheimskautssvæðinu. Það á hins vegar að vera okkur áhyggju- efni að staðbundin mengunar- vandamál er að finna hjá nágrönn- um okkar í norðri, því það sýnir að við erum alls ekki óhult gegn mengun frá fjarlægum svæðum. Við þurfum að standa vörð um ímynd íslenskra matvæla og ann- arra útflutningsvara, að þær séu hreinar og ómengaðar. Til þess að slíkt geti orðið áfram þurfum við að stemma á að ósi og draga úr losun mengandi efna jafnt heima fyrir sem og annars staðar. Síst af öllu þurfum við á því að halda að ríki á norðurslóðum bjóðist til þess að gerast ruslakista fyrir úr- elt gjöreyðingarvopn kjarnorku- veldanna. Höfundur er umhverfísráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.