Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Margrét Guðna- dóttir var fædd í Sandgerði á Stokkseyri 18. júní 1906. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Gísla- son frá Þverspyrnu í Hrunamanna- hreppi, og Vilborg Sturlaugsdóttir frá Starkaðarhúsum á Stokkseyri. Bræður Margrétar voru: Sturlaugur, f. 18.8. 1904, d. 1985, og Gisli, f. 6.1. 1909, d. 1984. Margrét var tvígift. Fyrri maður hennar var Valdimar Sigurðsson frá Sjónarhóli á Stokkseyri. Þau skildu. Barn þeirra er Vilhelmína Guðrún, eiginmaður hennar er Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Þeirra börn eru: 1) Guðný Vil- borg: Hún á einn son, Einar Gunnar. Sambýliskona hans var Inga Fríða Tryggvadóttir. -y. Sonur þeirra er Andri. Sambýl- ismaður Guðnýjar er Steinn Hermann Sigurðsson. 2) Sigrún Sesselja: 8) Margrét Kristín. Hennar sambýlismaður er Gunnar Þ. Anderssen. Þau eiga einn son. Richard Vilhelm: 4) Laufey Sigríður. Hinn 2. októ- ber 1946 giftist Margrét seinni manni sínum, Kristni Júníus- syni frá Rútsstöðum. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Vilborg Fríða, gift Erlendi Ól- ^ afssyni frá Baugsstöðum. Þeirra börn eru: I) Kristinn, kvæntur Heiðrúnu Ólafsdóttur. Þeirra börn eru fjögur. II) Ólaf- Kallið er komið, ; komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Með fráfalli tengdamóður minnar, Margrétar Guðnadóttur, er horfínn af sviðinu vinur, sem ætíð var jafningi þess elskulega alþýðufólks sem ætíð vildi vel gera fyrir hvern þann sem opinn var fyrir fórnarlund þess. Þar gilti allt að einu hvort sem fórnin var færð í smærra sem stærra verki. Þannig merlar minning mín um konuna sem ég nú fyrir mörgum áratugum hafði fyrst spurnir af. Síðar urðu kynni okkar nánari og ég nærri daglegur gestur á heimili hennar » hvort heldur var hér austanfjalls eða í höfuðborginni. Hvenær sem var og hvernig sem á stóð var hún með ólíkindum skjótvirk að reiða fram góðgerðir. Allt það besta sem hún átti kost á, bar hún fyrir mig og aðra þá gesti, sem að garði hennar bar. Eg naut og ótal fal- legra fyrirbæna af hennar hálfu sem hún bað mér með sínu trúar- trausti til hins almáttuga Drottins sem hún af einlægni fól jafnan for- sjón sína. Við leiðarlok þakka ég henni þetta allt og geymi í mínu . . hugskoti með virðingu. Margrét ólst upp í foreldrahús- um á Stokkseyri hjá iðjusömum og elskulegum foreldrum og við svipuð kjör og þá tíðkuðust á al- þýðuheimilum. Henni voru bernsku- og uppvaxtarárin kær í minningunni og til hinsta dags bar hún órofa tryggð til Stokkseyrar, v fæðingarsveitar sinnar. Margrét ur Ottó. Hans sam- býliskona er Edda Eggertsdóttir, þau eiga eitt barn. Frá fyrra hjónabandi á Ólafur dótturina Vilborgu. III) Mar- grét. Sambýlismað- ur hennar er Guð- mundur Kristinn Baldursson. Þau hafa eignast fjögur börn. IV) Hafrún Elsa. Sambýlismað- ur Siguijón Eiríks- son. Hafrún á son- inn Daníel. V) Jú- níus Guðni. Sambýliskona hans er Iris Ósk Hjaltadóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Hallberg: Eig- inkona hans var Aslaug Ólafs- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: I) Margrét Dagbjört, d. 1977, Jóhanna Björk, gift Guð- laugi Albertssyni. Þeirra börn eru tvö. II) Ólöf Ingibjörg, gift Jóhanni Garðarssyni. Börn þeirra eru fjögur. III) Hafþór Kristinn. Sambýliskona Viktor- ía Ottósdóttir. Þeirra börn eru tvö. Einnig á Hallberg soninn Gunnar Þór. 3) Júníus Haf- steinn, d. 1983. Kona hans var Guðrún Guðlaugsdóttir blaða- maður. Þeirra börn eru: I) Ragnheiður, gift Ævari Ágústs- sjni. Börn þeirra eru þijú. II) Ásgerður, gift Siguijóni Sig- urðssyni. Þau eiga eitt barn. III) Móeiður, gift Eyþóri Arn- alds. IV) Kristinn og Guðlaug- ur. Utför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. var fljótt dugleg og skjótvirk og samviskusöm. Sem