Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 02.07.1997, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á ísafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júni síðastliðinn. Hún var eina barn hjónanna Bjarna Ásgeirssonar, f. 6.6. 1900, d. 23.3. 1975, og Unnar Guð- mundsdóttur, f. 30.3. 1900,/I. 19.10. 1976. Ásgerður giftist árið 1954 eft- iriifandi eig- inmanni sínum, Þorsteini Jak- obssyni, stýrimanni og síðar hafnarverði, f. 12.11. 1930. Börn þeirra eru: 1) Unnur, doktor í líffræði, f. 29.1. 1958. Maður hennar er Björn L. Orv- ar, doktor í líffræði. Þau eiga einn son, Þorstein, f. 1989. 2) Bjarni, cand. mag., aðalrit- stjóri, f. 7.6. 1960. Eiginkona hans er Annetta A. Ingimund- ardóttir, iðjuþjálfi. Þau eiga tvö börn: Birtu, f. 1989, og Sunnu, f. 1997. 3) Haraldur, M.A. í sál- fræði, f. 18.11. 1964. Kona hans er Ingunn Hansdóttir, M.A. í sálfræði. 4) _ Jakob, B.Ed., fræðslusljóri ÍTR, f. 6.5. 1969. Kona hans er Vanda Sigur- geirsdóttir, knattspyrnuþjálf- ari. Ásgerður ólst upp á ísafirði og fluttist til Reykjavíkur er hún hóf nám við Verslunar- skóla Islands. Þaðan útskrifað- ist hún með stúdentspróf árið Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um frænku mína, Ás- gerði Bjamadóttur, sem í dag er til grafar borin frá Bústaðakirkju. Ásgerði hefi ég þekkt allt mitt líf. Þó að hún gætti mín og bræðra minna í frumbernsku í fæðingarbæ okkar, ísafirði, er mín fyrsta skýra minning um hana frá Reykjavík. Þegar ég var um það bil 5 ára var ég sendur til Reykjavíkur til læknis- meðferðar vegna þrálátra eyrna- kvilla. Þar var ég í umsjá Ásgerðar og ömmu minnar, Rebekku Jóns- dóttur, sem bjó í Garðastræti. Hjá henni var Ásgerður sem þá var við nám í Verslunarskóla íslands. Mynd Ásgerðar stendur mér enn lifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hún, hlýleg og vingjarnleg, er að telja í mig kjark fyrir heimsóknirnar til læknisins sem ekki voru mér til- hlökkunarefni. Ég man glöggt hversu hughreystandi það var fyrir lítinn snáða að halda í hönd Ásgerð- ar á göngunni úr Garðastræti niður í Túngötu þar sem læknisstofan var til húsa. Slíkan stuðningsmann var gott að eiga. Að loknu stúdentsprófi frá Versl- unarskólanum fór Ásgerður brátt til starfa í Útvegsbanka íslands i Reykjavík. Þar og síðar í íslands- banka var lengst af starfsvettvang- ur hennar til æviloka. Bankastörfin fóru Ásgerði vel úr hendi. Hjá henni fór saman glöggskyggni og ná- kvæmni og góðir hæfileikar til sam- starfs við annað fólk. Ásgerður kom sér alls staðar vel, enda með af- brigðum hjálpsöm og skilningsgóð á sjónarmið og vandamál annarra. Þótt Ásgerður væri lengst af í Reykjavík mín uppvaxtarár á ísafirði og leiðir mínar lægju síðar til náms á Akureyri og erlendis, héldust okkar góðu kynni vegna þess að hjá foreldrum hennar, Unni Guðmundsdóttur og Bjarna Ás- geirssyni, átti ég jafnan gott at- hvarf, ekki síst eftir fráfall foreldra minna. Ásgerður var einkabarn Unnar og Bjarna. Það var falleg fjölskylda og sambandið milli þeirra þriggja einkar ástúðlegt. Til þeirra var gott að koma. Önnur mynd af Ásgerði sem stendur fyrir mér ljóslifandi er þeg- ar hún kom til ísafjarðar með mannsefni sitt, Þorstein Jakobsson 1950. Fljótlega að námi loknu hóf hún störf hjá Útvegs- banka Islands (síðar Islandsbanka) og starfaði þar mestan hluta starfsævi sinnar, siðustu tvo áratugina lengst af sem deildarsljóri. Hún kenndi einnig um hríð við Banka- mannaskólann og sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir starfsmenn bank- ans. Ásgerður var virkur þátttakandi i starfi Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Hún sat í stjórn flokksins til dauðadags, var fulltrúi á mörgum flokks- þingum, sat í stjórn fulltrúar- áðs Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur og um fjórtán ára skeið í stjórn félagsins. Ásgerður var þingkjörinn fulltrúi í þjóðhátíð- arnefnd og starfaði um skeið í Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur. Auk margvíslegra trúnaðar- starfa _ fyrir Alþýðuflokkinn stóðu Ásgerður og Þorsteinn eiginmaður hennar ásamt fleir- um fyrir uppbyggingu Rósar- innar, sem var félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík. Ásgerður og Þorsteinn bjuggu í Reykjavík, þar af síð- ustu þrjá áratugina í Giljalandi 33 í Fossvogi. Ásgerður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. úr Hrísey. Þau komu saman í Fé- lagsbakaríið við Silfurgötu 11 þar sem ég átti heima. Eg man enn hvernig hamingjan geislaði af þeim. Gæfan blasti greinilega við þessum hjónaefnum. Enda gekk það eftir. Hjónaband Ásgerðar og Þorsteins var mjög farsælt. Þau eignuðust fjögur myndarleg og vel gefin börn, Únni, Bjarna, Harald og Jakob. Nærri má geta að annasamt hafi stundum verið hjá Ásgerði á upp- vaxtarárum barnanna fjögurra ekki síst meðan Þorsteinn var stýrimað- ur á farskipum og hún sjálf stund- um við störf utan heimilis ásamt húsmóðurstörfum. Það sem ein- kenndi Ásgerði alla ævi var ósér- hlífni og dugnaður, bjartsýni og hjálpsemi. Þau Þorsteinn voru ein- staklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Og þótt þeirra eigið heimilið væri stórt var eins og Ásgerður og Þorsteinn gætu alltaf gefið sér tíma til þess að sinna öðrum og styðja þá sem voru hjálp- ar Jsurfi. I Giljalandi 33 í Fossvogi gerðu þau sér fallegt heimili. Þar bar marga gesti að garði og allir hlutu að dást að þeim myndarbrag sem þar ríkti en ekki síður þeim anda gestrisni og góðvildar sem þau hjón- in voru svo samtillt að skapa. Þegar ég og Laufey kona mín settumst að í Reykjavík með börn- um okkar fyrir meira en 30 árum var gott að eiga þau að, Ásgerði og Þorstein. Þessi bönd frændsemi og vináttu hafa styrkst með árunum og eru Laufeyju og mér og börnum okkar mikils virði. Þegar ég hóf virka þátttöku í stjórnmálum veturinn 1986-1987 og var í framboð fyrir Alþýðuflokk- inn í alþingiskosningum í Reykjavík vorið 1987, kynntist ég enn nýrri hlið á frænku minni Asgerði. Ég vissi að vísu að hún tók þátt í flokks- starfi jafnaðarmanna í Reykjavík en hitt vissi ég ekki hversu mikið og fórnfúst starf hún innti þar af höndum. Ekkert verk sem vinna þurfti fyrir Alþýðuflokkinn var svo stórt, eða svo smátt, að Ásgerður væri ekki boðin og búin til að sinna því. Þar var ekki spurt um daglaun að kvöldi. I þessu sem öðru voru þau Þorsteinn afar samhent. Þegar ég kynntist þessu starfi varð mér betur ljóst hvað það þýðir að eiga stuðningsmenn. Þeir sem slíks stuðnings njóta standa í ævarandi þakkarskuld við þá sem þannig setja málstaðinn ofar eigin hag. Ég er þakkátur fyrir það að hafa fengið að hitta frænku mína stutta stund á sjúkrahúsinu í lok maí sl. Þar sýndi hún sem jafnan fyrr mik- ið sálarþrek og ræddi af raunsæi um sinn erfiða sjúkdóm. En hún ræddi líka fjörlega um fjölskylduna og landsmálin sem voru henni jafn- an hugleikin. Endurminningar um Ásgerði Bjarnadóttur eru dýrmæt- ar. Hugir okkar Laufeyjar og barna okkar leita nú með innilegri samúð