Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 35
ÁGÚSTKARL
GUÐMUNDSSON
+ Ágúst Karl
Guðmundsson
var fæddur í
Grindavík hinn 17.
júni 1953. Hann lést
af slysförum 24.
júni síðastliðinn.
Faðir hans er Guð-
mundur Oskar
Ivarsson, húsa-
smíðameistari, f.
14.3. 1930, og móð-
ir hans var Bára
Karlsdóttir, f.
15.11. 1930, en hún
lést 17.5. 1955, þeg-
ar Karl var aðeins
tveggja ára. Albróðir hans er
Bragi, f. 11.5.1955. Fósturmóð-
ir Karls er Guðfinna Oskars-
dóttir, f. 6.3. 1938, og systkini
hans eru Magnús, f. 17.2. 1958,
Margeir, f. 1.5. 1960, María, f.
20.4. 1964, og Guðný, f. 30.6.
1967.
Eftirlifandi eiginkona Ág-
ústs Karls er Þórdís Gunnars-
dóttir, f. 17.6. 1961. Foreldrar
hennar eru þau Þórdís Þor-
bergsdóttir og
Gunnar Páll Guð-
jónsson, málari.
Dóttir Þórdísar og
Karls er Kristín, f.
5.5. 1989. Fóstur-
dóttir hans er Jenný
Lovísa Árnadóttir,
f. 7.1.1979. Affyrra
hjónabandi hans og
Hildar Guðmunds-
dóttur er dóttirin
Bára, f. 28.8. 1979.
Karl ólst upp í
Grindavík og bjó
þar. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum í Reykjanesi,
síðan námi í húsasmíði frá Iðn-
skólanum í Keflavík. Árið 1979
stofnaði hann trésmíðaverk-
stæðið Grindina hf. ásamt föður
sínum og Magnúsi bróður sín-
um og starfaði hann síðan við
það fyrirtæki.
Útför Ágústs Karls verður
gerð frá Grindavíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku pabbi.
Það er mjög erfitt að hugsa ti!
þess að þú sért ekki lengur hjá
okkur. Ekki hefði mér dottið í hug
á 17. júní þegar ég og Tómas minn
komum í heimsókn til þín og Þórdís-
ar að það yrði þín síðasta afmælis-
veisla. Við sem töluðum saman um
það að á næsta ári yrði stóraf-
mæli, þá yrðir þú 45 ára gamall.
Ég sagði við þig að þá yrðir þú að
halda stórveislu fyrir fjölskylduna
okkar og vini þína. Um kvöldið
vorum við öll saman upp á skóla-
plani að hlusta og horfa á skemmt-
un, ég, þú, Þórdís konan þín, Krist-
ín systir og Jenný.
Þær eru margar ánægjustundirn-
ar sem við áttum saman, allar útileg-
urnar með fjölskyldunni okkar. Þá
er mér efst í huga þegar við fórum
í Húsafell og líka sólarlandaferðimar
sem við fórum í til Mallorca og til
Kanaríeyja. Mjög oft þegar ég og
Tómas komum í heimsókn til þín
og Þórdísar voru einhveijir í heim-
sókn hjá ykkur. Það sýnir að vinirn-
ir voru margir. En þegar við hittum
á ykkur ein áttum við mjög ánægju-
lega stund saman og okkur er efst
í huga hláturinn þinn þegar þú sagð-
ir brandara eða sögur.
Einu sinni kom ég með hjólið
mitt til þín og sagði við þig að hjól-
ið mitt væri orðið ónýtt og mig lang-
aði að kaupa nýtt en þá þvertókstu
fyrir það og áður en ég vissi var
hjólið mitt orðið eins og nýtt. Það
vantaði bara á það ný bretti þannig
að ég fór og keypti ný bretti á hjól-
ið. Alltaf varstu tilbúinn að laga
allt fyrir mig, einu sinni var sætið
í Hondunni hans Tómaasr orðið
laust og Tómas á sjó þannig að ég
fór til þín og bað þig að hjálpa mér
við að laga það. Við fórum með
bílinn á verkstæðið í Grindinni og
þú lagaðir sætið og það hefur ekki
losnað síðan. Það er ekki hægt að
segja annað en að þú hafir verið
mjög iðjusamur og vandvirkur.