barn að aldri var hún send yfir hafið til barna- gæslu í Vestmannaeyjum og þang- að átti hún einnig eftir að koma sem unglingsstúlka við fiskvinnslu sem hún vann við víðar á landinu. Hún vann og við sveitastörf og var enginn svikin af verkum hennar á túni eða engjum. Hún var glæsileg kona sem af stóð gerðarþokki. Hún var ættfróð vel og naut þess að rifja upp ættir fólks og önnur tengsl. Kom hún oftar en ekki þeim til aðstoðar sem yngri voru og vissir í sínum rangfærslum. Það leiðrétti Margrét án tafar. Og meðan sjónin leyfði, las hún margt í þessa veru. Dóttur sína af fyrra hjóna- bandi, Vilhelmínu Guðrúnu, ól Margrét upp í skjóii foreldra sinna allt þar til hún var ellefu ára að þær mæðgur fluttu í ný heimkynni á Rútsstöðum í Gaulveijabæjar- hreppi þar sem Margrét hóf bú- skap með seinni manni sínum, Kristni Júníussyni. Mjög var alla ævi kært með þeim mæðgum. Þar breytti engu þó búseta beggja breyttist. Vilhelmína þakkar nú móðurkærleikann, skilninginn og umhyggjuna sem aldei var neinn skortur á. Þakklæti hennar fyrir árin á Rútsstöðum nær einnig til Kristins Júníussonar og hans fjöl- skyldu sem allt frá fyrsta degi tók henni af stakri alúð og umhyggju. Það voru góð ár. Margrét og Kristinn bjuggu á Rútsstöðum til ársins 1957 að þau fluttu heimili sitt í Reykjavík. Þar bjuggu þau lengst af í Gnoðarvogi 20. Alls staðar var heimili þeirra bjart og fallegt þar sem ætíð var gott að koma. Svo kveð ég tengda- móður mína og þakka henni öll gæðin og góðu orðin. Ömmubörnin þakka henni umhyggjuna, gjaf- mildina og traustið. Öldruðum eiginmanni hennar, börnum og öll- um nánustu ættingjum votta ég samúð mína. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Á einum allra fallegasta degi, sem af er sumri lést amma mín, Margrét Guðnadóttir, níutíu og eins árs að aldri. Það er vissulega hár aldur, en einhvern veginn fannst mér hún ekki vera gömul. Hún hafði alla tíð áhuga fyrir líðandi stund. Var ekk- ert að festa sig í gömlum sögum, vildi bara frétta eitthvað af því sem við vorum að aðhafast í það og það sinnið. Ef við þurftum að vita eitt- hvað um ætt og uppruna einhvers okkur nákominn, þá vissi amma það. Fyrst þegar ég man eftir ömmu, hef ég verið um fimm ára aldur, en þá bjó amma á Rútsstöðum í Flóa með manni sínum Kristni Jún- íussyni. Hann hefur reynst okkur systrum sem besti afi. Man ég frá veru minni hjá þeim að þegar ég fékk að gista og Kiddi fór til gegn- inga á morgnana, spurði hann mig hvort ég vildi ekki stinga mér í bólið til ömmu. Það var alltaf jafn gott, það yar svo hlýr faðmurinn hennar. Þegar ég var sjö ára, fluttust þau til Reykjavíkur og því lengra á miili okkar og ferðir ekki eins tíðar og í dag. Alltaf var gott að koma til henn- ar. Hún hafði alltaf eitthvað skemmtilegt að segja því hún hafði létta lund og viidi skemmta okkur sveitastelpunum sínum. Það gerði hún og fyrir það vil ég þakka þér, eisku amma mín, og mig langar að kveðja þig með versi sem við lásum stundum saman áður en við fórum að sofa. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku Kiddi minn, mamma, Bobba, Halli og fjölskylda, Guð veri með ykkur. Guðný. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund og vil ég þakka þér fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Þú varst svo yndisleg og góð persóna. Minningarnar um þig mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Ófáar voru ferðirnar heim til þín og afa í Gnoðarvoginn, þegar ég var stelpa. Mér þótti svo gaman að fara ein með strætó tii ykkar. Oft fórum við saman í Glæsibæ að versla, þá var keypt lítil kók og stundum súkkulaði handa mér. Best af öllu var brauðið sem þú bakaðir svo oft, var það alltaf nefnt ömmubrauð af mér. Ekki má gleyma kringlunum, þær voru allt- af á sínum stað í skápnum þínum. Mér þótti allt svo