til Þorsteins og fjölskyldu hans sem svo mikið hafa misst. Jón Sigurðsson, Helsingfors. Það er í tízku nú til dags að tala í niðrandi tón um stjórnmálaflokka og þar með um það fólk, sem vinn- ur fórnfúst sjálfboðaliðastarf innan vébanda þeirra. Margur spekingur- inn þykist yfir það hafinn að skuld- binda sig til fylgilags við stjóm- málastefnu eða stjórnmálahreyf- ingu. Menn vilja vera frjálsir og óháðir. Þeir sem þannig tala eru gjarnan ósparir á gagnrýni á þá, sem starfa innan raða stjórnmála- flokkanna og bera þeim einatt á brýn annarlegar hvatir. En það vefst sjaldan fyrir þeim hinum sömu að gera miklar kröfur til stjómmálaflokkanna. Þeir eiga að hafa skýra stefnu og leggja fram vel rökstuddar tillögur um lausnir á aðsteðjandi vanda, hvar sem við berum niður í þjóðfélagsumræðunni. En hvernig eiga stjórnmálaflokk- arnir að uppfylla þessar kröfur? Þeir hafa ekki efni á að kaupa sér sérfræðiþjónustu. Starfið innan stjórnmálaflokkanna er í stómm dráttum sjálfboðaliðastarf, sem unnið er í tómstundum, utan þess vinnutíma, sem hver og einn verður að helga brauðstritinu. Og hvar væm stjórnmálaflokkar staddir, ef þeir gætu ekki reitt sig á áhuga, fórnfysi og skyldurækni þeirra fjöl- mörgu sjálfboðaliða, sem eyða tíma sínum og starfsorku í málefna- og umræðuhópum, eða öðm því félags- starfi, sem heldur lífinu í stjórn- málahreyfíngu? Og hvernig væri komið því fjöl- flokka lýðræði, sem vegsamað er á tyllidögum, ef starfskrafta þessa fólks nyti ekki við? Stjórnmála- flokkar eru hvorki verri né betri en það fólk, sem i þeim starfar. Al- þýðuflokkurinn er góður félags- skapur af því að hann hefur á að skipa góðu fólki, jákvæðu, áhuga- sömu og vel innrættu fólki, sem vill láta gott af sér leiða. Það er þessu góða fólki að þakka að Al- þýðuflokkurinn hefur fengið ótrú- lega miklu áorkað til bóta í islenzku mannfélagi, þrátt fyrir takmarkað fjöldafylgi lengst af. Ásgerður Bjarnadóttir, sem við kveðjum nú í dag, og maður henn- ar, Þorsteinn Jakobsson, hafa und- anfarna áratugi verið burðarásar í félagsstarfi jafnaðarmanna í Reykjavík. Þau hafa lagt mikið af mörkum, án þess nokkru sinni að ætlast til umbunar í staðinn, enda enga fengið. Þau hafa verið sam- hent, fórnfús og örlát á tíma sinn og fjármuni í þágu hugsjónar og málstaðar, sem þau hafa óbilandi trú á. Tækju þau að sér eitthvert verkefni í þágu Alþýðuflokksins, mátti treysta því að það yrði farsæl- lega leyst. En þau voru ekki bara skyldurækin heldur líka skemmti- legir og glaðværir félagar, í góðra vina hópi. Þeirra samverustunda minnumst við með gleði. Ef ég ætti að segja í fáum orð- um, hvað mér þótti mest um vert í fari Ásgerðar Bjarnadóttur, væri það þetta: Hún var gegnheil mann- eskja. Vönduð til orðs og æðis, traust og áreiðanleg í starfi. Og trygglynd og vinaföst, svo af bar. Ásgerður var ísafjarðarkrati að uppruna og hafði því sterka póli- tíska heimanfylgju. Hún var dóttur- dóttir séra Guðmundar í Gufudal, sem einna fyrstur manna plægði akur jafnaðarstefnunnar á Vest- fjörðum. Og Gautlendingur að móð- urkyni. Það standa því að henni sterkir stofnar. Og henni kippti greinilega í kynið um greind, íhygli, samvizkusemi og heiðarleika. Hún fylgdist vel með framvindu mála. Hún hafði mótaðar skoðanir og tók einarða afstöðu og fylgdi skoðunum sínum eftir af festu og heilindum. En framganga hennar var ævin- lega öfgalaus og einkenndist af hófsemi og sanngirni í garð ann- arra. Og það sem skar úr var að hún, og þau hjón bæði, létu