Elsku pabbi, ég er mjög þakklát
fyrir að við höfum alltaf haldið
góðu sambandi og búið í sama bæ
þannig að það var stutt að fara til
þín. Stundum kom ég til þín þar
sem þú varst að vinna.
Við gætum endalaust rifjað upp
fallegar minningar um þig og við
munum alltaf hugsa ti! þín. Þú
munt alltaf eiga ákveðinn stað í
hjarta okkar, við gleymum þér aldr-
ei. Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir,
Bára og Tómas Þór.
Aldrei hefði mig órað fyrir því
að við Kalli myndum eiga svona
stutta samleið í þessu lífi. Þegar
ég hringdi í hann á afmælisdegi
hans og Þórdísar hinn 17. júní sl.
var það fjarri huga mínum að það
yrði okkar síðasta samtal. En fyrr
en varir breytist allt og enginn fær
við það ráðið. Elskulegur bróðir allt
í einu farinn. En eftir er minningin,
sem enginn tekur frá okkur. Sú
minning er góð og ég veit að þó
allt sé sárt núna, þá verða það allar
góðu minningarnar um hann sem
hjálpa okkur áfram.
Hugurinn leitar til æskuáranna
þegar við vorum að alast upp á
Víkurbrautinni. Það voru góðir dag-
ar, við vorum umvafin hlýju for-
eldra og ömmu og nóg að starfa
fyrir iðna bræður, sem öllum stund-
um voru eitthvað að vinna. Bílskúr-
inn var vel nýttur til smíða og nut-
um við litlu systurnar góðs af dugn-
aði þeirra. Þeir smíðuðu dúkkurúm
og fleira handa okkur, ekkert síður
en bíla handa sér.
Kalli var strax vinnusamur og
nákvæmur við öll sín verk. Hann
var sérstakt ljúfmenni og hefði ég
gjarnan viljað vera oftar samvistum
með honum með börnin mín, því
hann var einstaklega barngóður.
Við systkinin fengum gott vega-
nesti að heiman frá foreldrum okk-
ar og var það ekki síst að Kalli
bæri það með sér í öllu sínu fari
og háttum. Heimilið hans fallegt
og hann mikill fjölskyldumaður,
Þórdís og dæturnar honum kærar.
Allt lék í höndum hans og lífíð
lék við honum, allt svo bjart fram-
undan en skyndilega er kær bróðir
farinn mitt í erli hversdagsins, án
þess að nokkur fyrirvari sé gefinn
og það verður erfítt að lifa við það
að svona fór. En áfram verðum við
að lifa og halda áfram að styðja
og styrkja hvert annað, við öll sem
söknum hans sárt og þekktum
þennan ljúfling. Og þakklát fyrir
árin öll, allar bjartar minningar og
samverustundir, kveð ég hann með
eftirsjá.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Þórdísi, Kristínu litlu, Báru og
Jennýju, pabba og mömmu og okk-
ur öll ástvini, tengdafólk og vinina
mörgu.
Ó blessuð stund, er hátt í himinsölum
minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá
og við um okkar ævi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðin hjá.
(M. Joch.)
María systir.
Það var mjög erfítt að trúa þeirri
frétt sem mér barst hinn 24. júní
sl., að hann Kalli, eins og hann var
alltaf kallaður, væri dáinn.
Hann var mér sérstaklega kær
og okkar stundir ófáar. Eg mun
minnast tímans með honum með
miklum söknuði, en er jafnframt
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og eiga hann að.
Hann var alltaf tilbúinn að lið-
sinna mér og hjálpa og þannig var
hann við alla sína, bæði ástvini og
vini. Það var ekkert sem hann vildi
ekki fyrir okkur. gera. Hjálpsemi
og umhyggja eru orðin sem lýsa
best þeirri persónu sem hann hafði
að jgeyma.
