Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 25 í lumarlaik Shellstöðvanna geta allir krakkar algnait f jórar hljóósnaldur m»i skemmtilegu efni eflir Gunna og Feiix. Nó&u þér i þátttökuseóil á nastu Shallstöó eðo í Foröabók Gunno og Felix og byrjaðu aö safna skeljum. PaÖ fast ein skel viö hverja ófyllingw á Shellstöövunum og þegar skeijarnar eru orönor fjórar, faröu hljóösnaldu aö gjöf. Feröabók Gunno og Felix fylgir öllum kössum af HK sem keyptir eru ó Shellstöóvunum. Shellstö&vamar Réttindabarátta aldraðra Hlöðver Kristjánsson Á SÍÐASTA vori var á fundi í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni samþykkt til- laga þess efnis, að stjóm félagsins var gert að fylgjast gaum- gæfilega með því hvernig alþingismenn greiða atkvæði í mál- um sem sérstaklega varða félagslega og fjárhagslega afkomu aldraðra. Einnig var samþykkt að birta nið- urstöður þeirra í blaði félagsins og samantekt þar um í prentmiðlum landsins þegar próf- kjör flokkanna fara í hönd og skyldi slík könnun fara fram allt frá síð- ustu kosningum til Alþingis. Fyrstu úttektir á þessum atkvæðagreiðsl- um Alþingis hafa þegar farið fram og munu væntanlega birtast í næsta blaði Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni. Er verið að brjóta stjórnarskrána? I greinargerð sem fylgdi tillög- unni var þess getið að ekki væri hægt að þola lengur sífelldar árásir stjórnvalda á lífskjör aldraðra og minnt á í því sambandi tengingu greiðslna frá Tryggingastofnun við atvinnutekjur, á tvísköttun lífeyris úr lífeyrissjóðum, að störf jaðar- skattanefndar ná ekki til eftirlauna- tekna, aftengingu ellilauna við al- menna launaþróun í landinu, og síð- ast en ekki síst er fjármagnstekju- skattur var lagður á aldraða fjórum mánuðum fyrr en aðra þjóðfélags- hópa, sem leiddi strax til skerðingar á tekjutryggingu ellilauna. Þetta síðastnefnda lýsir hvað best hve langt ófyrirleitnir ráðamenn seilast þar sem þeir finna vegginn lægst- an, ekki er hikað við að bijóta stjórnaskrána, - eða segir ekki í henni að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum? - þarna var einn aldurs- hópur settur undir lög sem tóku seinna til annarra. Fylgjumst með atkvæðagreiðslum á Alþingi! Ennfremur var í greinargerðinni bent á þá staðreynd, að sæti á Al- þingi ráðast að stórum hluta við prófkjör flokkanna, aðeins svoköll- uð baráttusæti ráðast í kosningun- um sjálfum, því væri brýnt að fylgj- ast vel með atkvæðagreiðslum í þinginu, og að ekki gleymdist hvernig þeir sem sækj- ast eftir endurkjöri hafi varið atkvæði sínu í hagsmunamálum aldr- aðra, svo að hægt væri að hafa það til hliðsjón- ar þegar prófkjör fer fram. Aldraðir hafa löngum verið sein- þreýttir til vandræða og lítt beitt þrýstingi á stjórnmálamenn, en nú er ljóst að mikil reiði er meðal þeirra og langlundargeð þrotið. Það er því miður allt of algengt meðal stjórnmálamanna, hvar sem þeir skipa flokk, að þegar þeir komast til valda og áhrifa eru þeir fljótir að bregðast í málefnum aldraðra, eins og sjá má á afstöðu margra þingmanna, á síð- ustu tveimur kjörtímabilum. Nú þarf að verða breyting á, og þing- mönnum gert ljóst að með afstöðu þeirra er fylgst. Langlundargeð aldraðra er þrotið, segir Hlöðver Kristjánsson, og þeir munu herða róðurinn. Það er reyndar ánægjulegt að verða var við breytta afstöðu þing- manns í málefnum aldraðra eins og raunin virðist vera með Kristján Pálsson 10. þingmann Reykjaness, en í grein sem hann skrifaði í Mbl. 24.6. sl., gagnrýnir hann aðför rík- isstjórnarinnar að öldruðum og ör- yrkjum. Kristján virðist hafa séð að sér frá því að hann greiddi