ekki sitja við orðin tóm. Þegar aðrir létu sér nægja að tala um hlutina, létu þau verkin tala. Þær voru ótaldar vinnustundirnar sem Ásgerður og Þorsteinn, Hlín og Erlingur, lögðu fram í sjálfboðavinnu við að skapa Alþýðuflokksfélögunum í Reykjavík starfsaðstöðu í Félagsmiðstöð jafn- aðarmanna (Rósinni). Fundirnir í Rósinni voru fastur punktur í tilver- unni. Það var þar sem lifandi um- ræða um málefni dagsins fór fram. Og ævinlega voru Ásgerður og Þorsteinn mætt fyrst og hurfu sein- ast á braut, þegar þau höfðu ásamt öðrum sjálfboðaliðum gengið frá öllu í röð og reglu. Þannig voru þau í smáu sem stóru. Þau áunnu sér virðingu og traust af verkum sínum sem sjálf- boðaliðar í þjónustu annarra. Ásgerður lauk stúdentsprófí frá Verzlunarskóla íslands árið 1950. Mestan hluta starfsævinnar starfaði hún við Útvegsbanka íslands (síðar íslandsbanka), síðustu tvo áratugina lengst af sem deildarstjóri. Hún kenndi einnig um hríð við Banka- mannaskólann og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir starfsmenn bankans. Ásgerður var ævinlega kjörinn fulltrúi á flokksþing Alþýðu- flokksins seinustu áratugina og sat í flokksstjórn til dauðadags. Sl. 14 ár átti hún sæti í stjóm Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur og sat í stjóm fulltrúaráðs Alþýðuflokksfé- laganna. Hún starfaði í ýmsum nefndum á vegum ríkis og borgar sem fulltrúi Alþýðuflokksins. 25 ára að aldri giftist Ásgerður eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Jakobssyni, stýrimanni og síðar hafnarverði, sem ættaður er úr Hrísey. Börnin þeirra fjögur bera foreldrum sínum fagurt vitni því að þau em öll vel menntað mann- kostafólk, sem eru líkleg til að ávaxta vel þann arf, sem þau fengu úr foreldraranni. Við Bryndís söknum vinar í stað. Við sendum Þorsteini vini okkar, Unni, Bjarna, Haraldi og Jakobi og mökum þeirra og börnum, sem og öðrum frændum og vinum, hugheil- ar samúðarkveðjur að Ieiðarlokum. Jón Baldvin Hannibalsson. Hinn 1. maí síðastliðinn verður alla tíð í huga mér dagur andstæðn- anna, gleði og sorgar. Blásið var í baráttulúðra jafnaðarmanna og fé- lagar í Alþýðuflokksfélagi og Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur sameinuðust í anda frelsis, jafnrétt- is og bræðralags til samverustundar á Hótel Borg. Bjartsýni ríkti um samfylkingu jafnaðarmanna og gleðin náði tökum á mönnum. Þarna mættu líka Ásgerður Bjarnadóttir og Þorsteinn Jakobs- son, einir helstu máttarstólpar Al- þýðuflokksfélagsins _ í Reykjavík, þrátt fyrir það að Ásgerður hefði þá nýverið fengið að heyra þann dóm að hún gengi með illkynja, ólæknandi sjúkdóm. Þarna fréttum við, félagar hennar, þessi ótíðindi, og var mjög brugðið. Það lýsir Ás- gerði Bjarnadóttur vel, að þrátt fyrir hið vonlausa sjúkdómsstríð, sem hún var að heyja, bar hún höfuðið hátt og lét slík tímamót, sem sameiginleg 1. maí hátíð ís- lenskra jafnaðarmanna var, ekki fram hjá sér fara. Þar skyldi hún vera. Á þessum degi hét ég mér því að Ásgerði skyldi ég hitta vel og oft á meðan tími gæfist. En bjartsýni hennar blekkti mig. Ég hélt að tími væri enn til margra góðra samverustunda meðal okkar alþýðuflokkskvenna, þar sem við gætum sem svo oft áður stundað gleði og alvöru og rætt pólitíkina ASGERÐUR BJARNADÓTTIR fram og aftur, þar sem Ásgerður væri eins og fyrr hrókur alls fagn- aðar og kona sterkra skoðana. Ann- ir daglega lífsins gripu mann og góðu áformin biðu tíma sem því miður aldrei kom, því fyrr en varði hringdi Hlín vinkona