Eg minnist sérstaklega síðustu
stunda okkar saman. Þá kom hann
til okkar Ásdísar á Akureyri, þar
sem við búum og var hjá okkur
ásamt Þórdísi konu sinni. Við Kalli
fórum saman á torfærukeppni og
höfðum báðir gaman af. Húsið okk-
ar ber merki lagni hans, því hann
hafði líka komið norður til okkar
með Kristínu litlu með sér, til að
hjálpa okkur að klára íbúðina. Hann
var alltaf eitthvað að starfa og
gott til hans að leita.
Fyrir allt það sem hann gerði
fyrir mig vi! ég þakka honum og
kveð hann með mikilli eftirsjá.
Þórdísi, Kristínu litlu, Bám syst-
ur, Jennýju, foreldrum hans, systk-
inum og öllum öðrum vandamönnum
og vinum votta ég innilega samúð
mína og bið Guð að gefa þeim styrk.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guðmundur Öm og Ásdís.
Það er margt sem fer í gegnum
huga okkar, en orðin komast ekki
á blað. Minningin um þig er best
geymd í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Kalli.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Þórdís, Bára, Kristín,
Jenný, Gummi, Ninný, Bragi,
Magnús, Margrét, María, Guðný og
mamma, makar ykkar og fjölskyld-
ur. Missir okkar er mikill, en minn-
ingin um góðan dreng mun lifa í
hjörtum okkar og hana getur eng-
inn frá okkur tekið.
Nú, guð, ég von’ að gefi,
af gæsku sinni frið,
að sársaukann hann sefi,
af sálu allri bið.
Og þó að sárt sé saknað,
og sól sé bakvið ský,
þá vonir geti vaknað,
og vermt okkur á ný.
Þá ljósið oss mun leiða,
með ljúfum minningum,
og götur okkar greiða,
með góðum hugsunum.
(I.T.)
Ykkar
Sigurður, Elísabet, Reynir
og fjölskyldur.
Æskuvinur og frændi, Ágúst
Karl Guðmundsson, hefur verið
burt kallaður úr þessum heimi langt
um aldur fram. Kalli var fullur af
krafti og áhuga. Hann var hvers
manns hugljúfi, gleðigjafi á góðra
vina stundum meða! fjölskyldu og
vina.
Það er erfitt að sjá á eftir frænda
og vini en trú okkar er að hann
hafi verið kallaður til æðri verka í
ríki ljóssins.
Minningarnar hlaðast upp er við
vorum strákar í Grindavík, þegar
við smíðuðum báta, bíla og margt
fleira, og kom þá berlega í ljós
hversu hæfileikaríkur og handlag-
inn Kalli var enda lærði hann húsa-
smíði. Einnig eru þær stundir er
fjölskyldur okkar hafa átt saman
ógleymanlegar, er þeir feðgar hjálp-
uðu okkur við að byggja hús í
Grindavík, og Kalli sem hjálpaði
okkur svo vel við að byggja sumar-
bústaðinn okkar og ekki megum
við gleyma öllum ánægjustundun-
um í útilegum og ferðalögum gegn-
um árin. Allt þetta þökkum við.
Eftir að við eignuðumst íjölskyld-
ur hefur aldrei borið skugga á vin-
áttuna og kærleikann. Alla vinátt-
una í gegnum árin þökkum við hjón-
in og við trúum því að sá sem öllu
stjórnar og ræður leiði þig, kæri
vinur og frændi, að vötnunum þar
sem þú mátt næðis njóta.
Allt eins og blóinstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Við hjónin kveðjum Kalla með
söknuði og þökkum honum sam-
fylgdina og biðjum algóðan Guð að
blessa og styrkja eiginkonu hans,
Þórdísi, dæturnar, Kristínu, Báru
og Jennýju, foreldra, systkini og
aðra ástvini í þeirra miklu sorg.