atkvæði í þinginu skömmu fyrir jól 1995, en þá studdi hann stórfelldar skerðing- ar á hagsmunum þessara hópa. Vonandi sjá fleiri þingmenn að sér. Ellilífeyrisþegar, sem eru um 27 þúsund á öllu landinu, og ekki síður öryrkjar, þurfa og eiga að taka höndum saman og koma í veg fyrir að þeir sem staðið hafa að því að skerða kjör þeirra kembi hærurnar í þingsölum, - það eitt munu þeir skilja Höfundur er í AHA (Aðgerðarhópi aldraðra) Meira um sjó- mannaafsláttinn Óskar Skúlason FIMMTUDAGINN 5. júní síðastliðinn birt- ist grein í Morgunblað- inu sem bar titilinn „Um sjómannaafslátt- inn“, skrifuð af Pétri Gylfa Kristinssyni há- skólanema. Bætist Pétur þar með í hóp þeirra fjölmörgu sem reynt hafa að slá sig til riddara í gegnum tíðina með því að sýna þjóðinni fram á hversu óréttlátt það sé að sjó- menn njóti þeirra hlunninda sem sjó- mannaafslátturinn er. Þrátt fyrir að ég sé ekki sjómaður finn ég mig knúinn til að svara þessari grein Péturs og þá hugsanlega öðrum sem áður hafa komið fram. í upphafi greinar- innar nefnir Pétur að sjómannaaf- slátturinn hafi verið barn síns tíma og þau rök sem þá voru notuð ættu ekki við í dag. Þ.e.a.s. að sjómenn yrðu að leggja meira á sig en aðr- ir, starf þeirra væri hættulegra og fjarvera vikum saman frá fjölskyld- um sínum. Þeir sem telja að þarna hafi orðið mikil breyting á vita greinilega ekkert um raunverulegt ástand mála. Þó að skip hafi stækk- að og verði fullkomnari að mörgu leyti er mjög fjarri lagi að þau séu orðin miklu öruggari en þau voru fyrir nokkrum árum. Raunverulega hafa mestar tæknibyltingarnar ver- ið á sviði veiðanna sjálfra en þær umbætur sem orðið hafa á sviði öryggismála verða oft ansi léttvæg- ar úti á rúmsjó í vályndum veðrum. Og það að bera saman áhættuna í starfi sjómanna og flugmanna lýsir algjöru þekkingarleysi á þessum málum. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa sukku 9 skip árið 1996, 23 skip strönduðu og 10 sjómenn létu lífið (ath. lágmarkstölur). Slys á sjó- mönnum sem komu inn á borð Tryggingastofnunar árið 1996 voru 434, það segir það að rúmlega einn sjómaður slasist á dag allan ársins hring. Ekki hefur orðið dauðaslys í atvinnuflugi síðan í september 1995 og engar tölur eru til um önnur slys á flugmönnum í starfi. Flugmenn sinna ábyrgðarmiklu starfi en þessi samanburður er al- gjör rökieysa. Eins og er þá er flug talinn öruggasti ferðamáti sem til er, satt að segja hugsa ég að það sé meiri hætta á að háskólaneminn Pétur Gylfi slasist þegar hann dott- ar í tíma í háskólanum og missir höfuðið fram á borðið fyrir framan sig. Enn kemur þekk- ingarleysið í ljós þegar fram kemur í greininni að miklar fjarverur frá fjölskyldum séu létt- bærari þar sem hægt sé orðið að hringja svo til hvar sem er. Þó að símakerfið sé orðið fullkomið er mjög fjarri lagi að hægt sé að hringja hvar sem er. Skip verða að vera frekar nærri landi til að ná sambandi og raunveruleikinn er sá Heildrænt heilbrigði 4.-6. JÚLÍ Heilunarheigi þar sem fjallað er um heilun mannsins í gegnum einingu allra þátta hans. Dagskráin hefst á föstudagskvöldinu og stendur fram á miðjan sunnudag. Fjallað er um: ★ Ábyrgð á eigin heilbrigði ★ Áhrif Ijóss og lita á heilsuna ★ Fæðuval og fæðuóþol ★ Ayurveda heilsufræði ★ Huna seiðmenningu ★ Tengingu líkamans og andans ★ Heilunarvígslur, einkatímar í heilun, fæðuóþolsmæling o.fl. Fyrirlesarar: Sveinbjörg Eyvindsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ragnar Blöndal, sálfræðingur, Hallgrímur Magnússon, læknir, Anna Katrín Ottesen, sjúkraþjálfari, Guðrún Bergmann, leiðbeinandi og rithöfundur, Bryndís