fínt og fallegt hjá þér og afa, fallegar gardínur í hveijum glugga. Þegar ég mörgum árum seinna fór að halda heimili gafstu mér hvítar og fallegar stofu- gardínur. Þú hafðir yndi af falieg- um gardínum. Einnig minnist ég þess, þegar ég átti von á barni, þá fórum við saman að kaupa tau- bleyjur. Þú vissir nú alveg hvar ég ætti að kaupa þær, nú hjá honum Sigga, það væri nú aldeilis gott að versla við hann. Saman fórum við og keyptum fullan poka af bleyjum og bolum á ófædda barnið mitt. Þetta voru nú góð kaup, Rúna mín, sagðir þú þegar við svo örkuðum heim á leið. Margs er að minnast og margar fallegar minningar á ég um þig. Nú þegar komið er að leiðarlokum, bið ég Guð minn að blessa þig og varðveita. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymiá eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Elsku mamma mín, Villa, Halli og aðrir ástvinir, minn- ingin um fallega og góða konu mun ávallt lifa með okkur. Hafrún. + Ólafía Bergþóra Guðnadóttir fæddist í Keflavík 13. febrúar 1946. Hún lést á Landspít- alanum 25. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karólína Kristjáns- dóttir og Guðni Jónsson, vélstjóri. Karólína var fædd í Keflavík 14. júlí 1911, d. 27. janúar 1981, dóttir Kristj- áns Sveinssonar (Stjána bláa) og Guðrúnar Jónsdótt- ur í Holti í Keflavík. Guðni var f. 3. janúar 1906, d. 17. október 1957 að Steinum undir Eyjafjöll- um, sonur Jóns Einarssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur sem þar bjuggu. Jóhanna bjó síðar í Vestmannaeyjum. Systkini Ólaf- íu: Gunnar Kristján, f. 27. júní 1935, kvæntur Erlu Jósepsdótt- ur, Jóhanna Jóna, f. 14. nóvem- í mínum huga hefur Jónsmessan alltaf verið dálítið sérstök og henni bundnar ljúfar minningar um birtu og fegurð. Nú brá skugga á þessa nótt því á henni lauk stríði þínu við þann illvíga sjúkdóm sem vísindunum gengur svo illa að ráða við. Erfiðu sjúkdómsstríði þínu lauk með sigri hins slynga sláttumanns. Okkar fyrstu kynni urðu þegar þú komst í skátaflokkinn minn, feimin, hlédræg, falleg stelpa með dökkt hár og stór augu, ákveðin í að halda skátaheitið og standa þig varðandi þær skyldur sem það lagði á þig. Seinna urðum við mágkonur. Þá varst þú orðin unglingur, hikandi varðandi lífsstefnu. Síðan hefur líf okkar fléttast saman. Þeir þættir sem einkenndu þig sem barn urðu þín aðalsmerki sem konu og móður. Skyldurækni, trúmennska og vand- virkni, hvort sem um var að ræða vinnu innan eða utan heimilis. List- rænir hæfileikar þínir nutu sín við blómarækt og hannyrðir. Meira að segja þvottahúsið þitt var prýtt með útsaumsmynd. Þú hafðir ríka rétt- lætiskennd og samúð með þeim sem minna máttu sín eða bundu ekki bagga sína sömu böndum og aðrir. Oft hljópstu undir bagga þótt það færi ekki hátt. Þú hafðir stóra lund og varst ekki allra, en um leið vinur vina þinna. Þess heldur er ég stolt yfir að hafa átt vináttu þína. Þú hafðir þínar skoðanir á hlut- unum þótt þú hrópaðir þær ekki á torgum. Oft sást þú ýmsa aðra fleti á málum en aðrir sáu og þá naut sérstök kímnigáfa þín sín vel. Þessir eiginleikar komu sér vel þegar þú fyrir fjórum árum fékkst þann dóm að þú værir með erfiðan, ólæknandi sjúkdóm sem kom í veg fyrir að þú gætir verið lengur úti á vinnumarkað- inum. Þegar þú síðan sl. vetur greind- ist auk þess með þann sjúkdóm sem að lokum sigraði þig lýstirðu því yfir að þú vildir ekki verða „aumingi við eldhúsborðið". Þér var hlíft við því hlutskipti og yfír því ber að gleðjast. Við sem eftir lifum og syrgjum þig huggum okkur við að nú er þján- ingum þínum lokið og þú búin að hitta foreldra þína. Móðurina sem síðustu vikur lífs síns naut umhyggju þinnar og Friðriks á heimili ykkar og föður þinn sem þú misstir sem barn og syrgðir alla tíð. Megi heið- ríkja Jónsmessunæturinnar umlykja þig á nýjum