Vertu sæll, kæri vinur, og Guð
veri með þér.
Gunnbjörn, Kristjana
og dætur.
Elsku vinur.
Þú fórst svo snöggt og óvænt frá
okkur að við ætlum að kveðja þig
með nokkrum orðum.
Innilegar þakkir fyrir alla þá
hjálp, stuðning, vináttu og trygg-
lyndi sem þú hefur veitt okkur í
gegnum árin og aðeins þegið vin-
áttu okkar. Eins og þú hefur umvaf-
ið mig og fjölskyldu mína þegar
vinur þinn er á sjó munum við nú
umvefja Þórdísi þína og dætur ykk-
ar um ókomin ár. Því máttu treysta.
Guð geymi þig, elsku Kalli.
„Vinur þinn er þér allt. Hann er
akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskorin.
Hann er brauð þitt og arineldur.
Þú kemur til hans svangur og í leit
að friði. Þegar vinur þinn talar, þá
andmælir þú honum óttalaust eða
ert honum samþykkur af heilum
hug. Og þegar hann þegir, skiljið
þið hvor annan. Því að í þögulli
vináttu ykkar verða allar hugsanir,
allar langanir og allar vonir ykkar
til, og þeirra er notið í gleði, sem
krefst einskis." (Kahlil Gibran.)
Helga, Þorvaldur
og strákarnir.
Enn einu sinni erum við minnt á
það hversu bilið milli lífs og dauða
getur verið stutt. Það er erfiðara
en orð fá lýst að sætta sig við þá
staðreynd að góður vinur okkar sé
hrifinn burt úr blóma lífsins. Þegar
þú og Kristín litla fóruð frá okkur
á mánudagskvöldið, kvöddumst við
með þessum orðum eins og venju-
lega: „Sjáumst á morgun."
En ekkert er sjálfgefíð í þessu
lífi. Þær eru ótaldar ánægjustundirn-
ar sem við áttum með ykkur Þórdísi
og dætrum, heima eða í útilegum.
Minningarnar hrannast upp, en erf-
itt er að koma einhveiju á blað.
Elsku Þórdís mín, Kristín, Jenný
og Bára, þrátt fyrir allt, birtir öll
él upp um síðir og lífið verður að
halda áfram, þótt erfiðir dagar séu
framundan.
Við kveðjum þig, elsku Kalli, með
trega og söknuði, en eftir lifir minn-
ingin um traustan og góðan vin.
Við biðjum algóðan guð að
styrkja Þórdísi og dætur, foreldra,
systkini og aðra ástvini á þessari
sorgarstundu.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijógvun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt, -
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Hjörtfríður og
Magnús Andri.
Kær vinur okkar hjóna Ágúst
Karl Guðmundsson er borinn til
grafar í dag frá Grindavíkurkirkju.
Fyrir um tólf árum kynnti Þórdís
mágkona mín Kalla fyrir fjölskyld-
unni. Eftir það áttum við hjónin
eftir að njóta margra ánægjulegra
stunda með Kalla og Þórdísi. Á
svona stundum hrannast upp minn-
ingar frá liðnum árum, og ber þá
hæst allar þær skemmtilegu sam-
verustundir sem við áttum með
þeim hjónum og dætrum í útilegum
og sumarbústaðaferðum sem farnar
voru og voru þær ófáar. í slíkum
ferðum var oft farið í skemmri eða
lengri gönguferðir um nágrennið t
og hóf Kalli oftar en ekki samræð-
ur við fólk sem við mættum á förn-
um vegi. Eftir samræður Kalla við
ferðalanga sem oftast voru á léttu
nótunum spurði ég hann stundum
hvort hann hefði þekkt viðkomandi
og var þá svarið oftast nei, honum
hafði bara dottið í hug að spjalla
og spyrja frétta.