Sigurðardóttir, reikimeistari, Guðríður Hannesdóttir og Jóhann Þóroddsson, kristallaheilarar, Guðlaugur Bergmann, leiðbeinandi, Ketill Sigurjónsson, heilari, Júlía Baldursdóttir m/fæðuóþolsmælingar. Verð kr. 3.900 Mannræktarmiðstöð Snæfellsáss samfélagsins, Brekkubæ, Hellnum. Sími 435 6754. að mikinn hluta þess tíma sem skip eru á sjó eru þau símasambands- laus. Síminn er því ekki orðinn það tæki sem nýtist eins vel og æski- legt væri til að sjómenn geti haft samband við ástvini sína. Ég held að þessi mikli munur á öryggi og starfi sjómanna sem gefinn er í skyn í fyrrnefndri grein eigi frekar við um muninn á árabáta- og skútu- útgerð annars vegar og hins vegar deginum í dag. Jafnræðisreglan er mikið og fag- urt orð og auðvitað á jafnræði að ríkja á sem flestum og helst öllum sviðum. Fyrir suma næst eflaust fullt jafnræði í landinu með því að svipta sjómenn sjómannaafslættin- um. Hvernig væri þá að veita sjó- mönnum fullt jafnræði til jafns við aðrar starfsstéttir í landinu? Það má vel vera að einhveijum finnist sjávarútvegur ekki vera sérstaklega mikilvæg atvinnugrein og megi þá meðal annars tapa einhveijum hlunnindum þess vegna. Þetta er náttúrlega algjör fásinna, ennþá er sjávarútvegurinn sú atvinnugrein sem er þjóðarbúinu mikilvægust og gefur mest t.d. til þeirra sem hafa áhuga á að mennta sig. Það er sjáv- arútvegurinn sem skapar íslenskum háskólanemum visst jafnræði í menntun miðað við aðrar þjóðir. Sjómennskan er það mikilvæg at- vinnugrein að ef sjómenn fara t.d. í verkfall þá eru alltaf sett á þá lög þar sem verkfallið er bannað. Og það er vegna þess að þjóðarbúið þolir ekki verfall sjómanna, þá er ekkert verið að spyija um neitt jafn- ræði. Satt að segja þyrfti ekki mjög langt verkfall sjómanna til þess að valda þjóðarbúinu það miklum skaða að menntastofnanir myndu hreinlega leggjast af um lengri eða skemmri tíma. í lok greinar sinnar hvetur Pétur þá sem eru sáttir við sjómannaafsláttinn að taka það mál Sjómannaafslátturinn, ------->------------------ segir Oskar Skúlason, hefur líklega aldrei verið jafn réttlát hlunnindi og hann er í dag. upp við útgerðina, að það sé þeirra að greiða þessi hlunnindi en ekki ríkisins. Ég spyr á móti. Hvaðan heldur fólk að þetta komi? Á meðan sjávarútvegurinn er jafn mikilvæg- ur og raun ber vitni þá eru útgerð- irnar látnar borga eins mikið og mögulegt er til ríkisins. Þaðan fara peningarnir til þess sem fram- kvæmt er af ríkinu, hvort heldur sem er til mennta-, heilbrigðis-, vegamála o.s.frv. Sjómannaafslátt- urinn er auðvitað innan þess alls. Útgerðir landsins eru að borga það sem þeim ber og miklu meira en það og svo verður á meðan sjávarút- vegur er okkar helsta atvinnugrein. Sjómannaafslátturinn hefur eflaust aldrei verið jafn réttlát hlunnindi og hann er í dag. Á sama tíma og allir tala um það hvernig eigi að draga úr vinnuálagi og skapa meiri tíma fyrir fólk til iðkun- ar tómstunda þá sitja sjómenn í því sama fari að þessu verður ekki breytt hjá þeim. Það er einfaldlega ekki hægt og þá er ekkert verið að spyija að neinu jafnræði. Það jafnræði og þau lífsgæði sem eru í þessu landi er að svo miklu leyti skapað af sjómannsstéttinni að ég held að í stað þess að vera að leggja sig fram við að hvetja til afnáms sjómannaafsláttsins, þá eigi þeir sem velja sér aðrar leiðir í lífinu, hvort sem er til mennta eða starfs, að þakka fyrir að það eru enn til einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja það á sig að vera sjómenn. Það geri ég í það minnsta. Höfundur erfuUtrúi á Fiskistofu tslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.