vegum. Vertu kært kvödd, kæra mágkona og vinkona. Til Friðriks, drengjanna þinna og Aldísar: Lát huggast, þú ástvinur hryggur! Nú hætti þinn grátur að streyma! Því dauðinn er leið sú sem liggur til lífsins og ódáinsheima. Nær bergstuðlar jarðríkis braka og básúnur englanna hljóma, mun alvaldur eign sína taka til yngingar, dýrðar og blóma. (Þýð. Jón Helgason.) Þórdís. ber 1937, gift Erling Garðari Jónassyni, Karl Steinar, f. 27. maí 1939, kvæntur Þórdísi Þormóðs- dóttur og Selma Gunnhildur, f. 31. júlí 1944, d. 26. mars 1994. Ólafía giftist 17. nóvember 1973 Friðrik Friðriks- syni, f. 22. septem- ber 1933 í Keflavík. Foreldrar hans voru Friðrik Þorsteins- son og Sigurveig Sigurðardóttir. Syn- ir Ólafíu eru Gylfi Þór Markús- son, fæddur 27. febrúar 1966, Friðrik Friðriksson, f. 24. maí 1974 og Brynjar Emil Friðriks- son, fæddur 29. september 1978. Barnabarn Ólafíu er Aldís Ósk Gylfadóttir, f. 8. febrúar 1987. Útför Ólafíu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var níu ára þegar Ólafía systir mín fæddist og ég man vel eftir þeim degi. Mér fannst hún fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð. Ég var elsta stelpan í flölskyldunni og það kom því oft í minn hlut að gæta yngri systkina minna. Hún var yndislegt barn, þæg og brosmild, með stór, falleg augu og hvar sem ég kom með hana sló fólk henni gullhamra. Ég á ótal fallegar minn- ingar frá fyrstu árum hennar þegar ég ók henni stolt um göturnar í Keflavík, fyrst í vagni og síðan í kerru. Badda óx úr grasi og ég gat farið að leiða hana mér við hönd. Við fórum niður á bryggju til að taka á móti pabba þegar hann kom að landi og fagnaði okkur innilega. Við áttum lítinn kofa sem pabbi smíðaði og þar áttum við margar ánægjulegar stundir í dúkku- og búðarleik. Oftast var Selma systir mín með í för og vinkonur okkar í hverfinu. Á þessum árum var Kefla- vík að breytast úr litlu sjávarþorpi í mikinn athafnabæ sem óx ört og líf okkar barnanna því oft viðburðaríkt. Faðir okkar lést af slysförum þeg- ar Badda var tíu ára og fráfall hans var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Móðir mín fór út á vinnumarkaðinn og hafði minni tíma en áður til að sinna heimilinu en við systkinin reyndum að aðstoða hana eftir megni og bjarga okkur sjálf. Við fluttum að heiman eitt af öðru og stofnuðum okkar eigið heimili en Badda, sem var yngst, hélt áfram að búa hjá mömmu. Eftir hefðbundna skóla- göngu lærði hún ljósmyndun á Ljós- myndastofu Heimis Stígssonar og starfaði þar í nokkur ár en síðustu árin vann hún á Keflavíkurflugvelli á meðan heilsan leyfði. Móðir mín ól upp Guðna Þór, son Selmu systur okkar, og sjálf eignað- ist Badda son, Gylfa Þór Markússon, sem var tveimur árum yngri en Guðni. í sameiningu önnuðust þær uppeldi drengjanna þar til Badda gifti sig og flutti að heiman, en þá var Gylfi Þór sjö ára. Eftirlifandi maður hennar er Frið- rik Friðriksson, sem starfar hjá Flug- leiðum á Keflavíkurflugvelli. Þau eignuðust tvo syni, Brynjar og Frið- rik sem báðir eru í foreldrahúsum. Gylfi Þór á eina dóttur, Aldísi, sem er 10 ára og býr hjá móður sinni sem er gift í Svíþjóð. Það kom snemma í ljós að Badda var mjög listfeng og allt lék í hönd- unum á henni. Henni var snyrti- mennska í blóð borin og heimili henn- ar bar þess glöggt vitni. Þar var hver hlutur á sínum stað og margir fallegir, handunnir munir sem hún vann sjálf prýddu heimilið. Ég dáðist oft að því hvað hún var sjálfbjarga því með þolinmæði og þrautseigju gat hún gert við flest það sem aflaga fór, hvort sem það voru heimilistæki eða eitthvað annað. Henni var ekki tamt að gefast upp við það sem hún byijaði á og hún vildi hafa hlutina í lagi. Hún var líka mikill náttúru- MARGRET G UÐNADÓTTIR OLAFIA BERGÞORA GUÐNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.