Kalli var vinamargur maður, allir
sem honum kynntust töluðu um hve
einstakur hann væri. Hann hafði
sérstakt lag á börnum, hændi þau
að sér og kom fram við þau eins
og jafninga og félaga. Þau fengu
að taka þátt í því sem hann tók sér
fyrir hendur. Synir okkar fóru ekki
varhluta af umhyggju hans. Hvort
sem Kalli var einn á ferð í Reykja-
vík eða með ijölskylduna þá var
ævinlega komið við í Tjarnarmýr-
inni. Það var ánægjuleg heimsókn
sem við feðgar urðum aðnjótandi
laugardaginn 7. júní upp úr há-
degi, Guðrún flogin til Noregs með
yngsta soninn og við þrír heima og
höfðum sofið frameftir. Ég var ný-
kominn heim úr bakaríinu þegar
dyrabjallan hringdi og inn gekk
Kalli og sagði: „Hvað er að sjá
ykkur, drengir, eru þið nýkomnir á
lappir?“ Síðan sátum við og dmkk- ■%.
um kaffi og spjölluðum um heima
og geima í hálfan annan tíma. Við
þessa síðustu samverustund eigum
við eftir að ylja okkur í framtíðinni.
Það voru orð að sönnu, þriðjudag-
ur til þrautar, við hjónin ásamt
yngsta syni okkar vorum stödd í
Kaupmannahöfn þegar okkur bár-
ust þessar hörmulegu fréttir. Óli
kom til mín þar sem ég stóð og tók
þétt utan um mig og sagði: „Hann
Kalli er dáinn.“ Hann hefði orðið
fyrir vinnuslysi. Ég dofnaði öll upp ^
og fannst ég vera að kafna. Þvílíkt
óréttlæti, að taka mann í blóma lífs
síns með svo sviplegum hætti frá
yndislegri konu og dætrum, sem
dýrkuðu hann og dáðu. Maður spyr:
Hver er tilgangurinn? En ekkert
svar fæst. Kalli var einstakur eigin-
maður og fjölskyldufaðir, hjarthlýr,
traustur, áreiðanlegur, hjálpsamur
og tillitsamur við allt og alla og
voru þau hjónin samhent í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur. Það voru
þung spor að hitta systur mína og
dætur við heimkomu okkar daginn
eftir andlátið.
Kæri vinur, við kveðjum þig og
þökkum þér fyrir allar þær yndis-
legu stundir sem þú gafst okkur. ,
Þær munu lifa í minningunni.
Elskuleg systir og mágkona, við
vonum að guð gefi þér og dætrun-
um styrk í ykkar miklu sorg. Það
virðist ótrúlegt nú á þessari stundu,
en það mun birta upp um síðir og
eftir lifír þá minning um yndislegan
eiginmann, föður og vin.
Ólafur, Guðrún og synir.
Enn og aftur er maður óþyrmi-
lega minntur á, hversu stutt bilið
milli lífs og dauða er. Þessi áminn-
ing kennir okkur mikilvægi þess
að lifa lífínu af þeirri jákvæðni og
velvild, sem einkennt hefur allt við-
mót Kalla gagnvart okkur í þau 10
ár sem við höfum búið hlið við hlið.
Betri nágranna en þau Þórdísi
og Kalla er vart hægt að hugsa sér.
Erfítt er að sjá fyrir sér framtíð
án nánast daglegra samskipta við
Kalla. Snerist umræðan þar oft um
viðhald og umhirðu garða og húsa.
Þar var Kalli á heimavelli, því leitun
er að manni sem markað hefur veg
sinn jafn rækilega með snyrti-
mennsku og fagmennsku. Á það
jafnt við um heimili þeirra Þórdísar,
sem og fyrirtæki þeirra, Grindina.
Við fjölskyldan, Leynisbraut 4, , _
vottum ykkur, Þórdís, Bára, Jenný
og Kristin, og öðrum aðstandend-
um, okkar dýpstu samúð.
Jón Emil.
• Fleiri minningHrgreinar um
Ágúst Kari Guðmundsson bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.