okkar í mig til þess að segja mér að Ásgerður væri farin, alltof, alltof fljótt. Ásgerður fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Úr ísfirskum jarðvegi spruttu margir af helstu talsmönn- um jafnaðarstefnunnar, en Ásgerð- ur var sannarlega ein þeirra. Hún trúði einlæglega á boðskap jafnað- arstefnunnar og fylgdi honum trú allt til síðasta dags. Þegar ég hitti hana Ásgerði fyrst var ég snortin af birtunni, sem frá henni stafaði, hún sjálf bjartleit og fríð, en fasið allt ákaft og áræðið. Hún var vel menntuð og skarpgreind kona með ríka réttlætiskennd. Hún og Þor- steinn maður hennar voru bæði virkir þátttakendur í starfi Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokki íslands. Ásgerði var trúað fyrir margvíslegum trúnaðarstörfum á vegum flokksins. Hún sat í stjórn flokksins til dauðadags og var jafn- framt í stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík. Þá var hún þingkjörinn fulltrúi í þjóðhátíð- arnefnd og starfaði um skeið í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. En það eru ekki síst öll verkin henn- ar Ásgerðar í þágu félagsstarfsins í Reykjavík sem eiga eftir að halda minningu hennar á lofti. Þessi verk voru unnin án hávaða eða umfjöllunar á síðum Alþýðu- blaðsins. Þau voru unnin af trú- mennsku og einlægum vilja til þess að stefna jafnaðarmanna fengi að blómstra, en ekki til að láta á sér bera eða kalla eftir vegtyllum. Það var ekki háttur Ásgerðar að fara í meiðandi skoðanaskipti á opinber- um vettvangi, þrátt fyrir mjög sterkar póltískar skoðanir sínar. Væri í huga hennar ágreiningur um málefni, var rökrætt þar til niður- staða fékkst, eða það viðurkennt, að hætti Kaj Munk’s, danska heim- spekingsins og prestsins, „að það væri ekki skilyrðislaust skaðlegt að vera ósammála“. Það er ekki hægt að nefna hana Ásgerði nema að nefna hann Þor- stein líka í sömu andránni. Þar sem Ásgerður var, þar var Þorsteinn líka, svo samrýnd voru þau. Það er senni- lega ekki öllum ljóst, að Ásgerður og Þorsteinn, ásamt fleirum ötulum jafnaðarmönnum, áttu veg og vanda af því að skapa Rósina félagsmið- stöð jafnaðarmanna sem var um margra ára skeið vettvangur sam- verustunda og skoðanaskipta þeirra á milli. Þarna hittust jafnaðarmenn í hinu margrómaða „kratakaffi" og gátu rökrætt málin, hvort sem var það við ráðherra flokksins, aðra trúnaðarmenn eða hver við annan. Þessa tíma minnast margir nú með eftirsjá og því væri vel við hæfi nú í minningu Ásgerðar að endurvekja þessa hefð í anda hennar. Alþýðuflokkurinn verður ekki samur eftir fráfall svo merkrar konu, konu sem var talsmaður góðra og göfugra gilda, nokkuð sem við þurfum svo sannarlega á að halda í hörðum heimi nútímans. Trúmennska, heiðarleiki, hugsjón og hlýja voru hennar aðalsmerki. Aðeins örfáum er það gefið að halda léttleika æskunnar og eldmóði allt sitt líf, þeir deyja ungir sama hvaða aldri þeir ná. Slík var Ásgerður. Að leiðarlokum vil ég þakka Ás- gerði það sem hún var mér, hvern- ig hún tók á móti mér er ég kom til starfa í flokknum, hvatti mig og studdi. Vertu sæl, kæra vinkona. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands þakkar Ás- gerði allt og kveður hana með sökn- uði, þökk og virðingu. Guð huggi og blessi Þorstein og börn þeirra Ásgerðar, tengda- og barnabörn. Ásta B. Þorsteinsdóttir, varaformaður Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands. • Flciri minningargreinar um Ásgerði Bjarnadóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.